Morgunblaðið - 18.10.1996, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLMIÐLUN
Fijáls fjölmiðlun er með tengsl við mörg fyrirtæki í upplýsingaiðnaði
Dagsprent mun fara á al-
mennan hlutabréfamarkað
EYJÓLFUR Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Ftjálsrar fjölmiðlun-
ar, segir að þau upphafsmarkmið
sem sett voru þegar dagblöðin Dag-
ur og Tíminn voru sameinuð í Dag-
ur-Tíminn, það er að halda í áskrif-
endur beggja blaðanna, hafí náðst.
Það sé nægilega sterkur grunnur
til að byggja á og markmiðið sé
að byggja hægt og rólega á þessum
grunni og flýta sér ekki þó hægt
gangi, dagblað verði ekki byggt upp
á einni nóttu. Þeir myndu hafa það
úthald sem til þyrfti. Nýja dagblað-
inu yrðu lagðar til 20-30 milljónir
króna í stofnkostnað og hann gerði
ráð fyrir að fyrirtækið bæri sig
miðað við þessa áskrifendur þegar
sá kostnaður væri frátalinn.
Þetta kom meðal annars fram á
hádegisverðarfundi Félags við-
skipta- og hagfræðinga á miðviku-
dag undir heitinu Sviptingar á dag-
blaðamarkaði, þar sem Eyjólfur
flutti erindi um íslenskan dagblaða-
markað, sameiningu Tímans og
Dags og fleira og svaraði spuming-
um að því loknu.
Hann hóf mál sitt á því að segja
að miklu eðlilegra væri að tala um
hægfara þróun á íslenskum dag-
blaðamarkaði á síðustu tveimur
áratugum heldur en sviptingar þeg-
ar farið væri yfir þær breytingar
sem orðið hefðu. Það hefði ekki
verið stöðnun á þessum markaði
heldur hefði hann þróast skref fyrir
skref, þó 5-7 ár hefðu orðið á milli
atburða. Rakti hann nokkra helstu
áfangana í þessari þróun og þær
breytingar sem verða samhliða á
fjölmiðlamarkaði og öllu frekar
megi kalla byltingar með frelsi í
útvarpsmálum, tilkomu myndbanda
og endurvarpi gervihnattaefnis.
Kallar á viðbrögð
Eyjólfur sagði að þessar breyt-
ingar á fjölmiðlamarkaði hefðu kall-
að á viðbrögð. Fyrirtæki þyrftu að
breytast í takt við tímann ef þau
vildu ekki staðna og dragast aftur
úr og Fijáls fjölmiðlun hefði brugð-
ist við í samræmi við það og hefði
þróast yfir í það að vera þjónustu-
og stuðningsaðili við þá sem væru
í upplýsingaiðnaði. Meðal þeirra
fyrirtækja sem Fijáls fjölmiðlun
ætti að fullu eða hluta til eða tengd-
ist með einum eða_ öðrum hætti
nefndi hann DV, Isafoldarprent-
smiðju, Dag-Tímann, Vísir-Nýmiðl-
un, sem væri þróunarfyrirtæki, út-
gáfufélagið Úrval, Viðskiptablaðið-
Framtíðarsýn, Askur-Skýrr, Fjar-
hönnun, Litróf, Flatey, o. fl. Ástæð-
an fyrir þessu væri að með þessu
móti væri verið að nýta fjárfestingu
í húsum, þekkingu og tækjum eins
vel og mögulegt væri. Allir þessir
miðlar gætu þrifist í þessu sam-
starfi með ólíkar skoðanir, því eng-
in ritstjórnarleg tengsl væru milli
þeirra. Tengslin væru eingöngu
rekstrarlegs eðlis.
