Morgunblaðið - 10.09.1996, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 57
I
)
)
I
)
>
I
3
5
I
I
!
1
I
1
I
I
I
4
ð
4
4
i
‘1
4
4
indsbanki
★ W W '/ G.EiT.ikti 2
★ ★★ A.'S föka 2
SANNLEIKURINN UM
HUNDA OG KETTI
Sýnd kl. 5.7,9 og 11
'IiJÓJJÓLLjí]
ŒH3
Sýndkl. 5. 7,9 og 11.
★•★★ A.. I.-Mbi'
★ ★ ★ H.ICDV
IHDEPEHDEIICE DAV
Sýndkl. 5,7, 9 og 11.
bönnuö innan 12 ára. íslensk heimasíða: http://id4.islandia.is
Gengið og Náman munið
afsláttarmiðana
STRIPTEaSE
DEMI MOORE
THE EREAT WHITE SAMUEL
m.mw jackson
HlTE
JEFF
GOLDBLUM
CGURAGE
--UNDER--
FIRE
DENZEL WASHINGTON
MEG RYAN
DANSINN var fast stiginn og hendurnar fylgdu með.
Garðabæjar-
busar í
Ingólfskaffí
NÝNEMAR í Fjölbrautaskóla
Garðabæjar brugðu sér ný-
busaðir í borgina og skemmtu
sér á busaballi skólans sem var
haldið á skemmtistaðnum Ing-
ólfskaffi. Allir voru í stuði og
sýndu tilþrif á dansgólfinu. A
efri hæð hélt Stuðbandið Spur
uppi fjörinu en plötusnúðurinn
Þossi á neðri hæð.
Með storminn
í fangið
Morgunblaðið/Hilmar Þór
KAROLÍNA Guðjónsdóttir og Brimrún Hafsteins-
dóttir kynna sér veröld fiskanna í Ingólfskaffi.
FÉLAGARNIR Kjartan, Óskar, Höddi og Marzelíus glaðlegir á góðri stund.
KVIKMYNPIR
Iláskðlabíð/Bíóhöll-
in/Bíðborgin
STORMUR „TWISTER“
★ ★ Vi
Leiksljóri: Jan De Bont. Handrit: Michael
Crichton og Anne-Marie Martín. Framleiðend-
ur. Kathleen Kennedy, Ian Bryce og Crichton.
Kvikmyndataka: Jack N. Green. Aðalhlutverk:
Helen Hunt, Bill Paxton, Jami Gertz og Gary
Elwes. Universal, Wamer Bros. 1996.
MYND um veður
og veðurfræð-
inga lítur
ekki út fyr-
ir að vera
neitt sérlega
spennandi á
pappímum.
Hvað er
skemmtilegt
við lægðir og
skúraskil? En
spennusöguhöf-
undurinn Michael
Crichton lætur sér
ekki allt fyrir
brjósti brenna og
vissi hvað hann var
að gera þegar hann
bjó til handrit ásamt konu sinni um
veðurfræðinga sem eltast við hvirfílbylji.
Stormur eða „Twister“ varð önnur mest
sótta sumarmyndin í Bandaríkjunum en
aðeins Þjóðhátíðardagurinn var vinsælli.
Crichton og frú eiga reyndar í talsverðum
brösum með að búa til persónur sem eru
ekki hlægilega einfeldningslegar en
hollenski leikstjórinn Jan De Bont („Spe-
ed“) kemur þeim mjög til bjargar með stór-
kostlegum myndum af eyðileggingarafli og
ægikrafti hvirfilbyljanna. Mest er það gert
í tölvum eins og lunginn af spennumyndum
dagsins og áhrifaríkt er það með afbrigð-
um, spennandi og skemmtilegt svosem eins
og hæfir í sumarsmelli.
Innmaturinn er þó ekki á háu plani; per-
sónugerð og söguþráður er hvoru tveggja
óvenju slappur skáldskapur frá Crichtons
hendi. Veðurfræðingar tveir, sem virðast
hafa átt í ákaflega stormasömu hjóna-
bandi, eru að skilja þegar syrpa hvirfílbylja
gengur yfír Oklahóma og þau sameina á
ný krafta sína ásamt hópi einstaklega of-
leikinna og þreytandi samstarfsfélaga.
Munu stormsveipirnir leiða þau saman á
ný? Hefur þú séð Hollywoodmynd nýlega?
Hinn að því er virðist nauðsynlegi „vondi
kall“ í sögunni er einnig veðurfræðingur
en ólíkt okkar mönnum er hann og hans
lið, sem allt ekur um á svörtum og ógn-
andi bifreiðum, styrkt til rannsóknanna af
fyrirtækjum og það er alveg látið nægja
sem skýringu á því af hveiju þeir eru spillt-
ir og ömurlegir. Erindi þeirra í myndina er
mjög óljóst. Fráskilda parið er ákaflega
fært í sínu starfí og slær um sig með tækni-
orðum en allt virkar það fremur hjárænu-
legt og alltaf er fólkið í þessari mynd lík-
ara Hollywoodhetjum en veðurfræðingum.
En ef allt þetta virkar falskt á það sama
alls ekki við um hinar eiginlegu aðalpersón-
ur myndarinnar, hvirfílbyljina sjálfa. Þeir
eru eins raunverulegir og risaeðlumar í
Júragarðinum enda unnir með sömu tækni.
Það sem virkar í myndinni og virkar vel
eru tæknibrellumar og þær gera Storminn
að fyrirtaksskemmtun. Brellurnar em sér-
staklega vel útfærðar og senda kaldan hroll
niður eftir bakinu á manni. Hljóðrásin vinn-
ur frábærlega vel með myndefninu svo það
er engu líkara en maður sé staddur í mylj-
andi hvirfilbyl þegar hann gengur yfir tjald-
ið. De Bont tekst að gera skelfilegan ógn-
vætt úr fyrirbærinu sem rásar um stefnu-
laust og skilur eftir sig slóð eyðileggingar^ -
og hörmunga af algjöru handahófi.
Og þegar De Bont setur mannskepnuna
niður við svona geðveikislegt náttúrufyrir-
bæri myndar hann rafmagnaða spennu.
Bílar af öllum stærðum og gerðum takast
á loft og landbúnaðarvélar og búpeningur
skella niður seint og um síðir. Byggingar
tætast í sundur spýtu fyrir spýtu og jarðveg-
urinn leysist upp í moldrok. Leikararnir
gera hvað þeir geta gegn tölvuteiknuðum
mótleikurum sínum vind- og veðurbarðir.
Helen Hunt leikur ágætlega heillegustu
persónuna frá höfundanna hendi, veður-
fræðing sem á í einhvers konar hatursam-
bandi við hvirfilbyljina eftir að faðir hennar
hvarf upp í einn slíkan. Bill Paxton er súper-
svalur veðurfræðingur sem þefar upp stefnu
strókanna og Gary Elwes er ákaflega mis-
heppnaður sem „vondi kallinn".
En það eru tölvubrellurnar sem selja
þessa mynd og þær svíkja engan.
Arnaldur Indriðason