Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D 238. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Borís Jeltsín, forseti Rússlands, rak yfirmann öryggismála í beinni útsendingn Lebed hvetur til stillingar en spáir „heitu hausti“ Viðbrögðin erlendis varfærin en ótt- ast er að friðurinn í Tsjetsjníju sé úti Moskvu, Washington, London. Reuter. „ÉG hvet félaga mína í hernum og aðra stuðningsmenn mína til að gæta stillingar. Við skulum halda okkur innan ramma laganna,“ sagði Alexander Lebed, fyrrverandi yfir- maður öryggismála í Rússlandi, eft- ir að Borís Jeltsín, forseti landsins, vék honum úr embætti í gær. Kom brottreksturinn öllum á óvart en Lebed hefur átt í hörðum deilum við Anatolí Kúlíkov innanríkisráð- herra, sem hefur sakað hann um að ætla að ræna völdum í landinu. Jeltsín undirritaði brottrekstrar- skjölin í beinni sjónvarpsútsendingu og sagði að hann gæti ekki lengur sætt sig við hve Lebed væri ósam- vinnuþýður og dyldi ekki löngun sína í forsetaembættið. Viðbrögðin erlendis hafa einkennst af varfærni en margir óttast framhaldið, eink- um fyrir friðinn í Tsjetsjníju. Þýsk- ur sérfræðingur í rússneskum mál- efnum kvaðst telja, að Jeltsín hefðu orðið á „stórhættuleg mistök“. Tilgangur Jeltsíns með brott- rekstrinum er augljóslega að binda enda á hatrammar deilur Lebeds og andstæðinga hans, sem hafa blossað upp eftir að hann veiktist. Brottreksturinn gæti hins vegar bundið enda á ótryggan friðinn í Tsjetsjníju en ýmsir háttsettir menn í Moskvu og fjandmenn1 Lebeds eru andvígir þeim samning- um, sem þar náðust fyrir tilstilli Lebeds. Lebed gæti líka orðið Jelts- ín og ríkisstjórn hans óþægur ljár í þúfu sem stjórnarandstæðingur en í nýlegri skoðanakönnun kom fram, að almenningur treystir hon- um best allra rússneskra stjórn- málamanna. Tsjetsjenar viðbúnir átökum Lebed boðaði til blaðamanna- fundar í Moskvu í gær þar sem hann skoraði á vopnabræður sína í hernum og aðra stuðningsmenn að sýna stillingu. „Við horfum _ hins vegar fram á „heitt haust“. Á því er enginn vafi,“ sagði hann og kvaðst telja líklegt, að upp úr syði í Tsjetsjníju. Fyrr um daginn hafði Aslan Maskhadov, yfirmaður herliðs Tsjetsjena, lýst yfir, að yrði Lebed rekinn, myndu Tsjetsjenar búa sig undir að grípa til vopna. Víktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, lagði hins vegar á það áherslu í gær, að staðið yrði við friðarsamningana við Tsjetsjena. Rússneskir kommúnistar leyndu ekki ánægju sinni með upplausnina í Kreml og sögðu, að Jeltsín hefði aðeins skipað Lebed til að bæta stöðu sína gegn Gennadí Zjúganov, leiðtoga kommúnista, í forsetakosn- ingunum og nú væri því hlutverki hans lokið. Áður hafði Zjúganov varað við borgarastyrjöld í landinu. Erlendar ríkissljórnir varkárar Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins hafði það um atburð- ina í Rússlandi að segja, að þeir væru innanríkismál en William Perry, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sem staddur er í Moskvu, sagði, að þeir breyttu engu um sam- skipti ríkjanna. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins var líka fá- máll um brottrekstur Lebeds en lýsti þeirri von að hann þýddi ekki að friðurinn í Tsjetsjniju væri úti. