Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 31 GUÐMUNDUR HREINN EMANÚELSSON + Guðmundur Hreinn Emanú- elsson var fæddur í Ólafsvík 10. ágúst 1946. Hann lést á Landspítalanum 27. október síðastliðinn. Guðmundur var son- ur hjónanna Emanú- eis Guðmundssonar og Astu Krisljáns- dóttur. Guðmundur var yngstur þriggja systkina. Hin eru Eilert, f. 27.11.1933, og Sunna, f. 29.12. 1942. Eftirlifandi kona Guðmund- ar er Svava Guðmundsdóttir, fædd 15. febrúar 1947. Börn þeirra eru: Ásta, fædd 14. jan- úar 1972, sonur hennar er Hálf- dán Bjarnason, fæddur 12. september 1995; Emanúel Geir, fæddur 7. nóvember 1975, og Eva Rún, fædd 10. ágúst 1987. Útför Guðmundar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Baráttunni er lokið, hún var mis- kunnarlaus og hann barðist af þraut- seigju til síðasta andartaks. Það var í febrúar á þessu ári að okkur barst véfréttin; pabbi með sjaldgæfan taugasjúkdóm. Sjúkdóm sem myndi með tíman- um skerða krafta hans og getu, smám saman valda lömun og svo að lokum draga hann til dauða. Læknavísindin voru fátæk af svörum, enginn vissi hvaða stefnu sjúkdómurinn tæki, enginn vissi hve langur tími var til stefnu, það eina sem vitað var, var það að ekkert var hægt að gera, engin lækning til. Þetta eru þung tíðindi að taka á móti, þessa byrði þarf styrk til að bera en styrkinn vantaði hann ekki. Hlutir sem áður höfðu verið sjálf- sagður hluti daglega lífsins voru allt í einu ekki svo sjálfsagðir lengur. Hann hafði alla tíð unnið mikið, verið vélstjóri á sjó og í landi en stærstan hluta starfsævinnar var hann á sjónum, vildi það helst á meðan heilsan leyfði. Væri hann ekki heima með fjölskyldunni þær fáu frístundir sem gáfust vildi hann helst standa með stöngina sína á árbakkanum og bíða þess að biti á. Hann var náttúrubarn sem naut útivistar og sínar bestu stundir átti hann með félögunum í laxveiði. Margt af því sem hann taldi lífíð hafa best upp á að bjóða var frá honum tekið síðasta hálfa árið. Að- spurður um hvers hann saknaði mest sagði hann það tvímælalaust vera að geta ekki unnið lengur og komast ekki í veiði. En þvílíku og öðru tók hann með æðruleysi og þessum mikla styrk sem kenndi okk- ur hinum svo óti-úlega margt. Tíminn reyndist stuttur, styttri en nokkurn renndi í grun og nú hefur hann yfirgefið þetta líf. Sorgin er mikil og söknuðurinn sár og tómarúmið sem hann skilur eftir sig virðist óendanlegt. Við sem eftir stöndum verðum að halda áfram, dagarnir halda áfram að koma og fara þó hann sé ekki leng- ur hjá okkur. Við verðum að halda jól og afmæli án hans og Dalli afa- strákur fær víst aldrei að fara með afa í veiðitúr. Það er alltaf erfítt að kveðja en ég hef ekkert val, pabbi minn, þján- ingunum er lokið, þú hefur fengið hvíld, minningin um tímann sem við áttum saman er minn fjársjóður, takk fyrir allt. Þín Ásta. Eftir að Eva Rún hafði hjúfrað sig að þér og kysst þig bless snéri ég mér að þér og sagði; „Við sjáumst þá í kvöld.“ Þú kinkar koili og ,jammar“. Þegar ég sagði þessi orð vissi ég ekki að þetta væru okkar síðustu kveðjur, því síður að þú myndir ekki lifa annan dag, að þetta yrði „kvöldið þitt“. Þegar ég svo kom til þín aftur var aug- ljóst hvert stefndi, dauðinn er óumflýjan- legur og saman upp- lifðum við augnablik samruna lífs og dauða. Elsku pabbi, ég véit þú heyrir hugsanir okkar og ert okkur nálægur. Guð geymi þig. Við sjáumst þá „kvöldið mitt“. Emanúel. Elsku Gúndi frændi. Ekki óraði mig fyrir því að þú færir svona fljótt frá okkur. En þessi illvígi sjúkdómur sem þú barðist við síðustu sjö mánuðina hafði því miður betur. Þó svo að við vissum að hverju stefndi, þá var fréttin um andlát þitt mikið áfall. Við vorum varla búin að átta okkur á alvarleika sjúk- dómsins, þegar við fengum andláts- fregnina. Það er alltaf svo sárt og erfítt að horfast í augu við þær sorg- ir og þá erfiðleika sem okkur öllum er úthlutað á ævinni. Sumir fá stóra skammta en aðrir minni. En hversu stór eða lítill skammturinn er, þá verðum við að reyna að horfa fram á veginn. Við höfum