Morgunblaðið - 18.10.1996, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Óupplýst lýðveldi?
DAGANA 18. og 19. október
efna heimspekideild og guðfræði-
deild Háskóla íslands til ráðstefnu
sem nefnist Milli himins og jarðar.
Maður, guð og menning í hnot-
skurn hugvísinda. Markmið ráð-
stefnunnar er m.a. að gefa almenn-
ingi kost á að kynnast rannsóknum
á þessu sviði við skólann og munu
fimmtíu fræðimenn halda stutt er-
indi og svara spurningum áheyr-
enda. Einnig verða umræður um
stöðu hugvísinda á íslandi og eru
þær tilefni eftirfarandi hugleiðinga.
Upplýst einveldi
Fijáls en skipuleg þekkingarleit
vestrænnar vísindahefðar er ein
helsta ástæða fyrir miklum upp-
gangi Evrópu á 18. og 19. öld og
því að Vesturlönd eru enn í dag
meðal ríkustu þjóða heims. Þó
gleymist oft að þessi árangur hefði
ekki náðst nema vegna þess að
pólítískur vilji var til þess að efla
vísindin. Einvaldar sem ríktu í flest-
um löndum Evrópu á 17. og 18.
öld vissu að þeir yrðu að styðja við
fijálsar rannsóknir til að tryggja
eða styrkja stöðu þjóða sinna og
hófu fræðimenn til vegs og virðing-
ar. Sem dæmi má nefna heimspek-
ingana Descaites, sem
Kristín Svíadrottning
bauð til sín, Voltaire
sem var langdvölum
hjá Friðriki Prússa-
konungi og Diderot
sem Katrín mikla Rús-
sakeisaraynja fékk til
að leggja drög að
fyrsta háskólanum í
Rússlandi og hélt uppi
lengst af ævinnar. I
skjóli þessara upplýstu
einvalda uxu og döfn-
uðu háskólar hvar-
vetna í Evrópu og
lagður var grunnur að
samfélagi sem hefur æ
síðan — og í sívaxandi mæli með
tilkomu lýðræðis — treyst á háskól-
ana til að skapa nýja þekkingu og
miðla henni til næstu kynslóða.
í þessu samfélagi vita menn
hvað vísindin hafa fært þeim og
því njóta fræðimenn virðingar, sem
m.a. kemur fram í launum þeirra.
Háskólakennarar og fræðimenn við
rannsóknastofnanir hafa þar sam-
bærileg laun og æðri embættis-
menn eða meðalstjórnendur fyrir-
tækja. Þessar þjóðir ætlast til mik-
ils af fræðimönnum en umbuna
Torfi H. Tulinius
þeim jafnframt fyrir
störf sín í samræmi við
mat á fræðilegum af-
rekum sem er samgró-
ið hugsunargangi
þeirra.
Hjálenduhugarfar
ísland stóð utan við
þessa þróun. Einvald-
urinn var í fjarlægu
landi en í hjálendunni
ríkti kyrrstaða í tækni-
og efnahagsmálum
þar til sjálfstæðisbar-
áttan hófst. Mikilvæg-
ur áfangi hennar var
stofnun Háskóla ís-
iands 1911. Þeir sem unnu að sjálf-
stæði þjóðarinnar vissu að „vísindin
efla alla dáð“ og hin mikla upp-
bygging og styrking á menningu
og menntun þjóðarinnar sem átti
sér stað frá fullveldi 1918 til lýð-
veldis 1944 er nátengd því að þá
festist í sessi stétt atvinnufræði-
manna hér á landi.
Þótt háskólinn hafi vaxið mjög
á þeim fimmtíu og tveimur árum
sem liðin eru síðan læðist að manni
sá grunur að þrátt fyrir stórhug
þeirra sem fylgdu sjálfstæðisbar-
Útfararþjónusta sem
menning og hugsjón
Útfararsiðir og um-
búnaður í kirkjugörð-
um endurspegla menn-
ingu þjóða og samfé-
laga. Hér á íslandi hef-
ur verið lögð rækt við
góða og gamla útfar-
arsiði um leið og þeir
hafa verið lagaðir að
háttum nútímans. Slík
aðlögun var verkefni
Útfararsiðanefndar,
sem skilaði áliti 1947,
og í áttu sæti m.a. þeir
Sigurbjörn Einarsson
og Pétur Sigurgeirs-
son, síðar biskupar, og
Knud Ziemsen, borg-
arstóri. Nefndin átti
Þórsteinn
Ragnarsson
dijúgan þátt í að móta þau viðhorf,
sem hafa verið ríkjandi í útfarar-
þjónustu síðan.
