Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ '■ FRETTIR I Hlaup úr Grímsvötnum náði vestur í Núpsvötn síðdegis í gær Beljandi fljót á 10 mínútum I Frá gosi til hlaups 29. september 1996: STERK jarðskjálftahrina hófst í norðan- verðri Bárðarbungu. 30. september: GOS hófst undir Vatnajökli. 2. október: GOSIÐ braust upp úr jöklinum. Fram til 11. október: GOSIÐ nokkuð stöðugt. Um miðjan október: GOS- VIRKNIN fjaraði smám saman út. Fyrstu fimm daga gossins: VATNSBORÐ Grímsvatna hækkaði um 90 metra en heldur hægar eftir það. 15. október: VATNSBORÐ Grímsvatna komið í 1.504 metra hæð. 28. október: VATNSBORÐ Grímsvatna 1.509 metrar. • Klukkan 21.30 mánudaginn 4. nóvember: VIRKNI kom fram á jarðskjálftamæli á Grímsfjalii. Vísindamenn töldu að annaðhvort væri hafið nýtt eldgos undir jökli eða að vatnið hefði brotist í gegn- um ísstífiuna í Grímsvötnum. Þriðjudagur 5. nóvember: Kl. 8.00: VEGURINN yfir Skeið- arársand opnaður eftir venju- lega næturlokun. Um kl. 8.30: HLAUP hófst í Skeiðará Kl. 9.00: VEGINUM yfir Skeiðará lokað aftur. Um kl. 10: RAFMAGNSLÍNA Landsvirkjunar á Skeiðarár- sandi rofnaði. Á tíunda tímanum: SKÖRÐ fóru að myndast í veginn yfir Skeiðarársand. Kl. 11.15: UÓSLEIÐARA- STRENGUR Pósts og síma á Skeiðarársandi rofnaði. Kl. 12.45: BRÚIN yfir Sandgígju- kvísl fór í sundur. Á fimmta tímanum: HLAUP hófst í Súlu. Á fimmta tímanum: SKEMMD- IR á Skeiðarárbrú. í gærkvöldi: ENN kom mikil virkni fram á jarðskjálftamæli á Grímsíjalli. Hlaupið úr Gríms- vötnum sem ruddist fram á sanda í gær- morgun náði vestur til Núpsvatna síðdegis í gær. Ragnhildur Sverrisdóttir var við brúna yfir Núpsvötn þegar hlaupið braut sér leið þangað og sá ána breytast í beljandi stórfljót á tíu mínútum. ALDREI í manna minnufn hefur hlaup úr Grímsvötnum byijað með öðrum eins ofsa og hlaupið sem hófst í gær. Síðdegis var svo komið að brúin yfir Gígju eða Sandgígju- kvísl var horfin í flóðið, lítið sást í brúna yfir Sæluhúsavötn, þar sem flaumurinn hafði fært hana í kaf og áreiðanlega eyðilagt hana um leið og stórbrúin yfir Skeiðará, nærri kílómetra langt mannvirki, var farin að láta verulega á sjá. Enn hafði ekkert bólað á hlaupi í Núpsvötnum, sem eru vestasti farvegurinn sem Grímsvötn hlaupa í. Blaðamaður Morgunblaðsins kom að Núpsstöðum skömmu fyrir klukkan 16 í gær og hitti þar á hlaðinu Sigþór Sigurðsson, síma- verkstjóra. Hann sagði að Ijósleið- arastrengur Pósts og síma hefði farið í sundur fyrr um daginn og kannski engin furða, því strengur- inn lá eftir brúnni yfir Gígju og sú brú var horfin. Sigþór sagði að ekki kæmi honum á óvart þótt strengur- inn væri líka í sundur við Skeiðará, enda hefði hann aldrei séð hlaup í líkingoi við þetta. Hann vildi hins vegar alls ekki giska á hve langan tíma tæki að gera við strenginn, eða hvað það myndi kosta. Enginn væri símasambandslaus vegna þessa, en nú geta símamenn ekkert gert nema fylgst með framvindu hlaupsins. Vegurinn yfir sandinn var í vestri lokaður við Núpsstaði, en Sigþór vildi líta á aðstæður. Hann slóst í för með Gylfa Júlíussyni, verkstjóra Vegagerðarinnar, og samþykktu þeir að leyfa blaðamanni að fara með. Aðeins tók örfáar mínútur að aka að brúnni yfir Núpsvötn. Þegar þangað var komið benti Gylfi á rauð- málaðan hæl, sem rekinn hafði verið niður í varnargarð við brúna. Hæll- inn var um þijá metra uppi í varnar- garðinum og markaði hæð hlaupsins árið 1986. Ekkert vatn var neðan við hælinn, aðeins melur sem náði að vesturenda brúarinnar. Sandurinn á hreyfingu Núpsvötnin voru vatnslítil og eng- in ógn í þeim. Gylfi bjó sig því til að aka áfram, þangað sem hlaupið væri sjáanlegt, en skimaði áður upp með ánni. „Er ekki eitthvað að koma þarna niður?“ spurði hann en blaða- maður og símaverkstjóri voru engu nær enda engan vatnsflaum að sjá. Örskömmu síðar sáum við hvað hann átti við. Það var eins og sandur skriði fram þegar kolsvartur flaumurinn breiddi úr sér á örskotsbragði. Klukkan var 16.15 og hlaup var hafið í Núpsvötnum. Hraðinn var ótrúlegur. Agndofa sátu áhorfendur uppi á vegi og horfðu á beljandi straumurinn breiða úr sér. Melurinn fyrir neðan hælinn hans Gylfa fylltist af íshröngli og kolsvörtu jökulvatninu og skyndilega voru Núpsvötnin orðin ógnvekjandi. Dauf brennistéinslykt fylgdi hlaup- inu. Tíu mínútum eftir að Gylfi sá hreyfmgu langt fyrir ofan brú voru allar eyrar horfnar. Menn höfðu greinilega áhyggjur af brúnni, en töldu að hún gæti staðið þetta af sér ef flaumurinn bæri aðeins með sér íshröngl en ekki jaka. Raflínu- straurar fyrir neðan Núpsvötn stóðu af sér fyrstu árás