Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 35 . Um framlag Bríetar Héðinsdótt- ur til íslenskra menningarmála er þarflaust að l'jölyrða, svo mjög sem hún setti svip sinn á listalíf í land- inu. Ég átti því láni að fagna að starfa með henni í dómnefnd um íslenskt leikrit sem sent skyldi til norrænnar samkeppni fyrir nokkr- um árum. Þó ég þekkti hana vel fyrir, var það lærdómsrík reynsla. Afdráttarlaus heiðarleiki hennar, hreinskilni og kröfuharka orkuðu stundum á mann einsog ráðríki, enda fór hún hvergi í launkofa með það sem henni mislíkaði. En þegar upp var staðið, skynjaði maður heii- indin, skarpskyggnina og næmleik- ann sem lágu að baki dómum henn- ar og viðhorfum. Hún kom jafnan til dyranna einsog hún var klædd og þoldi hvorki loðmullu né sýndar- hógværð. Einsog allar stórbrotnar sálir var Bríet full af mótsögnum sem erfitt virtist að koma heim og saman. Hún gat verið hispurslaus, stórorð og jafnvel vægðarlaus í dómum um menn og málefni, en undir skel, sem á stundum sýndist yfrið htjúf, sló næmt og ofurviðkvæmt hjarta. Hún mátti ekkert aumt sjá og var hald- in ríkri og óvæginni réttlætiskennd. Eitt af eftirtektarverðum sérkenn- um hennar var, að hún átti bágt með að þola þá sem fóru með völd. Jafnvel nánustu vinir hennar urðu að þola það, ef þeim voru falin valdamikil ábyrgðarstörf, að hún varð þeim óþægur ljár í þúfu og gat jafnvel snúist gegn þeim. Kannski var þetta arfur frá svip- miklum og óvenjulegum föður, Héðni Valdimarssyni, sem var ein- hver sérkennilegasti stjórnmála- maður íslendinga á þessari öld, auðmaður sem alla tíð barðist ótrauður fyrir málstað lítilmagnans í samfélaginu. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Bríeti Héðinsdóttur að tryggum vini og sendi innilegar samúðarkveðjur eftirlifandi manni hennar, Þorsteini Þorsteinssyni, Steinunni Ólínu, dóttur þeirra, og eldri dætrunum tveimur, Laufeyju og Guðrúnu Sig- urðardætrum, ásamt aldraðri móð- ur, Guðrúnu Pálsdóttur (afasystur sona minna). Sjónarsviptirinn sem er að Bríeti er tilfinnanlegur, en hún mun lengi lifa í minningu þeirra sem kynntust henni einsog hún var innvið beinið. Sigurður A. Magnússon. Kveðja frá Leikfélagi Reykjavíkur Við fráfall Bríetar Héðinsdóttur hefur íslenskt leiklistarlíf misst ein- stakan listamann sem bjó yfir óvenju fjölbreyttum hæfileikum á sviði leiklistar og gilti þar einu hvort hún fékkst við að leika, leikstýra eða skrifa leikgerðir. Enda þótt Bríet Héðinsdóttir hafi starfað mestan hluta starfsferils síns sem leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu kom hún samt sem áður eftirminnilega við sögu hjá Leikfélagi Reykjavíkur. í upphafi ferils síns starfaði hún sem leikkona hjá Leikfélaginu og minnast margir frá þeim tíma túlkunar hennar á Sonju í Vanja frænda. Síðar leik- stýrði hún hjá félaginu eigin leik- gerð af Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson og á síðasta leikári Hinu ljósa mani eftir íslandsklukku Halldórs Laxness. Hér er aðeins fátt eitt talið, en þessi verk, eins og önnur sem hún lagði hönd að, báru vott um einstakt listfengi hennar og skarpar gáfur og var það ómetanleg reynsla fyrir alla sem áttu þess kost að vinna með henni að þeim. I rúm 30 ár naut ég undirritaður þeirrar gæfu að starfa af og til með Bríeti sem leikara og leikstjóra á ýmsum vettvangi auk Leikfélags Reykjavíkur, svo