Útfararsiðanefnd mælti með því
að útfarir í höfuðstaðnum yrðu
gerðar svo ódýrar sem verða mætti.
Það var hugsjón nefndarinnar að
ekki væri gerður mannamunur eftir
dauðann, einfaldleiki og látleysi
skyldi einkenna athafnir.
Ávallt starfað í anda
Útfararsiðanefndar
Kirkjugarðar Reykjavíkurpróf-
astsdæma hófu útfararþjónustu ár-
ið 1948, þegar þeir keyptu útfarar-
fyrirtæki Tryggva Árnasonar og
þjónuðu á þeim vettvangi í 45 ár.
Kirkjugarðarnir störfuðu ávallt í
þeim anda sem mótaði tillögnr Út-
fararsiðanefndar 1947. Útfarar-
stofa Kirkjugarðanna var sett á
stofn síðla árs 1993 og aðskilin frá
Kirkjugörðunum sem sjálfstætt fyr-
irtæki, eftir setningu nýrra laga um
kirkjugarða og nýrra samkeppnis-
laga það ár. Útfararstofan tók við
þessum hugmyndaarfi og hefur lagt
rækt við hann, enda farnast vel á
sínum fyrstu starfsárum.
Aðstandendur velja
Á starfssvæði Útfararstofunnar
eru 3 aðrar útfararstofur sem bjóða
þjónustu sína. Þessar stofur leitast
allar við að bjóða góða þjónustu.
Þegar andlát ber að höndum er það
oftast hjúkrunarfólk sem tilkynnir
andlátið nánustu aðstandendum.
Aðstandendur velja sér síðan prest
og útfararstofu til að annast þá þjón-
ustu sem í vændum er.
Þegar val á presti og
útfararstofu liggur fyr-
ir, er það ýmist fólkið
sjálft eða presturinn
sem hefur samband við
útfararstofuna.
Á þessum markaði
er því samkeppni milli
útfararþjónustuaðila
um góða þjónustu á
sanngjörnu verði. Þessi
skipan, að á þessum
vettvangi starfi bæði
einkaaðilar og fyrir-
tæki í eigu almennings,
hefur verið gagnrýnd
nokkuð út frá sam-
keppnissjónarmiðum.
Á það má benda að víða annarsstað-
ar, þar sem útfarir eru eingöngu í
náð undirtökum í þessum viðskipt-
um hefur verð hækkað. Samtök
útfararstofa á Norðurlöndum hafa
áhyggjur af þessari þróun og telja
m.a. að ótakmörkuð markaðsvæð-
ing útfararstarfsemi geti spillt þjóð-
legum siðum og venjum.
Það er afar brýnt að íslendingar
láti sér annt um þetta viðkvæma
svið þjóðlífsins og gæti sóma síns
og þjóðarinnar í þessum efnum
fram á nýja öld.
Höfundur er framkvæmdnstjóri
Útfararstofu kirkjugarðanna.
áttunni eftir á fyrri hluta aldarinn-
ar stafi vöxtur skólans í seinni tíð
fyrst og fremst af almennri þörf
tæknisamfélagsins fyrir sérhæf-
ingu, en þjóðin hafi að öðru leyti
lítinn skilning á mikilvægi rann-
sóknarstarfs.
Efnahagslíf okkar byggist fyrst
og fremst á frumframleiðslu hrá-
efna og nýlega hefur verið vakin
athygli á því að við erum langöft-
ust OECD þjóða í verðmætasköpun
Ólíkt upplýstu einvöld-
unum, segir Torfi H.
Tulinius, umbunar
lýðveldið ísland ekki
þeim sem leggja stund
á vísindi.
sem byggist á vísindalegri þekk-
ingu. í sjálfu sér hefðu langvarandi
velmegun, ágætis grunnmenntun
þjóðarinnar framan af og breyttar
aðstæður eftir að samgöngur við
önnur lönd urðu greiðar átt að
gera okkur kleift að hasla okkur
völl á einhveiju sviði tækniiðnaðar,
en svo hefur ekki orðið. Skýring-
anna hlýtur að vera að leita í því
sem kalla mætti hjálenduhugarfar
þjóðarinnar.
Þegar ísland var hjálenda Dana-
konungs og iðnbyltingin hafði jafn
lítil bein áhrif hér og Upplýsingin
má segja að virðing og auður hafi
skipst milli þriggja hópa, bænda
sem áttu landið, embættismanna
sem höfðu valdið og kaupmanna
sem fleyttu ijómann af efnahags-
kerfinu með því að flytja inn fjöl-
breyttan varning frá iðnaðar- og
verslunarríkjum án þess að þjóðin
áttaði sig á allri þeirri þekkingu
og færni sem bjó að baki fram-
leiðslu þessara vara né heldur á
því að þær breytingar sem urðu
smám saman á lífsskilyrðum henn-
ar byggðust fyrst og fremst á upp-
götvunum vísindamanna úti í
heimi.
