Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 23 Nýjar bækur • ERÓTÍKIN, ástin og hjóna- bandið eru viðfangsefni rúss- neska skáldsins Alexanders Pushkins í Játningum Push- kins. „ Við kynnumst nýrri hiið hans og þeirri ástar- áráttu eða öllu heldur fíkn, sem að lokum dró hann til dauða. I bók- inni opnar Pushkin erótískar flóðgáttir ímyndunaraflsins í samskiptum sínum við hitt kynið og dregur ekkert undan,“ segir í kynn- ingu. Játningar Pushkins eða „leynidagbækurnar" eins og þær hafa verið kallaðar í Rúss- landi eru á bannlista þar og voru einnig bannaðar í Sovét- ríkjunum allt frá því að þær komu fram í dagsljósið rétt um hundrað árum eftir dauða Pushkins. Dagbókunum var smyglað út úr Sovétríkjunum 1976 og hafa síðan verið gefnar út víða í Evrópu og Banda- ríkjunum. Útgefandi er bókaútgáfan Reykholt ogþýðandi er Sús- anna Svavarsdóttir. Bókin er ekki ætluð börnum innan 16 ára aldurs. Bókin er 160 bls. ogkostar 2.860 kr. • „HUGARLENDUR Tolki- ens“ nefnist stór nýútkomin listaverkabók. Meðal þeirra sem hafa látið hrífast af Hringa- dróttinssögu Tolkiens er fjöldi listamanna sem túlka hugar- lendur Tolkiens í listaverkum. Sjást þau oft á sýningum er- lendis, en líka eru víða haldnar sérstakar Tolkien-listsýningar. Frægustu túlkendur Tolkiens eru Englendingurinn Alan Lee og Kanadamenirnir John Howe og Ted Nasmith. Útgefandi er Fjölvaútgáfan. í þessari nýju listaverkabók Hringadróttinssögu eru um 60 listaverk ílitprentun ogskipt- ast þau niðurá 25 listamenn. Hverri mynd fylgir viðeigandi texti úr Hringadróttinssögu, Hobbitanum og Silmerlinum í þýðingu Þorsteins Thorarensen. Bókin er prentuð hjá Rotolito í Mílanó, en filmugerð annaðist PMS íSúðarvogi. Hún er 160 bls. og er verð hennar kr. 2.890. Alexander Pushkin MYNPLIST Listasafn Kópavogs — Gcrðarsafn MÁLVERK/GRAF- ÍK/HÖGGMYNDIR Hrólfur Sigurðsson/Sigrid Valtingoj- er/Gunnar Ámason. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 10. nóv- ember; aðgangur kr. 200 (gildir á allar sýningar). SALIR Listasafns Kópavogs - Gerðarsafns hýsa nú þrjár ólíkar sýningar, sem þó eiga sér sameigin- legan grunn í þeirri náttúru, sem listin hefur sprottið upp úr. Hver listamaður nálgast viðfangsefnið með sínum persónulega hætti, en reynist við nánari skoðun vinna mjög í anda þess sem er að finna í hinum sýningunum sem fylla hús- ið. Hróifur Sigurðsson Það hefur ekki verið auðvelt fyr- ir ungan listamann að halda tryggð við landslagið sem myndefni á sjötta og sjöunda áratugnum, þegar félagarnir voru allir á kafi í af- straktmálverkinu. Þetta gerði Hrólfur Sigurðsson engu að síður, og uppskar um síðir ríkulega fyrir þolinmæðina. Auðugt litaspjald og þétt málun hafa löngum einkennt verk hans, þar sem fremur má tala um að landið sé kveikja myndanna en viðfangsefni. Árið 1992 var haldin yfirlitssýn- ing á verkum Hrólfs á Kjarvalsstöð- um í tilefni af sjötugsafmæli hans, og þá gafst góð yfirsýn yfir þau frjálslegu og skapandi vinnubrögð, sem listamaðurinn hefur tamið sér. Á sýningunni í austursal Gerðar- safns er að finna nokkrar af sömu myndunum og voru sýndar þá, en einnig mörg málverk sem Hrólfur hefur unnið á allra síðustu árum. Sem fyrr er það einkum djarft lita- spil hans í náttúrunni, sem vekur athygli, sérstaklega þar sem litir birtunnar eru annars vegar, eins og kemur t.d. fram í verkum nr. 3, 10 og 23, sem eru öll unnin á þessu ári. Af þeim er ljóst að lista- maðurinn hefur í engu dregið úr þeim sterku andstæðum litanna, sem hafa gert málverk hans svo eftirtektarverð. Á sýningunni er hins vegar einn- ig nokkur fjöldi smærri mynda sem eru unnar með pastellitum og olíu- krít, sem þó bæta litlu við gæði sýningarinnar. Smæð