Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt í kvikmyndahúsunum Stjörnubíó sýnir myndina Bleika húsið STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Bleika húsið eða „La Casa Rosa“ eins og hún heitir á frummálinu. Myndin er í leikstjórn kvenleikstjórans Vanna Paoli en hún var eini kvenleikstjórinn á Feneyja- hátíðinni í fyrra. Handrit myndar- innar er líka eftir hana. Leikarar eru þau Ciulia Boschi, Jim Van der Woude, Radovan Lukavski og Stef- ano Davazati. Myndin segir af Elenu (Boschi) sem er orðin leið á starfi sínu á Ital- íu. Astarsamband hennar við unn- ustann, Enrico (Davazati) er líka orðið kulnað. En dag einn tekur líf Elenu miklum breytingum. Utanrík- isráðuneytið hefur samband við hana og biður hana að koma í viðtal. Málið snýst um það að hún hefur fengið „bleika húsið“ í arf frá tékk- neskum afa sínum sem hún hefur aldrei séð. Bleika húsið er að finna í litlum bæ, Cheb, í nýfijálsri Tékkó- slóvakíu. Eftir fall kommúnista hef- ur hin nýkjörna ríkisstjórn í Tékkó- slóvakíu ákveðið að afhenda öllum fyrri húseigendum hús sín en meðan kommúnistastjórn ríkti voru allar byggingar teknar yfir af ríkinu. Elena ákveður að kynna sér málið betur og ekur alla leið til Tékkóslóv- akíu. Með í för er Enrico með hálfum hug þó. Elena verður fljótt hrifin af „bleika húsinu" og íbúum henn- ar. Hún fer að meta lífið á annan hátt. Enrico skilur ekki þessa hrifn- ingu hennar því í Cheb sé ekkert að gerast. Hann ákveður því að snúa aftur til Ítalíu. Elena hinsvegar ætl- ar að vera um kyrrt, hún vill komast í snertingu við land og þjóð, þjóð sem er smám saman að kynnast frelsinu. Elena hefur tekið þátt í ferðalagi sem hún mun seint gleyma. Og það sem meira er, hún kynnist raunverulegri ást. Elena hefur fund- ið sig svo um munar I ferðalagi til hinnar nýfrjálsu Austur-Evrópu. " ' Biðlar og miðlar KVIKMYNDIR Rcgnboginn EMMA★ ★ ★ Leikstjóri Douglas McGrath. Hand- ritshöfundur Douglas McGrath, byggt á sögu Jane Austen. Kvik- myndatökustjóri Jan Wilson III.. Tónlist Richard Portman. Aðalleik- endur Gwyneth Paltrow, Toni Col- ette, Alan Cummins, Jeremy North- am, Ewan McGregor, Greta Scacc- hi, Sophie Thompson. Bresk/bandarísk. Miramax 1996. ÞRÁTT fyrir allt ofbeldið í kvik- myndum samtímans hafa fram- leiðendur keppst við að gera myndir byggðar á sígildum, bresk- um rómönum. Með misjöfnum ár- angri. Best hefur tekist til með að filma góðborgarasögur Jane Austen, nú fáum við að sjá Emmu í annað skipti á rösku ári, stutt er síðan Clueless, prýðileg nútíma- útgáfa sögunnar, leit dagsins ljós. Í kvimyndagerð Bandaríkja- mannsins Douglas McGrath er hinsvegar ekkert vikið útaf blöð- um vinsælustu sögu skáldkonunn- ar. Emma (Gwyneth Paltrow) er ung, vel ættuð stúlka, ofantekin af því að koma vinkonum sínum í hnappelduna. Meiningin er góð en tilraunimar ganga svo brösug- lega að liggur við slysum. Enda er stúlkan sjálf með öllu óreynd í viðskiptum við ástarguðinn. Þegar svo þessi sjálfskipaði