vatnsins, en straumurinn buldi á undirstöðum þeirra. Staur sem stóð beint fram- undan brúnni virtist sérstaklega í hættu því undirstöður hans hurfu alveg í beljandann. Tveggja og hálfs metra vatnshæð á 25 mínútum Tuttugu og fimm mínútum eftir að hlaupið kom æðandi fram sandinn vantaði aðeins hálfan metra í að vatnið næði upp að hælnum frá 1986, þeim sem áður var í þriggja metra hæð yfir berangri. Um 100 metrum vestar hófust vegavinnu- menn Gylfa handa. Jarðýtu var beitt á þjóðveginn og tók hún til við að ijúfa hann svo vatnið gæti brotist » þar fram færi svo að það ryfi varnar- ■ garða við brúna. Verkið sóttist seinna en ella þar sem mikið frost var í jörðu. íshrönglið myndaði fyrirstöðu Enn liðu 10 mínútur en þá virtist sem framstreymið hefði náð jafn- vægi. íshrönglið fyrir neðan hælinn myndaði fyrirstöðu, sem beindi | straumnum undir brúna. Þremur . stundarfjórðungum eftir að hlaupið 1 æddi fram var ekki að sjá að neitt hækkaði í ánni, en þeir Gylfi og Sig- þór bentu á að hún væri fljót að grafa sig niður, svo vatnsflaumurinn væri áreiðanlega vaxandi, þrátt fyrir að það sæist ekki á vatnshæðinni. Vísindamenn sem komu að brúnni um kl. 16.45 höfðu ætlað sér austar á sandinn og langaði til að kanna | stöðuna við Gígju. Nú var lagt blátt a bann við allri umferð í austur. Vís- - indamennirnir virtust ekki ósáttir I við bannið, enda gátu þeir nú tekið vatnssýni úr Núpsvötnum, sem höfðu bæst í hóp beljandi stórfljóta á sandinum. Morgunblaðið/Ásdís Útför Bríetar Héðinsdóttur ÚTFÖR Bríetar Héðinsdóttur leik- konu og leikstjóra var gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í gær að við- stöddu fjölmenni. Sr. Jón Bjarman jarðsöng en org- anisti var Hörður Askelsson. Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur flutti minningarorð og Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona las Ijóð og ritn- ingarorð. Strengjakvartettinn Bern- ardel spilaði ásamt Richard Talkow- sky sellóleikara. Þá söng hópurinn Hljómeyki og Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng. Einnig sungu Jóhanna Þórhallsdótt- ir, Jóhanna Linnet og Björk Jóns- dóttir en Monika Abendroth lék á hörpu. Líkmenn við útförina voru Kjartan Ólafsson, Sveinn Einarsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Bergljót Lín- dal, Pétur Einarsson, Edda Þórarins- dóttir, Siguijón Jóhannsson og Messíana Tómasdóttir. Fundur utanríkisráðherra Islands og Rússlands Viðræður um sam- 1 starf og sættir HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Jevgení Prímakov, ut- anríkisráðherra Rússlands, ákváðu í gær að efna til viðræðna íslenzkra og rússneskra embættismanna um samstarf ríkjanna í sjávarútvegs- málum og lausn þeirra fiskveiði- deilna, sem standa í vegi fyrir auknu samstarfi. Jafnframt þáði Prímákov boð Halldórs um að koma í opinbera heimsókn hingað til lands á næstu mánuðum. Fundur ráðherranna fór fram í gær í tengslum við fund Barents- ráðsins í Petrozavodsk í Kiijálahér- aði í Norðvestur-Rússlandi. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að fundinum loknum að hann hefði ver- ið afar árangursríkur og orðið mun lengri en í fyrstu var áætlað. „Við ræddum fiskveiðisamstarf þjóðanna og hjá Prímakov kom fram áhugi á að auka það,“ segir Hall- dór. „Það hefur gengið vel að undan- förnu að ná samvinnu milli íslend- inga og Rússa í þessu sambandi, en hins vegar hafa þær deilur, sem verið hafa um Smuguna, skyggt þar á og í reynd komið í veg fyrir frek- ara samstarf." Utanríkisráðherra segir að Rússar hafi að undanförnu lýst miklum áhyggjum af framvindunni í deilunni um veiðar íslenzkra skipa í Smug- | unni. „Alls konar orðsendingar hafa - borizt um hugsanlega stöðvun við- J skipta og fleira af því tagi,“ segir | Halldór. Ráðuneytisstjórinn fór á undan til Moskvu Að sögn ráðherra fór Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri utanrík- isráðuneytisins, til Moskvu fyrir nokkrum dögum til að undirbúa fundinn með Prímakov og ræða við | rússneska embættismenn. „Við höf- | um reynt okkar bezta til að koma málum í réttan farveg á nýjan leik | og ég tel eftir þennan fund að við séum aftur komnir á sporið í þeim efnum. Það er gagnkvæmur vilji til að koma málunum í lag. Okkur er mikið í mun að auka viðskiptin, því að íslendingum gengur vel í sam- skiptum við Rússa,“ segir hann. Tímasetning heimsóknar Prím- akov hefur ekki verið ákveðin. Hall- | dór segir að ráðherrann hafi þekkzt boðið með þökkum. „Hann lýsti miklum áhuga á að auka samskiptin ( við íslendinga," segir Halldór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.