Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 25 AÐSENDAR GREINAR Um samband ökuhraða við tíðni og alvarleika umferðarslysa SEX þingmenn hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að hámarks- hraði á slitlagsbundnum þjóðveg- um verði hækkaður úr 90 í 110 km/klst. í greinargerð með breytingartil- lögunni er ekki stafkrókur um höfuðspurninguna sem svara þarf þegar lög um hámarkshraða eru sett: Mun þessi hækkun hafa áhrif á tíðni og alvarleika umferðarslysa hérlendis? Ég ætla að reyna að svara þessari spurningu hér. Sé alvarleiki um- ferðarslysa skoðaður frá þröngu eðlisfræði- legu sjónarhorni þá er ein afleiðing slysa dreifing hreyfiorku. Aukinn hraði eykur hreyfiorkuna sem er til staðar við árekstur, sem aftur eykur lík- umar á að tjón eða slys verði alvarlegra. Meiri hraði eykur líka hreyfiorkuna sem dreifist þegar bremsað er, sem endurspeglast í lengri bremsuvega- lengd. Rannsóknir sýna að algengasti þátturinn í þeim 1,8 milljónum umferðarslysa sem ollu líkamstjóni í Bandaríkjunum 1987 var skyndi- leg hreyfing líkamans við árekst- ur, sem gat valdið vefja- eða tauga- tjóni sem slík, eða skaðað líkamann með því að kasta honum á eitt- hvað. Því er röklegt að álykta að því hærri sem hraði er við árekstur þeim mun snarpari verður hreyfing manneskju sem er í farartækinu eða verður fyrir því. Ef við skoðum síðan rannsóknir á sambandi ökuhraða og alvarleika slysa út frá breiðara sjónarhorni þá sýna tölfræðiathuganir frá ólík- um þjóðum að banaslysum í um- ferðinni fækkar í kjölfar þess að hámarkshraði er lækkaður. Veiga- mesta vísbendingin um þetta kem- ur frá Bandaríkjunum. Árið 1974 var hámarkshraði á þjóðvegum þar ákveðinn 88,5 km/klst. Tilgangur- inn var að spara eldsneyti í miðri orkukreppu. Ein afleiðingin varð hins vegar mikil fækkun bana- slysa. Árið 1973 létust 55.096 í bandarískri umferð, en 46.049 árið 1974, sem er 16% fækkun. Banda- ríska Þjóðvegaumferðaröryggis- ráðið telur að lífi 20-30 þúsund manna hafi verið þyrmt vegna umræddrar hraðatakmörkunar á árunum 1974-1978. Árið 1987 leyfði bandaríska þingið fylkjunum að auka leyfðan hámarkshraða í 104 km/klst. Niðurstöður tölfræðiathugunar á banaslysum í 40 fylkjum næstu tvö árin sýna að í kjölfarið fjölgaði banaslysum í umferðinni í 28 þeirra, þar af var fjölg- unin tölfræðilega marktæk í tíu af þeim. Til samanburðar fækkaði banaslysum í 12 fylkjum, en í ein- ungis tveimur þeirra var fækkunin tölfræði- lega marktæk. í samantekt má segja að eðlisfræði- og tölfræðilegar rann- sóknir sýna nokkuð skýrt að alvarleiki umferðarslysa eykst við aukinn hraða. Meginrökin fyrir þessu eru rannsóknir sem sýna að dregið hefur úr banaslysum í umferðinni í sex þjóðlöndum í kjölfar lægri hraða- takmarka. Þessi breyting var svo mikil í Bandaríkjunum upp úr 1974 að ólíklegt er að aðrar áhrifsbreyt- ur en ökuhraði skipti þar höfuð- máli. Umræddar rannsóknir sýna líka náið samband í tíma á milli ákvarðana yfirvalda um breytingu hámarkshraða og breytingar á al- varleika umferðarslysa í kjölfarið. Ef skoðað er samband ökuhraða við tíðni umf-jrðarslysa og tjóna kemur hins vegar í ljós bogadregið samband þar sem tíðni slysa og tjóna er meiri á lágum hraða en háum, en minnst á meðalhraða umferðar. Þessi mismunur er óskýrður en sú tilgáta hefur verið sett fram að hann sé vegna