Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996__________________________ LISTIR MÖRGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • ÚT er komið Vélstjóra- og vélfræðingatal. Vélstjórafélag íslands hefur staifað í hartnær níutíu ár. Á þeim tíma hafa um 7.600 ís- lendingar lokið ein- hveiju stigi vélstjóra- náms. Fyrir rúmum tuttugu árum kom út Vélstjóratal með upplýsingum um rúmlega 1.100 vélstjóra, en þá höfðu um 4.000 til viðbótar lokið einhverju stigi vélstjóra- náms. Árið 1992 var ákveðið að hefla undirbúning að nýju Vél- stjóratali og voru kosin í ritnefnd: Jóhanna S. Eyjólfdóttir, Samúel Ö. Guðmundsson og Aðalsteinn Gíslason, sem jafnframt var for- maður nefndarinnar. Ritstjóri var ráðinn Franz Gíslason, sagnfræðingur og kennari við Vélskóla Islands. Á vegum Þjóðsögu var Þorsteinn Jónsson ráðinn til að sjá um rit- stjórn ættfræðiefnis, en Franz er ritstjóri náms- og æviferla, ogverkinu gefið nafnið, Vél- stjóra- og vélfræðingatal. Vélstjóra- og vélfræðingatalið verðurífímm bindum, sem geyma æviskráryfír 7.000 vél- stjóra og ættfræðiupplýsingar um tugþúsundir íslendinga til viðbótar. Um þessar mundir koma út tvö fyrstu bindin með Ijósmyndum af vélstjórum ogít- arlegum uppiýsingum um ættir, nám og störf þeirra. Bókaútgáfan Þjóðsaga ehf., gefur verkið út ísamvinnu við Vélstjórafélag ísiands. • ÚT er komin barnabókin Thoreftir William D. Val- gardson í íslenskri þýðingu Guðrúnar B. Guð- steinsdótt- ur. Bókin kom fyrst út í Kanada 1994 og var þá valin besta bók ársins fyrir börn yngri en sjö ára. Síðan hefur hún verið gefin út í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð. Sagan segir frá litium dreng í Kanada af íslenskum ættum, Thor af nafni, sem heimsækir afa sinn og ömmu um jólin. Afinn stundar fískveiðar gegn- um ís á Winnipeg-vatni. í kynningu segir: „Thorer fyrsta bamabók höfundar og sló í gegn í Kanada. Frásögnin er látlaus og lýsir vel hvernig ung- ur drengur, aiinn upp við sjón- varpsgláp, kemst í kynni við harðlynd náttúruöflin og menn- ingu forfeðranna. Dregin er upp mynd af harðærinu sem gamla fólkið ólst upp við og hversu frábmgðið það er þægilegu lífi borgarbamsins. Frábærar lit- myndir kínverska listamannsins Ange Shang varpa enn skýrara ljósi á frásögnina.“ Útgefandi er Ormstunga. Bókin er 40 blaðsíður, prentuð í Hong Kong og kostar 1.290 kr. • GAGNAÖFLUN í forsjár- málum er eftir Sigríði Ingvars- dóttur. „í máium þar sem for- eldrar deila um forsjá bama er tekist á um mikilvæga hags- muni. Þessi mál eru yfírleitt mjög vandmeðfarin og um þau giida að nokkru leyti afbrigðilegar reglur um málsmeðferð," segir í kynningu. í bókinni er fjallað um helstu reglur sem giida um öflun sönnunargagna í forsjármálum semrekin eru fyrir dómstólum. Útgefandi er Háskóiaút- gáfan. Bókin er 140 bls. að lengd og kostar 1.290 kr. William D. Valgardson LEIKLIST Kaffilcikhúsið VALA ÞÓRS OG SÚKKAT Laugardagur 2. nóvember. KAFFILEIKHÚSIÐ hefur upp á síðkastið verið vettvangur lista- manna af ýmsu tagi sem samnýta hæfileika sína og bjóða upp á skemmtidagskrá þar sem blandað er saman hinum ýmsu listgreinum, svo sem söng, sagnaskemmtun, leiklist og danslist. Slíkar dagskrár henta einkar vel húsinu sem er, eins og nafnið bendir til, kaffihús með meii'u, og gestir geta notið góðrar máltíðar á undan sýningu og alls konar veiga meðan á henni stendur - og jafnvel setið áfram góða stund til að ræða málin. Nýjasta dagskráin af þessu tagi var frumflutt síðastliðið laugar- dagskvöld, við mikinn fögnuð áhorfenda. Það var leikkonan Vala Þórsdóttir, söngvarinn Hafþór Ól- afsson og gítarleikarinn Gunnar Örn Jónsson sem skemmtu. Þeir tveir síðastnefndu kalla sig Súkkat og hafa þeir gefið út tvo geisla- diska með lögum sínum. Tónlistin sem þeir Súkkatmenn bjóða upp á er mjög skemmtileg og sér á parti, þótt kannski megi greina áhrif frá meistara Megasi, bæði í söngstíl og textagerð. Lög og texta semja þeir