Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKEIÐARÁRHLAUP C rœnalón Hlaupvatniö rennur um 50 kílómetra undir Skeiðarárjökli áður en það kemur fram undan jökuljaðrinum Stcékkab svæbí Hlaupið kom fyrst fram austast, í farveg Skeiðarár, en breiddi síðan úr sé vestur á bóginn. Um miðjan dag í gær kom vatn ails staður fram undan jökuljaðrinum "Núpsstaða skögar skriba Rafmagnslínan yfir sandinn er farin í sundur á a.m.k. tveim stöðum. Ljósaieiðari Pósts & síma sem liggur í vegarstæðinu er einnig í sundur ■ Vísindamenn huga að framhaldinu Gos í Gríms- vötnum í kjöl- far hlaupsins? HUGSANLEGT er að gos hefjist undir Grímsvötnum eftir að þrýst- ingurinn á svæðinu minnkar. Að sögn Bryndísar Brandsdóttur jarð- eðlisfræðings er vitað að kvikuhólf er undir vötnunum, og við sambæri- legar aðstæður annars staðar hefur slíkur þrýstingsléttir valdið gosi. „Frá árinu 1987 höfum við orðið vör við óróa í lok hlaupa úr Skaftár- kötlum, sem eru vestan við Gríms- vötn. Svo virðist sem við þrýstings- létting skjótist út gangur úr kviku- hólfi sem er á þessum stað. Ekki er útilokað að sama gerist eftir hlaup úr Grímsvötnum. Enginn órói mældist eftir síðasta Skeiðarár- hlaup, en vitað er að gos fylgdi í kjölfar Grímsvatnahlaupsins 1934.“ Sigurður Þórarinsson, jarðfræð- ingur, leiddi getum að því í bók sinni „Vötnin stríð“, sem kom út 1974, að „það væri frekar að Grímsvatnahlaupin og þrýstings- léttingur samfara þeim sem kæmu gosunum í gang en að gosin yllu hlaupunum“. Gos ekki alltaf samfara hlaupum Tilgátu sína byggði Sigurður á því, samkvæmt heimildum, að gos- in væru ekki alltaf samfara hlaup- unum en þegar þau fylgdust að yrðu menn gosanna yfirleitt ekki varir fyrr en hlaupin væru að nálg- ast hámark, og þrýstingurinn í Grímsvötnum því orðinn minni. Skip undan landi urðu einskis vör RANNSÓKNASKPIÐ Bjarni Sæ- mundsson er nú á leið að Skeiðarár- ósum. 15 skip og bátar voru á veið- um eða siglingu á svæðinu frá Ör- æfagrunni að Kötiugrunni þegar hlaupið braust fram. Flest voru all- djúpt undan landi eða austan við ósinn og urðu einskis vör. Hafrannsóknastofnun varaði skip við að draga botnlæg veiðar- færi í grennd við Skeiðarárós vegna hættu á flóðbylgju en eftir því sem næst varð komist var ekkert skip þar við veiðar. Bjarni Sæmundsson var í gær staddur norður af Langanesi þegar Morgunblaðið ræddi við Guðmund Bjarnason stýrimann. Áætlað er að skipið komi á staðinn í dag en um borð eru sérfræðingar og búnaður til að annast rannsóknir á áhrifum hlaupvatnsins á lífríki hafsins. Skeiðarársandur mestallur undir vatni í einu stærsta jökulhlaupi á öldinni GÍFURLEGT tjón varð á samgöngu- mannvirkjum á Skeiðarársandi í gær þegar hlaup kpm úr Grímsvötnum. Hlaupið óx harðar og stefnir í að verða stærra en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Vatnamælingamenn töldu um miðjan dag í gær að rennsl- ið í hlaupinu væri a.m.k. 30.000 rúm- metrar á sekúndu og það væri að öllum líkindum orðið jafnstórt síðasta stórhlaupi á Skeiðarársandi árið 1938. Rennslið var enn að aukast í gærkvöldi en talið var að það næði hámarki í nótt. Vatnamælingamenn fengu viðvör- un frá sérfræðingum á Raunvísinda- stofnun Háskólans í fyrrakvöld sem urðu varir við óróa á skjálftamæli við Grímsvötn um kl. 22.30. Vatna- mælingamenn fóru niður á sand um nóttina en urðu ekki varir við neitt óvenjulegt. Um kl. 7 í gærmorgun fóru þeir aftur að skoða árnar. Arni Snorrason, forstöðumaður vatna- mælingasviðs Orkustofnunar, sagði að þá hefði mátt greina örlitla breyt- ingu á Skeiðará. Vatnað hefði upp á nýjustu ísskarir. Vatnamælingamenn óku vestur eftir Skeiðarársandi og skoðuðu rennsli í Gígjukvísl, en sáu enga breytingu þar. „Þegar við komum til baka að Skeiðará sáum við að ekki fór milli mála að hlaup var að hefj- ast. Við gáfum skýrslu um það og fórum svo að mæla. Mælingar leiddu strax í ljós að hlaupvatn var í ánni. Við flýttum okkur að ljúka mæling- um og fengum síðan ábendingu frá vaktmanni í Skaftafellsbrekkum um að jakaruðningur væri á ferðinni og greinilega vöxtur í ánni. Þegar mér varð litið upp eftir ánni sá ég krapaelg á fullri ferð og þegar ég horfði upp eftir sandinum sá ég að hann var allur á hreyfingu. Við stukkum upp í bílinn og keyrðum á fullri ferð yfir brúna. Þegar við vor- um komnir yfir og litum