Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SKÚLI SIGURÐSSON + Skúli Sig’urðs- son lögfræðing- ur fæddist í Stykkishólmi 12. desember 1943. Hann lést í Reykja- vík 25. október síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Fossvogskirkju 4. nóvember. Á köldum vetrar- morgni fyrir u.þ.b. 29 árum ókum við Arn- mundur Backman á sameign okkar bílnum • Grána eftir Hringbrautinni á leið í skólann. Sem við ókum fram hjá Hljómskálagarðinum sáum við mann stika eftir gangstéttinni. Frost var og norðan skafrenningur en maður- inn gekk teinréttur sinn kúrs með brúna loðhúfu ljóta á höfði. Var ekki að sjá að á honum biti norðan- garðurinn hið minnsta. Við kenndum þarna einn skólafélaga okkar úr lagadeildinni og buðum honum far. Eftir þetta varð hann okkur iðulega samferða í skólann. Tókust þá með okkur kynni við Skúla Sigurðsson sem entust til æviloka hans. Urðu þau Gráni gamli og húfan ljóta oft tilefni til galsafenginna at- hugasemda á göngum skólans og kaffistofu. Er við vorum útskrifaðir úr Há- skóla íslands voru samskipti okkar þó aðallega á öðrum nótum en þeim faglegu. Allir lékum við badminton um tíma og allir lékum við golf. Fengum við reyndar golfbakteríuna á sama tíma og eru sumir illa haldn- ir af henni ennþá. Var Skúli án vafa okkar fræknastur í golfi og má full- yrða að hann hafi verið í hópi betri kylfinga landsins þegar hann var bestur. Á hinum síðari árum sóttum við saman ásamt fleiri félögum tónleika, óperur og leiksýningar. Var Skúli áhugamaður um allar fagrar listir. Má segja að hann hafi verið fag- urkeri. Hann kunni vel að meta góðan mat og hafði fræðilegan áhuga fyrir vínum þó hann drykki þau ekki sjálfur hin síðari ár. Ég minn- ist þess að þegar hann var nýlega útskrifaður úr skóla keypti hann flösku af rauðvíni, eðalvíni. Kvaðst hann myndi drekka flösku þessa við sérstakt tækifæri. Ekki lét hann uppi hvert það tækifæri væri. Er flaskan ódrukkin enn þann dag í dag. Geta bara forhertustu golfarar getið sér til um hvert tilefni væri nægilega merkilegt til þess að drekka flöskuna. Skúli var snyrtimenni og bar sig ávallt vel. Hann var ætíð hress í framgöngu og fasi og hafði munninn fyrir neðan nefið. Gat hann stundum látið meinlegar athugasemdir falla, einkum um stjórnmál. Hafa það ver- ið kratar sem helst hafa kveinkað sér undan honum. Hann var eldheitur sjálfstæðis- maður alla sína tíð. Var haft á orði þegar hann sat í stúdentaráði að hann væri hægra megin við hægri- sinnuðustu stjórnmálamenn í Amer- íku. Aðeins eitt hliðarspor tók hann í pólitíkinni en það var þegar hann ásamt Haraldi Blöndal og fleirum stofnaði royalistafélagið í háskólan- um sér til skemmtunar. Voru þá í skólanum tvö félög, Vaka og Verð- andi, sem börðust um völdin í stúd- entaráði. Var fylgi þeirra svo jafnt að stundum þurfti hlutkesti til þess að ákveða oddamann í ráðinu. Stofnun royalistafélagsins olli því miklum félagslegum titringi í skólanum eink- um meðal Vökumanna þar sem stofnendur komu flestir úr þeirra röðum. Gekk maður undir manns hönd til þess að fá royalista til þess að hætta við framboð til stúdenta- ráðs. Varð það úr og gekk Skúli af fullum krafti til liðs við sína menn aftur. Fyrir um það bil einu ári greind- ist Skúli með illan sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli. Hefur þetta verið erfíður tími fyrir hann og fjöl- skylduna. Hefur Kristín kona hans sýnt óvenjulegan styrk þennan tíma sem og Skúli sjálfur. Hefur hann gengið að mestu jafnhnarrreistur í gegnum þennan byl og forðum daga í gegn- um norðan skafrenninginn á leiðinni í skólann þótt leið hans hafi legið annað nú. Við Margrét biðjum þess að Guð gefi Stínu og strákunum áfram þann styrk sem þau hafa haft