Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stríðsyfirlýsing frá Seðlabanka MUNDU hvað Denni vor segir, góði, þrjú til fjögur prósent og ekki orð um það meir. Hundruð þúsunda íbúa í Zaire á flótta Neyðarsöfnun fyrir flóttafólk hafin hjá RKÍ RAUÐI kross íslands (RKÍ) hóf neyðarsöfnun fyrir flóttafólk í Za- ire og nálægum löndum í gær. Neyðarbeiðni barst frá Alþjóða Rauða krossinum í fyrradag og er gert ráð fyrir að 456 milljónir króna þurfi til þess að aðstoða að minnsta kosti hálfa milljón flótta- fólks næstu vikur. Talið er að um ein milljón manns þurfi neyðarað- stoð. Söfnuninni lýkur á föstudag og er tekið við framlögum í síma 800 5050. Auk þess er hægt að greiða með gíróseðlum hjálparsjóðs Rauða krossins eða leggja inn á reikning hjálparsjóðsins, sem er númer 12 í útibúi SPRON á Sel- tjarnarnesi. Ekki verður safnað með því að ganga í hús og varar Rauði krossinn því við slíku. Leggja fram tvær milljónir Rauði kross íslands hefur ákveð- ið að leggja fram tvær milljónir króna til hjálparstarfsins og jafn- framt farið þess á leit við ríkis- stjórnina að hún leggi sitt af mörk- um í sama tilgangi. Sem dæmi um það hverju fram- lög fólks geta áorkað nefnir Rauði krossinn að kíló af nýrnabaunum kostar 32 krónur, kíló af prótein- ríku kexi 86 krónur og kíló af maís 11 krónur. Auk þess má nefna að teppi kostar 329 krónur og motta 439 krónur. Sigríður Guðmundsdóttir, skrif- stofustjóri Alþjóðaskrifstofu RKÍ, segir að erfitt hafi verið að ná til flóttafólksins og að birgðir sem til séu nú endist ekki nema allra næstu daga. Sigríður segir mark- mið Rauða krossins að senda sjálf- boðaliða aftur til Goma sem fyrst. Ekki sé vitað um afdrif fólks á stórum svæðum og að fjöldi flótta- fólks sé óljós, hugsanlega séu flóttamenn ein til ein og hálf millj- ón. Utanríkisráðherra Dana í Norræna húsinu Fyrirlestur um norrænt samstarf Áfrýjun samkeppnisúrskurða Tillaga um áfrýjunargjald GERÐ er tillaga um að innheimt verði sérstakt 120 þúsund króna gjald vegna áfrýjunar úrskurða Samkeppnisráðs og Samkeppnis- stofnunar til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála í frumvarpi um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum, sem fjármála- ráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Kostnaður vegna þessa hefur fram að þessu verið borinn af ríkissjóði en áætlað er að gjaldið skili 2 milljónum kr. á ári. Fram kemur í greinargerð að á árinu 1994 var 13 málum skot- ið til áfrýjunamefndarinnar og 25 á árinu 1995. „Líta verður einnig til þess að upptaka áfrýjunargjalds hef- ur þann kost að málum verður síður skotið sjálfkrafa til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og þar af leiðandi kemur væntanlega frekari til áfrýjun- ar í málum þar sem verulegir hags- munir eru í húfi,“ segir í greinargerð frumvarpsins. UTANRÍKISRÁÐHERRA Dana, Niels Helveg Petersen, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu föstu- daginn 8. nóvember kl. 17. Yfir- skrift fyrirlestrarins er „Den nye virkeligheld i det nordiske sam- arbejde." Fyrirlesturinn mun fjalla um breyttar forsendur fyrir norrænu samstarfi eftir að samskipti Norð- urlanda og Evrópu breyttust í kjöl- far þess að Svíar og Finnar gengu í ESB. Breytingar vegna ESB Niels Helveg Petersen mun segja frá ýmsum breytingum í norrænu samstarfí á komandi árum og nýjum hugmyndum um samstarfsvettvang Norðurlanda. Þessi nýja staða varðandi ESB hefur leitt af sér talsverða endurskipulagningu á norrænu samstarfi og er henni hvergi lokið, segir í fréttatilkynningu. Sam- skiptin við grannsvæði Norður- landa, einkum Eystrarsaltsríkin, verða einnig til umfjöllunar. Niels Helveg Petersen, sem til- heyrir stjórnmálaflokknum „Det Radikale Venstre", var fjármála- ráðherra á árunum 1988-90 og hefur verið utanríkisráðherra frá árinu 1993 í stjórn Poul Nyrups. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku, allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. Crohns sjúkdómurinn Islendingar frjór akur í rannsókninni Bjarni Þjóðleifsson CROHNS sjúkdómur er þrálátur bólgu- sjúkdómur í þörm- um. Orsakir eru óþekktar en þær eru sennilega margar og tengjast erfð- um, ónæmiskerfi og þörm- um. Þeir sem eru með Crohns sjúkdóm hafa truflun bæði í ónæmiskerfi og þörmum en ekki er vit- að hvort kemur á undan. Töluvert á annað hundrað Islendingar eru með Crohns sjúkdóm. Nu stendur yfir viðamikil rannsókn á sjúkdómnum sem er samvinnuverkefni margra sérfræðinga. Bjarni Þjóðleifsson, yf- irlæknir á lyflæknisdeild Landspítalans, stýrir rannsókninni. Bjarni segir að Ingvar Bjarnason læknir, sem vinnur á Kings College sjúkrahúsinu í London, hafi stund- að