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær, að engin ástæða væri til að gera of mikið úr brottrekstri Lebeds en Alexander Rahr, einn kunnasti sérfræðingur Þjóðveija í rússneskum málefnum, kvaðst telja, að Jeltsín hefðu orðið á stórhættuleg mistök. „Jeltsín hef- ur sjaldan orðið á í messunni og þessari ákvörðun hefur verið neytt upp á hann,“ sagði Rahr og bætti við, að Kúlíkov innanríkisráðherra réði yfir fjölmennum hersveitum. Nú væri hætta á, að hann vildi leysa Tsjetsjníju-deiluna með sínum hætti, „valdbeitingunni einni“. ■ Valdabarátta í Kreml/20 Reuter BORIS Jeltsín undirritar tilskipunina um brottvikningu Lebeds á Barvíkha-heilsuhælinu skammt fyrir utan Moskvu. Lebed spáði því, að brátt myndi hitna í kolunum í Rússlandi og vitnaði meðal anars í bréf, sem háttsettir herforingjar hafa sent ríkisstjórninni. Þar segir, að hafi hún ekki greitt hermönnum laun sín fyrir 25. þ.m. verði hún að horfast í augu við afleiðingarnar. Á efri myndinni er Lebed á blaðamannafundi, sem hann hélt í gær. Reuter Samið um Hebron? FULLTRÚAR Palestínumanna sögðu í gær, að tekist hefði að leysa að mestu ágreining þeirra og Israela um brottflutning ísra- elsks herliðs frá Hebron og mætti búast við formlegu samkomulagi innan sólarhrings. 400 gyðingar búa í Hebron innan um 100.000 Palestínumenn. Nokkrir ungir gyðingar reyndu í gær að girða af land, sem er í eigu Palestínu- manna, en ísraelskir hermenn ráku þá burt og fjarlægðu girðing- una. Líkur á sigri hægri- flokka Vilnius. Reuter. ÁHUGI kjósenda í Litháen á kosning- unum, sem haldnar verða 20. október og 10. nóvember, er ekki mikill en samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í gær, má búast við því að hægri- menn fái meirihluta og takist að fella stjóm fyrrverandi kommúnista. Þetta er í annað sinn sem Litháar ganga til almennra kosninga frá því að þeir endurheimtu sjálfstæði sitt frá Sovétríkjunum árið 1991. Svo virðist sem Föðurlandsflokkur Vytautas Landsbergis, sem leiddi sjálfstæðis- baráttu Litháa en var felldur í kosn- ingunum 1992, geti nú náð völdum af Lýðræðislega verkamannaflokki Litháens, sem var myndaður úr gamla kommúnistaflokknum. Áhugalaust og óánægt Samkvæmt skoðanakönnun, sem var birt í gær hyggjast aðeins 55% kjósenda neyta atkvæðisréttar síns. Kjörsókn var 62% árið 1992. Aðeins 25% þeirra, sem hugðust ganga til atkvæða, vissu hver þingmaður þeirra var. Ungt fólk reyndist upp til hópa óánægt. Samkvæmt könnuninni hafa 56% fólks á aldrinum 18 til 19 ára ekki áhuga á stjórnmálum. Hótar að leita til Iraka Salaiiuddin, írak. Routcr. MASSOUD Barzani, einn leiðtoga Kúrda í írak, hótaði í gær að leita aðstoðar íraskra stjórnvalda í bar- áttunni við andstæðinga sína úr röðum Kúrda, Föðurlandsfylking- una (PUK). „Ef þjóð Kúrda er undir miklum þrýstingi PUK munum við biðja Iraka um hjálp,“ sagði Barzani á blaðamannafundi á heimili sínu skammt frá bænum Salahuddin í norðurhluta Iraks. PUK hefur undanfarna daga sótt að borginni Arbil, sem liðs- menn Barzanis lögðu undir sig með aðstoð íraskra skriðdreka og her- manna í lok ágúst. íhlutun íraka leiddi þá til þess að Bandaríkjamenn skutu sprengi- flaugum á hernaðarmannvirki í suðurhluta íraks. Barzanntrekaði fullyrðingar sín- ar um að Iranar hefðu veitt Föður- landsfylkingunni stuðning, bæði skotfæri og 13 þúsund manna liðs- auka. Sókn PUK hófst fyrir viku. íranar neita þessum ásökunum Barzanis. „Ef íranar hafa rétt til að styðja PUK hafa írakar rétt til að styðja okkur,“ sagði Barzani. Hann kvaðst ekki reiðubúinn til beinna viðræðna við Jalal Talabani, leiðtoga PUK, þrátt fyrir tilraunir Bandaríkjamanna til að miðla mál- um. Fulltrúar beggja fylkinga áttu að ræða við Robert Pelletreau, hátt- settan bandarískan stjórnarerind- reka, í Washington síðar í gær. Pelletreau mun brátt leggja land undir fót til að ræða við Barzani og Talabani hvorn í sínu lagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.