Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 ERLEIVIT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Heildarframleiðsla SH fyrstu átta mánuði ársins 20.000 tonna aukning frá sama tíma í fyrra Brottflutningur hermanna hafinn Moskvu. Reuter. HEILDARFRAMLEIÐSLA SH fyrstu átta mánuði ársins varð tæplega 90.000 tonn, en var á sama tíma í fyrra rúm 70.000 tonn. Framleiðslan hefur því auk- izt milli ára um 22%. Heildarfram- leiðsla á síðasta ári varð tæplega 110.000 tonn, en það ár var annað bezta árið í sögu SH, þegar litið er til framleiðslunnar. Aðeins vantar framleiðslu upp á 20.000 tonn það sem af er ári til að ná sama magni og þá. Innlend framleiðsla SH jókst um 22% milli ára og er nú tæp 77.000 tonn. Framleiðendur halda hlut sínum í bolfiski, en heildarfram- leiðsla á honum er rúm 40.000 KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, hefur farið þess á leit við fjármálaráðherra að hann upplýsi hvar hafi komið fram að Eftirlits- stofnun EFTA geri kröfu um að samræma tryggingagjald á sjávar- útveg og annan atvinnurekstur. Heimildir LÍÚ væru á þann veg að engin slík krafa hefði komið fram enda ekki samið um sjávarútvegs- mál í EES-samningnum. Kristján telur þá fullyrðingu fjár- málaráðuneytisins sem fram kemur í fréttatilkynningu dagsettri 25. júní sl. ranga, en þar segir m.a.: „Að undanförnu hafa átt sér stað viðræður milli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og íslenskra stjórn- valda um samræmingu trygginga- gjalds. Hefur stofnunin látið í ljósi það álit sitt að mismunandi álagn- ing tryggingagjalds geti talist ríkis- styrkir til þeirra atvinnugreina sem greiða lægra tryggingagjald." Enginn, sem þekkir til þessa máls, lætur sér til hugar koma að Eftiríitsstofnun EFTA geti gert þessa kröfu þegar fyrir liggur að Evrópusambandið styrkir sjávarút- veg bandalagsríkjanna í bak og fyrir. Nýjar álögur á sjávarútveginn virðist eiga að réttlæta með kröfu frá Eftirlitsstofnun EFTA, að sögn Kristjáns. „Það veldur íslenskum sjávarútvegi ómældu tjóni að þurfa að keppa á erlendum mörkuðum við ríkisstyrktan sjávarútveg Evr- ópubandalagsríkjanna og svo virðist sem íslensk stjómvöld stefni að því að gera þessa samkeppnisstöðu enn erfiðari.“ Tryggingagjald fjármagnar líf- Framleiðslan alls orðin tæplega 90.000 tonn tonn. Aukin framleiðsla á karfa, steinbít og öðrum veigaminni teg- undum vegur upp samdrátt á framleiðslu á ýsu-, ufsa- og grál- úðuafurðum. Framleiðsla á þorski jókst um 1% milli ára, þrátt fyrir samdrátt í veiðum. Framleiðsla á rækju og humri hefur aukizt um rúmlega 50%. Heildarframleiðsla skelfisk- afurða er um 9.000 tonn. Fram- eyristryggingar Tryggingastofn- unar ríkisins og Átvinnuleysis- tryggingasjóð. Bætur úr þessum sjóðum eru jafnar til hvers einstakl- ings. „Ef áform eru uppi um að jafna tryggingagjöld væri eðlilegt að gera það með því að hver vinnu- veitandi greiddi sama gjald fyrir unna vinnuviku. Þá væri gjaldtakan í samræmi við kostnað af hveijum launþega. Nú greiðir útgerðin 2.447 kr. fyrir hveija vinnuviku meðan verslunin greiðir 2.333 kr. Þessi niðurstaða liggur fyrir þótt útgerðin greiði 3,55% af launum, en verslun- in 6,85%. Miðað við hugmyndir ijár- málaráðherra um ,jöfnun“ gjaldsins mun útgerðin greiða 3.794 kr. fyrir hvern launþega á viku, en verslunin 1.874 kr. Ef þetta er jöfnun miðað við að hver launþegi fær sömu krónutölu í bætur frá lífeyristrygg- ingum og í atvinnuleysisbætur, þá er þetta aukinn ójöfnuður," segir Kristján. Hugmyndir fjármálaráðherra