Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Opinber fjölskyldustefna Stytting vinnudags í þágu fjölskyld- unnar PÁLL Pétursson félagsmála- ráðherra skorar á aðila vinnu- markaðarins að semja í kom- andi kjarasamningum um aðgerðir til styttingar vinnu- dags íslendinga, með það fyr- ir augum að hlúa betur að fjölskyldulífi landsmanna. Þetta kom fram í máli ráð- herrans er hann mælti fyrir þingsályktunartillögu um op- inbera fjölskyldustefnu á Al- þingi í gær sem leiddi til ítar- legra umræðna meðal þing- manna um gildi fjölskyldunn- ar í þjóðfélagi nútímans. Samkvæmt tillögunni á opinber fjölskyldustefna að hafa það markmið að efla fjölskylduna sem hornstein samfélagsins og markmið stjórnvalda við framkvæmd fjölskyldustefnu að skapa skilyrði til þess að ná jafn- vægi milli fjölskyldulífs og atvinnu foreldra. Fjölskyldan líður fyrir langan vinnudag Félagsmálaráðherra lagði áherzlu á að þetta jafnvægi næðist ekki nema með því að stytta meðalvinnudag íslend- inga; fjölskyldan líði fyrir hinn óhóflega langa vinnudag sem hér tíðkist. Hann vitnaði til nýlegrar tilskipunar Evrópusambands- ins um hámarksvinnutíma sem takmarkar lengd vinnu- vikunnar við 48 klst. að jafn- aði en lýsti því yfir að hann vildi ekki færa ákvæði um hámarksvinnutíma í íslenzk lög. Það ætti að vera hlutverk aðila vinnumarkaðarins að stytta vinnutímann. ísland mótmæiir ákvörðun NAFO og ákveður einhliða veiðisljórii Kvóti á Flæmingjagrunni verður 6.800 tonn RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að mótmæla ákvörðun Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðinefnd- arinnar (NAFO) um sóknarstýringu rækjuveiða á Flæmingjagrunni á næsta ári. Jafnframt ákvað ríkisstjórnin, að tillögu Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra, að setja 6.800 tonna einhliða heildaraflamark á veiðar íslenzkra skipa á svæð- inu á næsta ári. Þessi tala svarar til tæplega 90% af afla ís- lenzkra skipa á Flæmingjagrunni í fyrra, en í ár stefnir í að íslendingar veiði um 20.000 tonn af rækju þar. Önnur aðildarríki NAFO hafa, að fenginni ráð- gjöf vísindanefndar NAFO, ákveðið að beita sókn- arstýringu á miðunum á næsta ári. Með sóknar- stýringunni á að leitast við að ná þeirri niður- stöðu, að sérhvert aðildarríki veiði ekki meira en 90% af afla þess bezta af undanförnum þremur veiðiárum, þ.e. að árinu í ár frátöldu. Fram hefur komið að önnur ríki NAFO muni sætta sig við einhliða kvótaákvörðun af íslands hálfu, sem ekki grafi undan þessari veiðistjórnun. * Tökum fullan þátt í ábyrgri veiðistjórnun Þorsteinn Pálsson segir að þessi ákvörðun sé miðuð við það, sem fram hafi komið af hálfu ís- lands á ársfundi NAFO í september, að íslending- ar hyggist sýna fyllstu ábyrgð í veiðum á Flæm- ingjagrunni, þótt þeir sætti sig ekki við sóknarstýr- ingaraðferðina. „Með því að taka þessa ákvörðun teljum við okkur standa við þær yfirlýsingar, sem við gáfum á ársfundinum," segir Þorsteinn. Þorsteinn segist ekki geta fullyrt að önnur NAFO-ríki sætti sig við ákvörðun íslands. „Við getum þó með góðum rökum fullyrt að við erum að taka fullan þátt í ábyrgri veiðistjórnun á svæð- inu með þessum hætti,“ segir hann. Aðspurður hvort ákveðið hafi verið hvernig heildaraflamarkinu verði skipt á milli íslenzkra útgerða, segir Þorsteinn: „Það gerist væntanlega eftir að Alþingi hefur samþykkt ný úthafsveiði- lög. Þá fáum við lagagrundvöll til að byggja þær ákvarðanir á.