Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKEIÐARÁRHLAUP Morgunblaðið/Golli SKEIÐARÁRHLAUP hófst í gærmorgun og óx mun hraðar en ráð hafði verið fyrir gert. Ekki Ieið á löngu þar til hlaupvatnið hafði náð niður á sandinn. Skeiðarárbrú var enn að mestu á sínum stað í beljandi flaumnum þegar neðri myndin var tekin í gær. Á hinni myndinni sést sama brú fyrir nokkrum dögum meðan enn var beðið eftir hlaupvatninu. V egamálaslj ór i segir að endur- meta þurfi hönn- unarforsendur HELGI Hallgrímsson vegamála- stjóri segir að eftir að hlaupið í Skeiðará sjatni þurfi að hugsa frá grunni þær forsendur sem liggi til grundvallar hönnun vega og brú- armannvirkja á Skeiðarársandi. Þegar rætt var við Helga síð- degis í gær var orðið ljóst að hlaup- ið í Skeiðará væri orðið allmikið stærra en nokkurt þeirra hlaupa sem þekkt eru og tjón orðið hundr- uð milljóna. Hlaupvatns hafði ekki orðið vart við Súlubrú en annars staðar á svæðinu voru orðnar skemmdir við brýr og vegi og varn- argarða. „Þetta hefur allt gengið miklu hraðar fram en sú fyrirmynd frá 1938 sem við höfum einkum miðað við. Þannig að atburðarásin er komin langt fram úr fyrirmyndinni og ég held að enginn treysti sér til að segja neitt til um hvað er framundan eins og málum er hátt- að nú, hvorki hve útbreitt né kraftmikið hlaupið verður,“ sagði Helgi. Aðspurður sagði Helgi að miðað við þær skemmdir sem þegar væru orðnar og vænta mætti þyrftu menn að hugsa hönnunarforsend- ur vega og brúa á Skeiðarársandi frá grunni. Ekki miðað við stærri hlaup Hann sagði að við hönnun mannvirkjanna hefði verið miðað við að þau þyldu þau hlaup sem komið hefðu eftir stóra hlaupið 1938. Hann sagði ljóst að kostnað- ur við mannvirki sem standast ættu þau hlaup hefði orðið slíkur að í hann hefði ekki verið ráðist. „Það var ákveðið að miða ekki við þessi stóru hlaup sem menn þekktu og vissu nokkurn veginn hvernig hefðu hagað sér 1934 og 1938, annars hefði ekki verið ráð- ist í þetta.“ Vegir á svæðinu sem hlaupið nær yfir eru um 30 kílómetra lang- ir og varnargarðar um 20 kíló- metrar. Brýrnar eru rúmir 1.700 metrar. Stærst er Skeiðarárbrú, 902 metrar, brúin á Gígjukvísl var 376 metra löng, brúin yfir Súlu og Núpsvötn 420 metrar og yfir Sæluhúsakvísl liggur minnsta brú- in og er sú um 20 metra löng. Aðspurður hvaða áætlanir menn hefðu gert um framkvæmdir þegar hlaupi slotar sagði Helgi Hall- grímsson að það hefðu vegagerð- armenn hugsað undanfarið, „en það er erfitt að gera áætlanir þegj ar menn vita ekki út frá hveiju á að ganga, þannig að raunveruleg áætlun verður ekki gerð fyrr en sést hvernig þessu ætlar að lykta.“ Samgöngur við Suðausturland verða erfiðar í kjölfar náttúruhamfaranna Flutningskostnaður kann að tvöfaldast ROF á samgöngum landleiðina suður um landið, til Hornafjarðar og Aust- fjarða, mun hafa veruleg áhrif á vöruflutninga og kann flutnings- kostnaðurinn til og frá höfuðborg- arsvæðinu til þessa landshluta að tvöfaldast, eða allt að því, nú þegar fara verður helmingi lengri vega- lengd. Að sögn Björns Hafþórs Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi, gætir áhrifanna mest á Hornafirði og suðurfjörðun- um. „Þetta hefur verið lífæð okkar yfir veturinn, og þegar þessi árstími gengur í garð er þetta þeim mun verra fyrir landsfjórðunginn í heild. Ferðum mun fækka og flutnings- kostnaður hækka, þannig að þetta hefur einhver áhrif á vöruverð. Þá hlýtur þetta að þyngja mjög hvað varðar ýmsan afla sem fluttur hefur verið héðan og suður, og ennfremur versna póstsamgöngur," sagði Björn Hafþór. Alvarlegt fyrir