um fyrirhugaðar breytingar, sem ríkis- stjórnin hefur lýst vilja sínum til, fela í sér nýjar byrðar á sjávarút- veginn að fjárhæð 640 milljónir króna, þar af 420 milljónir kr. á útgerðina og 220 á fiskvinnsluna, en greiðslur ríkis og sveitarfélaga af eigin atvinnurekstri munu lækka um 710 milljónir króna, að sögn Kristjáns. „Það er því augljóst að hér er ekki verið að tala um jöfnun heldur ívilnun fyrir verslun og þjón- ustu og atvinnurekstur hins opin- bera á kostnað sjávarútvegsins og samkeppnisiðnaðar. Á þessu ári hefur ríkisstjórnin lagt á sjávarút- veginn nýja skatta sem nema um leiðsla á síld jókst um 169% og í loðnu er framleiðsluaukningin 131%. Þar fór framleiðslan úr rúm- um 10.000 tonnum í 24.000. Ef litið er til erlendu framleiðsl- unnar, kemur í ljós að hún eykst um 20%. Fer úr 10.000 tonnum í rúm 12.000. Framleiðsla og sam- starf við hina erlendu framleiðend- ur er komin á nokkuð fastan grunn og er aukning framleiðslunnar til- tölulega stöðug. Þessi framleiðsla fellur vel að núverandi sölu- og markaðskerfi SH og styrkir það verulega. Hinum erlendu aðilum hefur til dæmis tekizt að bæta upp að nokkru samdrátt í innlendri framleiðslu á grálúðu. 630 milljónum króna. Er þar um að ræða 500 milljóna króna framlag í Þróunarsjóð og 130 milljónir króna til Tryggingastofnunar ríkisins í formi sérstaks launaskatts er nem- ur 0,65% af greiddum launum." Formaðurinn hefur eindregið farið þess á leit við íjármálaráð- herra að horfið verði frá þessum hugmyndum enda væri hann þess fullviss að þessar nýju byrðar myndu valda ómældu tjóni á at- vinnustarfsemi á landsbyggðinni, sem í dag ætti mjög í vök að verj- ast. Kristján bendir sömuleiðis á í bréfi sínu til fjármálaráðherra að launagreiðslur útgerðar ættu sér enga hliðstæðu í launakerfum hér á landi. Um væri að ræða hluta- skipti þar sem útgerð og sjómenn skiptu með sér aflaverðmæti. Auk- in hlutfallsleg gjöld á hlut útgerðar skekktu því hlutaskiptin og yllu varanlegum breytingum á skiptum milli útgerðar og sjómanna. Ef leggja ætti gjöld á með þeim hætti, sem áformað hefur verið, ætti ekki annað að koma til greina en að leggja þau á aflaverðmætið áður en til hlutaskipta kæmi, að mati formanns LIU. Útgerðarmenn telja að allur fyr- irhugaður „jöfnuður“ felist fyrst og fremst í því að ríkið sé að koma kostnaði af sér og yfir á sjávarút- veginn. „Við erum alls ekki að hlífa okkur við því að borga sama hlut- fall og aðrir, en menn eiga þá líka að fá greiðslur úr sjóðum þessum í samræmi við þær upphæðir, sem greiddar hafa verið í trygginga- gjald.“ BROTTFLUTNINGUR rússneskra hermanna frá Tsjetsjníju hófst á sunnudag eins og gert var ráð fyrir í friðarsamkomulagi Rússa og tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna. Herhljómsveit lék fjörug lög við kveðjuathöfn á rússneskum herflug- velli skammt frá Grosní þar sem brottflutningurinn hófst. Vjatsjeslav Tíkhomírov, yfirmaður rússnesku hersveitanna í héraðinu, óskaði her- mönnunum velfarnaðar og afhenti orður. Tíkhomírov sagði að friðarsam- komulagið, sem Alexander Lebed, yfirmaður rússneska öryggisráðsins, náði við leiðtoga aðskilnaðarsinna, væri síðasta tækifærið til að leiða deiluna um Tsjetsjníju til lykta með friðsamlegum hætti. „Þetta er þriðja og síðasta tilraunin til að binda enda á átökin í Tsjetsjníju með friðsam- legum hætti. Mistakist þessi tilraun verður málið Ieyst með öðrum að- ferðum." Friðarsamkomulagið kveður á um að Rússar flytji á brott alla þá her- menn sem hafa verið sendir tíma- bundið