“ „Fjarstæða og vitleysa" Snorri Snorrason, formaður Félags úthafsút- gerða, kallar ákvörðun ríkisstjórnarinnar „fjar- stæðu og vitleysu". „Þorsteinn Pálsson hefur engin rök fyrir þessari ákvörðun nema pólitísk. Hann hefur engin fræðileg rök,“ segir Snorri. Hann segir rækjuveiðarnar hafa verið stund- aðar um of skamman tíma til að stjórnvöld geti gripið inn í þær og farið að stjórna. Hann segir hins vegar að félagsmenn hans hafi verið undir ákvörðun af þessu tagi búnir. „Það er ekki heims- endir þótt veiðar á Flæmska hattinum séu dregn- ar saman. Mínir félagar munu sennilega flestir lifa, þrátt fyrir frómar óskir manna um að allir fari á hausinn." Morgunblaðið/Kristinn Einbeitt í samræmdum prófum ÞEIR VORU einbeittir nemend- urnir í 4. bekk í Hvassaleitisskóla í gærmorgun þegar þeir þreyttu samræmt próf i íslensku. Alls þreyttu 4.100 nemendur í 4. bekk samræmt próf og 4.000 nemendur í 7. bekk. I dag taka þessir sömu nemendur samræmd próf i stærð- fræði. Tilgangurinn er að kanna grundvallarkunnáttu og færni nemenda á landinu öllu og fá upp- lýsingar um skólakerfið í heild. Stefnt að loftferða- samningi Islands og Rússlands HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Jevgení Prímakov, rúss- neskur starfsbróðir hans, ákváðu í gær að hefja viðræður ura gerð tví- hliða loftferðasamnings íslands og Rússlands. „Menn hafa haft áhuga á því af hálfu Flugleiða að koma á flugsam- göngum á milli Keflavíkur og Pét- ursborgar. Rússar hafa jafnframt sýnt áhuga á að fljúga í gegnum ísland," segir utanríkisráðherra. „Við höfum verið að vinna í þessu máli undanfarna mánuði og báðir aðilar eru tilbúnir að ganga til samn- inga.“ Einar Sigurðsson, blaðafulitrúi Flugleiða, segir að Flugleiðir hafi horft til þess að færa út leiðanet sitt og nýta markaði, sem séu að opnast í Áustur-Evrópu, meðal ann- ars í vesturhluta Rússlands. „Það myndi henta okkur betur í framtíð- inni, ef við horfum til flugs milli íslands og Rússlands og svo áfram um ísland til Ameríku, að fljúga til Pétursborgar en Moskvu vegna fjar- lægðanna,“ segir Einar. Hann segir að ekkert hafi verið ákveðið um hvenær hugsanlegt flug til Rússlands hefjist. „Það er grund- vallaratriði að koma þessum tvíhliða samningi á, þannig að menn geti í krafti hans farið að undirbúa og skoða möguleikana," segir Einar. Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar hækka um 300 milljónir króna Aukafj árveitingar rúmar 700 milljónír á þessu ári BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær endurskoðaða fjár- hagsáætlun fyrir árið 1996. Þar er gert ráð fyrir rúmlega 454,7 millj. króna aukafjárveitingu. Fyrr á árinu hafa verið samþykktar aukafjárveit- ingar að fjárhæð rúmar 264,7 millj. Aukafjárveitingar þessa árs eru því rúmar 719,4 milljónir en á móti koma auknar útsvarstekjur að upphæð 300 millj. Samþykktar aukafjárveitingar á árinu umfram fjárhagsáætlun árs- ins 1996 eru því rúmar 419,4 millj. Mest til fjárhagsaðstoðar í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sem samþykkt var í borgarráði í gær, er gert ráð fyrir að rúmlega 7,4 millj. fari til stjórnunar