Morgunblaðið - 18.10.1996, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VALDAB ARÁTT A í KREML
Jeltsín tekur áhættu
með því að reka Lebed
Friður í Tsjetsjníju í hættu og Lebed gæti reynst skeinuhættur utan sljórnar
Reuter
ANATOLÍ Tsjúbaís, skrifstofustjóri Rússlandsforseta (t.v.), Anatolí Kúlíkov innanríkisráðherra og
Alexander Lebed, yfirmajur rússneska öryggisráðsins, á fundi rússnesku sljórnarinnar í gær.
Kúlíkov herskár í
Tsjetsjníju-málinu
Taldi eina
ráðið að
beita
hervaldi
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
tók mikla áhættu þegar hann vék
Alexander Lebed úr stöðu yfir-
manns öryggismála í landinu í
gær. Var leitt að því getum að
með brottvikningunni hefði hann
tekið einn best þokkaða stjórn-
málamann Rússlands og gert hann
að áhrifamesta leiðtoga stjórnar-
andstöðunnar. Einnig er friðinum
í Tsjetsjníju stefnt í hættu.
Jeltsín rak Lebed eftir að Ana-
tolí Kúlíkov innanríkisráðherra
sakaði hann um að leggja á ráðin
um að stofna sitt eigið herlið í því
skyni að ræna völdum. Jeltsín
hefur lítið verið í Kreml á meðan
hann hefur beðið skurðaðgerðar á
hjarta og því haft takmarkaða
getu til að hafa hemil á Lebed.
Að lokum varð hann að velja milli
þess hvort Jeltsín væri honum
þyngri byrði í stjórninni eða utan
hennar.
Verðum að vinna eins og hnefi
„Við þurfum að vera sameinað
lið, liðsmenn verða að snúa bökum
saman og vinna eins og hnefi,“
sagði Jeltsín í ávarpi, sem var sjón-
varpað um allt Rússland. Sakaði
hann Lebed þar um að reyna að
nota stöðu sína til að sölsa undir
sig forsetaembættið.
„Nú er komin upp sú staða að
Lebed er að sundra liðinu og grípa
til aðgerða, sem hann fékk ekki
samþykki forsetans fyrir,“ sagði
Jeltsín. „Ekki er hægt að sætta
sig við þetta.“
Hert öryggiseftirlit
Öryggiseftirlit hafði verið hert
í Moskvu áður en Jeltsín gaf út
tilkynninguna um brottrekstur
Lebeds og er talið að það hafi
verið gert af ótta við að hersveitir
hollar herforingjanum mundu
grípa til vopna.
Gennadí Zjúganov, leiðtogi
kommúnista, sem beið lægri hlut
fyrir Jeltsín í forsetakosningunum
í sumar, sagði að ágreiningur þessi
gæti „endað með borgarastyijöld
og einnig gereyðilagt herinn".
Skjót ganga Lebeds upp met-
orðastigann var ýmsum valda-
mönnum í Kreml þyrnir í augum.
Jeltsín leist greinilega ekki heldur
á blikuna og hætti við þá áætlun
sín að nota Lebed til að slá á von-
ir annarra undirmanna sinna um
að setjast í forsetastól.
Yrði öflugur
stj órnarandstæðingur
„Lebed á mesta möguleika á
að komast í forustu stjórnarand-
stöðunnar takist honum að sýna
að Jeltsín hafi snúið við sér baki
og þvo hendur sínar af skrifræðinu
í Kreml,“ sagði Andrei Kortúnov
stjórnmálaskýrandi nýverið í sam-
tali við Reuter-fréttastofuna.
Sumir stjómmálaskýrendur
segja að framganga Lebeds í
Kreml hafi verið til þess ætluð að
honum yrði vísað úr embætti
þannig að myndaðist bil milli hans
og forustu landsins og hann liti
út eins og fórnarlamb.
Annar sérfræðingur sagði að
brottvikning Lebeds væri ,jóla-
gjöf“ handa stjómarandstöðunni
og væri hún „snemma á ferðinni".
Ógerningur er að segja hvort
Lebed gæti tekist að sameina
stjórnarandstöðuna, sem býr við
djúpan ágreining, en víst er að það
yrði erfítt fyrir hann. Hann er
ekki vanur að vera hluti af póli-
tískri liðsheild og að auki hefur
hann gagnrýnt kommúnista,
stærsta stjórnarandstöðuaflið,
harkalega.