félagarnir að mestu leyti sjálf- ir, þó ekki alfarið. Lögin eru flest áheyrileg, létt og grípandi, en að- all þeirra eru þó textarnir sem flestir eru skemmtilega firru- kenndir og segja margir hveijir einhveija sögu og stundum fylgir þeim formáli sem söngvarinn, Haf- Morgunblaðið/Árni Sæberg VALA Þórs og Súkkat. þór, flytur á sinn sérstæða og hún ekki einungis í textanum held- skemmtilega hátt. Kómíkin er alls- ur ekki síður í flutringi og hárfínu ráðandi í lögum Súkkats og liggur látbragði flytjendanna tveggja. Vala Þórsdóttir hefur ekki veríð lengi „á sviðinu" í ísiensku leikhús- lífi, en hún hefur þegar sannað sig sem frábær gamanleikkona - og sem höfundur stuttra gamanþátta. Vala flutti bráðskemmtilegan ein- þáttung eftir sjáifa sig, „Eða þann- ig“, í kaffileikhúsinu í fyrra, og núna flytur hún einnig frumsamdar „leiksögur"; tvær þeirra eru fluttar í samvinnu með Súkkat: „Konan með löngu augnlokin" og „Skjóðu- ljóð“, en iengstu Ieiksöguna, „Kík- ir, súkkulaði, fýlugufa og rusl“, flytur hún ein og óstudd. Sögur Völu eru, líkt og lög Súkk- ats, firrukenndar eða í ætt við absúrd-leikhús, og með flutningi sínum undirstrikar Vala það skop- lega í bland við hið „gróteska" í fari mannsins. Leiksögur þessar eru afrakstur vinnu Völu undir stjórn Dario Fos, en hún sótti í sumar námskeið hjá þeim ítalska meistara. Útkoman er kostuleg skemmtun og nýtast hæfiieikai' Völu til skopleiks sín til fullnustu í þessum fáránlegu leiksögum. Vala hefur tjáningarríkt andlit og góða líkamsbeitingu og fór á mikl- um kostum, sérstaklega í iengstu sögunni: „Kíkir, súkkulaði, fýl- ugufa og rusl“. Samvinna hennar og Súkkats var einnig mjög góð í hinum sögunum tveimur og var gervi Völu í „Skjóðuljóðinu" frá- bærlega óhugnanlegt í sóðalegum smáatriðum sínum! Þessi dagskrá er í stuttu máli frábær skemmtun í skammdeginu og ætti enginn að geta látið sér leiðast hin dýrðlega firra sem þarna er boðið upp á. Soffía Auður Birgisdóttir HIN DÝRÐLEGA FIRRA BOKMENNTIR Ljóö INDÍÁN ASIJMAR eftir Gyrði Elíasson. Mál og metin- ing. Reykjavík, 1995.84 bls. STUNDUM er sagt að Joyce hafi byggt borg úr orðum í Odyss- eifi og síðan hafa margir módern- ískir textar reynt að vera borgir, borgir ímyndunarafls sem fæstar hafa þó líkst raunverulegri borg jafnmikið og Ódysseifur Dyflinni. Þessari borgarlíkingu hefur einnig verið snúið upp á póstmóderníska texta sem virðast ekki fylgja nein- um skynsamlegum reglum heldur lúta lögmálum leiksins í einu og öllu; þetta eru textar sem standa opnir í báða enda, hafa hvorki upphaf né endi og hvað þá miðju; þetta eru textar með götum og strætum þvers og kruss og enda- lausum röðum húsa sem standa á grunnum annarra og eldri húsa og úthverfum í kring sem ómögu- legt er að rata um. Gyrðir Elíasson sækir ekki inn í slíkar borgir í ljóðum nýjustu bókar sinnar, Indíánasumar (frek- ar en fyrri bóka), hann forðast þær. Gyrðir byggir miklu frekar hús úr orðum sínum. í þeim eru engir módernískir eða póstmód- ernískir rangalar, það er þvert á móti auðratað um þau. Þau eru einföld að gerð, kassi með þaki — þessi dæmigerðu íslensku sveita- hús — en þau geta jafnframt ver- ið full af ævintýrum og óvæntum uppákomum, full af dulúð sem traustabrestirnir leika undir af gamalkunnri list. Sum þessara húsa eru lítil, önnur órastór, sum lágreist, önnur himinhá. Og þau eru í öllum litum; gul, rauð, græn, blá. Stundum minna þessi hús mann á draumaheima bernskunn- ar en svo læðist að manni grunur um eitthvað allt annað, kannski myrkrið inni í þeim sem birtan er alltaf að reyna að vinna á, kannski Hús skáldsins eitthvað sem við sjáum aldrei eins og grunnvatnið sem „rennur/ um hraun- in“: „Það streymir í myrkri/ einsog blóð/ um æðar landsins// Niður aldanna/ niður þess“ (Vatnsljóð). _.