sem hjá Leikfélag- inu Grímu, Þjóðleikhúsinu, útvarpi og sjónvarpi auk þess sem við sátum um tíma saman í stjórn Félags ís- lenskra leikara. Það voru sérstök forréttindi að fá að vinna með henni, enda var hún um margt ein- stök hvað varðaði skýra afstöðu til viðfangsefnanna og frábæra hæfi- leika til að setja fram skoðanir sín- ar á skýran og skilmerkilegan hátt. Að leiðarlokum þakkar Leikfélag Reykjavíkur Bríeti Héðinsdóttur fyrir ómetanlegt framlag til ís- lenskrar leiklistar og sendir móður hennar, Guðrúnu Pálsdóttur, eigin- manni hennar, Þorsteini Þorsteins- syni og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Sigurður Karlsson. „Það er í þögninni sem það er, og maður verður að vera einn - aleinn...“ (Arni Ibsen: Skjaldbakan kemst þangað líka) Þannig er það. Þannig er sorgin. Sorgin er hljóð. Hún er orðlaus, því mann setur hljóðan við harmafregn. Við henni eru engin orð. Þögnin er í senn sterk og vanmáttug uppreisn gegn því sem hefur gerst og engin vopn eru gegn - nema þögnin. Þögn barmafull af tilfinningum sem ekki eru til nein orð yfir. Óendanleg eru afrek þín, líf - en svo skjótur er dauðinn. Og þessari þögn stefni ég gegn dauðanum. Þessari þögn stefni ég gegn helkuldanum sem læsir sig um sífrjótt líf, og deyðir þá sem ég virði og elska. Þögnin er vopn mín og hlíf gegn því sem ég ræð ekki við en vil veijast. „Það er í þögninni sem það er. ..“ Og maður er aleinn á sorgarstundu. Þó eru margir sem syrgja. Við, sem unnum leiklist, höfum þurft að sjá þrjá af okkar bestu liðs- mönnum falla á örskammri stundu: Guðmund Steinsson, leikskáld, Helga Skúlason, leikara, og nú Brí- eti Héðinsdóttur, leikkonu. Það er höggvið stórt skarð í raðir okkar, það er höggvið nærri okkur, sláttu- maður slyngi. Það hefur haustað að. Óvenju snemma. Haustið í lífi okkar þetta árið er grimmust árstíða. Þó skart- ar engin árstíð fegurri litum. Ang- urvær og um leið voveiflegur haust- skógarsinfónninn syngur í krónum trjánna. Laufin taka á sig óendan- lega fallega liti á þessari árstíð og helköldum, miskunnarlausum fingrum tínir haustið þau af tiján- um. Þau sem standa í fullkominni li,tadýrð, fullkomnun lífs síns. Eins og þeir sem við höfum kvatt nú þegar. Eins og hún sem ég vil kveðja núna úr fjarska. Bríet var ekki einasta frábær listamaður; leikkona, leikstjóri og höfundur leikgerða. Hún var einnig ógleymanleg manneskja sem setti sterkan svip á umhverfi sitt. Gáfuð, íhugul, viðkvæm. Einörð þegar hún hafði góðan málstað að veija. Hvöss við þá sem henni fannst ekki þræða sanngirnisvegi á háskastundu. Blíð við þá sem þurfti að hugga, en þó aldrei án þess að sýna fölskvalausa virðingu. Hún var skárpgreir.d og orðheppin. Hana var gott að eiga að. Og nú ríkir þögnin ein sem læsir sig um okkur. Ég á engin orð til að gefa Þor- steini,_ Laufeyju, Guðrúnu, Stein- unni Ólínu og öðrum þeim sem nú bera harm, því: „Það er í þögninni sem það er...