Eyjólfur rakti síðan rökin og að-
dragandann að því að ákveðið var
að sameina Dag og Tímann. Fijáls
fjölmiðlun hefði tekið við útgáfu
Tímans i ársbyijun 1994 og í byijun
þessa árs hefðu þeir talið að ákveðn-
um upphafsmarkmiðum væri náð
og tímabært væri að huga að því
hvert framhaldið skyldi vera. Þeir
hefðu skoðað markaðinn til að at-
huga hvar væru sóknarfæri og í
ljós hefði komið þegar dagblaða-
neysla á landinu væri skoðuð eftir
landshlutum að hún væri hæst í
Reykjavík og á Reykjanesi, eins og
búast hefði mátt við eingöngu
vegna auðveldari dreifingar. Einnig
hefði komið fram mjög mikil notkun
dagblaða á Norðurlar.di eystra og
á Suðurlandi, tii dæmis umtalsvert
meiri en á Vestfjörðum og Aust-
fjörðum og þeir hefðu tatið að
ástæðan fyrir þessu væru sterk
hérðasfréttablöð á Suðurlandi og
Norðurlandi eystra.
Tengsl lesandans við nánasta
umhverfi mikilvæg
Af því hefðu þeir dregið þá álykt-
un, sem raunar hefði ítrekað komið
fram í fjölmiðlafræðirannsóknum
að tengsl lesandans við sitt nánasta
umhverfi væru mjög mikilvæg. í
framhaldinu hefðu hafist þreifíngar
um sameingu dagblaðanna sem
lyktað hefði með tilurð Dags-
Tímans, þar sem Fijáls fjölmiðlun
ætti 50,06% í útgáfufélaginu Dags-
prenti, KEA 27% og nokkrir aðrir
aðilar svo sem ÚA og Höldur 2-5%
hvert. Markmiðið væri að hafa þetta
opið almenningshiutafélag sem færi
á almennan hlutafjármarkað í síð-
asta lagi eftir tvo ár og það væri
ekki útgangspunktur hjá Fijálsri
fjölmiðlun að eiga meirihluta í fé-
laginu.
Eyjólfur sagði að í upphafi hefði
það markmið verið sett útgáfunni
að halda áskrifendum beggja blað-
anna. Það væri nægilega sterkur
grunnur til að byggja útgáfuna á.
Þannig yrði ekki ráðist í neitt mark-
aðsátak á höfuðborgarsvæðinu
vegna blaðsins á næstunni, þó
pressa væri á að fara út í slíkt. Þó
útbreiðsla Morgunblaðsins væri
mikil væru þó engu að síður tæp-
lega 50 þúsund heimili í landinu sem
ekki keyptu það. Markmiðið væri
að byggja blaðið upp hægt og ró-
lega, því nýr fjölmiðill yrði ekki
byggður upp á einni nóttu. Stefnan
væri að höfða til landsbyggðarinnar
að einhveiju leyti og til þeirra sem
fyndist skoðanir Morgunblaðsins
ekki falla saman við sínar.
Eyjólfur sagði í svari við fyrir-
spurn að það væri alveg rétt að það
væri ákveðin innibyggð togstreita
í útgáfunni, annars vegar á milli
þess að vera héraðsblað og hins
vegar að vera landsblað. Þeir hefðu
verið með mikið markaðsstarf í
gangi á Akureyri eftir sameiningu
blaðanna og þeir hefðu komið ágæt-
lega út úr könnunum þar nú eftir
mánaðarmótin, en væru þó ekki
sloppnir ennþá. Þeir fyndu einnig
fyrir því að áhugi væri fyrir blaðinu
á höfuðborgarsvæðinu. Blaðið væri
í stöðugri þróun og þeir hefðu gef-
ið það út innanhús hjá sér að upp-
hafsmarkmiðin hefðu náðst um að
halda áskrifendum beggja blað-
anna. Það væri nauðsyn á einhveiju
mótvægi við Morgunblaðið og þeir
ætluðu sér að valda þá glufu á
markaðnum. Hann giskaði á að
blaðið gæti farið í 20 þúsund eintök
á 2-3 árum. Þeir myndu ekki sætta
sig við að vera á þeim stað sem
þeir væru nú, en það yrði að taka
sinn tíma að þróa blaðið áfram.
Telegraph
Dregur
sig út úr
verðstríði
Toronto. Reuter.
