Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 33
If MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 33 . 30 árum, gekk ég í Vöku, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta. I þeim vaska hópi stúdenta, er þá skipuðu forystusveit Vöku, var mikill efnivið- ur. Efniviður, sem oftar en ekki hefur dafnað og mótast í merkisbera íslensks þjóðlífs. Skúli var í þessari úrvalssveit. Hann vakti strax eftir- tekt mína. Svipmikill, hávaxinn, sterkbyggður með alvarlegt en ein- beitt yfirbragð. Það gustaði af hon- um. Þar fór baráttumaður og sannur hægri maður. I Háskóla íslands á þessu árum var mikið líf og fjör. Mikið gekk á í stúdentapólitíkinni, vinstri öflin í sókn, hart deilt um aðildina að NATO, Kanasjónvarpið og síðast en ekki síst Víetnamstríðið. Skilin voru skörp á milli hægri og vinstri stefnu. Skúli hafði fastmótaðar skoðanir á þessum málum og hélt þeim á lofti af harðfylgi og rökfestu, þegar um var deilt. En það var stutt í kímni og bros hjá Skúla. Honum fór vel að segja gamansögur um menn og málefni. Þegar kynni okkar Skúla hófust í kringum stúdentapólitíkina, var hann kominn vel á veg með sitt laga- nám. Eftir laganám hjá Skúla héldu kynni okkar áfram og þá í gegnum flokksstarf hjá Sjálfstæðisflokknum. En báðir tókum við virkan þátt í starfi Heimdallar og í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á þessum tíma. Er mér sérstaklega minnis- stætt samstarf okkar á SUS-þingi á Egilsstöðum, sem mig minnir að hafi verið árið 1973. Landhelgismál- in voru þá í brennidepli auk þess sem tekist var á um SUS-forystuna. Er mér minnisstætt hversu harðdugleg- ur og fylginn sér Skúli var í stuðn- ingi sínum við „sinn mann“ og hal- aði inn mörg atkvæði. Á árunum 1971 til 1972 var ég í hópi ungra manna, flestra stúd- enta, sem sóttu um lóðaúthlutun í Espigerði hér í borg. Gekk það til. Þeir, sem fengu byggingarleyfi fyrir íbúðum, tóku sig saman um bygg- ingu íbúðarblokka sinns og unnu með bakkelsi, bænirnar á kvöldin og karamella í skóinn! Það varð í seinni tíð heldur aldrei við hana tjónkað með það að jólagjafir skyldi hún alltaf gefa bæði börnum og bamabörnum, sem nú skipta tug- um. Það var alla tíð sérstakur blær yfir að opna jólapakkana sem komu frá afa og ömmu því oftar en ekki leyndist þar handbragð ömmu í einni eða annarri mynd. Það er stórt skarð sem verður þegar lífsförunautur afa, móðir ell- efu uppkominna barna og amma 30 barnabarna er ekki lengur á meðal okkar. Eftir situr minningin um myndarlega og sterka konu og óeigingjama og umhyggjusama ömmu. Elsku afi, við Ama sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall Elínborgar ömmu. Við emm mörg sem söknum hennar, en hún mun þó áfram lifa í minn- ingu okkar allra í framtíðinni. Hermann Ólafsson. Þú drottning yztu eyja heims þar ein, sem hverir vella og jötnar orga öldugeims og álfabjöllur hvella. Og þú ert hamrastakki steind, - í stríði féllir ella - með veldissprota spök og reynd, í spangarbrynju svella. (GJ.G.) Elskuleg tengdamóðir mín hún Bogga er látin eftir erfið veikindi. Langar mig í örfáum orðum að þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, meðal ann- ars allar okkar sumarbústaðaferðir, sem voru bara býsna margar. Og allar jafn léttar og skemmtilegar. Þú varst alltaf til í allt, að fara i sund eða göngur út í náttúrunni, spila eða spjalla. Aldrei sast þú auðum höndum, varst alltaf saumandi eða pijón- andi, því ekki voru þeir fáir af- mælispakkarnir og jólapakkarnir sem þú hugaðir að og engum var baki brotnu öll kvöld og helgar við að koma þeim upp, flestir við lítil efni. Skúli gegndi þá stöðu skrif- stofustjóra hjá Húsnæðismálastofn- un ríkisins. Mér er í fersku minni sú hjálpsemi og sá samhugur, sem Skúli auðsýndi okkur um þetta fram- tak okkar. Greiddi hann