“ Viðar Eggertsson. Drifkraftur hvers samfélags byggist á einstaklingum með hæfi- leika til að tendra samferðamenn sína og móta með þeim menningar- strauma, skapa það sem skilgreint er sem list, veita lífsfyllingu og við- urværi. Hin ótrúlega sprenging sem orðið hefur í menningar- og listalífi þessa litla samfélags sem við byggjum, á m.a. rætur að rekja til fórnfúsra starfa listamanna á borð við Bríeti Héðinsdóttur sem við kveðjum nú. Hún var hluti af stórri, einhuga fylkingu listamanna sem sá fyrir heildarmynd er verða mætti menn- ingu samfélags til gæfu, sett gæti vissan staðal á listsköpun og veitt stórum hópi manna lífsviðurværi og öðrum lífsfyllingu. Það haustar í heimi lista er heimtur er til heljar sonur eða dótt- ir í blóma lífs. í heimi okkar hér í Islensku óperunni átti Bríet stutta en áhrifaríka viðkomu sem leik- stjóri þriggja sýninga eftir Verdi: La Traviata, Aida og Rigóletto. Hún kenndi okkur viss vinnubrögð sem auðkenndust af elju og auðmýkt í senn - að gefa aldrei eftir í kröfum um listræna fullkomnun og stjóm- ast aldrei af eigingjarnri hugljóm- un. Hennar skilgreining var ávallt „Ég geri ekki neitt, Verdi er búinn að varða veginn.“ Þannig upplifðum við styrk hennar sem listamanns. Ótrúleg harka, ótrúleg auðmýkt og ótrúleg talenta. Helkuldi saknaðar snertir sál samheija, vina og aðdáenda geng- ins listamanns. En minningin um Bríeti færir okkur aftur vor og sál- in tekur flug á ný með ævistarfi góðs listamanns að leiðarljósi. Við sem byggjum samfélag ís- lensku óperunnar sendum samúðar- kveðjur til móður, eiginmanns, dætra hennar þriggja og fjölskyldna þeirra og biðjum þeim huggunar í Guði. Garðar Cortes. • Fleirí minningargreinar um Bríeti Héðinsdóttur bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Ástkær faðir okkar, FRIÐBJÖRN GUÐBRANDSSON, dvalarheimilinu Eir, áðurtil heimilis á Hofteigi 34, Reykjavík, er látinn. Hólmfríður Birna Friðbjörnsdóttir, Gíslína Guðrún Friðbjörnsdóttir, Gunnar Kristinn Friðbjörnsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR PÁLSSON, Sólvallagötu 28, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. nóvember kl. 13.30. Birgitte Laxdal Pálsson, Páll Einarsson, Steinunn María Einarsdóttir, Þorsteinn Gunnar Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn og sambýlismaður, VALDIMAR I. EINARSSON, Söndu, Stokkseyri, lést í Landspítalanum 4. nóvember síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Valdimarsson, Bryndís Guðmurdsdóttir. t Faðir okkar, JÓN EGILSSON útvarpsvirkjameistari, Kirkjuteigi 13, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudag- inn 4. nóvember. Sveinn Þ. Jónsson, Þorgeir Jónsson, Sigri'ður Jónsdóttir. Móðir okkar, RAGNHEIÐUR K. BJÖRNSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Akraness þann 29. októ- ber sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Júlíusson, Guðmundur Júlíusson, Fríða Júlfusdóttir, Valur Júliusson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LIV JÓHANNSDÓTTIR, Silfurteigi 5, Reykjavík, sem lést i Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. októher síðastliðinn, verður jarð- sungin frá Laugarneskirkju fimmtudag- inn 7. nóvember kl. 13.30. Guðlaug Eiriksdóttir, Pétur Elíasson, Hanna M. Eiríksdóttir, Edgar Guðmundsson, Katrfn Eiríksdóttir, Matthias Gunnarsson, Jóhann Grétar Eiríksson, Þórey Jónmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát JÓFRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Tröllanesi, Neskaupstað. Gils Sveinþórsson og fjölskylda, Magnús Sveinþórsson og fjölskylda. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PETREU JÓHANNSDÓTTUR, Seljahlíð, áður Gnoðarvogi 38. Þorsteinn Ólason, Doris Ólason, Kristín Guðjónsdóttir, Pétur Þorsteinsson, Ásdis Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.