Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Mannréttindi fótum troðin í Nígeríu HINN 10. nóvember næstkomandi er eitt ár liðið frá því að herfor- ingjastjóm Nígeríu tók rithöfundinn Ken Saro- Wiwa af lífí, ásamt átta öðram mönnum eftir óréttlát og pólitísk rétt- arhöld yfir þeim. At- burðurinn vakti mikinn óhug og reiði á sínum tíma og var fordæmdur af stjórnvöldum og mannréttindasamtök- um víða um heim. Mennimir, sem allir vora stuðningsmenn MOSOP-samtakanna, sem beijast fyrir rétt- indum og auknu sjálfstæði Ogoni- fólksins, vora sakaðir um að hafa tengst morðum á fjóram leiðtogum samtakanna í maí 1994. Réttarhöld- in vora sýndarréttarhöld sem mið- uðu einungis að því að bijóta niður samtökin og þagga niður í andstæð- ingum stjómarinnar. Nú, tæpu ári eftir þennan óhugn- anlega atburð og alþjóðlega for- dæmingu, hefur lítið sem ekkert breyst í Nígeríu hvað mannréttindi varðar. Þeir sem þora að standa vörð um mannréttindi landa sinna gjalda þess dýru verði. Margir hafa látið lífíð, annaðhvort verið líflátnir eftir óréttlát réttarhöld eða verið myrtir af útsendurum stjórnvalda. Aðrir eru hafðir í haldi við skelfileg- ar aðstæður, þar sem þeim er mein- að að hitta fjölskyldu sína og að fá lögfræði- og læknisaðstoð. Fólk er jafnvel haft í haldi í langan tíma án þess að formlegar ákærar liggi fyrir eða að réttað sé yfir því. Þeir sem ekki era fangels- aðir eða hafðir í haldi sæta barsmíðum, ýmiss konar áreitni og hótunum. Á síðasta ári vora að minnsta kosti 95 manns teknir af lífi í Nígeríu, flestir eftir að sérstakur dómstóll, sem hefur lítið sameig- inlegt með dómstólum réttarríkja, hafði réttað í máli þeirra. Yfir 40 manns, þar á meðal margir samviskufang- ar, vora dæmdir til dauða eða fangavistar eftir leynileg og órétt- lát réttarhöld. Dauða- refsingunum var seinna breytt í fangelsisvist. Pyntingar og ill með- ferð era daglegt brauð í fangelsum og varðhaldi. Einn fangi lést af völdum illrar meðferðar í ágúst á síðasta ári eftir að hafa legið veikur mánuðum saman án þess að fá læknisaðstoð. Hann hafði setið í fangelsi síðan í maí 1994 án þess að formlegar ákærar lægju fyrir. Annar fangi, sem tekinn var af lífi í nóvember í fyrra, hafði sýnt dóm- urum ör sem hann hlaut af völdum barsmíða á meðan hann sat í fang- elsi. Hann bar því m.a. við að hann hefði verið bundinn berstrípaður við súlu, hýddur með svipu og neyddur til að kyngja tönnum sem hann missti á meðan á barsmíðunum stóð. Að minnsta kosti 19 Ogoni- menn eiga yfir höfði sér að fá óréttláta dómsmeðferð og að verða teknir af lífi fyrir sömu morðákær- ur og Ken Saro-Wiwa og félagar hans. Flestir þeirra hafa verið í Gerum stjómvöldum í Nígeríu ljóst, segir Kristrún M. Heiðberg, að heimurinn þekkir mannréttindabrot þeirra. haldi við skelfilegar aðstæður síðan 1994 og virðist ekkert benda til þess að mál þeirra verði tekin fyrir á næstunni. Réttkjörinn forseti í fangelsi Herstjórnin í Nígeríu, undir stjórn hershöfðingjans Sani Abac- ha, hrifsaði til sín völdin í nóvem- ber árið 1993 eftir að forveri hans hafði ógilt úrslit lýðræðislegi-a kosninga. Hinn réttkjörni forseti landsins, Moshood Abiola, hefur verið í haldi síðan í júní 1994 ákærð- ur fýrir landráð. Eiginkona hans, Alhaja