Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kosið um þingsæti í báðum deiidum og* forsetaembætti í Bandaríkjunum í gær BOB Dole kátur meðal stuðningsmanna í Des Moines í Iowaríki undir lok mikils endasprettar í kosningabaráttu hans. BILL Clinton ræðir við ungan pilt á veitingahúsi, sem hann hafði viðkomu á í kosningaferð í borginni Manchester í New Hampshire. Fyrstu kosnmgaspámar bentu til sigurs Clintons forseta SPAR, sem birtar voru í Bandaríkj- unum skömmu eftir miðnætti í nótt, bentu til þess að frambjóðandi Demókrataflokksins, Bill Clinton forseti, færi með sigur af hólmi í kosningunum vestra og yrði endur- kjörinn til fjögurra ára. Samkvæmt kosningaspám, sem birtar voru eftir að kjörstöðum hafði verið lokað í átta ríkjum í austurhluta Bandaríkj- anna, hafði forsetinn tryggt sér 32 kjörmannaatkvæði en andstæðing- ur hans, Bob Dole, frambjóðandi Repúblikanaflokksins hafði ekkert hlotið. 270 kjörmannaatkvæði hið minnsta nægðu til sigurs. Bandarískar sjónvarpsstöðvar birtu fyrstu kosningaspár klukkan rúmlega 23 í gærkvöldi þegar kjör- fundi var lokið í Kentucky og Indi- ana. Þar þóttu úrslitin of tvísýn til að unnt væri að úrskurða hvor þeirra Dole og Clinton hefði sigrað og kom það á óvart. Klukkustundu siðar voru sams konar spár birtar er kjörstöðum var lokað í sex ríkj- um til viðbótar í austurhlutanum. Slíkar spár eru gerðar á grundvelli svonefndra „útgöngukannana" sem framkvæmdar voru á kjörstöð- um í ríkjum þessum og eru byggð- ar á upplýsingum kjósenda sem greina frá því hvaða frambjóðanda þeir studdu. Mesta athygli vakti sigur Clint- ons í Florída þar sem 25 kjör- mannaatkvæði voru í boði. Hafði frambjóðandi demókrata ekki unn- ið ríkið i forsetakosningum frá ár- inu 1976. í þremur ríkjum þóttu kannanir ekki gefa tilefni til að úrskurða um sigurvegara en Clint- on var talinn hafa sigrað í Ver- mont og New Hamsphire auk Florída. Þessar fyrstu tölur gáfu til kynna að Clinton gæti vænst þess að verða endurkjörinn fyrstur forseta úr röðum demókrata frá því Franklin D. Roosevelt var kjör- inn forseti í fjórða skiptið árið 1944. Þeir Harry S. Truman og Lyndon B. Johnson voru að vísu endurkjörnir en komust ekki til valda í kosningum heldur á grund- velli embættis varaforseta. Engar tölur höfðu á hinn bóginn borist frá lykilríkjum á borð við New York, Texas, og Kaliforníu þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. í ríkjum þessum eru flest kjörmannaatkvæði í veði, t.a.m. 54 í Kaliforníu en 270 siík atkvæði af alls 538 duga til sigurs í forseta- kjöri í Bandaríkjunum. Þátttaka í kosningunum virtist dræm en sérfræðingar höfðu spáð því að kjörsókn yrði minni en nokkru sinni áður, jafnvel um 50% sökum almenns áhugaleysis kjós- enda og tortryggni í garð ráða- manna í Washington. Kannanir höfðu gefið til kynna að sigur Bills Clintons mætti heita öruggur þar eð hann hafði reynst njóta 7-16% meira fylgis á lands- vísu en helsti keppinautur hans. Á hinn bóginn segja spár um fylgi á landsvísu ekki alla söguna í kosn- ingum í Bandaríkjunum vegna kjörmannakerfísins. Auk forsetakosninganna fóru fram kosningar til beggja deilda Bandaríkjaþings. í fulltrúadeildinni var tekist á um öll 435 sætin en í öldungadeildinni, þar sem kjör- tímabiiið er sex ár, var kosið um þriðjung þingsætanna. Að auki fóru fram ríkisstjórakosningar í 11 ríkjum auk kosninga til þinga ríkj- anna 50 og annarra slíkra á lægri stigum stjórnsýslunnar. Repúblikanar, andstæðingar for- setans, hafa meirihluta í báðum þingdeildum í Washington. Demó- kratar gerðu sér vonir um að hnekkja meirihluta þeirra í fuil- trúadeildinni en ólíklegt þótti að það myndi takast í öldungadeild- inni. Staðan á þingi ræður jafnan miklu um framvindu stjórnmála í Bandaríkjunum og höfðu frétta- skýrendur bent á að repúblikanar myndu vafalítið reynast Clinton erfiður ljár í þúfu héldu þeir meiri- hluta sínum á þingi. Málefni þóttu