flatanna sem og mildi pastel- og krítarlitanna gerir verkin öllu veigaminni og hversdagslegri en ella; það er helst hægt að meta þau að verðleikum sem frumdrætti eða minnispunkta Morgunblaðið/Á. Sæberg HRÓLFUR Sigurðsson: Við Héraðsvötn, 1996. GUNNAR Árnason: Minning um keldusvín, 1996. Landið og listin fyrir olíumálverkin, sem eru greini- lega hans sterkasti vettvangur. Sigrid Valtingojer Sigrid Valtingojer hefur verið dijúg á vettvangi grafíklistarinnar um langt árabil, og verk hennar farið á alþjóðlegar sýningar í öllum heimsálfum. Hún hélt sína síðustu einkasýningu hér á landi í Lista- safni ASÍ fyrir þremur árum, og má segja að sýningin nú sé í rök- réttu framhaldi af henni. Listakonan sýnir einkum trérist- ur sem hún hefur verið að vinna síðustu tvö ár, og er í flestum tilvik- um um að ræða flokka myndverka, sem byggjast á svipuðu línuspili og formgerð og á fyrri sýningum henn- ar. Grófgerð og stílfærð formin minna oft á harðgerða kletta og berangur fjallshlíðanna, þar sem snjórinn safnast fyrir í kuldalegum skorningum og skerpir þær línur, sem marka landið. í myndaflokkunum „Gijótkast- ali“ og „Leysing“ er formfestan í fyrirrúmi, þar sem góður hrynjandi verður til af endurtekningu forma í mismunandi litum; „Mantra“ verk- in eru hins vegar lausbeislaðri, en fyrir vikið nýtur sjálfstæð mynd- byggingin sín með ágætum. Flest verkin á sýningunni heyra til flokkum undir heitinu „Andblær tímans", þar sem kenna má svipi landsins, eftir því sem þeir breytast í ljósi veðrunar og árstíðaskipta. Litaspjald flokkanna nr. IV og VII er framandi og kunnuglegt í senn, og á vel við myndefnið. Beiting litanna er oft hin erfið- asta þraut í grafíklistinni, þar sem þeim hættir til að dofna. Sigrid nær hins vegar að halda litum afar tær- um í flestum verka sinna, og má í því sambandi benda á verk eins og „Gijótkastali III“, „Mantra 11“ og loks „Ein bára stök“, sem hangir framan við sýningarsalinn. Gunnar Árnason Við fyrstu sýn kunna verk Gunn- ars Árnasonar að virðast nokkuð fjarlæg þeim listaverkum, sem fylla efri sali safnsins; ryðgað járn, út- skornar ímyndir hnoðaðar á bak- grunninn, og fornfáleg loftför eða vinnutæki í annarlegu samhengi. Við nánari umhugsun verður skyldleikinn ljós. Brýr, samgöngu- (hestar jafnt sem skip, bifreiðar og loftför) og vinnutæki eru fulltrúar fátæklegra tilrauna mannsins til að beisla umhverfi sitt, landið og nátt- úruna, sjálfum sér til hagsbóta. Slíkt kann að takast um stund - í nokkur augnablik eilífðarinnar - en um síðir sigra náttúruöflin bæði mannvirkin og þau tæki sem notuð voru við gerð þeirra. Loks er listaverkunum sjálfum í raun ekki lokið, heldur eru þau á ákveðnu stigi mótunarinnar, sem mun að lokum eyða þeim. Þannig eru „Þjórsárbrú" og „Veghefill" reisuleg mannanna verk, sem eru þegar merkt þeim eyðingaröflum, sem munu leggja þau að velli. „Minning um keldusvín“ vísar í raun til tveggja átta. Annars vegar er minningin um þær framfarir í sveitum, sem þessi vinnutæki þóttu marka, og hins vegar þau spellvirki á umhverfi vaðfugla sem þau unnu; afturhvarfið er hins vegar hafið, nú þegar tekið er að endurheimta það mýrlendi sem þannig var þurrk- að upp, og tækin verða ryðinu að bráð. Sá sameiginlegi þráður sem teng- ir þéssar sýningar er þannig skýr þrátt fyrir allt. Landslagsmálverkið hjá Hrólfi er fremur skáldfærð minning en staðarlýsing, grafík- myndir Sigridar Iýsingar á andblæ og stökum þáttum þess umhverfis sem við hrærumst í, og höggmynd- ir Gunnars áminning um að þrátt fyrir allar tilraunir okkar hafa að- gerðir mannsins aðeins tímabundin áhrif á landið sem við byggjum; tíminn og veðrun náttúruaflanna munu jafna um þær allar um