götu okkar, sem framast hann gat hjá stofnun sinni. Þar áttu menn hauk í horni. Veit ég til þess að Skúli greiddi götu og hjálpaði hundruðum manna, sem áttu undir stofnunina að sækja, til að ná fram lánum sínum, er ein- hver óvænt atvik eða skortur á gögn- um tafði afgreiðslu þeirra. Þeir eru margir, sem minnast hans með hlý- hug og þakklæti frá því tólf ára tímabili, sem minnast hans með hlý- hug og þakklæti frá því tólf ára tímabili sem hann starfaði hjá Hús- næðismálastofnun. Þó leiðir hafi skilið og langt tíma- bil liðið í lífi okkar án samskipta, hafði það engin áhrif á vinskap okk- ar. Það var alltaf gaman að hitta Skúla þegar leiðir okkar lágu saman í leik eða starfi. Hann var hress og gaf sér tíma til að ræða stjórnmálin og málefni líðandi stundar. Skúli og fjölskylda hans gengu fyrir nokkrum árum í gegnum átaka- mikið erfiðleikatímabil. Tímabil, sem markaði djúp spor í lífi þeirra og þá sérstaklega Skúla. Bjargföst og óeigingjöm samstaða fjölskyldu hans, konu og barna, komu þeim í gegnum erfiðleikana. En þegar birta tók og uppbygging lífsins hófs að nýju, dundi yfir önnur ógæfa, ill- kynja sjúkdómur sem ekki reyndist hægt að vinna bug á. Skúli starfaði á lögmannsstofu minni sem löglærður fulltrúi minn frá því í febrúar á þessu ári. Tel ég mig heppinn að hafa fengið hann til samstarfs. Reynsla hans í lög- fræði reyndist mér happadijúg. Var hann ráðagóður og glöggur lögfræð- ingur. Minnist ég hans með þakk- læti og hlýhug. Blessuð sé minning hans. Róbert Árni Hreiðarsson. sko gleymt, hvorki stórum eða smáum. Elsku Bogga, nú líður þér von- andi betur. Vil ég þakka þér fyrir orð þín til mín er okkar á milli fóru eitt sinn er ég sat hjá þér á spítalan- um. Ég geymi þau vel í huga mér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér, þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku tengdapabbi, megir þú finna styrk í sorg þinni. Góður Guð fylgi þér um aldur og ævi. Fanney. Hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn frí. Þar læt ég nótt sem nemur neitt skal ei kvíða þvi. (Hallgr. Pétursson) Nú er klúbbsystir okkar látin eftir erfið veikindi. Við söknum hennar sárt úr okkar hópi. Undanfarin fjörutíu og átta ár höfum við hist reglulega til sauma, pijóna og síðast en ekki síst, til samveru. Margt höfum við brallað og spjallað í gegnum tíðina. Frá okkar sjónarhorni var Bogga ákaflega sterk og dugleg kona. Hún var ellefu barna móðir og eflaust haft meira en nóg á sinni könnu eins og gefur að skilja. Hún hafði mjög góð áhrif á allt umhverfi sitt þar sem hún var ávallt yfírveguð og færði með sér ró, ákaflega hlý í viðmóti við alla, unga sem aldna, kunnuga sem ókunnuga. Hún var alltaf jákvæð og glöð. Við erum svo lánsamar að hafa notið samverustunda í öll þessi ár. Hún er sú fyrsta sem kveður hóp- inn, allt of snemma finnst okkur. Við sendum Hermanni og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Saumaklúbburinn. MINNINGAR KARL JÓNSSON + KarI Jónsson fæddist á Strýtu í Hamars- firði hinn 6. nóv- ember 1896. Hann lézt hinn 1. janúar 1980. Foreldrar hans voru Jón Þórarinsson Rich- ardssonar Longs hins enska og Ólöf Finnsdóttir Guð- mundssonar frá Tungu í Fáskrúðs- firði. Karl kvænt- ist 2.5. 1930 Guð- rúnu Margréti Möller f. 8.6. 