Morgunblaðið - 06.11.1996, Side 17

Morgunblaðið - 06.11.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 17 VIÐSKIPTI ÞORSTEINN M. Jónsson, framkvæmdastjóri Vífilfells hf. tók við gæðaverðlaununum úr hendi Mark D. Green, gæðastjóra hjá Coca Cola i Noregi. Vífílfell fær gæða- verðlaun Coca Cola VÍFILFELL hf. hefur þriðja árið í röð hlotið gæðaverðlaun innan Coca-Cola kerfisins fyrir framúrskarandi gæði í dósa- framleiðslu fyrirtækisins á ár- inu 1995. Fram kemur í frétt frá Vífil- felli að ströng skilyrði þurfi að uppfylla til að taka þátt í keppn- inni. Við einkunnagjöfina var stuðst við niðurstöður á úttekt- um á gæðakerfum, þjónustu við neytendur og gæðamati á fram- leiðsluvörum. Gæðaverðlaunin hafa aðeins verið veitt í þrjú ár og hefur Vífilfell keppt um þau við áfyll- ingarverksmiðjur Coca-Cola á hinum Norðurlöndunum, i Rúss- landi og Balkanskagaiöndun- um. Tvö fyrstu árin sem gæða- verðlaunin voru veitt var aðeins úthlutað einum verðlaunum fyr- ir allar umbúðartegundir og féllu þau Vífilfelli í skaut bæði árin. A síðasta ári var reglunum breytt þannig að veitt voru gæðaverðlaun fyrir hveija um- búðategund fyrir sig. Hátt eldsneytisverð bitnar á hagnaði flugfélaga Genf. Reuter. HAGNAÐUR virðist ætla að verða á rekstri flugfélaga í heiminum annað árið í röð, en vaxandi elds- neytiskostnaður skerðir heildar- tekjumar að sögn yfirmanns IATA, Alþjóðasamtaka flugfélaga. Aðalframkvæmdastjóri IATA, Pierre Jeanniot, varaði fram- kvæmdastjóra rúmlega 250 aðild- arflugfélaga við því að steypa sér út í myndun bandalaga að lítt at- huguðu máli til að ná stærri sneið af markaðnum því að það gæti haft meiri erfiðleika í för með sér en ávinning. Jeanniot sagði á ársfundi IATA að gera mætti ráð fyrir öðrum methagnaði í ár og nettóhagnaður gæti orðið 5.5 milljarðar dollara. Hann sagði að þessi tala væri töluvert lægri en þeir 6 milljarðar sem hann hefði spáð í apríl sl. áður en hækkanir á verði þotuelds- neytis fóra að hafa alvarleg áhrif á starfsemi flugfélaga. Eldsneytis- kaup era talin 11% af kostnaði þeirra. í ræðu sinni sagði Jeanniot að methagnaðurinn í fyrra hefði átt rætur að rekja til þess að farþegum hefði fjölgað um 8% og flugfrakt aukizt að sama skapi. Flugfélög hefðu sniðið sér stakk eftir vexti og hagrætt í rekstrinum, en nú kunni að vera svo komið að erfitt sé að draga meira úr kostnaði. Forskot ón fyrirhafnar Ráðstefna um nýja tíma Möguleikar án takmarkana 26. - 27. nóvember

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.