Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sigurvegararnir í yngri flokknum, Tryggvi Ingason og Ragnar Torfi Jónasson. BRIDS Umsjön Arnór G. Ragnarsson íslandsmót yngri og eldri spilara íslandsmót í tvímenning í flokk- um eldri og yngri spilara fór fram um helgina. Keppnin í fiokki eldri spilara var mjög spennandi, fyrir síðustu um- ferð höfðu íslandsmeistarar eldri spilara 1995, Guðmundur Péturs- son og Stefán Guðjohnsen, 5 stiga forskot á Gylfa Baldursson og Jón Hjaltason. Gylfi og Jón áttu mjög góða loka- setu og tryggðu sér titilinn, íslands- meistarar eldri spilara í tvímenningi 1996. 18 pör tóku þátt í mótinu og fó það í alla staði vel fram. Loka- staðan varð: Jón Hjaltason - Gylfi Baidursson, Reykjavík +123 Guðmundur Pétursson - Stefán Guðjohnsen, Reykjavík +87 Guðmundur M. Jónsson - _ AmarG. Hinriksson, ísafirði +72 Arnína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson, Reykjavík +69 ' 'Sigfús Þórðarson - Vilhjálmur Pálsson, Selfossi +52 Sævin Bjarnason - Þórður Sigfússon, Reykjavík +41 Asmundur Pálsson - Sigtryggur Sigurðsson, Reykjavík +38 Keppnin var ekki síður spennandi í flokki yngri spilara. Mikið Vest- fjarðaeinvígi átti sér stað í síðustu umferð. Ragnar Torfi Jónasson og Tryggvi Ingason voru með 9 stiga forystu á Halldór Sigurðarson og Hlyn Tr. Magnússon, en bæði þessi pör eru frá Ísafírði. Það jók á spenn- una að þessi pör áttust við í síðustu umferð. Ragnar Torfi Jónasson og Tryggvi Ingason unnu síðustu set- una með +4 og eru íslandsmeistar- 'ar yngri spilara í tvímenningi 1996. Aðeins 9 pör tóku þátt í mótinu, sem fór í alla staði vel fram. Loka- staðan í mótinu varð: Tryggvi Ingason - Rapar Torfi Jónasson, ísafirði +69 Halldór Sigurðarson - Hlynur Tr. Mapússon, Isafirði +48 Steinar Jónsson - Sigurbjöm Haraldsson, Siglufj./Ak. +40 Halldór Már Sverrisson - Bjami Á. Sveinsson, Reykjavík +36 Snorri Karlsson - Ómar Olgeirsson, Reykjavík +20 Keppnisstjóri var Sveinn Rúnar Eiríksson og veitti hann jafnframt verðlaun. |r Bridsfélag Reykjavíkur EINSKVÖLDS tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með forgefn- um spilum var spilaður miðvikudag- inn 30. október. 40 pör spiluðu 14 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 364 og efstu pör voru: NS Gylfi Baldursson - Jón Hjaltason 477 Júlíus Snorrason - Hjálmar S. Pálsson 410 Birkir Jónsson - Dagur Ingimundarson 408 Guðm. Pétursson - Stefán Guðjohnsen 407 ' AV Halldór Svanbergsson - Óli Guðmundsson 458 Hallgr. Hallgríms. - Sigm. Stefáns. 454 Jón Þorvarðarson - Haukur Ingason 419 Guðbjörn Þórðarson - Guðm. Baldursson 416 Miðvikudaginn 6. og 20. nóvem- ber verður spilaður Monrad-Baró- meter og miðvikudaginn 13. nóvem- ber verður spilaður Mitchell tví- menningur. Bikartvímenningur BR Miðvikudaginn 6. nóvember er komið að undanúrslitum í Bikartví- menningi BR. í undanúrslitum keppa: Hjálmar S. Pálsson - Júlíus Snorrason gegn Hrólfí Hjaltasyni - Oddi Hjaltasyni. Jón Þorðvarðarson - Haukur Ingason gep Unni Sveinsdóttur - Inp Láru Guðmunds- dóttur. Bridsdeild Félags eldri borgara, Kópavogi Spilaður var Mitchell tvímenn- ingur þriðjud. 29.10. 28 pör mættu. Úrslit: NS Sæmundur Bjömss. - Böðvar Guðmundss. 354 Jensína Stefánsd. - Sipijón Guðröðars. 345 Kristjana Halldórsd. - Eggert Kristinss. 331 Guðný Hálfdánard. - Guðm. Þórðarson 328 AV Ingiríður Jónsd. - Jóhanna Gunnlaugsd. 355 Þorsteinn Sveinsson - Einar Einarsson 349 Einar Markússon - Steindór Ámason 348 Baldur Ásgeirsson - Mapús Halldórsson 312 Meðalskor 312 Spilaður var Mitchell tvímenninpr fóstud. 