Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 9 F' Nýr lagapró- fessor •DAVÍÐ Þór Björgvinsson hef- ur tekið við starfi prófessors við lagadeild Háskóla Islands. Gildir skipun hans frá 1. apríl áþessu ári. Davíð Þór lauk stúdents- prófí frá Menntaskólan- um við Tjörnina 1977, BA-prófi í sagnfræði og heimspeki frá heimspekideild Háskóla íslands 1982 og prófi frá lagadeild sama skóla 1985. Hann lauk meistaranámi í lögum frá Duke-háskóla í N-Karólínu í Bandaríkjunum vorið 1987. Davíð Þór starfaði eftir lagapróf sem lögmannsfulltrúi, fyrst hjá Olafi B. Árnasyni hrl. á Ákureyri, en síðar hjá Ásgeiri Thoroddsen hrl. í Reykjavík. Davíð Þór starfaði ennfremur um tíma sem fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík þar til hann var settur dósent við lagadeild Háskóla íslands í byijun árs 1989. Á árinu 1993 fór hann til starfa hjá EFTA-dómstólnum í Genf þar til hann kom aftur til starfa hjá lagadeild. Davíð Þór hefur stundað rann- sóknir í lögfræði við Edinborgar- háskóla og Rand Afrikaans- háskólann í Jóhannesarborg í S- Afríku. Hann hefur skrifað bækur og ritgerðir um lögfræðileg efni, einkum á sviði sifjaréttar, evrópu- réttar og almennrar lögfræði. Áð- alkennslugrein hans nú er almenn lögfræði. Davíð Þór er kvæntur Svölu Ólafsdóttur, lögfræðingi, og eiga þau þijá syni. -----♦ ♦ ♦ Akvörðun lög- reglu staðfest DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ stað- festi síðdegis á föstudag ákvörðun lögreglu urr. "ð loka tímabundið skemmtistað við Lækjargötu vegna veru fólks þar undir leyfilegum ald- ursmörkum. Afgreiðsla málsins hafði dregist óvenju lengi hjá ráðunejrtinu en nú er ljóst að lokunin kemur til fram- kvæmda næstu helgi. Jafnframt er í athugun annað mál á staðinn vegna veru of margra gesta þar innan dyra. FRÉTTIR Starfsemi Rauðakrosshússins í 10 ár Þúsund gestakom- ur í neyðarathvarf "JjWbl I 0l( Þýsku vetrarkápurnar eru komnar, stuttar og síðar. Á FYRSTA áratug starfsemi Rauðakrosshússins við Tjarnar- götu hafa gestakomur í húsið verið 1.059, eða að meðaltali 106 gestakomur á ári. Á bak við þess- ar gestakomur voru 569 einstakl- ingar, en af þeim hópi kom þó rúmlega helmingur aðeins einu sinni. Skólaganga gesta hefur tekið miklum breytingum á þess- um tíu árum. í upphafi höfðu meira en helmingur gesta hússins hætt skyldunámi, en árið 1995 var þessi hópur aðeins 10% gest- anna. Rauðakrosshúsið var sett á laggirnar árið 1985. Það er neyð- arathvarf fyrir 18 ára og yngri og er unglingunum veitt húsa- skjól og fæði, stuðningur og ráð- gjöf. Opið er allan sólarhringinn, alla daga ársins og er pláss fyrir 7 gesti í einu. Fyrir skömmu kom út skýrsla um starfsemi Rauðakrosshússins fyrstu 10 árin. Þar kemur m.a. fram, að frá því að símaþjónusta hússins hófst árið 1987 og fram til ársloka 1995 höfðu borist 30.557 símtöl í Trúnaðarsímann. Börn og unglingar alls staðar af landinu nota símann, en um 80% símhringjenda eru börn og unglingar. Stúlkur eru í miklum meirihluta hringjenda. Þegar litið er á tölur yfir hvað- an gestirnir komu, þá kemur í ljós, að 226 komu af götunni, 163 frá móður og stjúpa, 158 frá báð- um foreldrum, 112 frá móður, 104 frá systkinum, öðrum ætt- ingjum eða vinum og 80 úr leigu- húsnæði, svo dæmi séu tekin af fjölmennustu hópunum. Hins veg- ar leita flestir gestir neyðarat- hvarfsins á náðir ættingja eða vina eftir veru sína þar, eða 209. 148 fara á götuna, 129 til beggja foreldra, 95 til móður og sljúpa, 91 í leiguhúsnæði, 89 til móður og 77 á stofnun fyrir unglinga. í lokaorðum skýrslunnar, eftir þau Ólöfu Helgu Þór, forstöðu- mann hússins, og Eggert Sigurðs- son kynningarfulltrúa segir að erfitt sé að leggja mat á árangur starfs Rauðakrosshússins í mál- um einstakra unglinga eða barna. Vitnað er til orða eins fyrstu gesta hússins, sem sagði við starfsmenn hússins: „Þið eruð einu vinir mínir fyrir utan krim- mana.“ „Þetta ásamt tölunum færir okkur heim sanninn um það að Rauðakrosshúsið gerir gagn,“ segja Ólöf Helga og Eggert. TÍSKUVERSLUN Kringlunni 8-12, slmi 553 3300 Vorum að taka upp geysilegt úrval af töskum. Frábært úrval - frábært verð. - kjarni málsins! UJtT EBAL GINSENG Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti streitu, þreytu og afkastarýrnun. Einnig gott fyrir aldraba Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa Sniðin að mismunandi þörfum sparifjáreigenda • Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa sem uppfylla óskir fjárfesta um ávöxtun, lánstíma, öryggi, verðtryggingu o.fl. • Ríkisverðbréf eru markaðsverðbréf, skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru því auðseljanleg hvenær sem er á lánstímanum. • Ríkisverðbréf eru boðin útvikulega. Ríkisvíxlar Ríkisvíxlar ■ Overötryggb ríkisveröbréf ■ Verötryggö ríkisveröbréf Ríkisvíxlar Ríkisbréf Ríkisbréf 12 mánubir 3 ár ECU-tengd Árgreibsluskírteini Spariskírteini Spariskírteini Spariskírteini 20 ár Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustu- miðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð, sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.