til Tsjetsjníju en deilt er um hvað í þessu felst. Áðskilnaðarsinnar segja að engir rússneskir hermenn NEFND sérfræðinga mun taka um það ákvörðun í lok mánaðarins hver skuli annast hjartaaðgerðina á Borís Jeltsín Rússlandsforseta, að sögn hjartalæknisins Jevgenís Tsjasovs í gær. Jeltsín hefur gefið í skyn að aðgerðin muni fara fram á stofnun Tsjasovs í Moskvu en alls eru íjórar slíkar á höfuðborgarsvæðinu. Haft var eftir Tsjasov á föstudag að yrði forsetinn lagður inn á stofn- un hans myndi prófessor Renat Aktsjúrín, yfirmaður skurðdeildar, skera hann upp. Jeltsín mun lengi hafa hafnað því að láta skera sig upp og þar að auki neituðu margir af bestu skurðlæknum landsins að annast aðgerðina af ótta við að gera mistök, að sögn Sergeis Parkhomen- kos, ritstjóra vikuritsins Ítogí á föstudag. Um Aktsjúrín gegndi öðru máli. „Eg skal gera þetta, ég annað- ist sams konar aðgerð á [Viktor] ILL A farin mynd af Maó for- manni prýðir veggi einnar af fjörutíu Maó-matstofum í Pek- ing. Á matstofunum er á boðstól- um dæmi um þann mat sem menn urðu að gera sér að góðu í „Stóra stökkinu fram á við“ en þá íétu um 28 milljónir Kínveija lífið í hungursneyð sem varð vegna hafi verið í héraðinu áður en átökin hófust í lok ársins 1994 og því beri Rússum að flytja allar hersveitir sín- ar á brott. Rússar segja hins vegar að hluti herliðsins eigi að vera í héraðinu til frambúðar. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, jók óvissuna um friðarsamkomulagið á fimmtudag þegar hann tjáði sig í fyrsta sinn um friðarsamkomulagið. Hann kvaðst þá styðja samkomulag- ið en vera andvígur tafarlausum brottflutningi hermanna. Boltaspark í stað vopnaskaks Bardögunum í Tsjetsjníju linnti eftir að vopnahléssamningur _tók gildi 21. ágúst og fréttastofan ítar- Tass skýrði frá því að efnt hefði verið til knattspyrnuleiks milli rúss- neskra hermanna og aðskilnaðar- sinna á sunnudag. Hermennirnir fóru með sigur af hólmi, með þrem- ur mörkum gegn einu. Zelimkhan Jandarbíjev, leiðtogi aðskilnaðarsinna, fer til Grosní í dag til að sitja þing tsjetsjenskra stjórn- málahreyfinga. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann fer til borgarinnar frá því rússneski herinn náði henni á sitt vald í febrúar 1995. Tsjernomýrdín [forsætisráðherra] árið 1992“, sagði hann. Heiður og byrði Ítogí birti í gær viðtal við Jeltsín er svaraði spumingum ritsins skriflega. Hann segist þar hafa fengið að vita að hann yrði að taka lífinu með ró en hafa ákveðið að fara í aðgerð vegna þess að hann teldi Rússa ætl- ast til þess að hann hlífði sér hvergi. „Enginn eðlilegur maður er hrifínn af því að rætt sé opinberlega um krankleika hans“, segir Jeltsín. „En borgarar Rússneska sambandsríkis- ins hafa treyst mér fyrir embætti forseta ... Það er geysilegur heið- ur... en einnig mikil byrði“. Forset- inn segir að sá sem taki við embætt- inu verði þar með almenningseign, „það er ekki lengur um að ræða nein persónuleg vandamál, þau verða öll pólitísk“. stefnu stjórnvalda í efnahags- málum. Á matseðlinum er m.a. gras, trjábörkur, sporðdrekar og maurar. í gær voru tuttugu ár liðin frá láti Maó Zedong, sem var leiðtogi kinverska alþýðulýð- veldisins í tæp 30 ár og helsti hugmyndasmiður „Stóra stökks- ins fram á við.“ „Nýjar álögur á að rétt- læta með EFTA-kröfu“ 640 milljóna króna útgjaldaauki á sjávarútveginn Óljóst hver muni skera Jeltsín upp Hræddir við að gera mistök Moskvu. Reuter. Reuter Tuttugu ára ártíð Maós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.