Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 52
•'UYIINDJtl HÁTÆKNI TIL FRAMFARA BS Tæknival SKEIFUNNl 17 SlMI 550-4000 ■ FAX 550-4001 MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Slapp naumlega af Skeiðarársandi RÍKISSTJÓRNIN ræddi afleiðingar Skeiðarárhlaupsins á sérstökum fundi síðdegis í gær og fjallaði um hvernig best verði staðið að upp- byggingu samgöngumannvirkja á Skeiðarársandi eftir hlaupið. Forsæt- isráðherra segir að mannvirki sem þoli jökulhlaup eins og hófst í gærmorgun kosti um 4-5 milljarða króna og taki a.m.k. 2 ár í byggmgu. „Þetta er mikið áfall. Á þremur til ijórum klukkutímum fórum við hátt á þriðja áratug aftur á bak í samgöngumálum og erum raunar verr staddir en þá, því nú hafa svo margir byggt upp starfsemi sem miðast við landflutninga á þessu svæði,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra í gær, en hann flaug yfir flóðasvæðið eftir hádegið. Vegamálastjóri, forstjóri Lands- virkjunar og formaður Almanna- varna sátu ríkisstjórnarfundinn. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði eftir fundinn að mann- virkin á Skeiðarársandi virtust ætla að verða eyðileggingunni að bráð og það yrði mikið happ ef eitthvað yrði nýtilegt. „Við stönd- um frammi fyrir því að gera það upp við okkur hvernig við munum byggja upp veginn, hvort við för- um út í bráðabirgðaaðgerðir eða hvort við teljum hyggilegra að draga það eitthvað en flýta jafn- framt varanlegum umbótum,“ sagði Halldór. Tveggja ára framkvæmdir Davíð Oddsson sagði að áætlað væri að hlaupið myndi sjatna eftir 4-8 daga og þá væri hægt að skoða flóðasvæðið og ákveða viðbrögð með hliðsjón af aðstæðum þar sem árfarvegir gætu hafa breyst. Hann sagði að hafa yrði mjög hraðar hendur við að hefja upp- byggingu en jafnframt hlytu menn að spyija sig annars vegar hvað borgaði sig að gera til bráðabirgða svo fjármunir færu ekki til spillis, og hins vegar hvort miða ætti við að varanlegar brýr þyldu smá- hlaup eða hlaup af svipaðri stærð og nú er. Davíð sagði að slíkar brýr myndu væntanlega kosta 4-5 milljarða króna og varanlegar framkvæmdir tækju líklega um 2 ár, en bráðabirgðaframkvæmdir tækju allmargar vikur eða mánuði. Davíð sagði að rætt hefði verið á fundinum hvort hægt væri að nota feijur yfir árnar en það hefði ekki fengið hljómgrunn. Ríkisstjórnin mun fylgjast grannt með atburðum næstu daga og munu ráðherrar fljúga yfir flóðasvæðið í dag. Þá hefur verið settur á stofn starfshópur fjögurra ráðuneytisstjóra, forsætisráðu- neytis, samgönguráðuneytis, fjár- málaráðuneytis og viðskiptaráðu- neytis, undir stjórn Ólafs Davíðs- sonar ráðuneytisstjóra forsætis- ráðuneytis, til að samræma að- gerðir og upplýsingaöflun. Hæð, m.y.s. 2.000 Grfmsvötn 1.800 - 1.600 1.400 1.200 1.000 800 Grímsfjall Vatnsborð Vatnsborð 5. nóv. 1996 Jökulís Berggrunur Teiknahetiirmmynó Helga Bjórnssonar Reynir Ragnarsson Morgunblaðið/Golli VATNSFLAUMURINN braut niður brúna yfir Gígjukvísl á skömmum tíma eftir að flóðið barst í árfarveginn. Ríkisstjórnin fjallaði um Skeiðarárhlaupið og afleiðingar þess Áætlað að tvö ár taki að byggja varanlegar brýr Munaði sekúndum að ég kæm- ist ekki yfir“ REYNIR Ragnarsson lögreglu- varðsljóri í Vík í Mýrdal var síð- astur til að aka Skeiðarárbrúna og sandinn áður en flóðið lokaði veginum. Litlu mátti muna að hann kæmist ekki yfir því vatn var þegar farið að streyma yfir brúna. „Eg opnaði veginn fyrir vestan um tutt- ugu mínútur fyrir átta um morguninn við Núpsstað, keyrði austur yfir sand og opnaði hjá Freysnesi um klukkan átta. Síðan fór ég heim í Freysnes að fá mér kaffisopa,“ segir Reynir. „Um níuleytið var hringt og ég beðinn um að loka veginum því hlaupið væri að koma. Eg keyrði strax að Skeiðará og var í talstöðvarsambandi við vatna- mælingamenn á leiðinni. Þeir sögðu að það væri alveg að verða ófært, því svo skarpt yxi í ánni. Þegar ég kom að var farvegurinn orðinn fullur, og farið að renna yfir brúna á nokkrum stöðum. Ég gaf mér eugan tíma til að stoppa hjá vatnamælingamönn- unum heldur brunaði beint yfir. Ég held það hafi ekki munað nema sekúndum að ég kæmist ekki. Varnið beljaði meðfram veginum til vesturs og ég var í kapphlaupi við að komast yfir áður en það færi í farveginn þar sem búiðvar að grafa veginn í sundur. Á brúnni var vatnið ekki orðið hátt en vegna þess hversu hratt ég keyrði gekk það upp á rúðurnar á bílnum.“ Vissu ekkert af hlaupinu Þegar Reynir var kominn yfir sandinn lokaði hann veginum aftur við Núpsstað. „Það var engin umferð þarna framanaf, nema tveir útlendingar sem komu á bíl. Þeir virtust ekkert vita af flóðinu. Ég sagði þeim að vegurinn væri í sundur vegna hlaupsins. Annar þeirra spurði þá hversu langan tíma tæki að gera við. Ég sagði að það tæki svona sex mánuði. Þá kom heldur skrýtinn svipur á hann.“ Hátt í 60 vélar á lofti TALIÐ er að á milli 55 og 60 flug- vélar hafi flogið að Skeiðarársandi vegna Grímsvatnahlaups í gær. Fiugmálastjórn sendi í gær til- kynningu til flugmanna innan- lands með ábendingu um að vegna mikillar umferðar yfir Suður- og Suðausturlandi, einkum Skeiðar- ársandi, séu þeir beðnir um að gæta ýtrustu varkárni og hafa samráð sín á milli á sérstakri fjar- skiptatíðni. Flugmenn sem ræddu við Morg- unblaðið í gær töldu að umferðar- álagið yfir svæðinu væri mikið og mætti oft lítið út af bregða til að hægt væri að telja að fyllsta ör- yggis væri gætt. Þar sem um er að ræða flug undir þijú þúsund feta hæð er flog- ið sjónflug án afskipta flugum- ferðarstjóra, líkt og gildir um mest allt flug lítilla flugvéla, sem almennt fljúga eingöngu í sjón- flugi. Að sögn Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra eru flugmenn í sjónflugi háðir ákveðnum umferð- arreglum og er hver flugmaður ábyrgur fyrir sínu flugi, sam- kvæmt ákveðnum reglum um hver eigi að víkja. Allir séu t.d. á sömu fjarskiptatíðni. Hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að kvartanir hefðu verið lagðar fram vegna flugum- ferðaratvika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.