ástamálaráð- gjafí verður sjálfur fyri Amors örvum er fátt til ráða. Þrátt fyrir að sögusviðið sé heimur breska aðalsins á önd- verðri síðustu öld er þessi ágæta saga tímalaus og kvikmyndagerð handritshöfundarins og leikstjór- ans McGraths fínasta skemmtun öllum aldurshópum. McGrath er ekki jafnstéttvís og breskir leik- stjórar, það er til bóta þó mörgum þyki sjálfsagt nóg um þennan yfirborðskennda og fágaða gervi- heim aðalsins með hefðum sínum og kreddum. Til allrar iukku var Austen ekki síður að gera grín að þeim íhaldssama hugsunar- hætti sem réð ríkjum í heimi hinna útvöldu, sendir honum sposkan tóninn í bland við róman- tíkina og þjóðlífslýsingarnar. Hin unga og efnilega Gwyneth Paltrow er nánast alltaf í mynd í titilhlutverkinu og í stuttu máli nær þessi undurnetta og reynslu- litla leikkona að bera myndina uppi með sínum leiftrandi og blæ- brigðaríka leik. Óskarstilnefning í vændum. Annars stendur allur leikhópurinn sig með ágætum, hvergi veikan punkt að fínna. Toni Colette, sem besta vinkona og eitt aðalviðfangsefni hjúskap- armiðlarans Emmu, gerir hér nán- ast jafngóða hluti og í titilhlut- verkinu í Muriel’s Wedding og Ewan McGregor (Trainspotting) fer myndarlega með hlutverk eft- irsótts aðalmanns. En er ekki Greta Scacchi ennþá fullung og girnileg kona til að leika bragð- lausa tekerlingu? Aðalstjarna myndarinnar er þó McGrath. Bandaríkjamaðurinn nær óað- finnanlegum tökum á hábresku viðfangsefninu, tíðaranda og and- rúmslofti, hann verður ekki at- vinnulaus meðan kvikmyndagerð- armenn sækja í smiðju sagna- skálda síðustu aldar. Sæbjörn Valdimarsson cicm SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 NETFANG: http.7/www.islandia. is/sambioin ''jy't y -'w'£ rsétnn) gjotttt VDáinidiirlKt foérar véirM&'fli @Wir ®gj Ihitbiin ®r ra)J®§ vcl Mklin. [ 'k-k'k A.l. Mbl Sýnd kl. 5 o 7.15.. B.l. I6ára. Tilboð kr. 300. JOHN TRAVOLTA HARRY BELArOKTE w h i t i m a byrdi hTÍta mannsi; SAM\BIO DIGITAL TIN CUP Stórskemmtileg gamanmynd frá leikstjóranum Ron Shelton (Bull Durham"). Stórstjörnurnar Kevin Kostner, Rene Russo og Don Johnson fara á kostum í mynd sem er full af rómantík, kímni og góðum tilþrifum. „Tin Cup" er gamanmynd sem slær í gegn!!! FORTOLUR OG FULLVISSA Tersuasion Yndisleg og vönduð kvikmynd frá BBC eftir sögu Jane Austen (Vonir og væntingar, Hroki og hleypidómar). k ★*★ DAUÐASOK TRUFLUÐ TILVERA „Mynd im vekur umtal." S\NT)IU BUIJ.OCK SAMUEI. LJACKS0.N MATniRW MCXONAUCIICT KKVIN SPACV 2 DAGAR EFTIR! Trainspottlng FRUMSÝND PÖSTUDAGINU 8. KÓV og umdeild mynd frá framleið- endum Pulp Fiction i Etc mctis hijiwib «* imtim 1111111««». dijhh johi umiií jmht iiiiijjii ijjih «j s boroid ll!JBIIIIIMtmil/lílin*lillIIUCl IJIi.WíUDIIwi.i..»HÍPJTWIIIS ■la:» IUHMBtNU miKIUCTIISIUIDE .wriumSBDUJ n»r«»iniillinllUJlm inr>,JStmiFIÍMUIIIJIKKKgrnirfUllllllllllliMiiFÉmtialKII ______ MMljmiíllCI BllltB 1-«lHrw!ílWIC iuiun Aíy ZZZ™ íu&».öfi?3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.