Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
h
BSRB o g ríki gera
viðræðuáætlun
Samvinnuferðir-
Landsýn
Júmbóþota
fer þrjár
ferðir til
Dublin
JÚMBÓÞOTA fer þrjár ferðir til
Dublin á írlandi á vegum Sam-
vinnuferða-Landsýnar fyrrihluta
nóvembermánaðar. Auður Björns-
dóttir sölustjóri segir að mikil eft-
irspurn eftir ferðum til írlands teng-
ist landsleik íslendinga og íra í
knattspyrnu 10. nóvember.
Auður segir að ákveðið hafí verið
að senda Júmbóþotu í stað Tristar-
flugvélar þrjár ferðir til Dublin í
fyrrihluta nóvember. Laus sæti eru
í fyrstu ferðina 4.-7. nóvember.
Nánast fullbókað er í ferð 7.-10.
eða 11. nóvember og örfá sæti eru
laus í síðustu ferðina 8.-10. eða 11.
nóvember.
Júmbóþotan tekur 476 manns í
sæti og verða farþegar því vænt-
anlega um og yfír 1.400. Tristar-
flugvél á vegum Samvinnuferða-
Landsýnar tekur 360 farþega.
Dublin-ferð með þremur gistinótt-
um kostar 24.920 kr. með sköttum.
Farþegar á sjöunda þúsund
Auður sagði að eftirspurn eftir
ferðum til Dublin væri jafnvel enn
meiri en í fyrrahaust. Áætlað hefði
verið að á sjöunda þúsund farþegar
færu til Dublin á vegum ferðaskrif-
stofunnar fram til áramóta.
-----»■■4—♦---
Brotnaði í strætó
KONA féll í strætisvagni um miðjan
dag á miðvikudag og slasaðist
nokkuð. Konan kvartaði undan
meiðslum í fæti. Hún var flutt á
slysadeild, þar sem í ljós kom að
hún var lærbrotin.
S AMNIN GANEFND ríkisins,
Reykjavíkurborg, launanefnd sveit-
arfélaganna og nær öll aðildarfélög
BSRB gengu frá viðræðuáætlun
vegna komandi kjaraviðræðna í gær.
í þeim er stefnt að því að ljúka gerð
nýrra kjarasamninga fyrir 21. des-
ember. Takist það ekki eru samnings-
aðilar sammála um að meta þá stöð-
una með tilliti til þess hvort viðræðuá-
ætlun verði lengd eða samningsgerð-
inni verði vísað til ríkissáttasemjara.
Viðræðuáætlunin gerir ráð fyrir
að samningsaðilar kynni kröfur sínar
og meginsjónarmið á reglulegum
fundum frá 28. október til 15. nóv-
ember. Jafnframt er gert ráð fyrir
að vinnuhópar starfi um réttindamál
og almenn kjaraatriði. Frá 18. nóv-
FRÉTTIR
ember til 6. desember verði fjallað
um sérmál einstakra samningsaðila
önnur en launaliði. Áætlunin gerir
ráð fyrir að frá 9. desember til ára-
móta verði rætt um launaliði kjara-
- samninga og breytingar á þeim
ákvæðum kjarasamninga sem hafa
marktæk áhrif á útgjöld.
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, sagði að aðildarfélög BSRB
myndu í komandi kjaraviðræðum
semja sameiginlega við ríkið um
ýmis sameiginleg réttindi s.s. lífeyr-
ismál, fæðingarorlof, veikindarétt,
vinnutímamál og fleira. Hvert og
eitt félag myndi hins vegar semja
um önnur mál sem sneru að félögun-
um beint, þ.e. um breytingar á
kauptöxtum og önnur kjaraatriði.
Morgunblaðið/Kristinn
Útför
Torfa
Hjartar-
sonar
ÚTFÖR Torfa Hjartarsonar,
fyrrverandi ríkissáttasemjara,
var gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík að viðstöddu
fjölmenni. Líkmenn voru Torfi
Hjartarson, Jón Mýrdal,
Þórarinn V. Þórarinsson, Geir
Gunnarsson, Torfi Þórhallsson,
Ólafur Helgi Kjartansson,
Benedikt Davíðsson og Friðrik
Sophusson. Sr. Þórir Stephen-
sen jarðsöng.
