Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Skipt um óperu í Metropolitan Pavarotti náði ekki að læra hlutverkið Þjóðlög úr safni Engel Lund Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðvikudag- inn 6. nóvember syngur Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran við undirleik Arnar Magnús- sonar píanóleikara. Tónleikarn- ir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Á efnisskrá eru þjóðlög úr safni Engel Lund útsett af Ferdinand Rauter. Marta Guðrún er fædd í Reykjavík 1967. Hún lauk ein- söngvaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1988 og stundaði framhaldsnám við Hochschule fúr Musik í Múnchen um fimm ára skeið. Marta Guðrún hefur komið fram á tónleikum bæði sem ljóðasöngvari og sem einsöngv- ari með kórum og hljómsveit- um. Á efnisskrám hennar eru jafnan verk frá flestum tímabil- um tónlistarsögunnar, þar með talin þjóðlög. Hún hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarhátíðum á Norðurlöndum, í Þýskalandi og í Ungveijalandi. Um þessar mundir fer hún með hlutverk í leikverkinu Masterclass á fjöl- um íslensku óperunnar. Örn Magnússonar er fæddur á Ólafsfirði árið 1959. Hann tók burtfararpróf frá Tónlistar- skólanum á Akureyri árið 1979 og stundaði framhaldsnám í Manchester, Berlín og London um sex ára skeið. Örn hefur komið fram á fjölda tónleika og leikið inn á geislaplötur bæði sem einleikari og í kam- mertónlist. Hann hefur faríð í tónleikaferðir um Japan og hefur ieikið á tónleikum á Norðurlöndum, í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Hann er einkum þekktur fyrir flutning íslenskrar píanótónlistar. Fyrirlestur o g sýning í DAG miðvikudag 6. nóvember kl. 16-17, mun bandaríski listamaðurinn Lawrence Wein- er halda opinn fyrirlestur um verk sín í „Barmahlíð" fyrir- lestrarsal Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Miðvikudaginn 13. nóvem- ber verður opnuð sýning á verkum hans í sýningarsalnum „Önnur hæð“, Laugavegi 37. Sýningin er opin frá kl. 14-18 á miðvikudögum út desember. „Lawrence er fæddur 1942 í Bronx í New York. Hann býr og starfar í New York og Amsterdam. Lawrence Weiner er oft nefnd- ur sem einn af frumkvöðlum hugmyndalistarinnar", segir í kynningu. Fyrirlesturinn er öllum opinn endurgjaldslaust. Afmælis- markaður Bókavörð- unnar ÁRLEGUR bókamarkaður fornbókaverslunarinnar Bóka- vörðunnar á Vesturgötu 17 hefst fimmtudaginn 7. nóvem- ber nk. í versluninni. í kynningu segir: „Á markaðnum er aldeilis yfirþyrmandi magn af íslensk- um og erlendum bókum, alls milli 40 og 50 þúsund, og hefur þvílíkar titlafjöldi aldrei verið á íslenskum bókamarkaði fyrr.“ Bókavarðan er 20 ára um þessar mundir og efnir því til meiri útsölumarkaðar en nokkru sinni fyrr. 50% afsláttur gildir um allar bækur og bók- verk frá 7. nóvember til sunnu- dags 17. nóvember. Hleypur á snærið hjá hér- aðasöfnunum GÓSENTÍÐ blasir við mörgum litlum listasöfnum í Danmörku. Líklega hefðu safnstjórarnir ekki þorað að láta sig dreyma um það sem verður innan skamms að veruleika. Lista- safnið á Borgundarhólmi mun sýna verk eftir Picasso og Matisse og í Nivá á Norður-Sjálandi verða verk Tintorettos, Tizian og Brueghel til sýnis. Verkin eru í eigu danska ríkis- listasafnsins en það verður lokað næstu tvö árin vegna umfangsmikilla breytinga á safnhúsinu, sem verður stækkað til muna. Vegna lokunarinnar ákvað stjóm ríkislistasafnsins að lána verk þess til 18 safna víðs vegar um Dan- mörku, og munu þau á næstu mán- uðum sýna dýrgripina. Tilviljun ein réð ekki ferðinni þegar söfnunum var úthlutað verkunum, reynt var að tengja listamenn og