og verum minnug þess að öll él styttir upp um síðir. Far þú í friði, gamli vinur. Orn Höskuldsson. Skúli vinur minn var glaðbeittur og léttur á fæti í lagadeild Háskól- ans forðum. Við vorum ungir og ætluðum okkur að verða menn með mönnum. Þess vegna vöidum við að lesa lög. Brosmildur og uppörv- andi, bjartur og skínandi, lagði hann heilmikið af mörkum til þess að gera laganámið bærilegt hvað mig og mína varðar. Þeir sem til þekkja vita nefnilega að lögfræði er að jafnaði ekki verulegt hlátursefni fyrir venjulegt fólk og júridískur húmor ekki heldur. Þess vegna var ekki síður í laganáminu en í lífinu sjálfu svo mikil þörf fyrir hina innri gleði, sem Þórarinn heitinn Björns- son skólameistari innprentaði okkur í MA í denn tíð. Þá innri gleði sem aðeins sumir hafa af eðlishvöt. Gleði sem geislar út. Flestir hafa hana ekki. Hana hafði vinur minn Skúli í ríkum mæli. Þar lágu einkum hans töfrar. Og enda þótt við Skúli vær- um svo miklir andstæðingar í póli- tík á þeim árum, sem verða má við íslenskar aðstæður og stundum svo að mann verkjaði í raddböndin, varð það aðeins til þess að færa okkur nær hvor öðrum. Hann var þannig maður. Við snerum bökum saman í lagadeildinni og upp frá því. Með okkur tókst traust og ævarandi vin- átta þar til yfir lauk. Hann heim- sótti mig í vor til þess að vita hvern- ig ég hefði það eins og gengur og var þá fræðilega séð fárveikur sjálf- ur. En það sást ekki á honum. Hann var eins og hann átti að sér, brosandi og bjartsýnn. Sagðist eiga í tímabundnum erfiðleikum en svo yrði þetta í lagi. Blessaður vinurinn var þá að berjast við krabbamein á háu stigi. Óbugaður. En svona er lífið. Enginn veit hver annan gref- ur. Nú er hann Skúli allur og eftir situr minningin um góðan dreng og traustan vin. Hann átti sem betur fer góða að, konu og efnilega syni. Konu sem af hetjuskap gat veitt honum styrk í öllu mótlæti. Ég og konan mín vottum þeim og öðrum vinum og vandamönnum samúð okkar og þökkum fyrir það að leiðir okkar lágu saman forðum. Arnmundur Backman. Mig langar að minnast vinar míns Skúla Sigurðssonar nokkrum fátæk- legum orðum. Það er alltaf sorglegt er ungir menn falla í valinn fyrir erfíðum sjúkdómum langt fyrir aldur fram. Kunningsskapur okkar hófst fyrir allmörgum árum er hann gerð- ist lögmaður minn og íjolskyldu minnar og urðu þau bönd traustari með hverju árinu sem leið og héld- ust allar götur síðan. Skúli var einn víðsýnasti maður sem ég hef kynnst, geysilega vel að sér og víðlesinn, vel skapi farinn og húmoristi mikill. En umfram allt traustur og góður félagi. Á erfiðum tímum í lífinu læra menn að þekkja hvetjir eru raun- verulega vinir manns. Ég kynntist því sjálfur og var þakklátur fyrir vinskap og traust Skúla í gegn um árin. Mér gafst tækifæri til að end- urgjalda honum vinskapinn og traustið síðar. Það þarf sterkan, mjög sterkan vilja til að standa af sér ósanngjarn- ar mótbárur sem stundum geta kom- ið upp í lífínu, og það hafði Skúli svo sannarlega. Hetjuleg framganga hans við erfiðan sjúkdóm er aðdáun- arverð, og gott betur. Skúli var mikill áhugamaður um golfíþróttina eins og svo margir sem ánetjast þeirri bakteríu. Við eyddum oft löngum tíma í að skoða golfvör- usíðurnar í nýjustu póstlistunum, þegar við áttum kannski að vera að vinna, ef ske kynni að þar væri eitt- hvað nýtt og áhugavert. Ef ég man rétt vann hann það afrek eitt sinn á brautinni að næla sér í soðið, er hann spilaði nálægt sjónum á Nes- inu, og þykir það afrek út af fyrir sig. Mér er þakklæti efst í huga er ég minnist Skúla, þakklæti fyrir að hafa verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera samferðamaður hans á lífsleiðinni. Þó að okkar kynni hafi varað stutt, eða um 12 ára skeið, gáfu þau mér mikið. Ég votta eiginkonu hans og ijöl- skyldu mína dýpstu samúð á þessum sorgartímum. Megi drottinn veita þeim styrk. Hólmgeir Baldursson. Minning mín um Skúla Sigurðsson lögfræðing er minning um traustan félaga, skeleggan baráttumann og góðan dreng. Þegar ég hóf nám í lagadeild Háskóla íslands fyrir um ELINBORG ÓLADÓTTIR + Elínborg Óla- dóttir fæddist í Reykjavík 25. nóv- ember 1928. Hún lést á Landspít- alanum 28. