Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 7 FRÉTTIR A heimleið frá Korsíku KORSÍKUFARARNIR sem lögðu upp í langferð síðastliðinn föstudag eru nú á heimleið og hefur ferðin gengið eins og í sögu, að sögn einka- flugmannsins unga, Jóns M. Har- aldssonar, en hann er aðeins nítján ára gamall. Þetta er eitt lengsta fiug sem einkaflugmaður hefur farið á lítilli eins hreyfils flugvél frá íslandi. Vél- in, sem er af gerðinni Aerospatiale Socata TB20 Trinidad, er í eigu Flug- taks. Með Jóni í för eru Elíeser Jóns- son flugstjóri og Sara Vöggsdóttir einkaflugmaður. Korsíka einstaklega falleg Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir Kúasmali er ekki ónýtur titill Vopnafirði. Morgunblaðið. Þóra Pétursdóttir er ekki há í loftinu en hefur samt gegnt því virðulega embætti að vera kúasmali á búi foreldra sinna á Skjaldþingsstöðum í Vopna- firði í sumar. Þóra sagðist brátt ætla að hætta störfum því hún er byijuð í 5. bekk í Vopna- fjarðarskóla og styttist í að kýrnar verði hýstar fyrir vet- urinn. Uppáhaidskýrin hennar Þóru er kýrin Draumadís. Hún sagði kýrnar geta verið ótrú- lega þijóskar, sérstaklega á haustin þegar þær fá að ganga á túnunum. Þóra plataði þær þó einu sinni með því að segja þeim að það væri útsala á góðu heyi heima í fjósi. Senn líður að skilarétt í Vopnafirði en hún verður um miðjan mánuðinn. Þá hefst slát- urtíð og annir hjá húsmæðrum í sveitum landsins. Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að flugið hefði tekið mun skemmri tíma en hann hafði búist við, enda skilyrði öll afar hag- stæð. Hann lenti á Korsíku á laug- ardagskvpldið og þar var gist í tvær nætur. „Ég er alveg steinhissa á því hvað það sjást fáir ferðamenn á Korsíku eins og þetta er einstaklega fallegur staður," segir Jón. Frá Korsíku héldu Jón, Elíeser og Sara til Cannes í Frakklandi í gær og þar voru þau nýlega lent þegar Morgunblaðið náði tali af Jóni. Þar var þá þijátíu stiga hiti, léttskýjað og logn. Að sögn Jóns er ætlunin að dvelja þar í tvo daga áður en þau halda áfram til Normandí og Glasgow og síðan heim til íslands en hingað eru þau væntanleg síðdeg- is á fimmtudag. -----♦ ♦ ♦----- • • Orlyg’shafnarvegrir Lægsta boð helmingur af áætlun LÆGSTA tilboð í Örlygshafnarveg um Skápdalshlíð í Patreksfirði var rétt rúmur helmingur af kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar. Verktak- inn býðst til að vinna verkið fyrir 16,7 milljónir kr. en kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar hljóðar upp á 30 milljónir. Lægsta tilboðið er frá Friðgeiri V. Hjaltalín í Grundarfirði. Næst lægsta tilboðið hljóðaði upp á 24,7 milljónir kr. sem er 82% af áætlun Vegagerðarinnar. Um er að ræða enduriagningu Örlygshafnarvegar um Skápdals- hlíð, alls tæplega 2 km leið. í verk- inu felast og lagfæringar á vatnsrás á Barðastrandarvegi í fjarðarbotn- inum og gerð rofvarnar við Stapana innanvert við Raknadal í norðan- verðum Patreksfirði. Verkinu á að vera að fullu lokið 15. júlí næsta sumar. ------♦ ♦ ♦---- Reykur í Al- þingíshúsinu SPENNIR á annarri hæð Aiþingis- hússins brann yfir laust eftir hádegi í gær og sprakk. Talsverður reykur varð af þessum völdum í húsinu en enginn eldur. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs fór á staðinn. Að sögn slökkviliðs fór eldvarn- arkerfi i gang. Hvergi var eldur í húsinu en talsverður reykur í risi. Húsverðir voru á neðstu hæð hússins þegar þetta gerðist. ------» ♦ ■■•-- Hass gert upptækt LÖGREGLAN í Reykjavík gerði upp- tæk níutíu grömm af hassi við hús- leit í Breiðholtinu á föstudagskvöld. Einn maður var handtekinn í tengsl- um við málið. Málið er í rannsókn hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. NÝR SÝNINGARSALUR BMW NÚ BJÓÐUM VIÐ 3-LÍNUNA MEÐ 200.000 KR. AFSLÆTTI BMW 316 og BMW 318 á lægra verði í tilefni opnunar nýs sýningarsalar aö Suður- landsbraut 14 höfum við fengið nokkra BMW bíla af '96 árgerðinni frá verksmiðjunum í Þýskalandi á sérstöku verði. Því getum við boðið þessa einstöku gæðabíla með 200.000 kr. afslætti. Komdu og skoðaðu þýsku gæðingana í nýjum sýningarsal að Suðurlandsbraut 14. SUÐURLANDSBRAUT14 SÍMI 568 1200 Beinn sími: 553 8636 ENGUM LÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.