Morgunblaðið - 10.09.1996, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 41
INGA FANNEY
KRISTINSDÓTTIR
+ Inga Fanney
Kristinsdóttir
fæddist í Reykjavík
11. júní 1972. Hún
lést af slysförum í
Svíþjóð 26. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Kristinn Valde-
marsson og Guð-
laug Asta Ingólfs-
dóttir, en þau slitu
samvistum. Guð-
laug giftist Einari
Garibaldasyni og á
með honum Gari-
baida Þorbjörn og
Margréti. Kristinn kvæntist
Erlu Gerði Matthíasdóttur og á
með henni Steinunni Sif, Birg-
ittu Dröfn og Valdemar Gest.
og góð sál, kærleiksrík
og blíð. Hafðu þökk
fyrir árin sem við feng-
um að eiga með þér.
Inga Fanney, við
gleymum þér aldrei,
Guð blessi þig.
Sárt er að kveðja en sólin hníg-
ur að viði
að síðustu öllum hjá.
Þá finnast þau aftur á ókunnu
tilveru sviði
sem elska vona og þrá.
Við þökkum og biðjum, far þú,
vina, í friði.
(G.Ö.)
Þín amma,
Inga ólst upp í Svíþjóð frá átta
ára aldri hjá móður sinni og
stjúpföður, en var þó alltaf í
sambandi við sitt fólk á íslandi.
Inga Fanney verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku stúlkan okkar, hún Inga
Fanney, lenti í slysi úti í Svíþjóð.
Hún er dáin, við trúum ekki að
þetta gæti verið satt, þvílíkt reiðar-
slag, þvílík sorg. Hún var bara tutt-
ugu og fjögurra ára og allt lífið
framundan, búin að mennta sig og
var í góðri vinnu. Inga Fanney hafði
verið búsett í Svíþjóð síðan hún var
átta ára gömul og bjó núna með
móður sinni og tveimur hálfsystkin-
um. Ekki þarf að spytja um þá
miklu sorg og örvæntingu sem gríp-
ur aðstandendur á slíkum stundum.
Engin orð fá því lýst.
Eg sendi móður og systkinum
Ingu Fanneyjar samúðarkveðju.
Sár er söknuðurinn hjá þeim sem
næst henni standa hér, sem er fað-
ir hennar og hans fjölskylda, ömm-
ur og annað nákomið frændfólk.
Við höfðum alltaf fréttir af þér á
þínum uppvaxtarárum því alltaf
hafði pabbi þinn samband við litlu
stúlkuna sína. Við hringdum og
spurðuin: Hvað er að frétta af Ingu?
Alltaf vissi hann hvernig þú hafðir
það. Þegar þú fermdist fór hann
og var við ferminguna og sagði
okkur hvernig hún hefði verið. Þeg-
ar þú tókst stúdentsprófið fór hann
og gladdist með þér. Það var mik-
ill dagur í þínu lífí. Hann reyndi
að koma við hjá þér ef hann fór út
í öðrum erindagjörðum. Alltaf
mundi pabbi eftir litlu stelpunni
sinni á afmælum og jólunum og
alltaf sendirðu mér smápakka um
jólin. Alltaf eitthvað fallegt.
Einu gleymi ég aldrei: Þegar þú
varst tólf ára dó afi þinn. Þá hringd-
ir þú í mig grátandi til að votta
mér samúð og senda mér styrk og
þú gerðir það með tárunum sem
þú felldir þá. Mér fannst þetta svo
sérstakt af svo ungu barni. Nú
seinni árin varstu farin að koma í
heimsókn. Og fannst mér það smá-
sárabót fyrir að hafa misst þig svo
unga frá okkur öllum hér heima.
Um síðustu jól varstu hér hjá
pabba þínum og hans fjölskyldu.
Það var alltaf svo gaman þegar von
var á þér í heimsókn. Það hlökkuðu
allir til þegar Inga Fanney var að
koma. Allir voru svo glaðir að sjá
þig og þegar þú komst í jólafjöl-
skylduboðið voru allir svo glaðir því
þig var svo oft búið að vanta þar.