1906, 1972. Guðrún var ættar frá Hróarskeldu á Sjá- landi. Þau eignuðust tvö börn, Leif lækni og Finn verkfræð- ing. d. 13.12. danskrar Karl mun hafa verið fyrsti sér- menntaði gigtar- og endurhæfing- arlæknir landsins og rak lækninga- stofu sína frá 1930 til 1980. Um miðja öldina mun vart hafa verið til sá gigtarskrokkur í landinu, sem ekki kannaðist við Karl lækni og stofu hans í Túngötu 3. Heimilis- lækningar stundaði hann samhliða svo sem siður var sérfræðinga í þann tíð. Kominn á sjötugsaldur tók hann þar að auki að sér yfir- læknisstöðu gigtardeildar Heilsu- hælis NLFÍ í Hveragerði. Karl ólst upp í stórum systkina- hópi. Fjórir bræður voru eldri og eina systirin yngri. Jón faðir hans hafði verið kvæntur áður, eignast átta böm og misst þau öll úr barna- sjúkdómum ýmiss konar og loks missti hann eiginkonuna Rebekku Þorvarðardóttur úr lungnabólgu. Þessi hörmungarsaga var ekkert einsdæmi um og upp úr miðri síð- ustu öld, er smælingjamir margir hveijir ýmist vesluðust upp af fá- tæk, jarðnæðis- og heilsuleysi eða fluttu til Ameríku, þeir sem burði höfðu til. Jón var því mæddur maður og lífsreyndur, er hann kvæntur að nýju hóf búskap á Strýtu og nú tókst betur til. Þau Ólöf eignuðust sex börn og lifðu öll, heilbrigð á sál og líkama. Strýta var kotbýli og samkvæmt fasteignamati 1916 var hófleg áhöfn talin einn hestur, ein kýr og 90 fjár. Jón bóndi var smiður góð- ur, bæði á tré og járn og mikið út og suður við smíðar, en óvíst hversu greiðslur skiluðu sér. Fátækt var mikil, en aldrei skortur, enda ungl- ingarnir fljótlega látnir taka til hendinni. Jón andaðist 1909 og var Ólöf ekkja í 48 ár og andaðist á tíræðisaldri 1957. Mikill menntaþorsti heijaði á Strýtuunglingana. Er Jón andaðist voru elstu bræðurnir þegar farnir að heiman. Ríkharður nam mynd- skurð í Reykjavík og Björn nam verzlunarfræði. Þriðji bróðirinn Finnur, þá á 17. ári, gerðist nú ráðsmaður hjá móður sinni, en fór fljótlega suður, nam silfursmíði og síðan myndlist og gerðust þeir bræður brátt landsfrægir lista- menn. Má þess til gamans geta, að í Bessastaðakirkju eru gluggar eft- ir Finn og útskurður eftir Ríkharð. Bræðurnir eignuðust snemma bát, sem þeir gerðu út og reru frá ýmsum stöðu austanlands, t.d. frá Hafranesi, en þar bjó Níels, bróðir Ólafar, stórbúi. Anna, systir þeirra bræðra, var þá gjarnan fangselja í þeirri útgerð. Er Finnur hvarf til náms, tók fjórði bróðirinn Georg við og bjó ásamt móður sinni á Strýtu til 1926, þegar hann flutti suður og bjó í marga áratugi stór- búi sem kúa- og hænsnabóndi að Reynistað í Skeijafirði. Var hann þá orðinn búfræðingur frá Hvann- eyri. Menntaþráin lét ekki heldur Karl ósnortinn. Hann gekk í ungl- ingaskóla á Djúpavogi og Vopna- firði, innritaðist síðan í Lærða skólann í Reykja- vík og las hann að mestu utanskóla og tók stúdentspróf 1919. Eftir því, sem hæst verður komizt, mun hann fyrst- ur hafa tekið stúdents- próf sinna sveitunga, að íbúum Djúpavogs meðt- öldum. Hann innritaðist síðan i læknadeild og útskrifaðist með 1. ein- kunn árið 1925. Á ungl- irígs- og menntaskóla- árunum vann hann fyrir sér með sjóróðrum, svo sem áður er sagt. Á háskólaárunum vann hann hins vegar við lagningu síma frá Seyðisfirði til Vopnafjarð- ar auk þess sem hann gerðist stað- gengill og aðstoðarlæknir^ héraðs- lækna bæði á Seyðisfirði, Ólafsvík, Stykkishólmi og Flateyri. Að námi loknu fékk hann fyrir tilstuðlan prófessora sinna dálítinn opinberan námsstyrk. Hann sigldi til Kaupmannahafnar og hugðist einna helzt nema skurðlækningar. Er leysa skyldi út styrkinn í sendi- ráði íslands í Kaupamannahöfn, bað Sveinn Björnsson sendiherra hann endilega læra eitthvað um gigt, því gigtin væri íslendinga lif- andi að drepa. Sveinn bauðst til að koma honum að hjá kunningja sínum, sem væri yfirlæknir á stærsta gigtarhæli Norðurlanda, Hald Folkekuranstalt. Karl lofaði að hugsa málið. Erfitt reyndist að fá viðunandi stöður á skurðdeildum og leið ekki á löngu þar til hann hélt til Hald með bréf frá Sveini upp á vasann. Hald er á Jótlandi, í námunda við Silkeborg og var byggt eftir fyrri heimsstyijöld, sem búðir fyrir flóttafólk. Þegar hér var komið sögu, var löngu búið að breyta búðunum í gigtar- og endurhæf- ingarhæli sem rúmaði 500 sjúkl- inga. Þarna starfaði Karl undir stjórn mikils gigtarfrömuðar, Brinch