FYRIRTÆKI blaðakóngsins
Conrads Blacks, Hollinger Int-
ernational, hefur opinberlega
dregið sig út úr síðasta verð-
stríði brezkra blaða og mun
eintakið af Daily Telegraph
hækka í verði.
Verðhækkunin verður eins
mikii og nýleg hækkun á verði
The Times, blaðs fjölmiðla-
kóngsins Ruperts Murdochs,
fimm pens eintakið frá þriðju-
degi til föstudags, en verðið á
laugardagsblaði The Te-
legraph hækkar um fimm pens
samanborið við 10 pensa
hækkun á verði laugardags-
blaðs The Times.
Lagður verður niður sá
háttur að þeir sem safni kvitt-
unum geti fengið þriðjudag-
seintakið á 10 pens og fer The
Telegraph að dæmi The Times
í því efni.
Eykur rekstrartekjur
stórlega
Með hækkuninni segir Holl-
inger að sölutekjur verði nærri
því þær sömu og áður en verð-
stríðið hófst. Árlegur hagnað-
ur The Telegraphs fyrir skatta
muni aukast um næstum því
20 milljónir punda. Ásamt
verulega auknum auglýsinga-
tekjum muni verðhækkunin
auka rekstrarhagnað svo mjög
að hann hafi aldrei verið meiri
í sögu fyrirtækisins.
„Eftir þessa hörðu sam-
keppni, sem á sér varla hlið-
stæðu, eykst fjöldi seldra ein-
taka The Daily Telegraph
stöðugt og eru lesendur blaðs-
ins yngri og betur stæðir en
nokkru sinni síðan áreiðanleg
upplýsingaöflun hófst,“ sagði
stjórnarformaður Hollingers,
Conrad Black, í yfirlýsingu.
Black sagði að útbreiðsla
The Telegraphs hefði náð há-
marki á síðari árum.
Hollinger Inc. á 57,8% í
Hollinger International sem á
The Telegraph.
Hagræðing eftir samruna
Time Warners og Turners
Starfsemi IHT i endurskoðun
Ihugar flutning
að hluta frá París
New York. Reuter.
TIME WARNER hefur tekið við
stjórn Tumer Broadcasting Sy-
stem, greitt 6.7 milljarða dollara
til að geta á ný kallað sig stærsta
fjölmiðlafyrirtæki heims, og boðað
skjótar aðgerðir til að draga úr
kostnaði.
Yfirmenn hins sameinaða fyrir-
tækis, þar á meðal stofnandi Turn-
er Broadcasting, Ted Turner, hafa
sagt fjárfestum í einkasamtölum
að niðurskurður sé í uppsiglingu
og eyðslusemi Time Warners á
enda.
Stjórnarformaður Time Warn-
ers, Gerald Levin, sagði á fundi
með fjárfestum að með fyrirhuguð-
um niðurskurði mundi hið samein-
aða fyrirtæki spara um 600 milljón-
ir dollara á ári að sögn fundar-
manna. Talið er að fyrirtækið hafi
fengið ráðgjafafyrirtækið McKins-
ey & Co. til að kanna sparnaðarleið-
ir.
Dýrt kaplasjónvarp
Búizt er við að Time Warner
reyni aftur að draga sig út úr
rekstri kaplasjónvarpskerfa. Slíkur
rekstur er mjög kostnaðarsamur
og ein meginskýringin á 17.5 millj-
arða dollara skuld fyrirtækisins.
Turner, sem verður varastjórnar-
formaður Time Warners og stærsti
hluthafi, sagði á fjárfestafundinum
að hann vildi minnka skuldir fyrir-
tækisins um helming.
Þessi ummæli hafa ýtt undir
bollaleggingar um að Time Wamer
muni reyna að draga sig út úr
rekstri kaplasjónvarpskerfa, að
minnsta kosti að einhverju leyti.
Fyrirtækið hefur verið annar vold-
ugasti aðilinn í þessum geira í
Bandaríkjunum.