ekki setja mjög mark sitt á kosningabaráttuna að þessu sinni. Dole og stuðningsmenn reyndu að koma höggi á forsetann með því að væna hann um spillingu og siðleysi á grundvelli þeirra ásak- ana sem fram hafa komið á hendur Clinton. Þá lagði Dole á það ríka áherslu að hann væri fulltrúi stríðs- árakynslóðarinnar, sem enn á ný væri tilbúin til að færa fórnir fyrir Bandaríkin, lýðræðið og heimsfrið- inn. Forsetanum varð hins vegar einkum tíðrætt um vænlega stöðu á vettvangi efnahagsmála. VÖGIR WIOM VOGIR Bjóðum eftirtaldar uppgerðar ^ iðnaðarvoeir á einstöku verði. SOEHNLE-SCANVÆGT ) Vogirnar verða til sýnis og sölu á lager okkar Sundaborg 3 næstu daga. Aðeins ein vog af hverri gerð. Rafeindavog 60kg x 20g. Pallur 57x50sm. Ryðfrír pallur. Áfastur skjár (IP65). Verð kr. 35.000,- án VSK. (kr. 43.575.- m/VSK.) WEIGH-TRONIX Rafeindavog 90,72kg x 20g. Pallur 55x55sm Ryðfrír pallur og ryðfrír laus skjár. Vatnsvarin. Verð kr. 65.000.- án VSK. (kr.80.925,- m/VSK.) SOEHNLE-BERKEL Rafeindavog 120kg x 50g. Pallur 50x36sm. Ryðfrír pallur og laus skjár (IP65). Verð kr. 35.000.- án VSK. (kr. 43.575.- m/VSK.) AVERY Rennilóðavog 120kg x 50g. Pallur 40x35sm. Verð kr. 8.000.- án VSK. (kr. 9.980,- m/VSK.) SOEHNLE-BERKEL Rafeindavog 120kg x lOOg. Pallur45x45sm. Áfastur skjár (1P65). Verð kr. 30.000,- án VSK. (kr. 37.350.- m/VSK.) SOEHNLE Rafeindavog 240kg x 200g. Pallur 66x55sm. Ryðfrír pallur og laus skjár (IP65). Verð kr. 45.000.- án VSK. (kr. 56.025.- m/VSK.) Frá árinu 1987 höfum við breytt ýmsum eldri gerðum voga, sett við þær þyngdarnema eða endurnýjað og einnig sett við aflestursskjái. Leitið upplýsinga. VOGAÞJÓNUSTA ÓLAFS GÍSLASONAR & CO HF. SUNDABORG 3 SÍMI 5686970-5684800 Svíþjóð og EMU-aðild Sænsku ríkisstjóminni ráðlagt að bíða Kaupmannahöfn. Morgunblaöið. SVIAR ættu að bfða með aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu, EMU. Þetta er niðurstaða sænskrar hagfræðinganefndar, sem sænska stjórnin fékk til að gera úttekt á hagfræðihlið sæn- skrar aðildar að bandalaginu. At- vinnuleysið er helsta ástæða þess að bíða beri með aðild. Nefndin dregur í efa að mörg lönd verði stofnaðilar að EMU, svo það muni ekki skaða að sænsk aðild frestist um 2-3 ár. Erik Ásbrink fjármála- ráðherra hefur áður lýst yfir svip- aðri skoðun. Nefndarniðurstaðan kom ekki á óvart, þar sem nefndin hefur þegar gefið út greinar, sem bentu í þessa átt. Nefndin, undir forystu Lars Calmfors hagfræðiprófessors, veg- ur ýmis rök og þar sem mótrökin eru fleiri, má túlka niðurstöðurnar í þá veru að Svíar ættu ekki að gerast aðilar strax, heldur bíða þar til sænskt efnahagslíf er orðið traustara. Veigamestu mótrökin eru 13 prósent atvinnuleysi, sem nefndin metur vera of hátt til að aðildin geti gagnast Svíum. Mar- goft hefur verið bent á að með EMU-aðild geti orðið erfiðara að ráða bót á atvinnuleysi og því sé óvarlegt að hefja hana með svo háu atvinnuleysi. Koma þarf atvinnu- leysinu í 6-7% Á blaðamannafundi þar sem skýrslan var kynnt sagði Calmfors að nefndin hefði ekki rætt hvert atvinnustigið þyrfti að vera, en sjálfur áliti hann að 6-7 prósenta atvinnuleysi væri nærri lagi. Hann sagðist hins vegar ekki vita hvað gera ætti, ef atvinnuleysið lækkaði ekki. í skýrslunni er bent á að rík- isbúskapurinn sé ekki í nógu traustum skorðum til að EMU- aðild sé æskileg, auk þess sem ræða þurfi aðildina betur. Eins og horfi nú sé óvíst að sambandið hafi í för með sér þann stöðug- leika í efnahagsmálum, sem stefnt sé að. Einnig er nefnt að fleiri en Svíar muni væntanlega standa utan sambandsins og sagt líklegt að Þýskaland, Belgía, Holland, Lúxemborg og Frakkland verði með frá byijun. Ef og þegar aðild- arlöndum fjölgi megi gera ráð fyrir að pólitískt vægi sambands- ins aukist og þar með verði erfið- ara að standa utan þess. Sænska stjórnin hefur ekki tekið afstöðu til EMU-aðildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.