þess að við skýrslugjöf meti tjónvaldar hraða sinn lægri en hann var í raun til að komast hjá refsingu. Sumir rannsakendur telja að þegar fieiri farartæki aka á ólíkum hraða um sama veg fjölgi tjónum, og að við minni dreifingu dragi úr tjónatíðni því að þá dregur úr Spurningin er ekki hvort, segir Ragnar S. Ragnarsson, heldur hve mikið alvarlegum slysum fjölgar við hækkun hámarkshraða. aftanákeyrslum og óhöppum við framúrakstur. Aðrir rannsakendur hafa þó dregið úr vægi þessarar ályktunar. Verði breytingartillaga sexmenninganna lög eykst líklega dreifing ökuhraða. Skynsemin seg- ir að þá aukist tíðni framúrakst- urs, en rannsóknir skortir til að fullyrða hvort slíkt leiði til fleiri og alvarlegri slysa. Talsmenn breytingartillögunnar rökstyðja mál sitt með því að benda á að aksturseiginleikum og ör- yggisbúnaði fólksbifreiða hafi farið fram á undanförnum árum. Þeir verða hins vegar að sýna fram á að betur búnir bílar verði sjaldnar fyrir tjóni og að farþegar þeirra meiðist síður og minna. Höfundur er ekki kunnugur slíkum rannsókn- um og fullyrðir því ekki um þetta, en ef bættur öryggisbúnaður dreg- ur óvéfengjanlega úr tíðni og alvar- leika umferðarslysa, má benda á að bílafloti landsmanna er það gamall að stór hluti hans var fram- leiddur áður en margskonar örygg- isbúnaður sem er í nýjum bílum kom á markað. Talsmenn breytingartillögunnar benda máli sínu til stuðnings á að talsvert hafi verið lagt af bundnu slitlagi undanfarin ár. Þessi breyt- ing ein sér er ekki nægileg ástæða til að auka hámarkshraða. Þjóð- vegirnir eru of mjóir til að taka við meiri hraða, og á þeim er enn- þá fjöldi slysagildra í formi ein- breiðra brúa, hættulegra beygja, hæða og gatnamóta, auk búfénað- ar sem flækist þar um. Aðrir þætt- ir sem skipta máli við ákvörðun hámarkshraða eru veðurfar sem hefur ekki breyst marktækt und- anfarið og færni ökumanna sem ég held að hafi ekki aukist síðan hámarkshraðinn var hækkaður síð- ast. Wff| hewlett mXHÆ PAQKARD PRENTARAR OG SKANNAR Gerið verðsamanburð Tölvu-Pósturinn Hrímnrksgæði Lngmarksverð GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM, SÍMI 533 4600, FAX: 533 4601 Sexmenningamir benda á að erf- itt sé fyrir löggæsluna að fram- fylgja núgildandi lögum um há- markshraða. Þetta er ekki sérís- lenskt vandamál því tölur frá mörg- um löndum sýna nokkuð háa tíðni of hraðs aksturs. Rannsóknum ber saman um að áhrif nærveru lög- reglu á ökuhraða séu sterk, því að mikill hluti ökumanna sem verða hennar varir virðir hraðatakmark- anir. Áhrif nærveru lögreglu ná hinsvegar einungis nokkra kíló- metra til hvorrar áttar, og fjara fljótlega út eftir að hún hverfur af vettvangi. Það hefur t.d. verið talið að fjölga þyrfti í lögreglunni í Tex- as um 11.000 manns ef vakta ætti með árangursríkum hætti 70.000 mílur þjóðvega í A-flokki þar. Finnsk rannsókn metur svo, að lík- urnar á því að venjulegur ökumaður verði stöðvaður fyrir hraðakstur séu einu sinni á 10 ára fresti. Efnahagsleg áhrif breytts há- markshraða skipta líka máli. Lík- legt er að ef meðalhraði á þjóðveg- um hækkar, aukist eldsneytissala. Ef tjónatíðni eykst vaxa bílgrein- ar, tryggingargeirinn og umstang lögreglu og dómstóla. Ef umferð- arslys verða alvarlegri vaxa út- gjöld heilbrigðis- og líknarmála og almannatrygginga. Vöxtur af þessu tagi er