Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um sölu- tækni Flugleiðir hf. bjóða út 250 milljóna nýtt hlutafé Hagnaður í ár áætlaður yfir 600 milljónir kr. HAGVANGUR hf. mun í samvinnu við Huthwalte International efna til ráðstefnu á morgun fimmtudag- inn 7. nóvember á Hótel Loftleiðum kl. 10-16 um sölutækni. Þar mun Tony Hughes, einn af stjórnendum Huthwalte kynna SPIN sölutækn- ina ásamt þjálfunarnámskeiðum. Neil Rackham, stofnandi Huth- walte, er sálfræðingur og var frumkvöðull að því að nota atferlis- rannsóknir við að kanna hvernig sölumenn og markaðsfólk ber sig að í viðskiptum og hvaða sam- skiptamynstur leiðir til árangurs. Rannsóknir þessar eru grundvöllur að SPIN-sölutækninni. Huthwalte hefur rúmlega 20 ára reynslu í því að þjálfa starfsmenn margra af stórfyrirtækja og rekur umboðsskrifstofur í 26 löndum. Meðal viðskiptavina eru Girobank, Volvo, Hewlett Packard, Sony, Digital Equipment Corp., IBM, Kodak, Motorola og American Express. FLUGLEIÐIR hf. hefja í dag útboð á nýju hlutafé að nafnvirði 250 millj- ónir króna. Gengi bréfanna verður 2,8 til hluthafa á forkaupsréttartíma- bili sem stendur til 27. nóvember en þá verða óseld bréf boðin til sölu á almennum markaði á genginu 3,10. Söluandvirði hlutabréfanna verður því a.m.k. 700 milljónir. Tilgangur útboðsins er fyrst og fremst að styrkja eiginfjárstöðu fé- lagsins með hliðsjón af auknum umsvifum í flug- og ferðaþjónustu, kaupum á nýrri flugvél og aukinni hlutdeild í rekstri ferðaþjónustufyrir- tækja, eins og segir í bréfi Harðar Sigurgestssonar stjórnarformanns til hluthafa félagsins. 14% tekjuaukning í ár Hagnaður Flugleiða og dótturfé- laga fyrstu átta mánuði ársins var alls um 539 milljónir. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 951 milljón en þá fékk félagið 325 milljóna sölu- hagnað af flugvél. Rekstrartekjur móðurfélagsins námu alls um 12,5 milljörðum á sama tímabili og er það um 14_% aukning frá sama tíma í fyrra. Áætlanir um afkomu félagsins á þessu ári gera ráð fyrir að hagnað- ur ársins verði yfir 600 milljónir króna þegar tekið hefur verið tillit til söluhagnaðar af einni af flugvél- um félagsins sem fyrirhugað er að selja fyrir áramót, að því er fram kem- ur í kynningarbækl- ingi um útboðið. Þar kemur jafnframt fram að meginfor- sendur þessarar áætlunar séu að fé- laginu takist að nýta aukið sætaframboð sem nemur 12% með svipuðum hætti og það sem af er árinu, þróun meðalfar- gjalda verði svipuð og jafnframt að félagið selji og leigi aftur af eigend- um eina Boeing 757-200 flugvél sem sett var á markað í lok október. Hlutafé Flugleiða hf. nam um 2.057 milljónum þann 30. október og voru hluthafar þá 4.590 talsins. Alls er því um að ræða 12,5% aukn- ingu á heildarhlutafé. SR-mjöl eykur hlutafé um 10% SR-MJÖL hf. mun á næstunni bjóða út nýtt hlutafé að nafnvirði allt að 81,2 milljón króna sem er 10% aukning á heildarhlutafé. Félagið fékk heimild síðasta aðal- fundar til að auka hlutafé um allt að 120 milljónir. Gengi bréfanna til forkaupsréttarhafa Verður 3,75, þannig að söluandvirði þeirra er um 305 milljónir. Af hinu nýja hlutafé greiðast 30% fyrir áramót, en eftirstöðvarnar dreifast á eitt ár og bera ekki vexti. Að sögn Hlyns Arndal, fjár- málastjóra SR-mjöls, hafa fjár- festingar fyrirtækisins verið mikl- ar undanfarin tvö ár og er sú helsta bygging nýrrar verksmiðju í Helguvík. Sú framkvæmd var fjármögnuð með útgáfu nýrra hlutabréfa og lántöku, en þar var haft að leiðarljósi að byggingin raskaði sem minnst eiginfjárhlut- falli fyrirtækisins. Hlynur segir hag fyrirtækisins nú með miklum