Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hjartaaðgerð Jeltsíns sögð hafa tekist vel Á næstu dögum skýrist hvort Rússlandsfor- seti nái fullum bata og geti hafið störf á ný Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gekkst í gær undir sjö stunda hjartaskurðaðgerð og talið er að nokkrir dagar líði þar til ljóst verður hvort forsetinn nái fullum bata og geti hafið störf að nýju. „Aðgerðin tókst vel að öllu leyti,“ sagði bandaríski hjartaskurð- læknirinn Michael DeBakey, einn af ráðgjöf- um rússnesku skurðlæknanna, sem skáru forsetann upp. „Borís Jeltsín mun geta hafið störf að nýju og gegnt skyldum sínum með eðlilegum hætti,“ sagði DeBakey, sem er 88 ára og frumkvöðull á sviði hjartaskurðlækninga. Renat Aktsjúrín, rússneski hjartaskurð- læknirinn sem skar forsetann upp, var hins vegar varfærinn í svörum þegar hann var spurður um batahorfur forsetans. „Nú hefst mjög mikilvægur þáttur í meðferð hans eftir uppskurðinn," sagði hann. Aktsjúrín skýrði frá því að hjartaaðgerðin hefði verið mun umfangsmeiri en fjölmiðlar höfðu búist við og vestrænir sérfræðingar sögðu það benda til þess að alvarleg vanda- mál kynnu að koma upp. „Sögulegft andartak" Aktsjúrín sagði þó að Jeltsín ætti að geta tekið aftur við völdunum af Viktor Tsjerono- myrdín forsætisráðherra innan tveggja daga. Skömmu áður en aðgerðin hófst undirritaði Jeltsín tilskipun um að Tsjernomyrdín tæki við völdunum tímabundið og færi meðal ann- ars með stjórn kjamorkuheraflans. Læknar hafa spáð því að tveir mánuðir líði þar til Jeltsín geti hafið störf að fullu. Aktsjúrin sagði að læknarnir gætu metið eftir tæpa viku hversu fljótur Jeltsín yrði að jafna sig og hvort hann fengi fullan bata. Gangi allt vel gæti hann farið af sjúkrahús- inu eftir um tíu daga. í hópi þeirra fyrstu, sem fengu fréttir af því hvernig aðgerðin a Jeltsín hefði tekist, var Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Hann sat á fundi með Jevgení Prímakov utan- ríkisráðherra er skeyti barst inn á fundinn um að uppskurðinum væri lokið og hann hefði tekist vel. „Við tókum okkur augna- blikshlé á meðan hann las miðann. Það var sögulegt andartak," segir Halldór. „Skurðaðgerð áratugarins" Mikil ábyrgð hvíldi á Aktsjúrín þegar hann skar rússneska forsetann upp. Skurðaðgerð- arinnar hafði verið beðið með meiri eftirvænt- ingu en nokkur dæmi eru um í rúman ára- tug, eða frá árinu 1981, þegar Ronald Reag- an, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Jóhann- es Páll II páfi gengust báðir undir aðgerð eftir morðtilræði. Mikið var undir því komið að lækninum brygðist ekki bogalistin; færi eitthvað úrskeiðis og félli forsetinn frá gæti það valdið umróti í rússneskum stjórnmálum og titringi út um allan heim. Sjónvarpsmenn hvaðanæva úr heiminum höfðu setið um sjúkrahúsið í Moskvu, þar sem forsetinn var skorinn upp, en rússnesk yfir- völd gerðu allt sem þau gátu til að halda fjölmiðlaliðinu í burtu. Ekki var skýrt frá því fyrirfram hvenær aðgerðin hæfist og það var ekki fyrr en um klukkustund eftir að forset- inn lagðist á skurðborðið sem talsmenn hans staðfestu að stóra stundin væri runnin upp. Skurðaðgerðir á borð við þá, sem Jeltsín gekkst undir, eru algengar og tiltölulega Reuter