En nú er annað ár og aftur koma
jól, en það verða öðruvísi jól. Jól
minninga og saknaðar en gleði yfir
að hafa átt þig og elskað þig, hugs-
að um þig í fjarlægð. Fagnað þegar
þú komst og þegar þú fórst að
hlakka til að sjá þig aftur.
Ég man þegar þú varst hjá mér
áður en þú fluttir út, ég var stund-
um að passa þig, hvað þú varst
stillt og hljóðlátt lítið barn. Þegar
ég hitti þig seinna, eldri, fannst
mér þú ekkert hafa breyst. Þú varst
sama ljúfa stúlkan. Ég heyrði þig
aldrei hafa hátt. Þú varst viðkvæm
Guðbjörg.
Kom, fyll þitt glas! Lát velta á vorsins eld
þinn vetrarsnjáða yfirbótafeld!
Sjá, Tíminn, það er fugl sem flýgur hratt,
hann flýgur máski úr augsýn þér í kveld!
Lít þessa rós! Hún segir: Sjá, ég græ
og seilist uppí veröldina og hlæ.
Frá mínum sjóði ég silkiskúfinn slít
og sáldra um lundinn auðlegð minni á glæ.
Sú heimsvon öll, sem barmur mannsins ber,
hvort bregst hún eða rætist - hvort sem er -
sem hrim á dökkri auðnarásýnd skín
um eina smástund, kannski tvær, - og fer.
í daga og nætur skiptist skákborð eitt.
Af skaparvöldum er þar manntafl þreytt.
Þau færa oss til og fella oss, gera oss mát
og frú og kóngi er loks í stokkinn þeytt.
(Magn. Ásg. þýddi.)
Síðsumarkvöld í Svíþjóð eru oft
notaleg og bjóða upp á útiveru og
mannafundi. Að hitta vini, fara í
göngutúr eða á kaffihús. Að sigla
í skeijagarðinum, tína sveppi úti í
skógi eða keyra mótorhjól inn í
sólarlagi uppi í sveit. Mánudags-
kvöldið 26. ágúst sl. var svona
kvöld. Inga Fanney var nýkomin
frá Finnlandi, þar sem hún hafði
tekið þátt í firmakeppni í róðri, og
ætlaði út í stuttan ökutúr á mótor-
hjólinu sínu. Hún fór að hitta vini
sína í vatnsskíðaklúbbi við Ringsjö-
vatn. Við fáum sjálfsagt aldrei að
vita hvað fór úrskeiðis á heimleið
frá þeim fundi; það gæti hafa verið
eitthvert dýr á veginum, kanína eða
broddgöltur, sem hún hefur ætlað
að sveigja fram hjá, eða kannski
bilaði hjólið fyrirvaralaust? Við
verðum hins vegar að læra að sætta
okkur við að Inga Fanney missti
stjórn á hjólinu og fórst. Slysið
varð í Ijósaskiptunum, á litlum
sveitavegi utan við Höör á Skáni.
Þrátt fyrir að sjúkrabíll kæmi á
vettvang mjög fljótlega var ekkert
hægt að gera til að bjarga lífi henn-
ar. Hún Inga Fanney okkar, sem
alltaf var svo full af lífí og orku,
ók vélhjóli yfir móðuna miklu sem
skilur þennan heim og næsta.
Foreldrar Ingu Fanneyjar eru
systir okkar, Guðlaug Ásta Ingólfs-
dóttir, hjúkrunarfræðingur í Eslöv,
Svíþjóð, og Kristinn Valdemarsson,
framkvæmdastjóri Barka hf. í
Kópavogi. Gulla systir var bara 17
ára þegar Inga Fanney fæddist og
því fannst okkur systkinum Gullu
næstum eins og Inga væri ein litla
systirin í viðbót heima hjá Petru
mömmu. Inga var fyrsta barna-
barnið hennar mömmu og þær voru
alla tíð mjög nánar. Gulla giftist
seinna Einari Garibaldasyni, og fjöl-
skyldan flutti til Marieholm í Sví-
þjóð árið 1980. Þar ólst Inga Fann-
ey upp með systkinum sínum, Mar-
gréti og Garibalda. Gulla og Einar
skildu árið 1990, og hefur Gulla
búið í Eslöv siðan. Kristinn kvænt-
ist Erlu Matthíasdóttur og eiga þau
þijú börn, Steinunni Sif, Birgittu
Dröfn og Valdemar Gest. Þó þau
byggju hvort i sínu landinu hafði
Inga Fanney gott samband við
pabba sinn og íjölskyldu hans.