Svo virðist sem verðmætamat
þjóðarinnar sé enn að verulegu
leyti mótað af þessum gamla tíma
og kemur það fram í því hvernig
hún telur rétt að umbuna ólíkum
starfsgreinum á talsvert annan
hátt en í öðrum löndum OECD.
Þjóðin virðist telja það eðlilegt að
æðstu embættismenn, kaupmenn
og eigendur hráefnisins (áður
bændur en nú kvótagreifar) og
nokkrir aðrir litlir hópar, búi við
kjör sem teldust góð eða mjög góð
fyrir sambærilega hópa í öðrum
löndum. Aftur á móti sér hún eft-
ir hverri krónu sem fer til þeirra
sem miðla þekkingu eða skapa
nýja. Að þetta vandamál sé samof-
ið íslenskri þjóðarsál má ráða af
því að þegar við slitum endanlega
sambandi okkar við Danaveldi
1944 hafði háskólaprófessor sömu
grunnlaun og dómari í undirrétti.
Hálfri öld síðar eru laun dómarans
liðlega tvöfalt hærri en laun pró-
fessorsins, sem nægja til nauð-
þurfta en eru allt of lág miðað við
þær kröfur sem gerðar eru til þess-
ara_ starfa.
Olíkt upplýstu einvöldunum um-
bunar lýðveldið Island ekki þeim
sem leggja stund á vísindi, enn síð-
ur nú en fyrir fímmtíu árum. Fá-
dæma lítil virðing er borin fyrir
þeirri þekkingarleit sem þó hefur
lagt grunninn að velmeguninni sem
við njótum í dag.
Gegn stöðnuðu hugarfari
Á nýliðnu Menntaþingi sagði
Björn Bjarnason, menntamálaráð-
herra, að menntun væri vanmetin
hér á landi og skilaði sér ekki
nægilega í launum. Ég man ekki
eftir að forystumaður í stjórnmál-
um hafí tjáð sig svo skýrt um þenn-
an vanda. Satt að segja kveiktu
orð hans hjá mér von um að loks
væru skilyrði til að vinna bug á
meinsemd þessari.
Efnahagshorfur eru góðar og
stjórnin er föst í sessi og þó ekki
hafi komið fram hvaða skoðanir
aðrir í forystusveit stjórnarflokk-
anna hafa á þessum málum vil ég
leyfa mér að vona að Björn sé þar
ekki einn á báti. Því skora ég á
stjórnvöld að nýta sér nú sögulegt
tækifæri til að losa vísindastarf hér
á landi úr viðjum staðnaðs hugar-
fars og lagfære kjör háskólakenn-
ara og annarra fræðimanna, svo
vaxandi kynslóðir sjái sér hag í að
afla sér þekkingar og öðlast getu
til að skapa nýja. Nú er lag en einn-
ig þarf hugrekki til að breyta trén-
uðu verðmætamati hins óupplýsta
lýðveldis.
Höfundur er bókmenntafræð-
ingur og dósent í frönsku við
heimspekideild HÍ.
Það er afar brýnt, að
íslendingar láti sér annt
um þetta viðkvæma svið
þjóðlífsins, segir Þór-
steinn Kagnarsson, og
gæti sóma síns og þjóð-
arinnar í þessum efnum
fram á nýja öld.
höndum einkafyrirtækja, sem hafa
viðskiptasjónarmið ein að leiðar-
ljósi, dofnar verulega yfir þjón-
ustunni sem menningu og hugsjón.
Varasöm þróun
Kostnaður við útfarir, þar sem
þjónustan er eingöngu í höndum
einkaaðila, er allt að þrefalt hærri
en hér á landi. íslensk útför kostar
að meðaltali 140 þúsund krónur
meðan algengt verð í Bandaríkjun-
um er 300 þúsund krónur og í
Þýskalandi um 250 þúsund krónur.
Á Norðurlöndunum, þar sem þjón-
ustan er bæði í höndum hálfopin-
berra aðila og einkaaðila, er hún
svipuð og hér, en hærri þar sem
hún hefur að fullu verið einkavædd.
Á Bretlandi og í Mið-Evrópu hafa
alþjóðlegir hringir verið að kaupa
útfararstofur og þegar þeir hafa
í TILEFNl
ÁRA'
BJÓÐUM VIÐ ALLAR VÖRUR MEÐ
AFMÆLIS
A F S LÆTT1
í DAG OG
Á MORGUN
Búsáhöld & Gjafavörur
Kringlunni og Miöbæ Hafnarfiröi