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 5. nóvember. Elsku amma. Kallið er komið og í dag munum við sem eftir sitjum fylgja þér síðasta spölinn. Það er svo óraun- verulegt að þú skulir vera farin frá okkur. Allra síst datt mér það í hug að hún amma mín fengi krabba- mein, þú sem aldrei reyktir eða neyttir áfengis og lifðir svo heil- Erfidrykkjur Gíæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir sallr og mjóg þjónusta 'Jpplýsingar i síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTkEIBfI brigðu lífi. En krabba- mein getur heijað á alla, það veit ég núna. Það er svo margs að minnast á stundu sem þessari, allar stundirn- ar sem við bamabömin vorum hjá ykkur þegar þið afí bjugguð í Arn- arbæli, en þær voru ófáar. Þar lærðum við að skíða á hólnum, skauta á ánni, veiða „niðri í pytti“, sitja hest og svo margt, margt fleira. Fyrir þetta þökk- um við í dag. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á myndarskap þinn, en enginn var eins laginn í höndunum og hún amma. Það vafðist ekki fyrir þér að sauma nokkra kjóla á barnabörnin, kannski eina fimmtán, annað eins af buxum, skyrtum, vestum, jökkum eða að hekla nokkra hatta svona fyrir utan allt „smápunteríið" fyrir hver jól! Það eru fáir sem leika þetta eftir, enda hún amma engri lík. í einni af heimsóknunum til þín á sjúkrahúsið talaðir þú um ættar- mótið sem haldið var nú í sumar. Þú sagðir mér hve þakklát þú varst fyrir að geta komið þar og hitt allt fólkið þitt. Þú talaðir um mikilvægi þess að halda slík mót með reglu- legu millibili til þess að halda uppi tengslum innan fjölskyldunnar. Við sem eftir erum höfum það í huga. Það er með söknuði og eftirsjá sem ég kveð þig, amma mín, en þakka jafnframt fyrir þann tíma sem við fengum að hafa þig hér með okkur. Kristrún Iitla langömmustelpa biður fyrir kveðju til þín. Elsku afi, Guð veri með þér á þessum erfiðu tímum og gefi þér styrk til þess að horfa fram á veg- inn. Ég votta þér og börnum ykk- ar, ellefu talsins, svo og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Kristín Ólafsdóttir. Nú er kveðjustundin upprunnin, svo allt, allt of fljótt. Það var svo margt eftir að segja, gera og þakka. Frá því við kynntumst í Kvennó 19.44 hefur okkar samband og vin- átta verið yndisleg. Það er svo margs að minnast, allar stundir okkar sem ungar stúlkur í leit að gleði, á heimilum hvor annarrar. Á Laugarásvegi 24 var yndislegt að koma og foreldrar hennar, Adda og Óli, voru sérstök og tóku mér sérlega vel og oft gistum við hvor hjá annarri. Þetta voru yndislegir og áhyggjulausir tímar sem ég mun aldrei gleyma og mun heiðra í minn- ingu hennar. Hún var sérstök, elsku vinkonan mín, dekurbam, tískudama og flug- freyja, sú fyrsta hjá Loftleiðum og kynnti okkur nýju tískuna, síðu pils- in og sé ég hana í anda í síðu brúnu pilsi og köflóttum jakka, hárið dreg- ið aftur og bundið í hnút með slæðu, sem var fátítt í þá daga. Allt þetta er yfirborðskennt en manneskjan var hún sem varð yfir sig ástfangin af Hermanni og ekkert gat breytt því. Þau eignuðust saman elskulega og fallega dóttur, Öddu, og síðan giftu þau sig og eignuðust tíu börn til viðbótar sem öll eru vel af Guði gerð og hafa komið sér vel áfram í lífínu og verið þeim til hamingju