síðir. Þetta er skemmtileg samtenging vandaðra listamanna, og er rétt að hvetja fólk til að leggja leið sína í Kópavoginn á næstunni og skoða verk þeirra eigin augum. Eiríkur Þorláksson Nýir hópar nýir áheyrendur TÓNLIST Listasaf ni íslands KAMMERTÓNLEIKAR Camerarctica; flytjendur Ármann Helgason klarinettuleikari, Hallfríð- ur Ólafsdóttir flautuleikari, Hildi- gunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Guðmundur Kristmundsson víólu- leikari, Sigm-ðiu- Halldórsson selló- leikari. Sunnudagur 3. nóv. kl. 17. SEX-manna hópur, sem kallar sig Camerarctica, hyggst flytja okkur minna þekkt verk úr flokki kamm- ertónlistar. Enn einn kammermúsik- hópurinn, hugsar maður fyrst, ber markaðurinn allt þetta tónlistarfram- tak, eða eru til nægjanlega margir flytjendur til að mynda alltaf nýja hópa, dettur manni í hug þegar mað- ur sér sömu flytjendurna í einum eða fleiri hópum öðrum. Kannske á þetta fyrst og fremst við um viss hljóðfæri og jafnframt þá um vissa menn, en hvað er hægt að margnýta mann, eins og þann ágæta víóluleikara Guð- mund Kristmundsson lengi? En von- andi heldur Guðmundur út lengi enn og hér eru á ferðinni ungir hljóðfæra- leikarar, allir mjög góðir og tónleika- gestir íslenskir virðast oft fæðast með nýjum hópum og þar á finnast engin takmörk. Fyrsta verk kvöldsins var Kvartett Kv. 285 í D-dúr eftir W.A. Mozart, kvartett fyrir flautu og strengi, Hildi- gunnur lék á fiðluna. Hér mæddi mest á flautuleikaranum Hallfríði, sem skilaði sínu með ágætum, falleg- um tóni og fallega og eðlilega músis- erað. Flutningurinn var allur mjög lifandi og hraðaval þáttanna gott. Nokkur ákafi var yfirbragð flutnings- ins, sem getur verið gott, en getur líka bitnað á nákvæmni og kannske vantaði aðeins á 100 prósentin hvað það snerti, á stöku stað. Þungamiðja tónleikanna var Kvintett fyrir klari- nett og strengi eftir Johannes Brahms. Þessi óhemju langi Kvintett er mögnuð kammermúsik og áreiðan- lega vandflutt. Skap og gáfur höfðu þau til að skila þessu verki og hér sýndu þau mjög fallegt píanóspil sem ekki allir ná, og jafnvel síðasta þættin- um, sem virkar eiginlega sem eins- konar ljóðaflokkur, náðu þau að skila óbrotnum. Jafnvægi í samhljómi er alltaf vandamál allra kammerhópa og kannski er erfitt að ná þessu jafn- vægi við nokkuð mikinn hljómburð, sem er í Listasafninu. Skapmiklir listamenn verða að halda þétt í taum skáldfáksins og hér var á köflum slak- að á um of. Ármann er góður klari- nettuleikari og sannarlega hljómaði klarinettan oft mjög fallega, en á stundum fannst mér hann stökkva út úr ramma hljómsins og ætla hinum að elta. Á hinn bóginn saknaði ég að heyra ekki betur í fiðlunni hennar Sigurlaugar, kannski var það vegna þess að hún sat innst og þurfti að þrengja sér í gegnum hljóminn, en þá er líka að kunna að reikna með því. Penderecki kom algjörlega aftan að manni með kvartettinum fyrir klarinett og strengi sömdum 1993. Afturför eða framför, ég veit það ekki, en að hluta rómantískur og sér- lega fallegur og vel gerður kvartett hljómaði hér nvjög ánægjulega úr höndum og huga fimm-menninganna. Síðast á efnisskrá var splunkunýtt verk eftir John Speight sem hann kallar Proud Music of the Storm. Ekki áttaði ég mig sérstaklega á því úr hvaða átt þessi stormur blés, en sumt í tónlistinni var með því besta sem undirritaður hefur heyrt frá hendi John Speight. Vissulega er ástæða til að óska þessum nýja kammermúsikhópi til hamingju og jafnframt langlífis. Ragnar Björnsson Hillukerfi sem allir geta sett saman I 1 —j r .! ! ^L======3 0DEXION SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI31 • SÍMI 562 72 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.