Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D/E/F 254. TBL. 84.ARG. MIÐVIKUDAGUR 6. NOVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skeiðarárhlaup hófst kl. 8 í gærmorgun með 4-5 metra hárri flóðbylgju Eignalj ón gæti numið 2-2,5 milliörðum króna Áin hækkaði um 60 cm í gærkvöldi GRÍÐARMIKIÐ hlaup hófst í Skeiðará í gærmorgun og óx það mun hraðar en áður hefur þekkst. Hlaupið hófst klukkan 8 og vatns- hæðarmælir í Skaftafellsbrekkum sýnir að þá kom 4-5 metra há flóð- bylgja sem bar með sér krapa og aur. Flæða fór yfir veginn á sandinum fyrir kl. 10 og skömmu síðar var vegurinn í sundur á nokkurra kíló- metra kafla austan og vestan við Skeiðarárbrú. Vatnamælingamenn töldu um miðjan dag í gær að rennslið í hlaupinu væri a.m.k. 30.000 rúmmetrar á sekúndu og það væri að öllum líkindum orðið jafnstórt síðasta stórhlaupi á Skeið- arársandi árið 1938. Rennslið var enn að aukast í gærkvöldi en talið er að það nái hámarki í nótt. Þegar vatnamæl- ingarmenn mældu vatnsyfirborð Skeiðarár við Skaftafellsbrekkur um klukkan 21 í gærkvöldi hafði það vaxið um 50-60 cm frá kl. 19. Ljóst er að verulegt eignatjón hefur orðið á mannvirkjum og er talið að það geti numið 2-2,5 millj- örðum króna ef brýrnar fjórar yfir sandinn eyðileggjast allar. Ein þeirra, brúin yfir Gígjukvísl, hvarf í vatnsflauminn um hádegið í gær og brýr yfir Skeiðará og Sæluhúsa- kvísl voru stórskemmdar. Talið er að þjóðvegurinn yfir Skeiðarársand sé ónýtur á a.m.k. 7 kílómetra kafla. Varnargarðar eru stór- skemmdir, bæði við Gígjukvísl og Skeiðará. Þá rofnaði byggðalína Landsvirkjunar og ljósleiðara- strengur Pósts og síma. 5 milljarðar í Viðlagasjóði Viðlagatrygging íslands borgar tjón á brúnum og á raflínum Lands- virkjunar. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sagði að um 5 milljarðar króna væru í Viðlagasjóði og bóta- skylt tjón af völdum hlaupsins gæti numið um þriðjungi þeirrar upphæð- ar ef brýrnar færu allar. Brúin yfir Skeiðará er 660 milljóna króna virði samkvæmt uppreiknuðu trygginga- mati en brýrnar yfir Gígjukvísl og Sæluhúsakvísl voru metnar á um 590 milljónir samtals. Þá er ótalin brú yfír Núpsvötn. Viðgerðarkostn- aður á raflínum er talinn geta num- ið 80-100 milljónum. Viðlagatrygging greiðir hins vegar ekki kostnað við bráða- birgðabrýr og vegaframkvæmdir. Davíð sagði aðspurður að bráða- birgðabrýr gætu kostað um 300 milljónir og viðgerð á vegum álíka upphæð og því gæti þetta raskað forsendum fjárlaga fyrir næsta ár. ■ Skeiðarárhlaup/ 4,6,12,13, 26,27 Morgunblaðið/Golli Hundrað milljón tonn af aur KOLSVART jökulvatnið flæðir með ofsakrafti undan jökulröndinni. „Þetta hlaup flytur hundruð milljóna tonna af aur. Mest af þessu efni kemur undan jöklinum og úr Grímsvötnum. Mest af efn- inu berst út í sjó, eitthvað af því hleðst þar upp tímabundið, en annað er fínna efni og veldur því sem kallað er eðjustraumur. Það eru til gamlar sagnir um að þessi eðjuflekkur falli svo hratt vestur með landi að menn hafi átt i erfiðleikum með að landa úr skipum í Vík í Mýrdal," segir Arni Snorrason, forstöðumaður Vatnamælinga- sviðs Orkustofnunar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti Clinton spáð sigri SAMKVÆMT kosningaspám sem birtar voru í Bandaríkjunum skömmu eftir klukkan eitt í nótt hafði Bill Clinton forseti mikið forskot á Bob Dole, frambjóðanda Repúblikanaflokksins, í forseta- kosningunum sem fram fóru vestra í gær. Spár, sem byggðar voru á svo- nefndum „útgöngukönnunum“ í 24 ríkjum Bandaríkjanna, kváðu á um að Clinton hefði náð for- skoti á Dole og hefði tryggt sér 198 kjörmannaatkvæði gegn 55 atkvæðum Doles en 270 slík nægðu til sigurs. Mesta athygli vakti sigur Clintons í Florída en forsetinn var talinn hafa sigrað í 15 ríkjum. ■ Fyrstu kosningaspárnar/20 Læknar Rúss- landsforseta Aðgerð tókst vel Moskvu. Reuter. GERÐ var sjö klukkustunda löng hjartaaðgerð á Borís Jeltsín Rússlandsforseta í gærmorgun og gekk hún mjög vel, að sögn lækna hans. Jeltsín komst aftur til með- vitundar síðdegis í gær. Renat Aktsjúrín, er fór fyrir lækna- hópnum, sagði aðgerðina hafa verið mun flóknari en áður hefði verið gefið í skyn. ■ Hjartaaðgerð Jeltsíns/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.