1.11. 20 pör mættu. Úrslit NS Kristinn Mapússon - Fróði Pálsson 251 Sæmundur Bjömss. - Böðvar Guðmundss. 237 Þórarinn Ámason - Ólafur Inparsson 233 Gunnar Gíslason - Ólafur Kaivelsson 231 AV Baldur Ásgeirsson - Mapús Halldórsson 255 IngiríðurJónsd.-HeiðurGestsd. 251 Garðar Siprðss. - Sipijón H. Siguijónss. 249 Kristjana Halldórsd. - Eggert Kristinsson 236 Meðalskor 216 Undanúrslit í bikarkeppni Bridssambands Austurlands Undanúrslitum í Bikarkeppni BSA er lokið. Á Stöðvarfirði kepptu sveit Loðnuvinnslunnar hf. og sveit Herðis hf. í Neskaupstað kepptu sveit Sparisjóðs Norðfjarðar og sveit Blá- fells hf. Úrslit urðu sem hér segir: Loðnuvinnslan - Herðir 97 - 85 Sparisj. Norðfj. - Hótel Bláfell 111 - 108 (eftir fjöprra spila bráðabana). Til úrslita keppa því sveit Loðnu- vinnslunnar og sveit Sparisjóðs Norðfjarðar. Reiknáð er með að leikurinn fari fram í lok nóvember- mánaðar. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 31. október lauk barómeterkeppni félagsins með ör- uggum sigri Gisla Tryggvasonar og Guðlaugs Níelsen, en þeir fengu 178 stig. Lokastaðan: GísliTryggvason-GuðlaugurNíelsen 178 Leifur Kristjánsson - Árni Már Bjömsson 148 Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 139 Sigurður Siguijónsson - Ragnar Bjömsson 118 Skor kvöldsins: Rapar Bjömsson - Sigurður Siguijónsson 90 Guðmundur Pálsson - Guðmundur Gunnlaugss. 68 Gísli Tryggvason -GuðlaugurNíelsen 64 Freyja Sveinsdóttir - Sip'ður Möller 64 Næsta fimmtudag verður eins kvölds tvímenningur og 14. nóvember byijar hraðsveitakeppni félagsins. Skráning í opna Sparisjóðsmótið er hjá BSÍ eða Sigurði í síma Bridsdeild Rangæinga og Breiðholts Að loknu fyrsta kvöldi af þrem- ur, er staða efstu sveita i i hrað- sveitakeppninni þessi: Sv. Þórðar Sigfússonar 720 Sérsveitin 688 Sv. Bergs Ingimundarsonar 641 IDAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson Staðan kom upp á rússneska meistaramót- inu sem var að ljúka í Elista í Kalmykíu. Gamal- reyndi stórmeistarinn Evgení Vasjúkov (2.505) var með hvítt, en þriðja borðs maðurinn í Óiympíuliði Rússa Alek- sei Drejev (2.645) hafði 7 svart og átti leik. Lánið lék 6 við Drejev, því Vasjúkov s sofnaði á verðinum og 4 fór með hrók- inn á vitlausan 3 kant, lék síð- ast 40. Hb7— 2 a7?? í staðinn , fyrir 40. Hb7—h7! með tvísýnni stöðu. 40. - Bxh3! 41. Hc8+ - Ke7 42. RxhB - Hh6 og hvítur gafst upp, því hann tapar fyrst riddaranum á h3 og síðan drottning- unni. Auk Drejevs voru tveir aðrir úr gullverðlaunaliði Rússa með á mótinu, þeir Barejev og Rúblevskí. Kasparov og Kramnik höfðu ekki áhuga og Pet- er Svidler tefldi á stór- SVARTUR leikur og vinnur Með morgunkaffinu FYRIRGEFÐU, ég er ný- fluttur í bæinn. Geturðu sýnt mér hvar þú átt heima? VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Dómkirkjan 200 ára ERLENDUR hringdi í Velvakanda og bað um skýringu varðandi tvö hundruð ára afmæli Dómkirkjunnar. Hann upplýsir að á bls. 69 í bókinni Reykja- vík 1786-1936 útg. 1933 eftir dr,- Jón Helgason biskup, sé sagt að smíði Dómkirkjunnar hafi lok- ið 1794 og hún þá verið vígð af Magnúsi Magn- ússyni, prófasti í Görð- um. Gamla kirkjan var rifín það sumar. Tapað/fundið Bangsi fannst BANGSI fannst í versluninni Dressmann, Laugavegi 18b, í síðustu viku. Uppl. í síma 562-9730. Ávísun tapaðist TVÍSTRIKUÐ ávísun tapaðist á svæði 104 föstudaginn 1. nóvember, líklega á bílastæðinu við Bónus í Skútuvogi. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 581-1369 og er fundarlaunum heitið. Taska tapaðist SVÖRT leðurtaska tapaðist á Skugga- bamum laugardaginn 2. nóvember sl. í henni voru engin skilríki en m.a. snyrtivörur og iykiar á svartri kippu sem á stendur AK. Skilvís fínnandi er vinsamlega beðinn að hringja í s. 561-1965 eða í lögregluna. HÖGNIHREKKVÍSI Víkverji skrífar HANDBOLTI, ein vinsælasta og öflugasta íþróttagrein landsmanna um árabil, má svo sannarlega muna sinn fífil fegri. Sú var tíðin að uppselt var í Laug- ardalshöll, þegar alvöruieikir voru á dagskrá, bæði toppleikir í því sem þá hét fyrsta deild karla, að ekki sé nú talað um landsleiki, þegar íslenska landsiiðið atti kappi við þjóðir sem stóðu framarlega í greininni. Á þessum árum var Víkverji iðulega gestur Laugar- dalshallarinnar og hafði oftar en ekki hina bestu skemmtun af. Stemmningin, sem oft myndaðist á áhorfendapöllunum, var eigin- lega óviðjafnanleg. Það var auð- velt að komast í „hálfnostalgíska" vímu og öskra af öllum lífs og sálar kröftum „áfram Island!“ í jafnvel þrjú þúsund manna kór. Auðvitað fylgdi þessum ósköpum ákveðin múgsefjun og öskrin og lætin, þegar „okkar menn“ voru að gera það gott, gátu orðið hálftryllingsleg, en Víkverji hall- ast enn að því, að hér hafí verið um meinlausa og góða skemmtun að ræða. xxx NÚ BREGÐUR á hinn bóginn svo við, að þótt íslenska karlalandsliðið sé að leika í undan- keppni HM við Eista, eins og gerð- ist sl. föstudag, ómaka sig aðeins nokkur hundruð hræður í Höllina. Enda var leikurinn svo afspyrnulé- legur, að fátt bar fyrir augu sem telja má íþróttinni til framdráttar eða íslenska liðinu til hróss. Þótt fyrri leikurinn hafi unnist með níu mörkum, segir það ekkert um hversu leiðinlegur og óspennandi hann var. Enda fór það svo, að þau boð voru látin út ganga fyrir seinni leikinn, sem var á sunnu- dagskvöld, að landinn þyrfti ekki að greiða svo mikið sem krónu í aðgangseyri, ef hann vildi mæta og hvetja landsliðið. xxx AUÐVITAÐ eru þetta dapurleg tíðindi, því handknattleikur á íslandi hefur ekki verið svipur hjá sjón frá því að heimsmeistara- mótið í greininni var haldið hér og íslenska landsliðið hlaut hrak- smánarlega útreið. Væntingar landsmanna voru slíkar, að við áttum ekki að sætta okkur við neitt minna en heimsmeistaratitil- inn, hvað alls ekki varð. Kostnað- urinn við HM-mótshaldið varð íþróttinni nánast að fjörtjóni og almenningur virðist að mestu hafa glatað áhuganum á að fylgjast með henni og sækja kappleiki. VÍKVERJI er þeirrar skoðunar að eitthvað meiriháttar þurfi að gerast, til þess að hand- knattleikur verði á ný hafinn til vegs og virðingar sem ein vinsæl- asta og fjölmennasta íþróttagrein sem stunduð hefur verið hér á iandi. Áhugaleysið á föstudaginn hlýt- ur að vera forystu HSÍ áhyggju- efni og spyija má hvort landinn hafi hreinlega fengið nóg í kring- um HM í handbolta 1995 og hvort fjárhags-, íþrótta- og félagslega þurfi að hefja mikið endurreisnar- starf í hreyfingunni. Þessar vangaveltur gætu átt við fleiri greinar en handboltann því mikil samkeppni er orðin um tíma íþróttaáhugafóiks og virðist t.d íþróttaefni í sjónvarpi aukast með hverri vikunni. Þá er þetta líka spurning um peninga því á sama tíma og íþróttahreyfingin verður stöðugt dýrari í rekstri þarf fólk að velta því meira og meira fyrir sér í hvað það eyðir krónunum. Það er ekki sjálfgefið að fóik hafi alltaf efni á því að fara á völlinn í hvert skipti sem blásið er til landsleiks, hvort sem það er í handbolta, knattspyrnu eða öðrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.