„Fréttir eiga að þjóna
hagsmunum almennings“
Páll Magnússon, fyrsti fréttastjóri stöðvarinnar, tekur við að nýju 1. nóvember
PÁLL Magnússon, sjónvarps-
stjóri Sýnar, hefur verið ráð-
inn fréttastjóri Stöðvar 2 frá
1. nóvember næstkomandi.
Elín Hirst hefur látið af starfi
fréttastjóra, en því hefur hún
gegnt frá 1. maí 1994. Sig-
mundur Ernir Rúnarsson
varafréttastjóri mun gegna
starfi fréttastjóra til mánaða-
móta. Elín segir að henni
hafi verið sagt upp störfum.
Hún sé ósátt við málalok en
fari frá fyrirtækinu með
hreina samvisku. Hún segir
að fréttir eigi aðeins að þjóna
hagsmunum almennings.
„Gerðar hafa verið skipu-
lagsbreytingar hjá íslenska út-
varpsfélaginu, sem fela í sér að frá
og með 1. nóvember næstkomandi
verður fréttastofa Stöðvar 2 og
Bylgjunnar sérstakt svið innan fé-
Iagsins og tilheyrir ekki lengur
dagskrársviði eins og núgildandi
skipulag kveður á um,“ segir í
fréttatilkynningu frá íslenska út-
varpsfélaginu.
Páll, sem var áður fréttastjóri
Stöðvar 2 frá 1986 til 1990, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær,
að það legðist mjög vel í sig að
setjast í fréttastjórastólinn á nýjan
leik. Hann hefði í raun séð eftir
kvæmdastjórn félagsins og
sæti ekki fundi hennar, en
hana skipa framkvæmda-
stjórar markaðssviðs, fram-
leiðslusviðs og dagskrársviðs.
Á þessa ósk mína var fallist."
Páll kvaðst hafa borið upp
þessa ósk, vegna þess að hann
teldi það ekki eðlilegt að hann
væri í framkvæmdastjórn fé-
lagsins. Fréttastofan lyti ekki
sömu lögmálum og önnur svið
félagsins, því auðvitað væri
fyrst og fremst um rit-
stjórnarlega starfsemi að
ræða á fréttastofu.
Ósátt en með
hreina samvisku
Elín Hirst sagði í samtali við
Morgunblaðið að sér hefði verið
sagt upp störfum fréttastjóra. Eftir
10 ára starf hyrfi hún ósátt en með
hreina samvisku frá fyrirtækinu.
„Eg óskaði að sjálfsögðu eftir skýr-
ingum, enda hef ég aðeins fengið
hól fyrir störf mín hjá fyrirtækinu
hingað til. Að mínu mati voru mér
aðeins gefnar gerviskýringar,
minnst var á óróleika og deyfð inn-
an fréttastofunnar. Á móti minni
ég á að undir minni stjórn höfum
við komið afar vel út úr áhorfskönn-
unum,“ sagði Elín og tók fram að
Elín Hirst Páll Magnússon
starfinu, allar götur frá því að hann
hætti, þegar hann var kvaddur til
annarra starfa hjá íslenska útvarps-
félaginu. „Það er í mínum huga
bæði spennandi og ögrandi að koma
á ný til starfa á fréttastofunni."
Aðspurður hvað það fæli í sér,
að fréttastofan yrði gerð að sér-
stöku sviði innan félagsins, sagði
Páll: „Ég tel að þessar breytingar
séu til þess fallnar að auka sjálf-
stæði fréttastofunnar. Sviðið er
gert sjálfstætt, en ekki viðhangandi
annað svið í félaginu eins og nú er.
Auk þess óskaði ég eftir því að ég
sem fréttastjóri tilheyrði ekki fram-
góður mannskapur væri á frétta-
stofunni. Ekki væri heldur hægt
að saka fréttastofuna um að fara
fram úr fjárhagsáætlun og óskir
yfirstjórnarinnar um rekstrarum-
bætur hefðu ætíð verið uppfylltar.