Kudirat, var myrt í júní á þessu ári og er óttast að stjórnvöld hafi staðið að baki morðinu. Alhaja hafði talað máli eiginmanns síns opinberlega og var því álitin hættu- legur andstæðingur stjórnvalda. Vegna utanaðkomandi þrýstings hefur stjómin lýst því yfir að um- bætur muni eiga sér stað í Nígeríu og að lýðræði verði komið á fyrir októberlok 1998. Gagnrýnendur stjórnarinnar gefa þó lítið fyrir þessi loforð. Þeir benda t.d. á að þrátt fyrir að bann við stjómmálaflokkum hafi verið af- numið, sem liður í svokölluðum umbótum, séu pólitískir andstæðing- Kristrún M. Heiðberg ÉG HAFÐI í fyrstu gaman af því þegar Kristján vinur minn Ragnarsson sagði að síðasta sósíalistann hefði dagað uppi í rit- stjórnarstóji Morgun- blaðsins. Ég hló eins og hinir. En svo fór ég að hugsa ögn betur um þetta með sósíalism- ann og Moggann og okkur öll hin sem höf- um verið að reyna að skilgreina okkur í póli- tíkinni. Þetta var til- tölulega auðvelt í gamla daga þegar vinstri var vinstri og hægri hægri og allir höfðu grýlur til að beijast við. Ég og Kristján og Styrmir rit- Hafa allar hugsjónirnar, spyr Ellert B. Schram, gufað upp fyrir framan sjónvarpskjáinn og tölvuskerminn? stjóri vorum saman í liði og hrósuð- um sigri. Kommúnisminn er dauður og nú er hún grýla dauð og við eram jafn- vel búin að kjósa okkur gamlan komma fyrir forseta án þess að það sé tiltökumál! Flokkarnir til vinstri eiga í tilvistarkreppu og eru aðal- lega uppteknir við það að samein- ast hver öðrum og meira að segja Jón Baldvin er orðinn leiður á sínu pólitíska lífi. Hann, sem ætlaði að frelsa heiminn þegar hann var ungur í föðurgarði. Er hann að hætta vegna þess að frelsis- baráttunni er lokið? Er búið að frelsa heiminn? Er Morgunblaðsrit- stjórinn kannske síð- asti sósíalistinn og er Kristján í LÍÚ síðasti móhíkaninn í okkar liði? Sjálfstæðisflokkur- inn hefur lifað þetta allt saman af og heldur landsfund þar sem formaðurinn gefur lín- una og enginn segir múkk, nema nokkrir sérvitrir Vestfirðingar sem ennþá era fastir í sóknarmarkinu. Sóknarmarkið var lagt af velli á Iandsfundinum og svo er einnig um fleiri sóknarmörk. Maður hefur það jafnvel á tilfinningunni að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi lifað þessar hörmungar allar af, vegna þess að hann hafi týnt keppinautunum. Flokkurinn stendur einn eftir á yfír- gefnum leikvangin'um með sigur- launin í höndunum en sér enga keppinauta. Situr uppi með tóma- rúm en allir vita að það er lítið varið í sigurlaun ef leikurinn er gefinn. Það vantar jafnvel áhorf- endur til að klappa, vegna þess að áhorfendurnir, fólkið og kjósend- urnir, eru horfnir úr stúkunni. Þeir era farnir heim. Þeir hafa misst áhugann. Hvað er orðið um hinar pólitísku hugsjónir? Hvar er unga fólkið sem beit í skjaldarendur endur fyrir löngu? Og hvað um okkur hin sem einu sinni voram ung og bitum líka í skjaldarendur og áttum erindi inn á vígvöll stjórnmálanna? Er þá allt saman klappað og klárt í lífsbarátt- unni? Hafa allar hugsjónirnar gufað upp fyrir framan sjónvarpskjáinn og tölvuskerminn? Já, sú var tíðin að sósíalisti var uppnefni á óvinum fijálsræðisins. Það finnast ennþá óvinir, en þeir era annars konar og annars eðlis. íjandskapurinn og hætturnar í þjóðfélaginu