Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 15 LANDIÐ MorgunDlaoio/bigurgeir Jonasson JÓN Bragi Arnarsson, knattspyrnumaður, að leik í Herjólfsdal með börnum sínum Margréti Steinunni, Önnu Fríðu og Þorgils. ÞESSAR stelpur, Stefanía, Jóna og Barbara, voru saman í Herjólfsdal um helgina. Sjúkrahús Suðurlands fær ástungusett við sónartæki Morgunblaðið/Sig. Jóns. KVENFÉLAGSKONUR á Selfossi við tækjabúnaðinn ásamt for- svarsfólki Sjúkrahúss Suðurlands. Kvenfé- lagskonur gefa nýtt tæki Selfossi - Kvenfélagskonur á Sel- fossi afhentu Sjúkrahúsi Suður- lands nýlega að gjöf ástungusett við sónartæki. Tækið er notað í tengslum við sónartæki til þess að taka sýni. Tæki þetta er eitt af íjölmörgum sem konur í Kvenfélagi Selfoss hafa gefið sjúkrahúsinu. Bjarni B. Arthúrsson framkvæmdastjóri Sjúkrahússins sagði að heilbrigðis- þjónustan væri töluvert aftar hvað tækjabúnað snerti ef kvenfélag- anna hefði ekki notið við og að starf kvenna hefði skilað sér marg- falt inn á sjúkrastofnanir. Sérfræðiskoðun á staðnum Tækið sem konurnar gáfu verð- ur meðal annars notað í verkefni sem Sjúkrahús Suðurlands vinnur að með eðlisfræði- og tæknideild Landspítalans og kvensjúkdóma- deild með styrk frá Pósti og síma. Verkefnið gengur út á það að tækið er tengt um sérstaka símal- ínu og búnað við sams konar tæki á Landspítalanum. Læknir á Sel- fossi, sem er með sjúkling í skoð- un, getur rætt við sérfræðing á Landspítalanum og þeir skoðað sjúklinginn saman. Læknarnir tal- ast síðan við á sjónvarpsfundi í símanum. Þessi tækni mun gagnast lækn- um á landsbyggðinni sem geta á þennan hátt náð beinu sambandi við sérfræðinginn og sjúklingur- inn þarf ekki að fara um langan veg til skoðunar hjá sérfræðing- um. Fjör í snjón- um í Eyjum Vestmannaeyjum - Óvenjumik- ill snjór hefur verið í Vest- mannaeyjum síðustu vikuna og hefur verið ágætis sleðafæri alveg frá því snjó festi um miðja síðustu viku. Ekki er algengt á þessum árstíma að jafnmikill snjór sé í jafnlangan tíma og nú hefur verið. Á sama tíma á síðasta ári spiluðu golfáhugamenn í Eyjum golf upp á hvern dag en um helgina voru engir golfarar á golfvellinum heldur sáust þar menn ganga á skíðum og börn og fullorðnir nýttu sér gott sleðafæri og brunuðu í brekk- unum í Herjólfsdal. Samband iðnmenntaskóla Yfirlýsing- um fagnað um eflingu starfs- menntunar Selfossi - Samband iðnmennta- skóla hélt aðalfund sinn á Selfossi 25. október. Á fundinum var með- al annars fjallað um málefni skól- anna og eftirfarandi ályktun sam- þykkt: „Aðalfundur Sambands iðn- menntaskóla fagnar yfirlýsingum stjórnvalda um að efla þurfi starfs- menntun hér á landi. Jafnframt lýsir aðalfundurinn áhyggjum yfir niðurskurði á fjárveitingum til framhaldsskóla og harmar að niðurskurðurinn bitni einkum á starfsmenntaskólum." Fundurinn var vel sóttur og fjallað um hið breiða svið sem skólarnir ná til í menntunarmálum ungs fólks og þeirra sem vilja auka við verkþekkingu sína. Að loknum fundarstörfum fóru fund- armenn í skoðunarferð um Selfoss undir leiðsögn Þórs Vigfússonar fyrrum skólameistara Fjölbrauta- skóla Suðurlandg. o o o ■ o LO >o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.