Hún sagði að Jón Olafsson,
stjórnarformaður fyrirtækisins,
hefði haft á orði að honum líkaði
ekki fréttamat hennar. „Að ég
hugsaði ekki nægilega mikið um
hvernig fréttamatið gæti skaðað
auglýsingahagsmuni fyrirtækisins.
Mín skoðun hefur hins vegar alltaf
verið sú að fréttir ættu aðeins að
þjóna hagsmunum almennings,"
sagði hún og sagðist heldur aldrei
hafa verið hluti af karlaklúbbi
stjórnenda fyrirtækisins. „Ég velti
því óneitanlega fyrir mér hvort sú
staðreynd hafi haft áhrif á ákvörð-
un yfirstjómarinnar og ef svo er tel
ég það móðgun við konur."
Elín segist hafa hafnað tilboði um
að verða aðstoðarfréttastjóri Páls
Magnússonar. „Ég vildi heldur ekki
verða dagskrárgerðarmaður enda
taldi ég mig hafa gegnt starfí frétta-
stjóra af heiðarleika og samkvæmt
kröfum eigenda fyrirtækisins," sagði
hún. Elín sagði óráðið hvað við tæki.
Hins vegar hefði hún starfað við
fréttamennsku frá háskólaámnum
og vonandi yrði framhald á því.
Fangelsi
fyrir mök
við sof-
andi konu
24 ÁRA maður var í gær
dæmdur í 9 mánaða fangelsi,
þar af 6 mánuði skilorðsbund-
ið, fyrir að hafa mök við konu
sem svaf í rúmi sínu.
Hann er jafnframt dæmdur
til að greiða konunni 250 þús.
kr. í bætur.
Atburðurinn átti sér stað í
Reykjavík í febrúar á heimili
konunnar og eiginmanns
hennar. Eiginmaðurinn var
sofandi í stofunni en hjónin,
hinn dæmdi og fleiri höfðu
verið þar í samkvæmi og voru
öll undir áhrifum áfengis.
Konan vaknaði við að mað-
urinn var að hafa við hana
mök. Dómurinn hafnaði fram-
burði mannsins um að samfar-
irnar hefðu í upphafi verið með
samþykki konunnar.
í Héraðsdómi var maðurinn
dæmdur í 6 mánaða fangelsi
þar af 3 mánuði skilorðsbundið.
Stálu
golfsetti
og tölvu
BROTIST var inn í geymslu
húss við Skúlagötu í fyrrinótt
og þaðan stolið golfsetti, sem
metið er á 200 þúsund krónur.
Þá var farið inn í fyrirtæki
í sama húsi og þaðan stolið
ferðatölvu og gögnum, sem
metin eru á hálfa milljón.
Rannsóknarlögregla ríkisins
fer með rannsókn málsins.
Braust
innum
miðjan dag
HÚSRÁÐANDI kom að ung-
um manni í kjallaraíbúð á
Teigunum um miðjan dag á
miðvikudag. Hafði pilturinn
spennt upp glugga til að kom-
ast inn.
Pilti varð svo mikið um að
vera staðinn að verki að hann
kastaði frá sér þýfinu og tók
til fótanna. Lögreglan leitaði
hans í nágrenninu, en fann
ekki.
Ölvun í
miðri viku
ÓVENJU íjölmennt var í
fangageymslum lögreglunnar
í fyrrinótt, miðað við virkan
dag, en tíu sváfu úr sér ölvím-
una þar um nóttina.
Alls hafði lögreglan afskipti
af 15 manns vegna ölvunar á
miðvikudagskvöld og fram eft-
ir nóttunni. Lögreglan kunni
engar skýringar á þessari
drykkju.
Stal háralit
ÞRETTÁN ára piltur var grip-
inn í verslun í Kringlunni og
reyndist hafa hnuplað háralit.
Vörunni var skilað og piltur-
inn fluttur á lögreglustöð, þar
sem haft var samband við full-
trúa barnaverndarnefndar og
foreldra hans. Piltur mun enn
hafa sama háralit og áður.
í
i
I
I
I
I
i
i