Hann kom i heimsókn við hvert
tækifæri sem gafst og hún heim-
MINNINGAR
sótti hann á íslandi. Steinunn Sif
bjó hjá Ingu í Svíþjóð um tíma á
síðasta ári.
Inga Fanney las til stúdentsprófs
við verslunar- og ritarabraut Berga-
menntaskólans í Eslöv. Hún lauk
stúdentsprófí vorið 1991. Til að
fagna stúdentsprófínu ók hún um
götur Eslöv í blómum skrýddum
kappakstursbíl sem vinur hennar
Magnus Löwgren átti. Inga Fanney
og Magnus voru trúlofuð um fímm
ára skeið frá 1990 og bjuggu þau
lengst af í Lundi. Þó þau hefðu slit-
ið samvistum árið 1995 voru þau
áfram góðir vinir. Inga Fanney
hafði yndi af dýrum og átti lengi
skara af páfagaukum af öllum
stærðum og litum og lítinn, fjörug-
an hund. Síðustu mánuðina bjó Inga
Fanney heima hjá mömmu sinni en
hún var að bíða eftir að fá nýja
íbúð á leigu í Lundi.
Inga fékk vinnu sem rannsóknar-
ritari við lyfjafyrirtækið Astra-
Draco í Lundi í mars árið 1992.
Til að byija með var hún ráðin til
reynslu en stóð sig svo vel að hún
fékk fastráðningu við rannsóknar-
deild fyrirtækisins. Það var vel af
sér vikið á sama tíma og atvinnu-
leysi magnaðist ákaflega meðal
ungs fólks í Svíþjóð. Inga Fanney
var mjög vel liðin af samstarfs-
mönnum sínum, eignaðist meðal
þeirra marga vini og tók virkan
þátt í frístundastarfí með vinnufé-
lögunum. Hún keppti í róðri fyrir
hönd fyrirtækisins og það eru marg-
ir verðlaunapeningarnir sem hún
hefur unnið í firmakeppnum og
öðrum íþróttamótum bæði innan og
utan Svíþjóðar.
Það er erfítt að sætta sig við að
Inga Fanney sé ekki lengur á meðal
okkar. Við höfum fylgst með henni
frá fæðingu, séð hana vaxa úr grasi,
þroskast og mótast. Inga Fanney
var sjálfstæð og ákveðin ung kona,
sem vissi hvað hún vildi, en var jafn-
framt ákaflega geðug og prúð. Það
er fátt sem manni fínnst jafn til-
gangslaust og hörmulegt og þegar
ungt fólk ferst af slysförum. Sumir
deyja alltof ungir. Inga Fanney var
svo full af lífsgleði og ævintýraþrá
og vildi upplifa svo margt. Að aka
mótorhjóli var eitt af því. Það stend-
ur lítill kross utan við smáveg rétt
hjá Höör á Skáni.
Frá veginum er fallegt útsýni
yfir skógarlundi og engi til Ringsjö-
vatns. Þangað hafa Ijölmargir vinir
Ingu Fanneyjar leitað síðustu dag-
ana til að minnast og gráta. Þangað
munu þeir leita líka eftir að Inga
Fanney hefur verið lögð til hinstu
hvílu á íslandi. Um 100 vinir og
vandamenn Ingu Fanneyjar í Sví-
þjóð söfnuðust til minningarstundar
um hana í Kapellu heilags Ólafs í
Lundi þann 5. september. Við erum
mörg sem syrgjum Ingu en það var
ekki á okkar valdi að velja hvenær
leiðir skildu. Orð geta ekki lýst
söknuði okkar og sársauka. Elsku
Gulla systir og Kiddi, megi guðimir
gefa ykkur styrk til að halda áfram
á lífsins vegi og megi bjartar minn-
ingar um yndislega dóttur fylgja
ykkur um ókomin ár.