blóma og hafi það aldrei í sinni 60 ára sögu unnið úr jafnmiklu magni hráefnis. Vegna þessarar góðu afkomu hafi verið unnt að standa í fram- kvæmdúm af miklum þrótti. Mörg verkefni bíði þó úrlausnar en eftir byggingu Helguvíkurverksmiðj- unnar verði 2 af 5 verksmiðjum fyrirtækisins útbúnar til hágæða- mjölsframleiðslu. Á næstu árum muni þurfa að fjárfesta í hinum verksmiðjum fyrirtækisins til að bæta aðstöðu þeirra, en einnig sé um að ræða ýmsar aðrar fjárfest- ingar sem bæti nýtingu og lækki rekstrarkostnað. Hægt að fresta lántökum Með útgáfu hins nýja hlutafjár verður hægt að ráðast í arðvæn- legar fjárfestingar fyrr en ella, að sögn Hlyns. Útgáfan gerir einnig kleift að fresta lántökum þar til meira af núverandi langtímalánum hefur verið greitt niður. Slíkt þyk- ir æskilegt í ljósi þeirrar óvissu sem rekstur fiskimjölsverksmiðja býr jafnan við. ,—j mest seldu fólksbíla- _U tegundirnar i jan.-okt. 1996 Br. frá fyrra ári Fjöldi % % 1. Toyota 1.407 19,8 +15,4 2. Volkswaqen 891 12,6 +31,8 3. Nissan 673 9,5 -12,3 4. Hyundai 535 7,5 +1,3 5. Mitsubishi 505 7,1 +81,7 6. Subaru 441 6,2 +83,8 7. Suzuki 434 6,1 +119,2 8. Opel 410 5,8 +32,7 9. Ford 315 4,4 +186,4 10. Renault 294 4,1 +27,3 11. Honda 162 2,3 +86,2 12. Volvo 142 2,0 -32,4 13. Skoda 126 1,8 -8,7 14. Masda 113 1,6 +5,6 15. Lada 87 1,2 -29,3 Aðrar teg. 556 7,8 +30,5 Samtals 7.091 100,0 +25,6 iSEL Bifreiða- innflutn. í janúar til október 1995 og 1996 VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 724 1995 1996 1995 1996 Fólksbílainnflutningur fjórðungi meiri ALLS voru skráðir 678 nýir fólksbílar í október sl. og höfðu í lok mánaðarins verið fluttir inn 7.091 nýr bíll frá áramótum, samkvæmt nýjum tölum frá Bifreiðaskoðun íslands um nýskráningar. Þetta er tæplega 26% aukning frá sama tíma í fyrra. Sem fyrr er aukningin ákaflega misjöfn eftir bifreiðategundum, eins og sést á töflunni hér að ofan. Alls voru nýskráðir 1.187 notaðir bílar fyrstu tíu mánuðina, en þar af var skráður 141 bíll í októbermánuði. Fólk Breytingar hjá Islenska Útvarpsfé- laginu • BJÖRGVIN Halldórsson hefur tekið að sér að móta og reka nýja framleiðsludeild íslenska útvarps- félagsins hf., Vett- vang, sem verður sjálfstæð eining á markaðssviði. Vettvangur hefur þann tilgang að framleiða auglýs- ingar, kynningar- efni, dagskrárefni og annað sem til fellur fyrir útvarp, sjónvarp og aðramiðla. • JÓN Axel Ólafsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Bylgjunnar. Hann mun einnig sinna einstökum verkefnum vegna Fjölvarps og öðr- um þróunarverk- efnum. Jón Axel hefur upnið fyrir íslenska útvarps- félagið síðan 1991. Fyrst starf- aði hannyiðend- urskipulagníngu og markaðssetn- ingu Bylgjunnar, en var dagskrárstjóri á árunum 1992 og 1993. Hann skipulagði uppsetningu og stækkun dreifi- kerfis Stöðvar 2 og Bylgjunnar og var verkefnisstjóri myndlyklaverk- efnisins 1993 og 1994. • HILMAR S. Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Sjónvarpsmark- aðnum ehf.,_dótt- urfyrirtæki IÚ. Hilmar útskrifað- ist sem stúdent frá MH 1983 oglauk viðskíptafræði- prófi af ijápmála- sviði frá HÍ1991. Hilmar hóf störf hjá Islenska útvarpsfélaginu um mitt ár 1991 og hefur starfað sem deildarstjóri íjárreiðudeildar hjá félaginu frá ársbyijun 1992. Í mars 1996 tók Hilmar við starfi rekstrarstjóra markaðssviðs. Hann hefur verið stjórnarmaður í Sjón- varpsmarkaðinum frá stofnun hans í apríl 1994. Hilmarer kvænt- ur Þórdísi Sigurðardóttur flug- umferðarstjóra og eiga þau tvö börn. • FRIÐRIK Baldursson hefur tekið við stöðu að- stoðarfrám- kvæmdastjóra Sjónvarpsmark- aðarins