liststefnur þeim stöðum sem sýna verkin. Dæmi um það er sýningin á Borgundarhólmi, þar sem kúbísk verk Braque og Pie- assos og fauvísk verk Matisse og Derains verða í aðalhlutverki. KVIKMYNPIR Lcikfclag Dalvíkur STÚTUNGASAGA eftir Armann Gunnarsson, Hjördisi Hjartardóttur, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Tónlist: Ár- mann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason Leikmynd: Ami Bald- vinsson, Vala Gísladóttir, Kristján Hjartarson og Ama Valsdóttir Bún- ingar: Hjördís Jónsdóttir, Ásrún Ingvadóttir og Jónína Ketilsdóttir Lýsing: Kristján Hjartarson Leik- stjóri: Sigrún Valbergsdóttir Aðal- leikendur: Guðný Bjamadóttir, Frið- rik Gígja, Bemharð Amarson, Hjör- leifur Hjartarson, María Gunnars- dóttir, Ylfa Mist Gunnarsdóttir, Lov- ísa María Sigurgeirsdóttir, Hjörleif- ur Halldórsson, Sigurbjöm Hjörleifs- son, Svava Ingimundardóttir, Jó- hanna Gunnlaugsdóttir, Sigurður Lúðvígsson, Friðrik Hjörleifsson, Björgvin Hjörleifsson, o.m.fl. Loka- æfing í Ungó í Dalvík, 1. nóvember. TÖKUM þetta eins og það er: Stútunga saga er bráðklúr á köfl- um en með því að upp er og ofan hvað fólki þykir í þeim efnum er mjög á valdi leikstjórans hvaða textaáherslum hann ljær sína skapandi hönd. í vandaðri og vel unninni leikskrá með uppsetningu Leikfélags Dalvíkur á Stútunga- sögu bera þó hraðlygnir höfund- arnir af sér allan ribbaldahátt, hveiju nafni sem nefnist, og kenna helst öðrum. En leikstjórinn, Sig- rún Valbergsdóttir, undirstrikar hann eigi að síður með_ látbragði og leikmunum í senn: í höndum biskups er bagallinn póleraður reð- ur enda eina sýnilega þríeiningin METROPOLITAN-óperan í New York hefur nú tilkynnt, að ástæða þess að ítalski tenórsöngvarinn Luciano Pavarotti gæti ekki sungið í „Valdi örlaganna" eins og til stóð, væri sú að hann hefði ekki náð að læra hlutverkið. Því hefði verið ákveðið að setja upp óperu sem söngvarinn hefði áður sungið í, „Grímudansleikinn". Afar sjaldgæft er að slíkt gerist í óperuhúsinu, síð- ast var efnisskrá breytt vegna veik- inda Leontyne Price árið 1979. Joseph Volpe, framkvæmdastjóri Metropolitan, sagði að Pavarotti hefði gjaman viljað syngja í „Valdi örlaganna“ en vegna sýkingar í öndunarfærum síðasta vetur hefði hann neyðst til að hætta að syngja um nokkurra mánaða skeið. Það hefði orðið til þess að ýmis verkefni hefðu dregist og söngvarinn ekki getað lært hlutverkið. á þeim bæ flírugheit, flærð og losti. Og draumfarir kvenna eru ekki sléttar. Þetta eru án efa réttar áherslur hjá Sigrúnu því ekkert í texta eða umhverfi býður upp á siðfágun eða pempíuhátt nema ef vera skyldi blómatínslan. Því skapast í þessari sýningu á Dalvík ósvikinn groddaralegur miðaldahúmor sem sjálfur Falstaff hefði verið hreykinn af og fellur nútímaáhorfendum enn í geð, hvað svo sem viðvíkur iðn- og tölvubylt- ingum og gegndarlausri sótt- hreinsun tuttugustu aldarinnar á mannsins búklegu þörfum. Þessi sýning rennur vel hjá Sig- rúnu og Dalvíkingum og hún er sett upp með glöggu auga fyrir Þetta er í annað sinn í vetur sem veikindi Pavarotti valda vandræð- um í Metropolitan, en í haust var ætlunin að taka „Vald örlaganna" upp og gefa út á geisladisk. Þess í stað var lokið við upptökur á „I Lombardi" en hætta varð við þær í vor vegna veikinda söngvarans. Stjórnendur Metropolitan-óper- unnar kváðust telja að aðdráttar- afl Pavarottis væri meira en verks- ins, og þar sem PLcido Domingo hefði ekki getað hlaupið í skarðið, hefði verið ákveðið að setja aðra óperu á svið. James Levine stjórn- ar hljómsveitinni en í stærstu hlut- verkunum auk Pavarottis, verða Deborah Voigt og Juan