RÚSSNESKU hjartaskurðlæknarnir Renat Aktsjúrín (t.v.) og Jevgení Tsjazov á blaðamannafundi í Moskvu eftir að skurðaðgerð Borís Jeltsins Rússlandsforseta lauk í gær. Við hlið þeirra er bandaríski hjartaskurðlæknirinn Michael DeBakey, helsti ráðgjafi rússnesku læknanna. hættulitlar á Vesturlöndum, en öðru máli gegnir hins vegar um Rússland og Borís Jelts- ín telst enginn venjulegur sjúklingur. Forsetinn vildi að rússneskir skurðlæknar skæru hann upp þótt flestir væru sammála um að ráðlegra væri fyrir hann að leita til lækna í Þýskalandi eða Sviss, sem hafa meiri reynslu á þessu sviði. Læknar hans tóku rúm- ar átta vikur í að búa hann undir aðgerðina og tryggja að hann þyldi hana. Reynt að sefa herinn Undirbúningur Jeltsins fólst einnig í því að koma í veg fyrir að upp úr syði í valdabar- áttu andstæðra fylkinga í Kreml. í því skyni rak hann Alexander Lebed, yfirmann örygg- ismála, sem hafði ekki farið dult með þann ásetning sinn að taka við forsetaembættinu sem fyrst. Þessi undirbúningur náði hámarki á dugun- um þegar Tsjernomyrdín heimsótti fallhlífa- hersveitir í Ryzan, um 150 km suðaustur af Moskvu. Ef einhver reyndi að hrifsa völdin í sínar hendur með hervaldi yrðu þessar her- sveitir mjög mikilvægar því þær eru öflug- asti hlekkurinn í rússneska heraflanum. Með- al hermannanna hefur verið gríðarmikil óánægja með sparnaðaráform stjórnvalda og Lebed hefur reynt að notfæra sér hana til að styrkja stöðu sína innan heraflans. Til að tryggja stjórninni hollustu hermanna tilkynnti Tsjernomyrdín á föstudag að herinn myndi fá 98% af því ijármagni sem honum var úthlutað í ár, en önnur útgjöld ríkisins yrðu minnkuð um 20%. Fögnuður fallhlífahersveitanna var þó ekki mikill. Þótt Tsjernomyrdín hefði verið sagt að gert hefði verið upp við hermenn landsins vegna launaskulda, sem höfðu hlaðist upp, komst hann að því að fallhlífahermönnunum höfðu aðeins borist greiðslur fyrir júlímánuð. Tsjernomyrdín tilkynnti ennfremur að hann hygðist heimsækja hermenn sjóhersins, sem skutu fyrstu byssuskotunum í bylting- unni árið 1917. Líkurnar á uppreisn innan hersins eru þó taldar litlar. Óvissa ríkir hins vegar í stjórn- málunum og fáir Rússar trúa því að Jeltsín verði nógu ern eftir uppskurðinn til að geta gegnt embættinu til ársins 2000, eins og læknar hans hafa spáð. Tilhugsunin um að Jeltsín taki aftur við stjórnartaumunum - að minnsta kosti að nafninu til - virðist vera það eina sem held- ur valdabaráttunni í skeíjum. Skurðhnífur Aktsjúríns og færni læknisins gæti því ráðið úrslitum um framvinduna í rússneskum stjórnmálum á næstu misserum. Mannleg mistök ollu brotlendingu Boeing-757 Límband olli flug- slysinu í Perú New York. Reuter. BOEING 757-þota perúska flug- félagsins Aeroperu, sem brotlenti á hafi úti skömmu eftir flugtak frá Lima 2. október sl., fórst vegna þess að hreingerninga- menn gleymdu að fjarlægja lím- bönd, sem þeir höfðu límt yfir mikilvæga skynjara er þeir voru að þvo og fægja flugvélina að utanverðu. Frá þessu skýrði bandaríska sjónvarpsstöðin NBC í fyrra- kvöld en tilgreindi ekki hvaðan hún hefði heimildir sínar. Af hálfu Öryggisstofnunar sam- göngumála (NTSB) í Bandaríkj- unum, sem rannsakað hefur hvers vegna þotan fórst, var