og sóma. í lífi þeirra skiptust á skin og skúrir en hún tók öllu með jafnaðar- geði og eins var í gegnum erfið veikindi hennar, aldrei var kvartað. Börn þeirra 11 hafa verið þeim. mikill styrkur og ást þeirra Her- manns hvors til annars hefur staðið af sér storma lífsins. Elsku Hermann, þinn missir er mikill og barnanna ykkar, en minn- ingin um þessa góðu konu sem allt- af tók mann sinn og börn fram yfir allt annað verður ykkur til huggunar. Maður eignast góða vini í gegnum lífíð. Sumir verða manni kærari en aðrir og erfitt að sætta sig við skilnað. Ég er þakklát og hreykin yfir að hafa átt hana fyrir vinkonu. Ég bið góðan Guð að blessa og varðveita hana og fjöl- skyldu hennar og gefa þeim styrk í sorg sinni. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Drottinn, lát hið eilífa ljós lýsa þér. Hún hvíli í friði. Þín vinkona Björg. Elskuleg vinkona hefur kvatt okkur að sinni. Það er okkur ávallt áfall þótt við vitum að hveiju stefni, en elsku Bogga mín, við komum öll á eftir, þótt mislangur tími líði, en mest um vert er að nú líður þér vel því þau sem sóttu þig hafa tek- ið vel á móti þér og læknað öll þín mein. Minningarnar eru svo margar sem safnast saman á tæpum sextíu árum að þær er ekki hægt að telja, það væri nóg í heila bók. Báðar höfum við átt marga og góða vini en að öðrum ólöstuðum stóðst þú mér alla tíð næst hjarta og næst móður minni þá varst þú stórfeng- legasta og stórbrotnasta persóna, móðir, eiginkona, amma og vinur sem ég hef fyrirhitt á lífsleiðinni. Á okkar yngri árum varst þú alltaf til staðar og aldrei var farið neitt án þess að athuga hvort ég gæti ekki komið með. Bogga mín, það má segja að þú hafir verið auðug og það fannst þér áreiðanlega sjálfri, ekki þó af ver- aldlegum auði heldur af þínum stóra og fallega barnahópi sem þú varst svo stolt af og máttir með sanni vera. Elsku vinkona mín, nú er komið að ferðinni minni sem ég fékk í afmælisgjöf frá fjölskyldunni og get því ekki fylgt þér síðustu sporin. Vona ég að mér sé fyrirgef- ið það. Raunar held ég nú að það hefði verið þinn vilji. Ég ætla því að kveðja þig í bili, elskan. Ég óska þér góðrar heimkomu og bið góðan Guð að geyma þig þangað til við hittumst aftur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ólína Tómasdóttir (Lilla). Heima á íslandi er hún Elínborg amma mín dáin. Það er erfitt að hugsa til þess að á þessum stutta tíma, að því er manni fínnst síðan við vorum í heimsókn um síðustu jól, hafi amma þurft að beijast við þungbær veikindi sem nú hafa bor- ið hana ofurliði. Það er einhvern veginn þannig að þegar maður í blóma lífsins bregður sér í nokkurra ára nám erlendis þá er eins og maður búist við því að tíminn bíði aðeins eftir manni og að maður komi að lífinu heima eins og maður fór frá því. Svo er víst ekki. Inni- lega hefði ég samt viljað að amma hefði fengið fleiri ár til að njóta með eftirlifandi afa mínum og þeirra stóru fjölskyldu. Þó svo að amma og afi hafi búið í Reykjavík síðastliðin 15 ár, þá var ég varla hættur að kalla hana „ömmu í sveitinni". Það var þar, í Árnarbæli í Ölfusi, að ég sem barn man eftir ömmu. Þaðan eru fyrstu minningarnar mínar um hina um- hyggjusömu og sterku konu, sem amma var. Það er sama hvar borið er niður í huganum, alls staðar ber við myndin af ömmu sem við mis- jafnar kringumstæður hafði það fremsta markmið að hlúa sem best að börnum sínum og barnabörnum ef því var að skipta, jafnframt því alla tíð að standa sem stoð við hlið eiginmanns síns og taka fullan þátt í þeim búskap sem stundaður var hveiju sinni. Allt var á sínum stað í sveitinni; nestispakki handa strák- unum á leið í skólann, síðdegiskaffi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.