leynast ekki endilega í hávaðasömum pólitíkusum. Það bylur hæst í tómum tunnum. Nei, hætturnar liggja í efnishyggjunni, firringunni, tillitsleysinu gagnvart lítlmögnunum, sinnuleysinu, hugs- unarleysinu. Mammonskan ræður ríkjum, húmanisminn er á undan- haldi. Þetta eru ekki afleiðingar stjórn- mála, heldur afsprengi tæknivæð- ingar og trylltrar leitar að gervi- hamingu. Við erum blessunarlega laus við ofstjórn stjórnmálamarina en í staðinn höfum við látið lífsþæg- indakapphlaupið taka af okkur stjórnina. Og hver eru svo lífsþægindin? Þrældómur vinnunnar, ánauð lág- launa, vítahringur gerviþarfa og lífsleiða. Það er enginn fijáls nema sá sem er frjáls af fjötrum og þeir ijötrar sem frelsissigurinn hefur bundið okkur, er innantómur sigur í allsnægtum firringarinnar. í stuttu máli sagt; er ekki kom- inn tími til að rækta manneskjuna í okkur, kenná fólki og þá sérstak- lega ungu fólki að lifa lífinu lifandi og skilgreina lífsnautnirnar upp á nýtt? Mér er nákvæmlega sama hvort það kallast sósíalismi eða sjálfstæð- isstefna, meðan hver sá sem svarar þessu kalli er sjálfum sér sam- kvæmur og skilur að frelsið er lítils virði ef það fer í hundana. Höfundur er fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Er búið að frelsa heiminn? Ellert B. Schrain ar enn áreittir og fangelsaðir. Fang- ar hafa verið látnir lausir, en það virðist fremur vera til þess að minnka utanaðkomandi þrýsting en að raunveralegur vilji fyrir umbótum sé fýrir hendi. Stjómin lét t.d. nokkra menn lausa í kjölfar heim- sóknar sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna til Nígeríu í apríl á þessu ári. Hvað getum við gert? Fulltrúi frá Amnesty Intematio- nal-samtökunum er nú staddur í Nígeríu til þess að minnast þess að eitt ár er liðið frá aftöku Ken Saro- Wiwa og félaga hans. Hann, ásamt mannréttindasamtökum í landinu, mun fara þess á leit við stjórnvöld í Nígeríu að binda enda á mannrétt- indabrot. Ásamt því hefur verið lögð fram tíu liða áætlun til að bæta mannréttindi í landinu. í henni felst að allir samviskufangar verði látnir lausir; að tilskipanir hersins, sem fela í sér fangelsun á pólitískum föngum um óákveðinn tíma og eða einungrun fanga, verði gerð ógild; að pólitískir fangar fái réttláta málsmeðferð; fangar sæti ekki pyntingum eða illri meðferð og að dauðarefsing verði afnumin. Með stuðningi alþjóðasamfélagsins, þar á meðal fyrirtækja sem fjárfesta í Nígeríu, getur áætlun þessi, þ.e.a.s. ef hún verður að veruleika, orðið til þess að líf yfir 100 milljóna manna í Nígeríu breytist til batnað- ar. Innan Islandsdeildar Amnesty- samtakanna er nú starfandi sér- stakur hópur sem vinnur að málefn- um Nígeríu. Verkefni hópsins er m.a. að vekja athygli á þeim mann- réttindabrotum sem framin eru í landinu og að þrýsta á stjórnvöld í Nígeríu til að láta af mannréttinda- brotum. í lokin vil ég geta þess að Am- nesty International-samtökin hafa gefið út kort til að minnast þeirra níu manna sem teknir voru af lífi í Nígeríu fyrir tæpu ári. Kortin, sem eru stíluð á herforingjastjórn Níger- íu, fást ókeypis á skrifstofu íslands- deildar Amnesty, Hafnarstræti 15. Það eina sem fólk þarf að gera er að skrifa nafn sitt á kortin, frí- merkja þau og senda. Ken Saro- Wiwa og