ekkert látið uppi. Sjónvarpsstöðin sagði, að hreingerningamenn hefðu límt yfir göt og skynjara, sem eru hluti af mælikerfi hæðar- og hraðamæla þotunnar, til þess að koma í veg fyrir, að hreinsiefni og bón stífluðu götin. Hefðu þeir gleymt að fjarlægja límböndin að því loknu. Sjötíu manns voru um borð í þotunni, sem var á leið frá Lima Hreingerninga- menn gleymdu að fjarlægja límbönd af skynjurum til Santiago í Chile, rétt upp úr miðnætti að staðartíma. Skömmu eftir flugtak hafði Erick Schreiber flugstjóri sam- band við flugturn og sagði mæli- tæki þotunnar ekki virka. „Hvað er að gerast? Hver er flughæðin okkar? Hvers vegna hvín í jarð- nándarvaranum? Er ég yfir landi eða sjó?“ var meðal þess sem hann spurði flugumferðarstjór- ana um. Maður, sem varð fyrir svörum á skrifstofum Aeroperu á flug- vellinum í Lima og neitaði að segja til nafns, sagði, að af hálfu flugfélagsins yrði ekkert látið uppi um málið strax. Enginn vildi svara síma á skrif- stofu samgönguráðuneytisins en samönguráðherra, Elsa Carrera de Escvalante, staðhæfði strax eftir slysið, að tölvukerfi þotunn- ar hefðu hrunið og væri því vélar- bilun um að kenna, að þotan fórst, en ekki mannlegum mis- tökum. í Seattle í Washingtonríki sagðist Liz Verdier, talsmaður Boeing-verksmiðjanna, ekki geta tjáð sig um frétt ATBC-stöðvar- innar og vísaði á Öryggisstofnun samgöngumála (NTSB). Allen Pollock, talsmaður NTSB, vísaði hins vegar á samgönguyfirvöld í Perú og sagði stofnunina einung- is aðstoða þau við rannsóknina. Á svörtum lista Á undanförnum áratug hafa 12 perúskar þotur í farþega- og vöruflugi farist þar í landi. Land- ið er á nokkurs konar svörtum lista bandarísku flugmálastjórn- arinnar (FAA) sem metur ástand flugöryggismála í löndum víða um heim á grundvelli flugörygg- isstaðla Alþjóðaflugmálastofnun- arinnar (ICAO). Var það mat FAA, að flugöryggi væri ábóta- vant í Perú. PERSSON og Jiang heilsast í Peking. Ummæli Perssons valda fjaðrafoki Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „ER HÆGT að tala um pólitískan stöðugleika, þegar Kína er annars vegar?" Þeirrar spurningar spyija Svíar nú ákaft eftir að Göran Persson forsætisráðherra sagði í Kínaferð að það væri „sláandi" að Rússar gætu ekki skipulagt lengra en fram á haust en Kínverjar gætu skipulagt næstu fimmtán árin. Með tilliti til mikils vaxtar í Kína mætti álykta að póli- tískur stöðugleiki væri mikilvægur og slíkt vantaði í Svíþjóð. Orðin féllu í hádegisverði með sænskum fésýslumönnum og flugu óðfluga til Svíþjóðar, þar sem þau hafa valdið miklu fjaðrafoki. Maria Leissner, formaður Þjóðar- flokksins, krafðist þess að forsætis- ráðherrann drægi ummæli sín til baka, en hvatti að öðrum kosti til að lýst yrði vantrausti á Persson. Gunnar Hökmark, formælandi Hægriflokksins, segir það sýna skort á dómgreind að bera saman og hæla stöðugleika í Kína, byggðum á harð- stjóm, á kostnað lýðræðisferlisins í Rússlandi. Gudrun Schyman, formað- ur Vinstriflokksins, segir ummæli Perssons bera merki prangarahugs- unarháttar. Persson heimsótti fyrr í vikunni Jiang Zemin, forseta Kína, og bauð honum í opinbera heimsókn til Sví- þjóðar. I I I I ► > [ ► i í í i I I i I I »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.