Morgunblaðið - 10.09.1996, Page 7

Morgunblaðið - 10.09.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 7 FRÉTTIR A heimleið frá Korsíku KORSÍKUFARARNIR sem lögðu upp í langferð síðastliðinn föstudag eru nú á heimleið og hefur ferðin gengið eins og í sögu, að sögn einka- flugmannsins unga, Jóns M. Har- aldssonar, en hann er aðeins nítján ára gamall. Þetta er eitt lengsta fiug sem einkaflugmaður hefur farið á lítilli eins hreyfils flugvél frá íslandi. Vél- in, sem er af gerðinni Aerospatiale Socata TB20 Trinidad, er í eigu Flug- taks. Með Jóni í för eru Elíeser Jóns- son flugstjóri og Sara Vöggsdóttir einkaflugmaður. Korsíka einstaklega falleg Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir Kúasmali er ekki ónýtur titill Vopnafirði. Morgunblaðið. Þóra Pétursdóttir er ekki há í loftinu en hefur samt gegnt því virðulega embætti að vera kúasmali á búi foreldra sinna á Skjaldþingsstöðum í Vopna- firði í sumar. Þóra sagðist brátt ætla að hætta störfum því hún er byijuð í 5. bekk í Vopna- fjarðarskóla og styttist í að kýrnar verði hýstar fyrir vet- urinn. Uppáhaidskýrin hennar Þóru er kýrin Draumadís. Hún sagði kýrnar geta verið ótrú- lega þijóskar, sérstaklega á haustin þegar þær fá að ganga á túnunum. Þóra plataði þær þó einu sinni með því að segja þeim að það væri útsala á góðu heyi heima í fjósi. Senn líður að skilarétt í Vopnafirði en hún verður um miðjan mánuðinn. Þá hefst slát- urtíð og annir hjá húsmæðrum í sveitum landsins. Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að flugið hefði tekið mun skemmri tíma en hann hafði búist við, enda skilyrði öll afar hag- stæð. Hann lenti á Korsíku á laug- ardagskvpldið og þar var gist í tvær nætur. „Ég er alveg steinhissa á því hvað það sjást fáir ferðamenn á Korsíku eins og þetta er einstaklega fallegur staður," segir Jón. Frá Korsíku héldu Jón, Elíeser og Sara til Cannes í Frakklandi í gær og þar voru þau nýlega lent þegar Morgunblaðið náði tali af Jóni. Þar var þá þijátíu stiga hiti, léttskýjað og logn. Að sögn Jóns er ætlunin að dvelja þar í tvo daga áður en þau halda áfram til Normandí og Glasgow og síðan heim til íslands en hingað eru þau væntanleg síðdeg- is á fimmtudag. -----♦ ♦ ♦----- • • Orlyg’shafnarvegrir Lægsta boð helmingur af áætlun LÆGSTA tilboð í Örlygshafnarveg um Skápdalshlíð í Patreksfirði var rétt rúmur helmingur af kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar. Verktak- inn býðst til að vinna verkið fyrir 16,7 milljónir kr. en kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar hljóðar upp á 30 milljónir. Lægsta tilboðið er frá Friðgeiri V. Hjaltalín í Grundarfirði. Næst lægsta tilboðið hljóðaði upp á 24,7 milljónir kr. sem er 82% af áætlun Vegagerðarinnar. Um er að ræða enduriagningu Örlygshafnarvegar um Skápdals- hlíð, alls tæplega 2 km leið. í verk- inu felast og lagfæringar á vatnsrás á Barðastrandarvegi í fjarðarbotn- inum og gerð rofvarnar við Stapana innanvert við Raknadal í norðan- verðum Patreksfirði. Verkinu á að vera að fullu lokið 15. júlí næsta sumar. ------♦ ♦ ♦---- Reykur í Al- þingíshúsinu SPENNIR á annarri hæð Aiþingis- hússins brann yfir laust eftir hádegi í gær og sprakk. Talsverður reykur varð af þessum völdum í húsinu en enginn eldur. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs fór á staðinn. Að sögn slökkviliðs fór eldvarn- arkerfi i gang. Hvergi var eldur í húsinu en talsverður reykur í risi. Húsverðir voru á neðstu hæð hússins þegar þetta gerðist. ------» ♦ ■■•-- Hass gert upptækt LÖGREGLAN í Reykjavík gerði upp- tæk níutíu grömm af hassi við hús- leit í Breiðholtinu á föstudagskvöld. Einn maður var handtekinn í tengsl- um við málið. Málið er í rannsókn hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. NÝR SÝNINGARSALUR BMW NÚ BJÓÐUM VIÐ 3-LÍNUNA MEÐ 200.000 KR. AFSLÆTTI BMW 316 og BMW 318 á lægra verði í tilefni opnunar nýs sýningarsalar aö Suður- landsbraut 14 höfum við fengið nokkra BMW bíla af '96 árgerðinni frá verksmiðjunum í Þýskalandi á sérstöku verði. Því getum við boðið þessa einstöku gæðabíla með 200.000 kr. afslætti. Komdu og skoðaðu þýsku gæðingana í nýjum sýningarsal að Suðurlandsbraut 14. SUÐURLANDSBRAUT14 SÍMI 568 1200 Beinn sími: 553 8636 ENGUM LÍKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.