til baka var Rennslið í hámark á sólarhring Atburðarásin á Skeiðarársandi hefur orðið hraðari og stórkostlegri en flestir áttu von á. Brúin á Gígjukvísl hrundi rúmum klukkutíma eftir að vatn byrjaði að renna í kvíslina og margir kílómetrar af _____ ~~~ > - ~ vegum o g görðum hafa eyðilagst. Egill Olafsson fylgdist með hamförunum á sandinum í gær. komið vatn undir alla brúna,“ sagði Ámi. 4-5 metra há flóðbylgja „Vatnshæðarmælir í Skaftafells- brekkum sýnir að flóðbylgja kom nákvæmlega klukkan 8. Af mælinum að dæma var hæðin á flóðbylgjunni 4-5 metrar. Eftir þessa fyrstu bylgju, sem var full af krapa og jök- um, lækkaði vatnsborðið aðeins. Af mælitækinu að dæma hefur þetta verið að vaxa stöðugt í dag í eins konar flóðkippum. Þess ber að geta að áin er örugglega að grafa sig niður í sandinn og þess vegna er ekki nægilegt að horfa á vatnsborðið þegar vatnsmagnið er metið,“ sagði Árni. Vegna ótta við stórhlaup hefur einn mælingamaður verið á vakt í Skaftafellsbrekkum meðan hinir hafa mælt niðri við Skeiðarárbrú. Það sýndi sig í gær að full þörf var á þessari varúðarráðstöfun. Ásgeir Gunnarsson vatnamælingamaður var á vakt í brekkunum þegar hlaupið byijaði. „Það fór ekki milli mála þegar ég kom upp í brekkurnar að eitthvað var að gerast. Það má segja að það hafi komið flóðbylgja. Hún var kom- in niður að brú um 15 mínútum eft- ir að ég sá hana. Þetta gerðist allt ótrúlega hratt. Vatnið var strax kom- ið undir alla brúna og fór fljótlega að renna með veginum og síðan yfir hann. Mikill ískrapi var í jökulvatn- inu,“ sagði Ásgeir. Hröð atburðarás Skeiðarársandur hefur verið lok- aður fyrir allri umferð á nóttunni í mánuð. Sandurinn var opnaður kl. 8 í gærmorgun en lokað aftur kl. 9 þegar flóðið hófst. Atburðirnir gerð- ust hratt á sandinum um morguninn. Vegurinn var kominn í sundur fyrir kl. 10. Kl. 11 var staðan þannig að vegurinn var í sundur á nokkurra kílómetra kafla austan og vestan við Skeiðarárbrú. Vatn hafði brotið sér leið með vestari brúarendanum. Vatn fór að renna í Sæluhúsa- kvísl, sem er næsta brú fyrir vestar, Skeiðarárbrú, strax um morguninn. Laust eftir kl. 11 var rennslið orðið það mikið að vatn frussaðist yfir brúna. Flestir áttu von á því að brú- in, sem er um 50 metra löng, færi á hverri stundu. Vatnið braut sér hins vegar leið austan við brúna og þá létti á þrýstingi á hana. Brúin er hins vegar skemmd, en hékk uppi þegar síðast fréttist. Um svipað leyti og átökin voru sém mest við brúna yfir Sæluhúsa- kvísl fór vatn að renna í Gígju. Líkt og í Skeiðará jókst rennslið í Gígju- kvísl mjög hratt. Um kl. 12.40, um einum og hálfum klukkutíma eftir að vatn fór að renna í ána, hrundi hluti af brúnni. Vestari endi brúar- innar stóð uppi í nokkrar mínútur, en hann fór einnig. Talsvert mikill jakaburður fylgdi hlaupinu, en það voru ekki jakarnir sem brutu brúna. Rennslið var einfaldlega svo mikið að það gróf undan stöplunum og þeir hrundu á skömmum tíma. Vatn fór að renna í Núpsvötn um kl. 16.15 og líkt og í hinum ánum öx rennslið mjög hratt. Vegagerðin tók fljótlega ákvörðun um að rjúfa varnargarða vestan við veginn í von um að með því móti yrði hægt að bjarga brúnni. Um algert neyðarúr- ræði er að ræða vegna þess að vatn sem flæðir vestur yfir sandinn kemur til með að eyðileggja mikið gróður- land. Menn töldu þetta samt óhjá- kvæmilegt eftir að hafa séð brúna yfir Gígju hrynja. Þrátt fyrir að vatn rynni yfir veg- inn austan og vestan við Skeiðarár- brú var álagið á brúna það mikið að hún lét undan. Á fimmta tímanum hafði rennslið náð að grafa það mik- ið undan brúnni að stöplar féllu nið- ur og brúargólfið á 4 bilum af 20 féll niður í ána. Vatn kom fyrst upp úr jöklinum Mælingar jarðvísindamanna gefa til kynna að ísstíflan við Grímsvötn hafi brostið um kl. 22.30 í fyrra- kvöld. Þetta þýðir að vatnið hefur verið 10 klukkutíma að bijóta sér leið niður þá 50 kílómetra leið sem er úr Grímsvötnum niður á Skeiðar- ársand. Fyrstu mínúturnar braut vatnið sér leið í gegnum sprungur nokkur hundruð metra ofan við jökulbrúnina. Síðar náði vatnið að hola sér leið undan jöklinum og þá hætti rennslið ofan á jöklinum. Þessi atburðarás varð við upptök Skeiðarár snemma um morguninn og við upptök Gígjukvíslar laust 1 fyrir hádegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.