Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kolskeggur frá Kjarnholtum fannst dauður í skurði Morgunoiaoio/vaiaimar h.risunsson KOLSKEGGUR frá Kjarnholtum var einn margra góðra stóð- hesta frá Kjarnholtum, varð annar í flokki fimm vetra stóð- hesta á landsmóti ’94 og er myndin tekin við það tækifæri, Knapi er Einar Öder Magnússon. Verðmæti hestsins fjórar milljónir STÓÐHESTURINN Kolskeggur frá Kjamholtum í Biskupstungum fannst á sunnudag dauður í skurði í heimahögum. Hesturinn var sjö vetra og er söluverðmæti hans áætlað ekki minna en fjórar millj- ónir króna. Hesturinn hafði sést á laugar- daginn rétt fyrir myrkur og var þá allt með felldu. Fimmtán stiga frost var i Tungunum þegar þetta gerðist en hross eru fljót að iáta sig lendi þau í vatni í miklum kuld- um. Hafði hesturinn lent í djúpum skurði með talsverðu vatni í. Með Kolskeggi er horfinn af sjónarsviðinu einn af hæst dæmdu hestum landsins en hann varð ann- ar af fimm vetra hesturn á lands- mótinu á Gaddstaðaflötum 1994 með 8,29 í aðaleinkunn. Hann hlaut meðal annars 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, bak og lend og samræmi sem Kristinn Hugason hrossarækt- arráðunautur segir í „Hrossarækt- inni 1994“ að sé óvepjulegt en þar sagði einnig að Kolskeggur væri stórglæsilegur hestur. Kolskeggur var undan Létti frá Sauðárkróki og Kolbrá frá Kjamholtum sem var mikið afrekshross á skeiðkapp- reiðum og kynbótasýningum. Guðný Höskuldsdóttir í Kjarn- holtum sagði það vissulega mikinn skaða að missa þennan hest sem vafalaust var verðmætasti hestur- inn í Kjarnholtum um þessar mundir. Hótmgarður — sérh. — 2ja Nýkomin mjög björt og falleg 65 fm neöri hæð í tvíbýli á þessum vinsæla stað í Smáíbúðahverfinu. Sérinngangur. Hús nýviðgert. Hiti í stéttum. Eign í góðu standL Tilvalin íbúð fyrir jafnt unga sem eldri borgara. Laus strax. Verð 5,9 millj. Miðvangur41, Hfj. — 2ja Mjög falleg 57 fm íb. á 5. hæð í lyftuhúsi. Sérinngangur af svölum. Sérþvottaherb. Suðursvalir. Frábært útsýni yfir bæinn. Laus strax. Áhv. hagst. lán 2,7 millj. Verð 4,8 millj. Nánari upplýsingar gefur: Hraunhamar, fasteignasala, sími 565-4511. rrn 14 rn rrn 4 Q7fl iírösi>.valdiharssdn,framkvæmdastjófii UDl I I DU’UUL Iu/U JÓHANNÞÚRBARSON,KRLLÖGGILTURFflSTEIGNASflLI. Hagstæð eignaskipti m.a. eftirfarandi: 3ja herb. íbúð óskast í skiptum fyrir stóra og góða 4ra herb. íb. með rúmg. bílsk. Gótt raðhús við Ásgarð óskast í skiptum fyrir glaesilegt raðhús við Hrauntungu í Kóp. með íb,- eða vinnuhúsn. á jarðh. og rúmg. bílskúr. 2ja-3ja herb. góð íbúð óskast ( skiptum fyrir gott einnar hæðar steinhús á Grundunum I Kóp., 132,5 fm nettó auk bílskúrs, 30 fm. 2ja herb. góð íbúð óskast I skiptum fyrir góða 4ra herb. íbúð við Hvassaleiti með bílskúr. Ungir og duglegir athafnamenn með góð umboð óska eftir verslunarhúsnæði við Laugaveg - Bankastræti - nágr. Margt kemur til greina. Góðar greiðslur ( boði. Rétt eign verður greidd við kaupsamning. • • • Leitum að góðum eignum í Smáíbúðahverfi, Fossvogi og vesturbænum. Fjársterkir kaupendur. ALMENNA FASTEIGNASALAN UUGAVEG118 S. 5521150-5521370 Metár í pneumokokkasýkingum í Noregi Dregur úr sýklalyfja- ónæmi hérlendis ALDREI hafa fleiri Norðmenn veikst af völdum pneumokokkabakt- ería en á árinu sem er að líða. Á íslandi eru sýkingar hins vegar ekki fleiri en venjulega, að sögn Haralds Briem aðstoðarlandlæknis og tilfelli þar sem sýklalyf vinna ekki á bakt- eríunum eru færri hér á landi en undanfarin ár. Norska dagblaðið Aftenposten flallaði nýlega um pneumokokkasýk- ingar sem eru orðnar fleiri þar í landi um miðjan október en allt árið í fyrra og hafa aldrei fleiri veikst af völdum þessara baktería. Pneumokokkar valda að sögn blaðsins m.a. blóðeitr- un, lungnabólgu og heilahimnubólgu