borgar- innar. Til skipulags- og byggingar- mála fari 8,8 milíj., til menningar- mála 21,1 millj., til æskulýðs-, tóm- stunda- og íþróttamála 38,6 millj. Til félagsmála er veitt 180 millj., og undir liðnum önnur útgjöld eru rúmar 14,4 millj. Til umhverfísmála er veitt 10,4 millj., til fræðslumála er veitt 70,9 millj. auk 33,2 millj. vegna verkefna sem yfírtekin voru af borginni þann 1. ágúst með yfír- töku grunnskólans. Þá er gert ráð fyrir 50,6 millj. til öldrunarmála og 25 millj. til SVR, þar sem ljóst þykir að tekjur nái ekki settu marki, þar sem farþega- fjöldi verður minni en áætlaður var. Viðurkenning á uppgjöf í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins segir að með ákvörðun um aukafjárveitingu við- urkenni R-listinn uppgjöf sína við að stýra fjármálum borgarsjóðs í samræmi við eigin fjárhagsáætlun. Þetta geri hann þrátt fyrir að tekjur borgarinnar hafí aukist um 300 millj. á árinu vegna góðæris. Aukafjárveitingin sé að stærstum hluta komin til vegna kostnaðar sem þegar sé fallinn. I fæstum tilvikum sé því verið að taka meðvitaða ákvörðun um að auka útgjöld næstu mánaða heldur sé verið að skrá framúrkeyrslu, sem þegar er orðin í bókhaldi borgarinnar, sem auka- fjárveitingu. Þá segir: „700 milljóna króna framúrkeyrsla bætist því ofan á fjárhagsáætlun R-listans, sem samþykkt var með 500 milljóna króna skuldaaukningu og öðru eins í auknum skattaálögum." Bent er á að sjálfstæðismenn hafi við framlagningu fjárhagsáætl- unar lagt fram tillögur sem miðuðu að sparnaði og hagræðingu í rekstri án þess að auka útgjöld borgarbúa. Þessum tillögum hafí flestum verið vísað frá af R-listanum, sem hafí komið eftir þeim seinni hluta ársins í leit að raunhæfum leiðum til hag- ræðingar. Aukafjárveitingar alsiða í bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans kemur fram að um langt árabil hafi verið alsiða hjá borginni að samþykkja aukafjárveit- ingar eftir að gengið hafí verið frá fjárhagsáætlun. Á árinu 1993 hafi aukafjárveiting- in verið 557 millj. auk þess sem íjár- hagsáætlunin hafi farið 5,1% fram úr áætlun með aukafjárveitingum Árið 1994 hafi aukafjárveitingar numið 953 millj. og þá hafi áætlunin farið 5,3% fram úr áætlun. Þá segir: „Með því að endurskoða fjárhags- áætlun með þeim hætti sem hér er gert er gerð tilraun til að koma meiri festi á fjármál borgarinnar með því að horfast f augu við þau útgjöld sem þegar eru orðin að veruleika." Loks segir að hækkun á rekstrar- gjöldum að frádregnum skatttekjum og gatnagerð nemi 3,2% og því ljóst að staðan sé betri nú en hún hafí verið um langt árabil þó enn megi gera betur. Að því sé stefnt með rammaáætlunum og skýrari ábyrgð forstöðumanna nefnda. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá BYKO. DAOAMUN ... 6. til 9. návtmber 15-48% sMáttnr á Lmmgmrm mágrnmi Mða fOr*r mrð mimtfnkgmm pflLrtH tðeba þexta fiánt dmza! ^ JSStS, ___ . ... r —— J. . . • I -a».» WiríXy.TK CUUMJS-MUM* nKU.V.vHG4MltfMrt(W.|rtn.Ma TOTANV8 CU»ST<W6 Mfa «M í ttftfc****. I . Ferðaleikur ■'WF MEÐ blaðinu í dag fylgir átta síðna auglýsingablað, „Kíktu í miðborgina og gerðu þér DAGAMUN", þar sem verslanir við Laugaveg og nágrenni bjóða vörur sínar með ævintýraleg- um afslætti dagana 6.-9. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.