Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska COME 0N,CHARLlE BR0WN..THEGAMEI5 5TARTIN6...Y0U'RE 5UPP05ED TO BE PITCHIN6.. I CAN T PITCH KN0WIN6 THAT LUCV 15IN RI6HTFIELD! 5HE5 0UTTHERE JU5T WAITIN6 TO DO 50METHIN6 STUPID! 5HE DRIVESME CRAZY! ^ 1LL 6ET\ YOU A DRINK OF WATER.J 7 v® {I KN0U) 5HE 5 OUT | THERE! I CAN'T | / LOOK! SHE'5 OUT I THERE,I5W'T 5HE?j| \^P Syndicate, Inc. , . Svona nú, Kalli Ég get ekki kastað Hún bíður þarna Eg skal sækja þér Eg veit að hún Bjarna . .. leikurinn er þegar ég veit af bara til að gera vatn að drekka ... er þarna! Eg að byrja ... þú átt að Gunnu á hægri vall- einhver heimskup- get ekki horft! kasta... arhelmingi! ör! Hún er að gera mig vitlausan! Hún er þarna, er það ekki? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Lífróður ríkisfjölmiðla Frá Hrafrti Sæmundssyni: RÍKISFJÖLMIÐLARNIR virðast eiga undir högg að sækja. Áróður gegn þeim er stöðugt í gangi og smám saman síast inn í fólk að betra væri nú að losna við áskriftargjaldið og velja sjálfur. Þetta er eðlilegur þáttur í þeim breytingum sem eru að verða á þjóðfélaginu og á hugsunarhætti fólks. Kannski ætti fólk samt að staldra við áður en aftaka ríkisfjöl- miðlanna fer fram eftir kröfu alþýðu- dómstólsins. Kannski á gamla mál- tækið við héma - enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur! Ef fólk lítur á málið af almennri og kaldri skynsemi er augljóst að ríkisfjölmiðlarnir rísa langt upp úr á fjölmiðlamarkaðinum. Hæst ber þar gömlu gufuna sem raunar er enn í dag lýðháskóli þjóðarinnar og ríkis- sjónvarpið er eina sjónvarpið sem heldur uppi einhveiju vönduðu inn- lendu dagskrárefni þó örfáar og til- viljanakenndar undantekningar séu þar á. Þannig róa ríkisfjölmiðlamir sinn lífróður á eigin forsendum með góðum árangri. Á þessu er þó ein undantekn- ing. Þar er um að ræða afþreyingar- efni sjónvarpsins. Þetta efni er vissu- lega mikilvægur þáttur í sjónvarps- rekstrinum. Óg þarna er sjónvarpið vissulega að storka fólki. Bæði hvað efnisval varðar og niðurröðun. Á besta sjónvarpstíma er dagskrá- in tímunum saman fyllt af því ómerkilegasta efni sem finnst á markaðinum. Ár eftir ár rúlla sömu sápurnar - þáttaraðir sem eru hrein móðgun við áhorfendur. Hálfrar ald- ar kvikmyndir sem skírskota aðeins til minninga fámenns hóps fullorðins fólks og áhugafólks um kvikmynda- gerð eru látnar rúlla. Fræðsluþættir - stundum endalausir og langir - eru settir á besta sjónvarpstímann. Og er hér þó ekki verið að hafa á rnóti þessu efni. Og svo „spennu- myndirnar". Stundum tvær á kvöldi. Sama lögreglusagan gerð í fjölda- framleiðslu iðnaðarins þar sem hvergi örlar á neinu nema „ofbeld- inu“ sem er nú raur.ar að ganga fram af kvikmyndafólkinu sjálfu sem lifir þó á þessari framleiðslu. Það er eins og þessi deild í sjón- varpinu sé að storka áhorfendum. Síðasta dæmið er dönsk sápa sem sýnd var í fyrra en er nú endursýnd og það var ekki einu sinni tekið fram í dagskránni þegar þetta byijaði. Það er auðvitað órökstudd fuliyrð- ing en því verður ekki trúað að ekki sé hægt að finna fjölbreyttara af- þreyingarefni, m.a. með því að fara út fyrir hin vestrænu iðjuver án þess að það kostaði mikið meira. Eru nokkrar tilraunir gerðar eða vinna lögð í að leita? HRAFN SÆMUNDSSON, Bræðratungu 10, Kópavogi. Gunnar Huseby o g Djöflaeyjan Frá Þorsteini Einarssyni: KEPPNI í kúluvarpi var sett á svið á Melavellinum í Reykjavík og látin eiga sér stað um 1950 og kvikmynd- uð sem eitt atriða í hinni rómuðu kvikmynd Djöflaeyjunni, sem sýnd hefur verið í haust við mikla aðsókn. Sá sem leikur kúluvarparann er mikill að vallarsýn og færni hans látin vera slík í íþróttinni, að hann á að geta slegið gildandi heimsmet. Garpurinn í myndinni hefur við höndina kúlu sem er undir tilskilinni þyngd og látinn grípa til í hita leiks- ins og varpa henni yfir heimsmetið. Slík svik sem þessi áttu sér því miður stað í móti á Laugardalsvelli og eru einsdæmi. Ég var mótsstjóri og því málinu kunnugur. Iþrótta- greinin, sem verið var að keppa í, er rangindum var beitt, var ekki kúluvarp og sá sem þau framdi var ekki Gunnar Huseby. Margir, sem séð hafa Djöflaeyj- una, halda að Gunnar hinn kunni kúluvarpari sé fyrirmyndin og orð- sporið um rangindin er skipt var um kasttæki í keppni, og beitt of léttu, látið lenda á Gunnari og kúlunni, sem mestur íþróttaframi hans er tengdur við. í öllum þeim fijálsíþróttamótum, sem Gunnar var meðal keppenda, og ég stjórnaði eða var meðal dómara, kynnti hann sig að prúðmennsku. Undir áhrifum yíns mætti hann mér vitandi aldrei. í viðtölum sem hann átti við Ijölmiðlafólk kom fram hjá honum virðing á íþróttum, leikvöng- um og íþróttafólkinu. Einlæg er sú von mín, að línur þessar megi upplýsa þá sem sjá Djöflaeyjuna, eða alla sem ræða efni hennar, svo að þeir bendli ekki Gunn- ar Huseby við svipuð rangindi, sem höfundur myndarinnar ýfír upp frá löngu liðnu leikmóti með því að tæpa á að þau hafi gerst í keppni í hinni göfugu íþrótt Gunnars Huseby, kúlu- varpi. . ÞORSTEINN EINARSSON, Laugarásvegi 47. Hvað skal segja? 57 Væri rétt að segja: Á morgun verður flogið á Isafjörð. Svar: Að fljúga á einhvern hefur til þessa merkt að ráðast á hann, einkum þegar menn láta hendur skipta, og hefur sú athöfn kallast áflog. Rétt væri: Á morgun verður flogið til ísafjarðar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.