og er eldra fólki, hjartveikum og ungbörnum sérstaklega hætt við sýkingu. Ekki er um smitsjúkdóm að ræða heldur bakteríur sem stór hluti manna gengur með. Norðmenn bólusetja alla eldri en 65 ára við pneumokokkasýkingu, svo og fólk með skerta starfsemi milta, skert ónæmiskerfí og hjarta og lungnasjúkdóma. Að sögn Haralds Briem standa íslendingar framar Norðmönnum og flestum öðrum þjóðum að því leyti að hérlendis er fólk eldra en 60 ára bólusett við þessari sýkingu. Haraldur segir pneumokokkasýk- ingar mjög algengar. Þær séu ekki skráðar sérstaklega en að jafnaði séu t.d. 2-300 manns lagðir á sjúkrahús árlega vegna lungna- bólgu. Hann sagði að árið í ár skæri sig ekki úr varðandi fjölda þessara sýkinga. Hins vegar hefði orðið talsverð breyting til hins betra varðandi þann fjölda sýkinga þar sem um væri að ræða bakteríur sem myndað hafa ónæmi gegn penisillíni. í greininni í Aftenposten kemur fram að þar í landi hafi penisillín ekki unnið á 3 tilvikum af 700 og er það borið saman við ísland þar sem um ónæmi sé að ræða í 20-30% sýkinga af þessu tagi. Haraldur segir að þetta hlutfall hafi lækkað undanfarin ár og sé nú sennilega komið talsvert undir 20%. Breytingin hafi orðið í kjölfar þess að sérstaða íslands að þessu leyti varð ljós. Læknar hafi verið að- haldssamari við sýklalyfjagjöf og vandlátari á lyf og það hafi skilað þessum árangri á fáum árum. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir MYNDIRNAR eru teknar úr þyrlunni og séð er yfir snjóflóðavarn- irnar. Um er að ræða fjórar raðir upptökustoðvirkja og var það syðsti endi efstu raðarinnar sem varð fyrir mestum skemmdum. Lagfæringar á snj óflóðavörnum Siglufirði. Morgunblaðið. NU STANDA yfir lagfæringar á snjóflóðavörnum í Fífladölum í Siglufirði, en þær fuku upp og skemmdust í óveðri í síðastliðnum mánuði. Þegar hefur þeim stoð- virkjum, sem fuku upp og lögðust í fjallshlíðina, verið komið aftur fyrir á upphaflegum og réttum stöðum. Enn er þó eftir að lagfæra skemmdir, svo og að festa stoð- virkin almennilega niður, en það var vegna hönnunargalla af hálfu austurríska fyrirtækisins, sem annaðist uppsetningu stoðvirkj- anna, að fór sem fór og mannvirk- in fuku upp af stoðum sínum. TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, flutti þau tól og tæki upp í Fífladali sem nota á við verkið. Talið er að það taki viku til tíu daga að ljúka lagfærðingum ef veður helst þokkalegt. Verslanir í miðbænum bjóða skemmtun og afslátt EIGENDUR verslana við Laugaveg og nágrenni hafa tek- ið höndum saman og skipulagt ýmiss konar uppákomur fyrir viðskiptavini sína næstu fjóra daga, frá miðvikudegi til kl. 16 á laugardag. Auk þess verður veittur 15-45% afsláttur af nýj- um vörum í flestum verslunum á svæðinu. Margvísleg skemmtan verður í boði, m.a. getraunaleikur í samvinnu við Flugleiðir og Bylgjuna, tískusýningar, förð- unarkennsla og glerlist með sýnikennslu. Minningar- athöfn um breska her- menn STUTT minningarathöfn um hermenn frá Bretlandi og bresku samveldislöndunum verður hald- in í hermannagrafreitnum í Fossvogskirkjugarði sunnudag- inn 10. nóvember kl. 10.45. Athöfnin er til minningar um þá sem létu lífið í heimsstyrjöld- inni. Sr. Karl Sigurbjörnsson stjómar athöfninni og öllum er velkomið að taka þátt í henni. Hef kaupanda að íbúð í næsta nágrenni við Landakot, Reykjavík Óskað er eftir 3ja eða 4ra herb. íbúð, helst með sérinng. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. Dalaland — 4ra herb. Til sölu er 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Dalaland í Reykjavík. Laus strax. Allar upplýsingar eru veittar í síma 566 8530 milli kl. 9—17 virka daga. Lögbær ehf., Ástríður Grímsdóttir hdl., sími 566 8530. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.