í fyrsta ljóði nýju bókarinnar fáum við að líta inn í eitt þess- ara húsa. Ljóðið heitir Heimsókn og segir frá því að „liðlangan vet- urinn kemur/ nóttin yfir fjallið/ og mætir græna lampanum/ í glugganum/ á græna húsinu“. Nóttin vill hafa dauft ljósið af lampanum en hann gefur sig ekki enda þiggur hann „glætu/ frá stjörnum og/ tungli“; Það liggur gagnsær þráður milli lampans og himintungla, og ljósið slokknar ekki Fyrir innan gluggann sjást tveir skuggar, annar stór, hinn minni - - og lýsast hægt Þetta er hús skáidsins sem heyr baráttu við myrkrið í sköpun sinni, hefur betur með aðstoð himin- tungla; og þarna sjáum við líka skugga þess innum gluggann gnæfa yfir einhvetjum, — kannski er það lesandinn í heimsókn. Og bráðum verður allt ljóst. í þessu upphafsljóði sjáum við líka nokkur aðalumfjöllunarefni bókarinnar. Fyrrnefnd átök birtu og myrkurs, dags og nætur eru Gyrði hugleikin. Þessi grunnöfl náttúrunnar togast á um skáldið og iðulega hefur birt- an betur eins og best er lýst í ljóðinu Tog- streita þar sem lamp- inn græni úr fyrsta ljóðinu kemur aftur til hjálpar þegar nóttin „með sína þöndu vængi“ ætlar að teygja sig inn um glugga skáldsins og hrifsa það til sín, „og draga inn í húsið bak/ við stjörnurnar þar sem/ logar á svörtu lömpunum/ sem ósa stöðugt". En skáldið streitist á móti með lampann græna að vopni og „birt- an fellur á næturhúsið/ svo það sundrast/ einsog strákofi í vind- sveip“. Tunglið og stjörnurnar eru Gyrði einnig hugleikin yrkisefni. Hann fjallar um tengsl mannsins við þessi himintungl og þar kemur glugginn eða glerið oft við sögu: „Sólin skín inn um/ gluggann og það/ glampar á gleraugu/ og auga himinsins/ hættir ekki að stara/ fyrr en dregið er/ fyrir“ (Innan dyra og utan). Gyrðir notar þessi tákn á hefðbundinn hátt; himin- tunglin eru umfram allt tákn von- ar og birtu, drauma og ímyndunar- afls: „Máni,/ legðu geislaveg/ yfir fjallið/ í nótt“ (Morgunbæn). Og auðvitað er himinninn heimkynni skáldsins eins og segir í síðasta Ijóði bókarinnar: „Himinninn stráður/ stjörnum/ og þarna/ er tunglið gamla// Ég leggst/ í gras- ið/ og þá kvikna/ norðurljós// Það eru/ ljósin/ heima“ (Kvöld í októ- ber). Tíminn er eitt af grunnþemum bókarinnar — og tengist vitanlega himintunglunum. Kannski má Gyrðir Elíasson segja að tíminn lúri undir niðri í allri bókinni og þá skynjar maður hann sem hið græðandi og tor- tímandi afl; þetta er tvítog tímans sem gei'ir manninn að eins konar strandaglópi: „Húsið undir himn- inum/ við sjóinn,/ og frammi á klöppunum/ kona með stráhatt/ þó haustið sé komið hér/ og strá jarðar visnuð/ og báturinn hennar/ farinn// Báturinn hennar/ og minn“ (Strandaglópar). Fortíðin er líka eins og sterk undiralda í bókinni; minningin um liðinn tíma. Í ljóðinu Flaumur tímans segir til að mynda frá gamalli steinhleðslu sem dugar enn en gula húsið sem stendur við hana hrörnar með hveiju ári sem líður: „Hverfur loks/ með stunda-/ flaumnum en/ stendur albjart/ í minningu." Það er líka söknuður eftir horfnum tíma: „Rökkvað/ undir fjallinu/ og lasleg hús/ bíða eftir/ fólki/ og dýrum// Sem koma/ aldrei/ aftur“ (Eyðibýlið). Öllum má vera Ijóst að það býr mikill galdur í ljóðstíl Gyrðis. Og galdurinn er ef til vill umfram allt einfaldleikinn sem hefur samt svo mikla fjölbreytni og dýpt. Ljóð Gyrðis eru ort af nákvæmni; tákn- heimur þeirra er þéttofinn, stíllinn er knappur, hvert orð eins og útvalið til sérverkefnis. Það er eins og tungumálið hafi öðlast nýja til- veru. Kannski miða ljóð Gyrðis að því að lífga tungumálið við, vekja það af hinum póstmóderníska doða þar sem táknmyndin og táknmiðið fara sífellt á mis, þar sem lestur- inn er eilíf bið eftir því að leikur- inn taki enda og einhver úrslit fáist. Ljóð Gyrðis hitta. Kannski vegna þess að þau gerast ekki í öngþveiti borgarstrætanna heldur innan fjögurra veggja með náttúr- una fyrir utan og himinhvelfing- una fyrir ofan. Það er eitthvert öryggi í þessu. Og þótt myrkrið sæki stundum að þá er alltaf hægt að teygja sig í græna lampann. Þröstur Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.