Eliassen, til 1930, er hann fór í fimm mánaða pílagrímsför til helztu gigtarlækningastöðva Evr- ópu, bæði í Þýzkalandi, Tékkósló- vakíu og Austurríki. Heim kominn til íslands, rétt fyrir alþingishátíðina 1930, opnaði hann stofu sína, sem hann rak síð- an í hálfa öld. Á Hald kynntist Karl Guðrúnu konu sinni, er þar vann sem sjúkraþjálfari. Hún fylgdi honum til Islands og vann löngum á stofunni. Þegar mest var umleik- is unnu hjá honum þrír sjúkraþjálf- ara og aðstoðarstúlka. Fram á sjötta tug aldarinnar var unnið sex daga vikunnar frá kl. 9 til 17, en þá tóku við vitjanir til sjúklinga úti í bæ. Frá 1957 hlóðust á Karl enn frekari verkefni. Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði var opnað 1955 með 40 rúmum. Hælið hafði verið byggt af miklum dugnaði og fórn- fýsi, en innan tveggja ára kom í ljós, að fjárhagslegur rekstrar- grundvöllur var ekki fyrir hendi. Eldsálin á bak við byggingu og rekstur hælisins, Jónas Kristjáns- son læknir, fór þá þess á leit við Tryggingastofnun ríkisins, að hæl- ið yrði viðurkennt sem gigtarlækn— - ingahæli og hlyti síðan sem slíkt daggjöld með sjúklingum úr sjóð- um sjúkrasamlaga. Tryggingastofnunin féllst á þetta, að því tilskildu, að ráðinn yrði að hælinu sérfræðingur, sem skoðaði sjúklinga, er þangað leit- uðu eða væru sendir, ákvæði hveij- ir væru meðlagshæfir, ákvæði síð- an meðferð og hefði eftirlit með henni. Nú reið á að bjarga hælinu frá fjárhagslegum vöggudauða og hóf Jónas píslargöngu milli þeirra, er til greina kæmu sem sérfræðing- ar og ábyrgðarmenn gagnvart Tryggingastofnun ríkisins. Karl var elstur þeirra, er til greina komu og þybbaðist lengi við, en fyrir grátbænir Jónasar og vináttusakir, tók hann loksins að sér þetta starf og sinnti því til sjö- tugs eða í níu ár. Fór hann til Hveragerðis einn dag í viku, sumar sem vetur og oft við nokkurt harð- ræði. Frá ráðningu Karls í nóv. 1957 og fram á þennan dag, hafa milli 70 og 80% af tekjum hælisins komið úr opinberum sjóðum og hefur líf, vöxtur og viðgangur hælisins því staðið og fallið með þessari árvissu blóðgjöf. Karl var lengst af heilsugóður*"** og að eðlisfari góður skipuleggj- andi. Hann kom því einnig miklu í verk í takmörkuðum frístundum. Nýkominn frá Danmörku tók hann þátt í stofnun Golfklúbbs Reykja- víkur og keppti árum saman í þeirri íþrótt og vann til peninga og bik- ara. Gönguferðarmaður var hann góður, sumar sem vetur og í upp- hafi bílaaldar tók hann þátt í mörg- um ævintýralegum ferðum, t.d. fóru þeir Indriði bóndi á Lindar- brekku í Kelduhverfi, Valdimar - Sveinbjömsson menntaskólakenn- ari og Karl fyrstir manna á bíl til Vopnafjarðar (1935) og var þá enginn bílvegurinn. Ekki var bíln- um treyst frá Vopnafirði og því seldur kaupfélaginu á staðnum. í byijun síðari heimsstyijaldar keypti Karl lítinn bústað og einn hektara lands í landi Elliðavatns. Hóf hann þar stórfellda skógrækt og bætti fljótlega við bæði land og hús, enda undi fjöldskyldan þar sumarlangt árum saman, en Karl ók dag hvern til vinnu í Reykjavík. Vart leið sú helgi, að Karl var ekki í súmarbústaðnum og það allt fram á síðasta dag, enda sést, að þar hefur verið mikið að unnið. Hér hefur í mjög stuttu máli verið tíundað lífshlaup eins af alda- mótakynslóðinni. Sú kynslóð fleytti þjóðinni frá fornöld inn i nútímann. Karl tók virkan þátt í þeirri bylt- ingu þar sem andi ungmennafé- lagshreyfingarinnar sveif yfir vötnunum. Erfítt er það nútímamanninum að skynja þann eldmóð kot- unganna, sem þurfti til að rífa sig upp úr örbirgðinni og kasta sér út í langskólanám, trúandi og trey- standi einvörðungu á sjálfa sig. Strýtusystkini skiluðu þjóð sinni góðu dagsverki og voru hvert á sínu sviði verðugir fulltrúar sinnaj^. . kynslóðar. Leifur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.