atvinnulíf og ferðaþjónustu Sturlaugur Þorsteinsson, bæjar- stjóri Hornafjarðar, segir að rofnar samgöngur landleiðina til höfuð- borgarsvæðisins muni fyrst og fremst hafa áhrif á dagvöruflutninga til Hornafjarðar og fiskflutninga þaðan. „Það þarf nú að fara um 1000 km Ieið til Reykjavíkur frá okkur, og það þýðir að flutningskostnaður- inn kannski tvöfaldast. Þetta hefur því auðvitað viðskiptaleg áhrif, en hvernig það spilar saman með hugs- anlegum endurbótum á skipasam- göngum á eftir að koma í ljós,“ sagði Sturlaugur í samtali við Morgun- blaðið. „Þetta er auðvitað alvarlegt mál, það þarf ekki vitnanna við um það, en þó ekki alvarlegra en svo að þetta verður sama ástand og var fyrir rúmum 20 árum síðan. Við erum því ekki að tala um neyðarástand í þeirri merkingu, en þetta er mjög alvarlegt fyrir allt atvinnulíf og ferðaþjónustu. Við leggjum aðalá- herslu á að það verði brugðið fljótt við, og ég veit að þeir aðilar sem koma að þessu, t.d. Vegagerðin, eru með ákveðinn undirbúning í gangi. Þegar búið verður að meta þetta allt saman þá hef ég trú á að menn komi ekki að tómum kofunum hjá þessum stofnunum," sagði Sturlaug- ur. Hann sagðist hafa haft samband við skipafélögin vegna málsins og sagði ljóst að þau myndu bregðast við með tíðari flutningum. Þannig myndu t.d. Samskip fjölga ferðum til Hornafjarðar og þá myndu vænt- anlega hefjast beinir flutningar með færeyskum skipum til útlanda. „Þetta dregur svona úr áhrifun- um, en þótt þetta sé alvarlegt ástand þá er það þó ekki svo alvarlegt að fólk þurfi að fara að kvíða miklu. Þetta er einfaldlega eitthvað sem menn leysa og er fyrst og fremst spurning um nokkra mánuði," sagði Sturlaugur. Hlýtur að þrengja að markaðnum Halldór Árnason, framkvæmda- stjóri útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækisins Borgeyjar hf. á Hornafirði, sagði að miðað við landanir á Homa- firði hlytu breyttar aðstæður að þrengja að markaðnum nema til kæmi aukinn flutningur með skip- um. „Við höfum haft ákveðnar skipa- ferðir og flugferðir sem miðað við þessar nýju aðstæður, sem upp eru komnar, eru algjörlega ófullnægj- andi og ég býst við að þetta verði að endurskoða,“ sagði Halldór. „Þetta hefur veruleg og margvísleg áhrif á okkur, en hver þau verða fer eftir því hver viðbrögðin verða. Við þurfum núna að hafa stærri lager hérna hvað t.d. umbúðir og fleira varðar, og við þurfum að hafa ýms- an viðbúnað sem áður þurfti ekki.“ Heimir Heiðarsson, hjá HP og sonum hf. sem annast vöruflutninga landleiðina milli Hornafjarðar og Reykjavíkur, sagði að náttúruham- farirnar á Skeiðarársandi myndu hafa mjög mikil áhrif þar sem flutn- ingsleiðin myndi nú lengjast um helming, og það hefði óneitanlega í för með sér að gjaldskrá myndi eitthvað hækka til samræmis. „Við höfum verið með allt frá einum og upp í fimm bíla í flutning- um daglega, og við ætlum okkur að keyra þessa leið svo fremi sem hún verður fær. Það er hins vegar bara spurning um hveiju er hægt að anna þegar þetta lengist svona og flutningsgetan minnkar um helming," sagði Heimir. Hann sagði að EES-tilskipun um hvíldartíma langferðabílstjóra myndi örugglega hafa áhrif á flutn- ingana núna, og annað hvort yrði að hafa tvo bílstjóra á hvorri leið eða að láta bílstjórann hvíla sig í tilskilinn tíma á leiðinni. „Ég held hins vegar að það verði kannski horft örlítið öðruvísi á það, þegar þetta er svona, þótt menn fari kannski eitthvað fram yfir, en hætta á því er alltaf fyrir hendi þegar færð og tíðarfar getur verið rysj- ótt,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.