Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristj án Frosthörkur norðanlands ÞAÐ hefur ekki farið fram hjá Norðlendingum að veturinn er kominn. Miklum snjó kyngdi niður um helgina; samkvæmt upplýsingum varðstjóra lögregl- unnar á Akureyri er talið að jafnfallinn snjór sé um 25 sentí- metrar. Þá eru miklar frost- hörkur ríkjandi, en fjórtán gráða frost mældist á mælum lögreglustöðvarinnar við Þór- unnarstræti í gærmorgun. Börnin eru söm við sig og láta ekki á sig fá þó kalt sé i veðri. Útigallinn er tekinn fram og skundað upp í brekku. Sumir eru svo heppnir að eiga stórar vörubílaslöngur sem gaman er að þeysa á niður brattar brekk- urnar. Og það er hægt að bjóða næstum öllum krökkunum í göt- unni með. SýmngTim að ljúka á Sigrúnu Astrósu SÝNINGUM á leikritinu Sigrún Ástrós hjá Leikfélagi Akureyrar fer fækkandi, einungis eru tvær sýningar eftir, næstkomandi laug- ardagskvöld, 9. nóvember og 16. nóvember. Þrjátíu ára leikafmæli Sýningin fékk nær einróma lof gagnrýnenda við frumsýningu 27. september síðastliðinn. Sunna Borg minnist þrjátíu ára leikaf- mælis síns með þessum einleik og bregður fyrir sig breiðu litrófi í túlkun sinni á miðaldra konu sem gerir djarfa tilraun til þess að höndla lífshamingjuna. Leikritið er fullt af hlýrri gamansemi sem studd er djúpum undirtónum og innsæi höfundar í líf nútímamanns- ins, jafnt karla og kvenna. Aðsókn að sýningunni hefur valdið nokkrum vonbrigðum, en leikhúsunnendur eru hvattir til að láta sýningarnar tvær sem eftir eru ekki fram hjá sér fara. ____________ á Akureyri Hólel KEA föstudoginn 8. nóvember kl. 8.00 - 9.30 GÓDARISINS? Yfír 10% hagvöxtur verður á árunum 1995 - 1997. Nýtur landsbyggðin aukinna umsvifa eða sogar Reykjavíkursvæðið til sín fjármagnið? Verður landsbyggðin samkeppnisfær á næstu árum um fólk og atvinnurekstur? Framsögumenn: Þórður Fríðjónsson, forstjórí Þjóðhagsstofnunar Vilhjálmur Egilsson, alþm. og framkvæmdastjórí Verslunarráðs Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjómarformaður KEA Umræður og fyrirspurnir Fundargjald er kr. 1.200 (morgunverður innifalinn). Fundurínn er opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 8.00-16.00)._______ VERSLUNARRAÐ ISLANDS Niðurstöður kúasýninga í Eyjafirði sem haldnar voru í sumar Huppa á Reistará þótti best Eyjafjarðarsveit. UM 70 kúabændur komu saman á fundi á Hótel KEA á Akureyri í vikunni og hlýddu á ráðunautana Jón Viðar Jónmundsson og Guð- mund Steindórsson fara yfir og útskýra niðurstöður úr kúasýning- unum sem haldnar voru í sumar. Jón Viðar sagði frá því að nú hefði í fyrsta skipti verið dæmt eftir nýju dómskerfi, sem er mun yfirgrips- meira og ítarlegra en gamla kerfið. Guðmundur Steindórsson flutti erindi um kúasýningamar, lýsti bestu kúm héraðsins og sýndi lit- skyggnur af þeim. Eigendur stiga- hæstu kúnna í hverjum hreppi fengu svo verðlaunagripi frá Mjólk- ursamlagi KEA, sem Þórarinn E. Sveinsson mjólkursamlagsstjóri af- henti. Kristján Buhl bóndi á Ytri-Reist- ará í Arnarneshreppi átti hæst dæmdu kúna að þessu sinni, Huppu 107, landsfræga mjólkurkú, sem skilað hefur ótrúlega miklum afurð- um á síðustu árum og mjólkaði á síðasta ári rúm 10.000 kg. Fékk Kristján afhentan sérstakan heið- ursverðlaunagrip, sem gerður er af Guðrúnu Steingrímsdóttur frá Stekkjarflötum. VERÐLAUNAKÝRIN Huppa 107 hefur skilað ótrúlegum afurð- um síðustu ár og mjólkaði rúm 10.000 kg á síðasta ári. SIGURGEIR Hreinsson formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar t.v. afhendir Kristjáni Biihl, bónda á Ytri-Reistará, verðlauna- grip fyrir bestu kúna í Eyjafirði 1996. Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra Dökkar horfur í byggðamálum „HORFUR í byggðamálum eru nú dekkri en verið hefur um langt skeið. Þrátt fyrir hagvöxt og nokk- urn efnahagsbata er áframhald- andi fólksfækkun og miklir erfið- leikar í heilum landshlutum. Sjáv- arútvegsstefnan og erfiðleikar hefðbundinnar bolfiskvinnslu valda því að staða margra byggðarlaga er venju fremur ótrygg," segir í stjórnmálaályktun kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norður- landskjördæmi eystra. Þess er krafist að gætt verði jafnvægis í stórframkvæmdum og opinberum framkvæmdum í land- inu. Varað er við afleiðingum þess að allar helstu störframkvæmdir á næstu misserum verði á suðvestur- horni landsins án þess að nokkuð sé gert til mótvægis í öðrum lands- hlutum. Þvert á móti sé samtímis boðaður niðurskurður t.d. í vega- málum og opinberri þjónustu út um landsbyggðina sem sérstaklega beinist að litlum einingum í af- skekktum byggðalögum. Hvergi örlar á að tekið sé á vanda fólks, t.d. því mikla misrétti sem fjöl- skyldur víða á landsbyggðinni búa við gagnvart skólakostnaði barna sinna. Ríkisstjórnin sem nú situr sé versta ríkisstjórn sem lands- byggðin hefur í langan tíma átt við að glíma. Alþýðubandalagið mótmælir sérstaklega að á sama tíma og stjórnvöld beiti sér fyrir hverri stórframkvæmdinni á fætur ann- arri á suðvesturhorni landsins sé grafið undan yfirlýstri stefnu um uppbyggingu annars staðar. Þetta eigi til að mynda við um eflingu Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðis- ins sem miðstöðvar fræðslu og rannsókna í sjávarútvegi." Þá er áhyggjum lýst yfir áfram- haldandi samdrætti í hefðbundinni landvinnslu sjávarafla, ekki síst fyrir atvinnuöryggi fiskvinnslu- fólks. Minnt er á að bændur séu sú stétt landsins sem þola hefur mátt hvað mesta kjaraskerðingu á undanförnum árum, brýnt sé að búa þannig að landbúnaði og bændum að eðlileg endurnýjun og kynslóðaskipti geti orðið í grein- inni. Nýtur lands- byggðin góð- ærisins? NÝTUR landsbyggðin góðærisins? er yfirskrift morgunverðarfundar Verslunarráðs Islands sem haldinn verður á Hótel KEA næstkomandi föstudag, 8.nóvmeber frá kl. 8-9.30. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar nemur samanlagð- ur hagvöxtur áranna 1995 til 1997 um 10% af landsframleiðslu. Þar af er ráðgerður hagvöxtur í ár 5,5% og á næsta ári 2,5%. Tölurn- ar segja þó ekkert til um afkomu einstakra landssvæða. I allri um- ræðunni um góðærið er því tíma- bært að fjallað verði um stöðu landsbyggðarinnar. Nýtur hún aukinna umsvifa til jafns við Reykjavíkursvæðið eða sogar það til sín fjármagnið? Verður lands- byggðin samkeppnisfær á næstu árum um fólk og atvinnurekstur? Leitað verður svara við þessum og fleiri áleitnum spumingum á morgunverðarfundinum. Framsögumenn verða Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og framkvæmda- stjóri Verslunarráðs, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarform- aður KEA. í lokin verða almennar umræður. ------» ♦ ♦ Innbrot og þjófnaðir BROTIST var inn í verslunina Garðshorn á Akureyri um helgina og stolið þaðan skiptimynt og tób- aki. Við innbrotið var grjóti hent inn um glugga og lenti grjótið í kæliskáp í versluninni og skemmdi hann. Þá var farið inn í þijá ólæsta bíla og hljómflutningstækjum stol- ið úr tveimur þeirra. Þjófarnir reyndu að ná tæki úr þriðja bílnum en höfðu ekki erindi sem erfiði en tókst þó að eyðileggja tækið. Útboð Bæjarsjóður Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í rekstur veitinga- og gistiaðstöðu Skíðastaða í Hlíðarfjalli. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Akureyrarbæjar frá og með miðvikudeginum 6. nóvember. Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, eigi síðar en fimmtu- daginn 21. nóvember 1996 kl. 11.00 f.h., þar sem þau verða opnuð í viöurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Allar nánari upplýsingar gefa starfsmenn áætlana- hagsýsludeildar Akureyrarbæjar í síma 462 1000. °9 Hagsýslustjórinn á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.