Hann gæti reynt að stofna eigin
flokk og beijast upp á eigin spýt-
ur. En óvíst er hvort hann getur
nýtt sér víðtæka óánægju vegna
vangoldinna launa og annarra
harðinda í kjölfar efnahagsumbóta
til pólitísks ávinnings.
Þess ber einnig að gæta að
Lebed þyrfti að vinna aftur sæti
á þingi því að hann fór af þingi
þegar hann tók til starfa í stjórn-
inni.
Leiðtogar aðskilnaðarsinna í
Tsjetsjníju kváðust ekki í nokkrum
vafa um að brottför Lebeds væri
skref aftur á bak og yrði vatn á
myllu harðlínumanna í Moskvu,
sem vilja að átökin haldi áfram.
Tsjetsjenar óánægðir
„Ef þeir losa sig við Lebed verð-
um við að búa okkur undir stríð
því að á öllu er von á móti manni
á borð við Kúlíkov," sagði Aslan
Maskhadov, herstjórnandi Tsjetsj-
ena, við Reuter-fréttastofuna áður
en Jeltsín gaf út yfírlýsingu sína.
Ekki er þó öll von úti um frið
í Tsjetsjníju, því að bæði Jeltsín
og Víktor Tsjernomýrdín forsæt-
isráðherra hafa skuldbundið sig
til að halda friðarsamkomulagið,
sem Lebed undirritaði, þrátt fyrir
gagnrýni keppinauta hans, en
þeir segja að það jafnist á við
uppgjöf.
„Hættan er hins vegar sú að
Kúlíkov líti á þetta sem sigur sinn
og stríðsflokksins, sem hann er
fulltrúi fyrir,“ sagði stjórnmála-
skýrandi einn.
Moskvu. Reuter.
ANATOLÍ Kúlíkov, innanríkisráð-
herra Rússlands, sem gerði harða
hríð að Alexander Lebed áður en
honum var vikið frá, hefur getið í
sér orð fyrir vígamóð og átti stóran
þátt í tilraunum Rússa til að kveða '
niður uppreisn aðskilnaðarsinna í |
Tsjetsjníju með hervaldi.
Kúlíkov er fimmtugur, fjögurra
stjarna hershöfðingf óg þegar hann
kemur fram opinberlega er hann
yfírleitt klæddur herbúningi,
skreyttur orðum fyrir störf sín í
þágu hersins. Her- og lögreglu-
sveitir innanríkisráðuneytisins
þykja þó ekki hafa staðið sig sér- j
lega vel undir hans stjórn.
Lögreglusveitirnar mega sín lít-
ils í baráttunni við skipulagða I
glæpahópa. Hersveitirnar hafa yfir
þungavopnum að ráða en léttvopn-
uðum aðskilnaðarsinnum tókst þó
hvað eftir annað að auðmýkja þær
í stríðinu í Tsjetsjníju.
Tekist á við Lebed
Borís Jeltsín forseti skipaði Kúl-
íkov innanríkisráðherra í júlí í )
fyrra, en á þeim tíma stjórnaði }
hann hersveitum Rússa í
Tsjetsjníju.
„Ég er sannfærður um að deil-
una um Tsjetsjníju verður að leiða
til lykta með hervaldi,“ sagði Kúl-
íkov í sumar. Nokkru síðar var
Alexander Lebed skipaður yfirmað-
ur rússneska öryggisráðsins og
honum tókst að binda enda á átök-
in með friðarsamningi við Tsjetsj-
ena innan tveggja mánaða.
Lebed kenndi Kúlíkov um ófarir )
hersins í stríðinu og krafðist þess )
að honum yrði vikið frá. Kúlíkov
bauðst til að segja af sér en Jeltsín
hafnaði því.
Kúlíkov varð aðstoðarinnanríkis-
ráðherra árið 1992 og studdi Jelts-
ín í uppreisn kommúnista og þjóð-
ernissinna á þinginu í október
1993. Hann er frá Stavropol, fijó-
sömu landbúnaðarhéraði í suður- i
hluta Rússlands, þar sem Tsjetsjen-
ar eru í litlum metum. Tsjetsjensk- í
ir aðskilnaðarsinnar tóku þar gísla )
í fyrra og sá atburður varð til þess
að Kúlíkov var gerður að innan-
ríkisráðherra í stað Viktors Jeríns.
Hylli og traust almennings í Rússlandi öflugasta vopn Alexanders Lebeds
Litríkur stjórnmála-
ferill er vart á enda
Moskvu. Reuter.