rannsóknir sem tengjast sjúk- dómnum í 15 ár og náð miklum árangri. Ingvar hefur m.a. hannað aðferðir til þess að meta bólgu í görn. Hann hefur samstarf við flölda sérfræðinga og segir Bjarni að þarna hafi íslendingar aðgang að nýrri tækni. „Hér heima höfum við sjúklinga sem eru mjög samvinnufúsir. I Bretlandi er erfið .ra að fá sjúkl- inga og aðstandendur þeirra til þess að taka þátt í slíkum rann- sóknum af ýmsum ástæðum. Við sinnum einnig rannsóknum á ónæmisþættinum í blóðinu sem eru gerðar á Rannsóknarstofu í ónæm- isfræði af Ásbirni Sigfússyni. Síð- ast en ekki síst tekur Kári Stefáns- son prófessor í Haivard þátt í rann- sókninni en hann hefur nýlega stofnað erfðarannsóknafyrirtækið Decode sem byggir á íslensku hug- viti en erlendu Ijármagni. Kári hjálpar okkur að kortlegga erfða- þáttinn í rannsókninni. Hans hlut- verk er einna stærst. Hvergi er auðveldara að greina erfðaþætti í sjúkdómum, sem yfirleitt eru mjög flóknir, en á íslandi vegna skyld- leika landsmanna. íslendingar eru fijósamur akur þegar leitað er að erfðagöllunum. Mitt hlutverk er að samræma alla þætti rannsókn- arinnar og fá sjúklingana og að- standendur þeirra til samstarfs," segir Bjarni. -Er þetta frumrannsókn á þessu sviði? „Ekki er það svo. Mjög margir eru að rannsaka Crohns sjúkdóm- inn en líklega hafa fáir jafngóðan efnivið til þess að vinna úr eins og við.“ -Hverjar eru batahorfur Crohns sjúkiinga? „Crohn sjúkdómurinn kemur yfirleitt ekki fram fyrr en á fullorð- insaldri. Það eru viss svæði í görn- inni sem bólgna og þetta er ákveð- in tegund af bólgu. Stór þáttur í sjúkdómnum virðist fólginn í því að ónæmiskerfið ræðst á görnina. Crohns sjúkdómur er flokkaður með sjálfsofnæmissjúkdómum. Sameiginlegt með þeim er að ónæmiskerfið þekkir ekki sína eig- in vefi. Hlutverk þess er fyrst og fremst að ráðast á utanaðkomandi bakteríur og sýkla. Á einhvern hátt bregst greiningin hjá frumun- um, þær þekkja ekki eigin vefi og ráðast á þá á sama hátt og utanað- komandi bakteríur. Aðeins vissar frumur haga sér þannig og valda sérstakri tegund af langvinnri bólgu. Þess vegna er mjög áhuga- vert að skoða vissar bólgufrumur í heilbrigðum aðstandanda. Við erum að reyna að finna einhver teikn hjá heilbrigðum aðstandend- ► Bjarni Þjóðleifsson er fædd- ur 29. janúar 1939. Hann er yfir- læknir á lyflæknisdeild Land- spítalans og meltingarsjúk- dómadeild Landspítalans. Hann útskrifaðist sem læknir 1969 og tók doktorspróf í efni sem tengdist meltingarsjúkdómum 1975. Hann er sérfræðingur í meltingarsjúkdómum. um um hvað í kerfinu geti legið á bak við sjúkdóminn. Það eru til lyf sem bæla sjúkdóminn en ennþá er hann ólæknandi. Mjög líklegt er að upptökin séu tengd erfðum. Sú hugmynd okkar að skoða svo marga þætti og um leið erfðirnar gætu hugsanlega leitt til þess að við finnum hvað það er sem bregst í upphafi. Ef við náum að rekja það til ákveðinna gena getum við einangrað þau. Tæknilega er hægt að flytja genin yfir í tilraunadýr og þá er hægt að hreinrækta sjúk- dóminn. Með því getum við séð hvort það eru boðefni í görninni eða stýrikerfi í ónæmiskerfinu sem hafa raskast við þennan erfða- galla. Nú er verið að kasta mjög víðu neti út til þess að finna hver upptökin eru,“ segir Bjarni. -Hverjar eru líkurnar á því að orsök sjúkdómsins finnist? „Við verðum æ bjartsýnni. Það er margt sem bendir til þess að þetta liggi í erfðunum. Þar með er hægt að einangra erfðagallann. Dæmi eru til þess í einfaldari or- sökum annarra sjúkdóma að lækn- ingar hafi fundist. Fyrirfram vil ég ekki afskrifa það að lækning fínnist við Crohns sjúkdómi þótt orsökin sé sennilega í flóknara lagi.“ -Hvenær lýkur rannsókninni? „Aðeins söfnun sýna og að fá nógu marga sjúklinga til að taka þátt í rannsókninni tekur allt upp í eitt ár. Fyrri kafla í rannsókn á Crohns sjúkdómi, þ.e. söfnunin, lýkur á næstu sex mánuðum. Allt að einu ári tekur að vinna úr rann- sókninni. Við byrjum á því að rann- saka Crohns sjúkdóminn en einnig stendur til að gera sams konar rannsókn á sáraristilbólgu sem er fjórfalt algengari en Crohns sjúk- dómur og hefur sennilega skylda orsök. Samhliða Crohns rannsókn- inni skoðum við einnig hryggikt. Þetta eru sjúklingar sem fá bólgu í mjóbakið þannig að hryggurinn nánast frýs. Þeir verða mjög stirð- ir og hafa verki og bólgur í liðum á þessu svæði líkamans. Tíu pró- sent hryggiktarsjúklinga hafa einnig Crohns sjúkdóm. Það hjálp- ar í erfðaleitinni að hafa sjúkdóm þar sem er skörun. Sennilega er sameiginlegt erfðaefni hjá þessum tveim sjúklingahópum því tíu pró- sent Crohns sjúklinga hafa einnig hryggikt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.