Time Warner og U S West Me-
dia eru samstarfsaðilar í kaplasjón-
varpsrekstri og líklegt er talið að
það samstarf verði endurskipulagt.
U S West Media fór í mál við Time
Warner þegar skýrt var frá yfirtöku
Tumers, en dómari í Delaware
dæmdi U S West í óhag fyrr á
þessu ári.
„Allir eru samtaka í þessu máli,“
sagði Gordon Crawford, sjóðsstjóri
hjá Capital Research Group, sem á
stóran hlut í Time Wamer og Turn-
er Broadcasting. „Enginn vill 17-19
milljarða dollara skuld.“
Þrátt fyrir tap ár eftir ár hefur
rekstrarafkoma Time Warners ver-
ið góð að sögn sérfræðinga í Wall
Street.
Niðurskurður hjá Turner
Turner hefur þegar skýrt frá
ýmsum niðurskurði, meðal annars
lokun vídeómarkaðsdeildar, sem
sonur Teds Turners hefur starfað
við. Atlantic Group, plötudeild Time
Warners, hefur boðað að allt að
500 starfsmönnum verði sagt upp.
Ár er síðan stungið var upp á
samrunanum og hann hefur verið
endurskipulagður í samræmi við
alríkisreglur, sem miða að því að
koma í veg fyrir hringamyndun í
fjölmiðlageiranum. Samruninn var
samþykktur á aðskildum hluthafa-
fundum í Time-Life byggingunni á
Manhattan.
Verð hlutabréfa í Time Warner
hækkaði um 25 sent í 41,375 doll-
ara í kauphöllinni í New York.
Verð hlutabréfa í Turner hækkuðu
um 25 sent í 31 dollar.
París. Reuter.
STÓRBLAÐIÐ International Her-
ald Tribune, sem hefur verið gefið
út í París síðan 1887, íhugar að
flytja hluta starfseminnar frá
Frakklandi til að draga úr kostnaði
að sögn yfirmanna blaðsins.
Tillagna er að vænta í marz eða
apríl. Ef ákveðið verður að flytja
flyzt aðeins hluti starfseminnar, lík-
lega ritstjórnarstörfin, frá París,
annað hvort til New York eða Was-
hington eða ef til vill Asíu.
„Þetta stendur alls ekki fyrir
dyrum og er sennilega ekki einu
sinni líklegt," sagði Michael Getler,
einn ritsjóra blaðaisns. Rekstrar-
kostnaður væri hins vegar svo hár
í Frakklandi að vert væri að kanna
flutning á hluta starfseminnar.
„Hvað sem því liður verður Tribune
eftir sem áður með fjölmennt lið
fréttamanna og ritstjórnarstarfs-
manna í París,“ sagði hann.
Blaðið, sem er í eigu New Ýork
Times og Washington Post „er í
sömu aðstöðu og öll dagblöð um
þessar mundir. Við þurfum að
draga úr kostnaði," sagði talsmaður
Herald Tribune, Bruce Singer.
Times stendur fyrir rannsókninni
með stuðningi Post. Hluthafar Tim-
es hafa lagt hart að blaðinu að
bæta fjárhagsafkomu sína.
Útgefendurnir virðast einkum
hafa áhyggjur af háum sjúkrabóta-
og orlofsgreiðslum. Starfsmenn
blaðsins i París eru um 250, þar
af um 100 á ritstjórtn.
„Nokkurt tap varð á blaðinu í
fyrra, en útkoman er góð á þessu
ári,“ sagði Singer. Auglýsingatekj-
ur aukast og fjöldi seldra eintaka
hefur aukizt um 1,5% síðan 1994
í 192.000.
Blaðið er prentað á fimm stöðum
í Evrópu, þremur í Asíu, New York
og þremur öðrum stöðum. Prentun
hefst bráðlega á 13. staðnum.
Upphaflega var blaðið útibú New
York Herald. Haldið var áfram að
gefa blaðið út í Paris þegar útgáfu
bandaríska blaðsins var hætt 1966.