ehf. Frið- rik hóf störf hjá Sjónvarpsmark- aðnum í febrúar 1995 og starfaði sem innkaupa- stjóri hjá fyrirtækinu í 15 mánuði eða þar til hann tók við tíma- bundnu starfi framkvæmdastjóra. Áður starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri Fíladelfíu-forlags, frá júní 1993-1995. Þar áður inn- kaupastjóri hjá Hagkaup og síðar Miklagarði 1987-1993. Friðrik er kvæntur Njálu Laufdal fulltrúa hjá VISA íslandi og eiga þau tvær dætur. • THOR Ólafsson hefur verið ráðinn deildarstjóri áskriftarsölu- deildar hjá íslenska útvarpsfélag- inu. Thor útskrifaðist sem stúdent frá VÍ 1986 og sem auglýsinga- fræðingur frá Syracuse Úniversity 1992. Thor starf- aði við sérverkefni hjá íslenska út- varpsfélaginu frá ágúst 1992 til árs- byijunar 1994 en þá tók hann við starfi deiidarstjóra á auglýsingasölu- deild. Maki Thors er Hjördís Ýr Johnson, auglýs- ingagerðarmaður hjá íslenska út- varpsfélaginu. • HALLDÓR Kristjánsson hefur verið ráðinn innkaupastjóri á markaðssviði íslenska útvarpsfé- lagsins. Hann mun hafa umsjón með innkaupum félags- ins innanlands. Halldór hefur starfað hjá félag- inu um tveggja ára skeið sem svæðis- stjóri myndlykla- verkefnis, auglýs- ingastjóri Sjónvarpsvísis og við ýmis sérverkefni á markaðssviði. Halldór er í sambúð með Hertu Magnúsdóttur og eiga þau einn son. Breyting- ar hjá Alusuisse- Lonza Ziirich. Morgunblaöiö. SVISSNESKA ál-, efna- og umbúðafyrirtækið Alusuisse- Lonza, A-L, tilkynnti í gær að Sergio Marchionne, fjár- málastjóri fyrirtækisins, tæki við embætti forstjóra A-L í vor. Theodor M. Tschopp for- stjóri lætur þá af störfum til að verða stjórnarformaður fyrirtækisins í stað Hans K. Juckers. Jucker lætur af emb- ætti fyrir aldurs sakir. Hann er 69 ára. Marchionne er 44 ára. Hann er Kanadamaður, við- skiptafræðingur, endurskoð- andi og lögfræðingur að mennt. Hann starfaði hjá Lawson Mardon umbúðafyr- irtækinu þegar A-L keypti það. Marchionne hefur verið í framkvæmdastjórn Alusu- isse-Lonza síðan 1994 og fjármálastjóri þess í rúmt ár. Ný þróunardeild stofnuð Stjórnarskipulagi A-L verður breytt samfara mannabreytingunum. Ný deild, sem mótar og hefur yfirumsjón með þróun fyrir- tækisins, verður stofnuð. Pet- er Kalantzis veitir henni for- stöðu en hann hefur verið framkvæmdastjóri efnasviðs undanfarin ár. Leander Tenud tekur við stjórn Lonza, efnasviðs A-L, af honum. Urs P. Fischer verður ijármála- stjóri í stað Marchionnes og Kurt Wolfensberger verður áfram framkvæmdastjóri Alusuisse, álsviðs A-L. Sljórnendum hjá Daimler fækkað Hamborg. Reuter. ÞÝZKI iðnrisinn Daimler Benz AG hyggst fækka stöð- um stjórnenda til að flýta ákvörðunartöku og auka hag- kvæmni að sögn þýzka viku- ritsins Der Spiegel. Að sögn ritsins sagði stjórnarformaður Daimlers, Júrgen Schrempp, á fundi samstarfsnefndar fyrirtækis-. ins að Daimler hefði 500 of marga stjórnendur. Hann sagði að fækkun æðstu stjórnenda mundi flýta fyrir því að ákvarðanir væru teknar og leiða til sparnaðar upp á 1.2 milljarða marka á ári. Fleiri stjórnendur en í öðrum fyrirtækjum Talsmaður fyrirtækisins staðfesti að Schrempp hefði gert samstarfsnefndinni grein fyrir fyrirætlunum um frekari þróun fyrirtækisins, en vildi ekki nefna tölur. Samkvæmt könnun Daiml- ers starfa fieiri stjórnendur hjá fyrirtækinu en öðrum helztu __ fyrirtækjum Þýzka- lands. í ljós kom að 0,65% starfsmanna gegndu æðstu stjórnunarstöðum samanbor- ið við 0,35% í öðrum helztu fyrirtækjum. Eftirlitsnefnd Daimlers tekur ákvörðun um breyting- ar í yfirstjórn fyrirtækisins í lok janúar 1997.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.