ALEXANDER Lebed nýtur sam-
kvæmt könnunum meiri hylli og
trausts rússnesks almennings en
nokkur annar stjórnmálaleiðtogi
þar i landi en nú hefur Borís
Jeltsín forseti ákveðið að hann
verði að víkja, sakar hann um
valdagræðgi og jafnframt að
hann grafi undan góðu samstarfi
ráðandi manna. Ólíklegt er að
stuttur en litríkur stjórnmálafer-
ill Lebeds sé á enda og menn
bíða nú framhaldsins með eftir-
væntingu.
Hann er maðurinn með djúpu
röddina er minnir á fallbyssu-
drunur, uppgjafahershöfðinginn
sem keðjureykir sígarettur og
notar munnstykki. Hann er
kvæntur og á þrjú börn, konan
segir hann blíðan og umhyggju-
saman. Oðrum finnst hann helst
minna á óveðursský.
Lebed hefur sagt að skrifræði
kommúnismans hafi verið gróðr-
arstía spillingar og skilið eftir
sig í Rússlandi samfélag með
ofvaxinn hergagnaiðnað og her-
varnir en úreltar og ónýtar verk-
smiðjur á öðrum og hagkvæmari
sviðum. Hann var vitni að því er
uppreisn almennings var kæfð i
blóði í borginni Novotsjerkassk
árið 1962. Lebed segist hafa orð-
ið andstæðingur kommúnista eft-
ir þessa Iífsreynslu.
Fyrir nokkrum dögum heim-
sótti Lebed aðalstöðvar Atlantss-
hafbandalagsins, NATO, í Bruss-
el og hlaut í krafti embætta sinna
móttökur er hæfðu þjóðhöfð-
ingja. Ráðamönnum bandalags-
ins kom á óvart hve Lebed, sem
hefur stundum tekið stórt upp í
sig um Vesturveldin, reyndist
málefnalegur, íhugull og sáttfús.
Þessi fyrsta heimsókn hans til
útlanda tókst vel, myndir af rúss-
neska birninum í jakkafötum og
með bros á vör skreyttu blaðsíð-
ur vestrænna dagblaða.
Stríðshetja af kósakkaættum
Lebed er 46 ára gamall og
rekur ættir sínar til kósakka.
Hann varð hermaður fyrir tveim
áratugum, barðist í Afganistan
og varð að lokum hershöfðingi í
liði fallhlífahermanna. Hann var
yfirmaður setuliðsins í Moldovu
er Sovétríkin liðuðust í sundur
1991 og tókst að koma í veg fyr-
ir alvarleg átök þar milli Moldova
og rússneska þjóðabrotsins í
austurhluta landsins þar sem
harðlínu-kommúnistar voru alls-
ráðandi.
Lebed hikaði ekki við að gagn-
rýna opinskátt æðstu yfirmenn
landvarna og Jeltsín sjálfan.
Honum var vikið úr stöðu yfir-
manns setuliðsins í fyrra, var
kosinn á þing og bauð sig fram
í forsetakosningunum fyrr á
þessu ári. í kosningabaráttunni
lagði hann áherslu á baráttu
gegn glæpafárinu en sagði mestu
skipta að binda enda á
Tsjetsjnjjustríðið. Lebed lýsti frá
upphafi andstöðu við að herlið
yrði sent gegn uppreisnarmönn-
um í Kákasushéraðinu.
í fyrri umferð kosninganna og
Jeltsín ákvað umsvifalaust að fá )
hann til liðs við sig í von um að
kjósendur Lebeds styddu þá
fremur forsetann en frambjóð-
anda kommúnista, Gennadi Zjúg-
anov, í seinni umferðinni. Lebed
var gerður að yfirmanni öryggis-
ráðsins og helsti ráðgjafi forset-
ans í öryggismálum.
Dæmi Jeltsíns gekk upp, hann f
vann en eftirleikurinn varð erfið- i
ur, ekki síst eftir að Lebed stóð
við fyrirheit sín um að koma á *
friði í Tsjetsjníju. Keppinautum
hans um völdin leist ekki á blik-
una, vinsældir Lebeds uxu enn
og hann sagði hispurslaust að
hann hygðist verða forseti þegar
Jeltsín léti af embætti. Hafin var
áróðursherferð gegn Lebed í
fjölmiðlum, á þingi sögðu komm-
únistar að hann hefði svikið þjóð- !
ina með undanlátssemi við
Tsjetsjena. í Kreml brýndu k
keppinautarnir kutana og hafa
nú fengið Jeltsin á sitt band.