auðvitað ekki eftir- sóknarverður. Ég hvet þingmenn til að kynna sér vel vísindaleg gögn um tengsl ökuhraða við tíðni og alvarleika umferðaslysa, og efnahagsleg áhrif breytts hámarkshraða. Af- staða ráðamanna má ekki byggjast eingöngu á persónulegri reynslu þeirra af umferðinni, illa rökstudd- um greinargerðum, og óljósri til- finningu um hvað kunni að vera skynsamlegt. Spurningin er ekki hvort, heldur hve mikið mun alvarlegum umferð- arslysum fjölga við aukinn há- markshraða? Jafnframt virðist vera jákvæð fylgni á milli ökuhraða og tíðni slysa, en það samband er ekki eins vel staðfest. Höfundur er atferliss&lfræðingur á Selfossi. MSc.-ritgerð hans fjallar um tengsl ökuhraða við tíðni ogalvarleika umferðarslysa, slysarannsóknir og aðferðirgegn ofhröðum akstri. Helgi Hálfdanarson „Bjössi bomm“ í Morgunblaðinu var nýlega minnzt á Björn Jónsson lækni í Kanada, sem látinn er fyrir nokkru. Með nafni hans stóð inn- an sviga til nánari greiningar kunningjaheiti hans, Bjössi bomm, en það viðurnefni notaði hann sjálfur þegar svo bar undir. Oft hef ég orðið þess var, að gælunafn þetta hefur vafizt fyrir ókunnugum, sem vonlegt er, og jafnvel hafa komið upp fjarstæðar getgátur um uppruna þess; en okkur, sem þekktum Björn frá barnæsku, fer nú óðum fækkandi. Svo vill til, að undirritaður var Birni nákunnugur frá því hann fór að stíga í fæturna, því báðir slitum við barnsskónum á Sauð- árkróki, þar sem hann ólst upp á heimili Kristjáns Blöndals, póst- afgreiðslumanns og bóksala, og konu hans, Álfheiðar föðursystur minnar. Björn þótti ódæil í bernsku og gáskafull uppátæki hans sum hver með ólíkindum. Hann lagði mikla ást við Álfheiði fóstru sína, og sögðu sumir að hún væri eina manneskjan sem hann tæki mark á. Snemma á barnsaldri fékk hann viðurnefnið Bjössi bomm meðal stráka á Króknum, því hann hrópaði einatt „Bomm!“ þegar hann hæfði skotmark sitt með steinvölu, og sjaldan missti hann þess er hann kastaði til. Björn var bráðvel gefinn og varð með aldrinum fróður á ýmsum sviðum. Ráðrík örlög réðu því, að hann eyddi starfs- ævi sinni fjarri ættjörð og upp- runa; en fáa menn hef ég vitað íslenzkari í hug og háttum. Hann var íslendingur af ástríðu. Sér- stakt yndi hafði hann af öllum fróðleik um íslenzka náttúru og sögu, íslenzka tungu og bók- menntir, einkum fornar, og hann lék sér skemmtilega að frumleg- um hugmyndum sínum á þeim vettvangi. Björn var fyndinn og oft fas- mikill í orði, en hann var dreng- lyndur og hjartahlýr. Hann var maður sem gott var að þekkja. Sértilboð til Kanarí 26. nóvember frá kr. 39.900 3 vikur Nú seljum við síðustu sætin þann 26. nóvember til Kanarí í glæsilega þriggja vikna ferð þar sem þú tekur þátt í spenn- andi dagskrá alla daga, hvort sem er kvöldvökur eða spennandi kynnisferðir og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Nú getur þú tryggt þér spennandi tilboð, þú bókar ferðina á mánudag eða þriðjudag á tilboðsverði og viku fyrir brottför staðfestum við gististaðinn, góðan gististað á ensku ströndinni. Verð kr. 39.930 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 26. nóv., 21 nótt. Verð kr. 49.960 M.v. 2 í íbúð, 26. nóv., 21 nótt, skattar innifaldir. WíáTtfi HEIMSFERÐIK Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600 Ragnar S. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.