Pons, Yo- ungok Shin og Florence Quivar. Pavarotti syngur 5 fyrstu sýning- arnar en að því búnu tekur Krist- ján Jóhannsson við aðalhlutverk- inu. hinu óvænta og spaugilega. Sjálf generalprufan hikstaði ekkert nema þegar tindilfættur Hjörleifur Hjartarson í persónu Atla blóma- tínara og aðal yfirgengilegur væmnisrómantíkus kvöldsins steig gegnum fjöl á sviðinu þegar hann stökk yfir bæjarlækinn við Kalda- kol og var svo snöggur upp að ekki sást nema gatið. Hlógu þá tíundubekkingar í salnum. En Hjörleifur var ekki einn um að standa sig vel í hlutverki sínu. Fjölmargir sýndu góð tilþrif, enda leikreynsla orðin mikil í Leikfélagi Dalvíkinga. Það gustar af Guðnýju Bjamadóttur sem Ólöfu, móður Atla. Hún er bæði röggsöm og skýrmælt á sviði. Þá er vert að * Urvals- sveit æfir ÚRVALSSVEIT Sambands íslenskra skólalúðrasveita kom saman á fyrstu æfingu vetrarins í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi um helgina. Sveitin er skipuð liðlega fimmtíu börnum víðsvegar að af landinu en stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Úrvalssveitin mun koma saman fimm til sex sinnum í vetur en eftir áramót er fyrir- hugað að hljóðrita geisla- plötu, auk þess sem sveitin verður meðal þátttakenda á landsmóti skólahljómsveita í vor. Kvikmynd um mál Soph- iu Hansen TYRKNESKI kvikmyndaleik- stjórinn Canans Gerede hefur í hyggju að gera kvikmynd sem byggja mun á forræðis- deilu Sophiu Hansen og Hal- ims Al. Samkvæmt upplýsing- um frá íslensku kvikmynda- samsteypunni, meðframleið- anda myndarinnar, er ekki um heimildarmynd að ræða heldur skáldverk byggt á umræddum atburðum. Gerede mun hafa unnið mikla heimildarvinnu til að búa sig undir verkefnið, en hún ku ekki ætla sér að taka afstöðu í myndinni — heldur sýna deil- una í hlutlægu ljósi. Ekki hef- ur verið ákveðið hvenær tökur hefjast en fyrirhugað er að taka myndina að hluta til upp hér á landi. Gerede hefur verið stödd á íslandi að undanförnu í tengsl- um yið sýningar á mynd henn- ar Ástin er kaldari en dauðinn á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. minnast á þau Björgvin Hjörleifs- son sem biskupsgarm og frilluhald- ara, Sigurð Lúðvígsson sem kóng, Jóhönnu Gunnlaugsdóttur sem Þuríði og Ylfu Mist Helgadóttur sem draumadísina Jódísi. Tinna Smáradóttir sem drottningin yfir Noregi hefur tækifæri til þess á næstu sýningum (þær verða a.m.k. átta) til að verða enn munúðar- fyllri og óheftari. Því þessi hispurs- lausa lafði er ekkert feimin við að gangast við girnd sinni. Bernhard Arnarson leikur Haka og hefur nú þegar magnað upp í sér illskuna. Hann þarf þó að temja sér kaldriijaða forheimsku of- beldisins enn betur til að sýna Haka eins og hann og hans líkar koma af skepnunni: hrottafengnir og heimskir. Steinþóri Traustasyni tekst bráðvel upp sem kroppinbak með hörpu. Hlutverkið er ekki stórt í sniðum en Steinþór nýtir það út í æsar og vekur í senn kátínu og meðaumkvun með vélrænum til- burðum sínum. Lýsingin var góð, svo og búning- ar. Sviðsmyndin vekur þó sérstaka athygli enda mjög snyrtilega unnin og fallega. Skipt er milli atriða með því að fletta spjöldum í stórri bók. Einföld lausn og snjöll. í heild er þessi sýning leikstjóra og leikendum öllum til sóma. í leik- skránni er þess getið að innan tíð- ar verði stofnuð unglingadeild við Leikfélag Dalvíkur. Það er fagnað- arefni í leikfélagi sem hefur tvo um fimmtugt að unga fólkið skuli knýja þar dyra og óræk sönnun þess að rétti tíminn til að leika er einmitt núna. Guðbrandur Gíslason FRÁ sýningu Leikfélags Dalvíkur. Hvergi klámhögg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.