Ragnar, Ólafur, Sigríður,
Vigdís, fjölskyldur og
frændsystkini.
Eins og það er nú annars gaman
að heyra í móður sinni, hringja til
sonar síns yfír hafið; - þá heyrði
ég á móður minni þegar hún hringdi
að kvöldi 27. ágúst sl. að fréttirnar
væru ekki góðar; andardrátturinn
var þungur, gráturinn skammt und-
an og þagnirnar langar. Henni var
mikið niðri fyrir.
Þeir sem misst hafa ástvin þekkja
þessa tilfínningu; hrollinn sem hrísl-
ast um mann, spurninguna sem
aldrei er spurð enda þarf þess ekki,
því svarið er á næstu grösum - í
næstu eða þar næstu setningu. Svo
virðist sem jörðin hætti augnablik
að snúast og grasið að gróa. Svo
kemur svarið sem reiðarslag yfir
mann. Inga Fanney, elsta dóttir
Kristins bróður míns, sem hann
hafði mátt sjá af til útlanda á unga
aldri, hafði farist í hræðilegu slysi
í Svíþjóð að kvöldi 26. ágúst. Á
augnablikum sem þessum hendist
lífshlaupið framhjá á ógnarhraða
og maður grípur niður í minning-
arnar. Minningarnar um litlu glað-
legu, dökkhærðu stelpuna sem
Kiddi bróðir var svo stoltur af.
Stelpuna sem nú var orðin 24 ára
og þekkti sínar rætur og hann hafði
vonaö í yfír 20 ár að flytti nú fljót-
lega til föðurlandsins.
Inga fiuttist ung með móður sinni
til Svíþjóðar og því miður naut ég
ekki þeirrar ánægju að hitta hana
oft eftir að hún sleit barnsskónum.
Þó heimsótti ég hana einu sinni og
fór þá ekki á milli mála að þar fór
glaðleg og myndarleg stúlka en
umfram allt hlý og hjartagóð sem
átti lífið framundan.
Þrátt fýrir aðskilnaðinn og fjar-
lægð átti Inga Fanney góðan föður
sem lagði mikið upp úr að halda
samskiptum við hana. Hann fór til
Svíþjóðar og heimsótti hana og hún
kom til íslands til að vera með fjöld-
skyldu hans, systkinum sínum og
hitta ömmur sínar og ættingja.
Á stundum sem þessari leita ég
oft í speki Kahlils Gibrans, rétt eins
og Almítra þegar hún leitaði svara
spámannsins við spurningum lífs-
ins. Þegar spurt var um gleði og
sorg svaraði spámaðurinn: „Sorgin
er gríma gleðinnar. Og lindin, sem
er uppspretta gleðinnar, var oft
full af tárum. Og hvemig ætti það
öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra
sem sorgin grefur sig í hjarta
manns, þeim mun meiri gleði getur
það rúmað. Er ekki bikarinn, sem
geymir vín þitt, brenndur í eldi
smiðjunnar? Ög var ekki hljóðpípan,
sem mildar skap þitt, holuð innan
með hnífum? Skoðaðu hug þinn
vel, þegar þú ert glaður og þú
munt sjá, að aðeins það, sem valdið
hefur hryggð þinni, gerir þig glað-
an. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín. Sum ykkar segja:
„í heimi hér er meira af gleði en
sorg,“ og aðrir segja: „Nei, sorgirn-
ar eru fleiri.“ En ég segi þér, sorg-
in og gleðin ferðast saman að húsi
þínu, og þegar önnur situr við borð
þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú veg-
ur salt milli gleði og sorgar.“
Elsku Kiddi, Erla, Gulla og börn,
megi Guð styrkja ykkur í sorg ykk-
ar yfir missi góðrar dóttur og syst-
ur. Einnig færi ég ömmunum báð-
um og öllum ættingjum Ingu Fann-
eyjar mínar innilegustu samúðar-
kveðjur og megi góður Guð gefa
að góð stúlka megi hvíla í friði.
Jóhannes Valdemarsson,
Árósum.
Við hlýðum þó að komi hinsta kallið,
og kveðjan mikla sumardegi á.
Við hnígum eins og blóm til foldar fallið,
er fær ei varist sláttumannsins ljá.