að vísu fengið erfíða lífsreynslu í veganestið en við höfum vonandi einnig fengið reynslu sem eykur þroska okkar og lífssýn. Elsku Svava, Ásta, Emmi Geir og Eva Rún, orð mega sín lítils á stundum sem þessum, en við hugs- um til ykkar og vonum að Guð megi gefa ykkur styrk í sorginni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þín bróðurdóttir, Soffía Ellertsdóttir og fjölskylda. Nú hefur hann Gúndi lotið í lægra haldi fyrir ógnvænlegum sjúkdómi sem við mannfólkið höfum engin svör við. Þegar við sem fylgdumst með úr fjarska fengum fréttirnar, stóðum við eftir niðurlút og ýmsar erfíðar spurningar komu upp í hug- ann. Því miður er lítið um svör, þetta er eitthvað sem við verðum að kljást við en getum ekkert gert í þótt okk- ur þyki það sárt. Þegar ég minnist Gúnda er mér efst í huga virðing og þakklæti. I uppvexti mínum var gott samband milli mín og fjölskyldunnar að Sand- holti 24 og síðar í Flúðaselinu. Mér verður hugsað til þess með hlýju þegar ég og feðgarnir fórum í veiði- túra og fórum síðan heim til Svövu og fengum heitar sk-onsur eða ást- arpunga. Þá sem og æ síðar var fróðlegt að vera með Gúnda því hann hafði skoðun á öllum hlutum en var jafnframt mjög opinn fyrir annarra manna skoðunum. Þessi eiginleiki gerði það að verkum að það var alltaf mjög gaman að vera í kringum hann og heyra hvað hon- um fannst um hin ýmsu mál. Þetta var ennþá mjög einkennandi þegar ég sá hann í síðasta skipti nú í haust, þrátt fyrir augljós veikindi. Þá datt mér ekki í hug að svona stutt væri í endalokin og maður hugsar ósjálf- rátt til þess að ýmislegt fleira hefði mátt fara okkur á milli, en svona er nú lífið. Þegar ég sem 16 ára unglingur fluttist til Reykjavíkur í þeim tilgangi að afla mér menntun- ar tóku Gúndi og Svava mér ákaf- lega vel og voru mér stoð og stytta á þessum fyrstu mánuðum við nýjar aðstæður. Fyrir þær viðtökur sem ég hlaut þá er ég mjög þakklátur. Það sem eftir stendur er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Gúnda en mér verður hugsað til þess hvers vegna þessi kynni fengu ekki að vera lengri. Blessuð sé minn- ing hans. Mér verður einnig hugsað til þeirra sem næst honum standa. Svava, Ásta, Emmi Geir og Eva Rún, við Bryndís sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur í þeirri miklu sorg sem nú hefur dunið yfír. Að lokum vil ég láta fylgja með erindi sem birtist í minningargrein um tengdaföður Gúnda fyrir rúm- lega tiu árum. Þetta erindi hefur síðan skipað sérstakan sess hjá mér og fínnst mér við hæfí að kveðja Gúnda með þessu sama erindi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Guðmundur Olason. Það var á árunum 1959-60 að tvær fjölskyldur settust að hvor í sínum enda í einu elsta húsinu í Ólafsvík, sem alla tíð hefur verið nefnt Borg, og hinir mörgu íbúar þess hafa löngum verið kenndir við. Annars vegar bjuggu Stefnir og Jóhanna sem komu með allan krakkaskarann úr Kópavoginum og hinum megin Ásta og Emanúel sem komu innan úr Bug með Sunnu og Guðmund, sem við Kópavogsstelp- urnar kölluðum alltaf Gúnda. Ellert var fluttur að heiman. Það gekk á ýmsu í sambúðinni sem entist í mörg ár, enda samsetn- ingin ólík, oftast ríkti sæmilegur friður, en aldrei nein lognmolla. Ásta og Emmi voru besta fólk sem kom sér vel saman við skarann. Gúndi var um fermingu þegar þetta var. Hann var bjartur yfirlitum, lít- ill og ljóshærður með stríðnislegt bros og hann varð aldrei stór, þótt hann fermdist og fullorðnaðist. Hann giftist Svövu og þau eignuð- ust Ástu, Emma Geir og Evu Rún og bjuggu í Ólafsvík. Mestan hluta starfsævi sinnar vann Gúndi sem sjómaður og vél- stjóri og var vel látinn enda hress og skapgóður en sannarlega ekki skaplaus. Pfyrir nokkrum árum tóku þau sig upp og flutt til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan, lengst af í Flúða- seli, en nýlega fluttu þau í einbýlis- hús í Hálsaseli, sem var sérstaklega lagað að þörfum Gúnda, en heilsu hans hafði hrakað mjög síðustu mánuði, enda sjúkdómurinn óvæg- inn. Þótt eðlilega losnaði um sam- bandið á milli „endanna" á Borginni í rás tímans rofnaði það aldrei alveg og það var eins og við hefðum sést í gær ef við hittumst. Gúndi var kankvís að vanda og heilsaði okkur með gamla glettna brosinu sínu þegar við heimsóttum hann eftir fimmtugsafmælið hans í sumar. Það lifír í minningunni. „Það tókst,“ sagði hann stoltur, en hann var veikur, veikari en við vissum. Harður nagli hann Gúndi. í hinum yldunni, ívu litlu Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 og litla dóttursyninum, Hálfdáni, og honum Emma í Ólafsvík einlæga samúð okkar. Nína og Fanný. Gleðji þig guðs stjörnur, sem gladdi bezt mig, og mörgu sinni, vegstjarnan fagra vizku þinnar, ástjarðar Ijúfasta ljós. (Jónas Haligr.) í dag kveð ég vin minn, Guðmund Emanúelsson, Gúnda eins og hann var oftast kallaður. Undanfarna mánuði barðist hann við erfið veik- indi og sýndi þar þrautseigju mikla og æðruleysi. Það er alltaf tregafullt að kveðja, jafnvel þó vitað sé að einhvem tíma á lífsleið okkar, fyrr eða síðar, ber dauðinn að dymm og enginn kemst undan því að hlýða kalli hans. Sökn- uður eftir látinn ástvin er ætíð sár, og það er stórt skarð sem Gúndi skilur eftir sig, skarð sem aldrei verður fyllt. Orð mega sín lítils, en minningamar em margar. Oss héðan klukkur kalia, svo kallar Guð oss alla til sin úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem) Við vegalok kveð ég vin minn með virðingu og þökk, en minning- in mun lifa björt og hrein. Elsku Svava og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur. Pétur, Karin, Bjarki og Vignir. Elsku Guðmundur. Með þessum fáu línum vil ég þakka þér fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér þó ég hefði svo sannarlega viljað óska - - þess að það hefði verið undir öðrum kringumstæðum. En þú varst orð- inn veikur þá. Við áttum okkar góðu stundir í ættfræði og höfðum gaman af og alltaf varst þú reiðu- búinn að leiðbeina mér er ég leit- aði til þín með eitthvað sem ég átti erfitt með að leysa sjálf. Og alltaf var þín yndislega fjölskylda efst í huga þér. Enda stóðu þau ávallt við hlið þér með ást og styrk til að veita þér. Þú tókst þessum veikindum af svo miklu æðruleysi og kjarki og kemur upp í huga mér þegar eitt sinn ég sagði við " þig: „Guðmundur, ef þig langar að fá útrás fyrir reiði eða beiskju í garð þessa sjúkdóms þá skaltu bara láta það flakka, ég skal taka á móti því.“ En svarið hjá þér var: „Gunný mín, ég er ekki reiður.“ Óg finnst mér æðruleysisbænin hafa verið þinn styrkur: „Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.“ Nú kveð ég þig kæri vinur með þá vissu í hjarta mínu að nú líður þér betur. Og það verður tekið vel á móti þér. __ ' - Elsku Svava, Ásta, Emmi Geir, Eva Rún og Hálfdán. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg, kæru vinir. Kristín Gunný Jónsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFURJENSSON prófessor og fyrrv. forstöðumaður Blóðbankans, Laugarásvegi 3, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. nóvember kl. 15.00. Erla Guðrún ísleifsdóttir, Arnfríður Ólafsdóttir, Þórður Sverrisson, ísleifur Ójafsson, Erna Kristjánsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þorkell Sigurðsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR, dvalarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 22. október, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Jóhannes Árnason, María Árnadóttir, Helga Kristfn Friðriksdóttir, Áslaug J. Friðriksdóttir, Kristin Friðriksdóttir, Ólafur Einar Friðriksson, Elín Ásta Friðriksdóttir, Sveinjón Jóhannesson, Árni Jóhannesson, Kristín Andrea Jóhannesdóttir, og fjölskyldur. Guðrún Sveinjónsdóttir, Hafsteinn Halldórsson, Kristján Ólafsson, Þórdi's Zoega, Helena Albertsdóttir, Stella Hjörleifsdóttir, Sigurður S. Pálsson t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSGRÍMS ALBERTSSONAR, Vogatungu 6, Kópavogi. Anna Jóhannsdóttir, Sólveig Ásgrímsdóttir, Hafliði Ásgrímsson, Páll Halldórsson, Hallgerður Pálsdóttir, Páll Skfrnir Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.