félagar hans verða ekki vaktir til lífsins á ný, en með því að senda kortin getur hver og einn lagt sitt af mörkum til að senda stjórnvöldum í Nígeríu þau skilaboð að óréttlætinu gegn þeim hefur ekki verið gleymt. Höfundur er blaðamaður ogfélagi í Amnesty International. Staðreyndir um leigukostnað Land- mælinga Islands Hrafnhildur María G. Brynjólfsdóttir Hafsteinsdóttir GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfis- ráðherra birtir grein- argerð í Morgunblað- inu 19. október. Greinargerðin ber heitið „Leigukostnað- ur lækkar um tæpar þijár milljónir" og þar íjallar ráðherrann um, flutning Landmæl- inga íslands til Akra- ness. Eins og nafnið ber með sér reynir ráðherrann að rétt- læta ákvörðun sína og telur samvisku- samlega upp þær at- huganir, sem hafa verið gerðar. Hins vegar forðast ráðherrann að minnast einu orði á niðurstöður þessara athugana, enda eru þær á einn veg: Af flutningum stafar óhagræði og kostnaður ríkis- ins vegna reksturs Landmælinga Leigukostnaður getur verið lægri, segja Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og María G. Hafsteins- dóttir, í Reykjavík en á Akranesi. Íslands mun aukast til langs tíma litið. Hagsýsla ríkisins telur „að vegna fjarveru frá höfuðborginni muni aðrar stofnanir smám saman taka við þeim verkefnum, sem Landmælingar ættu að sinna - og stofnunina smám saman daga uppi“. Flutningur stofnunarinnar á Akranes þjónar því ekki hlutverkinu að gera Landmælingum íslands kleift að sinna betur skyldum sínum og markmiðum. Landmælingar íslands leigja I. 590 fm skrifstofuhúsnæði af Jó- hanni Friðrikssyni hf. við Laugaveg 178 á 584 kr. fm eða fyrir um II, 1 mkr. á ári. Auk þess leigja Landmælingar íslands 155 fm geymsluhúsnæði fyrir 0,6 mkr. á ári. Leigukostnaður er því samtals 11,7 mkr. á ári. Leigusamningur í núverandi húsnæði rennur út um næstu áramót og þess vegna óskaði umhverfisráðuneytið 20. febrúar 1996 eftir hugmyndum leigusalans um áframhaldandi leigu á hús- næðinu. í bréfi til umhverfisráðu- neytisins 1. mars 1996 býður Jó- hann Friðriksson hf. húsnæðið til leigu til 10 ára á 525 kr. fm. Sam- kvæmt því yrði leigukostnaður 10,0 mkr. á ári fyrir 1.590 fm. Umhverf- isráðuneytið hefur hvorki svarað tilboði leigusalans né gengið til við- ræðna við hann um áframhaldandi leigu. Akranesbær hefur fest kaup á hlut Málningarþjónustunnar hf. í Stjórnsýsluhúsinu á Akranesi og býður umhverfisráðuneytinu þar 1.300 fm til leigu til 15 ára á 570 kr. fm. Leigukostnaður þar verður því 8,9 mkr. á ári. Starfsmenn Landmælinga ís- lands vilja benda ráðherra á, að nægi Landmælingum íslands 1300 fm húsnæði á Akranesi þá nægir stofnuninni einnig húsnæði af sömu stærð í Reykjavík. Samkvæmt til- boði núverandi leigusala Landmæl- inga íslands yrði leigukostnaður í Reykjavík 8,2 mkr. á ári. Áf þessu má sjá að leigukostnað- ur getur verið lægri í Reykjavík en á Akranesi. Það er starfsmönnum Landmælinga íslands hulin ráðgáta af hvetju lægsta tilboðinu var ekki tekið og það sem meira er: Því hef- ur ekki verið hafnað heldur, því ekkert svar hefur borist. Fyrir hönd starfsmanna Land- mælinga íslands. Hrafnhildur er trúnaðarmaður FÍN, María G. er trúnaðarmaður SFR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.