Nú bljúg við þökkum alla alúð þína,
og umhyggju er jafnan kom frá þér.
Nú sjálfur Drottinn annist öndu þína,
og inn þig leiði í dýrðarvist hjá sér.
(Jónína Magnúsdóttir.)
Elsku Inga, blessuð sé minning
þín.
Björgvin Pétur,
Birgitta Rós,
Karitas Ósk.
Elsku systir mín, ég minnist
þeirra stunda sem ég hef átt með
þér og þó að þú byggir í Svíþjóð
komst þú reglulega í heimsókn og
var það mjög ánægjulegt. Við vor-
um alltaf svo spenntar þegar Inga
Fanney systir var að koma í heim-
sókn og okkur fannst þú ekki koma
nógu oft. Við hefðum viljað fá þig
oftar í heimsókn og hafa þig lengur.
Síðasta heimsókn þín til okkar
var um jólin í vetur. Það var svo
gaman og við vorum alltaf að kynn-
ast betur og betur og vonuðum að
áframhald yrði á því.
Elsku Inga Fanney, ég þakka þér
fyrir hvað þú varst góð systir og
fyrir allar skemmtilegu stundimar
sem við áttum saman. Ég mun aldr-
ei gleyma þér.
Þín systir,
Birgitta Dröfn.
Elsku systir mín, ég er svo sorg-
mædd yfir því að þú skulir vera
farin frá okkur. Ég minnist liðinna
stunda sem við áttum saman úti í
Svíþjóð í fyrra er ég var þar í nokkra
mánuði. Það var svo skemmtilegur
tími. Við gerðum svo margt saman,
fórum í bíó, töluðum saman um líf-
ið og tilveruna, skemmtun okkur
saman.
Mér fannst svo gaman að eiga
svona stóra systur. Við töluðum
alltaf saman í síma og síðasta sam-
tal okkar var 16. ágúst og þá varstu
svo hress og kát og ánægð með líf-
ið. Þó þú hafir búið í Svíþjóð höfðum
við alltaf samband og þú komst oft
í heimsókn, en best kynntist ég þér
meðan við vorum saman í Svíþjóð.
Ég fann hvað ég átti trausta
systur þar sem þú varst. Við reynd-
um alltaf að gera eitthvað skemmti-
legt þegar við vorum í fríi. Ég var
svo stolt af þér en nú ertu horfin
mér og ég sit hér hljóð og sorg-
mædd og skil ekki hvers vegna
svona hlutir gerast. Það var svo
gaman þegar þú komst um jólin.
Þá fórum við saman að kaupa jólá**-
gjafír og svo fórum við að kaupa
okkur föt. Við gátum alltaf fundið
eitthvað til að gera sem var
skernmtilegt.
Ég man eftir litla hundinum sem
þú áttir úti. Hann var eins og hann
væri barnið þitt. Þú hafðir svo mik-
ið dálæti á honum.
Elskulega systir mín, Inga Fann-
ey, ég sakna þín og ég þakka þér
fyrir hvað þú varst góð. Ég mun
alltaf minnast þess tíma sem við
áttum saman._ Guð geymi þig, elsku
stóra systir. Ég mun aldrei gleyma
þér.
Þín systir,
Steinunn Sif.
Elsku systir, ég minnist þessa
hroðalega atburðar sem gerðist 26.
ágúst síðastliðinn er þú lést í bif-
hjólaslysi í Svíþjóð. Ég sá þig ekki
oft, en þú varst systir mín fyrir
því. Þú komst um síðustu jól til
okkar. Það var ánægjuleg stund.
Alltaf sendir þú jóla- og afmæli-
spakka en komst með þá um síð-
ustu jól. En næstu jól verða öðru-
vísi, engin Inga Fanney systir og
engir pakkar frá henni!
Elsku systir, mér þótti svo vænt
um þig og var stoltur af að eiga
þig fyrir systur. Ég mun aldrei
gleyma þér.
Þinn bróðir,
Valdemar Gestur.
Islenskur efniviður
Islenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró.
kauxn
onoitv
‘HM
Áralöng reynsla.
Leitið
upplýsinga.
II
i S. HELGAS0N HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677