Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 39 Íslensk-ameríska verslunarráðið Forseti Islands aðalræðumaður ÓLAFUR Ragnar Grímsson for- seti íslands verður aðalræðu- maður á árlegum jólahádegis- verði Islensk-ameríska verslun- arráðsins, sem haldinn verður í New York 5. desember næst- komandi. Ráðið hefur um skeið efnt til þessa hádegisverðar skömmu fyrir jól og er bæði félagsmönn- um og velunnurum boðið til málsverðar sem seldur er á milli 70 og 80 dollara. Hádegisverður Islensk-amer- íska verslunarráðsins verður að þessu sinni haldinn í The Harv- ard Club of New York City 5. desember næstkomandi. Áhyggjur vegna fækkunar starfa FÉLAGSFUNDUR í Stýrimanna- félagi íslands, stéttarfélagi stýri- manna á kaupskipum og varðskip- um, haldinn 23. október sl., lýsir yfir áhyggjum sínum yfir sífækk- andi störfum íslenskra farmanna á undanförnum árum, sem mun að óbreyttu leiða til að hætta verði á að íslensk farmannastétt heyri sögunni til að nokkrum árum liðn- um. í þessu sambandi bendir fund- urinn á að frá janúar 1990 hafi stöðugildum íslenskra farmanna á skipum, í rekstri hjá útgerðum innan Sambands íslenskra kaup- skipaútgerða fækkað úr 375 í 198 eða um 177 stöðugildi en það jafn- gildir því að ársstörfum íslenskra farmanna hafi fækkað um 266 eða 50%, segir í fréttatilkynningu Stý- rimannafélagsins. „Til að snúa þessari óheillaþró- ■ HJÁLPARSVEIT skáta í Hafnarfirði var færð tölva að gjöf í ágúst sl. frá Tæknival hf., Reykjavíkurvegi 64, Hafnar- firði, í tilefni af opnun verslunar- innar. Myndin sýnir Guðjón Sig- urðsson, formann Hjálparsveitar- innar veita gjöfinni viðtöku úr hendi Gunnars Lárussonar, verslunarstjóra Tæknivals í Hafn- arfirði. Með þeim á myndinni eru f.v: Dagbjartur Brynjarsson, Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði, Jón Trausti Leifsson, deildar- stjóri Heildsöludeildar Tæknivals og Ingólfur Haraldsson, Hjálpar- sveit skáta Hafnarfirði. -----♦-------- Flutningur opinberra stofnana MÁLSTOFA á vegum BSRB verð- ur haldin miðvikudaginn 6. nóvem- ber kl. 17-19 á Grettisgötu 89. Frummælendur verða: Guð- mundur Bjarnason, umhverfisráð- herra, Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akraness, Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður og Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, starfsmaður Landmælinga íslands. Að lokum verða pallborðsumræður með fyr- irspurnum úr sal. Fundarstjóri verður Atli Rúnar Halldórsson. un við krefst fundurinn þess að stjómvöld geri þær ráðstafanir sem til þarf svo útgerðir farskipa verði samkeppnisfærar á alþjóð- legum flutningamarkaði. í þessu sambandi bendir fundurinn á að allar Norðurlandaþjóðirnar nema íslendingar hafa í einhveiju formi beitt skattalegum aðgerðum til að tryggja farmönnum sínum störf til frambúðar. Fundurinn heitir á alla aðila, bæði stéttarfélög og útgerðir, sem hagsmuna eiga að gæta, að taka nú höndum saman og vinna að þessu málefni í órofa samstöðu. Fundurinn mótmælir því harð- lega að útlend skip með útlendum áhöfnum skuli árum saman stunda áætlunarsiglingar til og frá Islandi á vegum íslenskra skipafélaga,“ segir þar ennfremur. Heimdallur fundar um verslunarrekst- ur ríkisins HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, heldur fund í kvöld um síðasta verslunar- rekstur ríkisins, ÁTVR og Fríhöfn- ina. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun upplýsa fundarmenn um stöðu þessara mála á Alþingi og hvort horfi til einhverra breytinga í þessum efnum. Fundurinn er öllum opinn og er haldinn á veitingastaðnum Sól- on íslandus og hefst kl. 20.30. ------♦ ♦ ♦ ■ ÍSLENSKA Dyslexíufélagið stendur fyrir fundi um greiningu á dyslexíu í kvöld, miðvikudags- kvöld. Fundurinn er opinn öllum og verður haldinn í húsnæði Náms- flokka Reykjavíkur í Mjódd, Þönglabakka 4. Nú þegar skiln- ingur á dyslexíu hefur aukist til muna verður krafan um greiningu sífellt meiri. Svo er komið að bið eftir greiningu er orðin nokkuð löng og þjónustan sem greininga- raðilar veita nokkuð misjöfn. Það er því orðið tímabært að greining- armál séu rædd og sameiginlega stefna í greiningarmálum mótuð, segir í fréttatilkynningu. ------♦ 4-»------ ■ RABBFUNDUR Skotvís verð- ur í kvöld, miðvikudagskvöld, í Ráðhúskaffi, Ráðhúsinu í Reykjavík, kl. 20.30. Dr. Ólafur K. Nilsen spjallar um ijúpnastofn- inn. Fjallað verður um veiðarnar að undanförnu, notkun áttavita, GPS og ýmis önnur öryggismál. Allir skotveiðimenn eru velkomnir á fundinn. Morgunblaðið/Halldór GESTIR fylgjast með kynningu á teikniforriti. Tækniskólinn með opið hús TÆKNISKÓLI íslands opnaði hurðir upp á gátt sl. sunnudag og bauð gestum og gangandi að líta inn og kynnast því námi sem þar er í boði. Nemendur skólans kynntu fyrir um 800 gestum sem litu í heimsókn þréttán námsbrautir skólans og útskrifaðir nemend- ur héldu erindi um starfsmögu- leika að námi loknu. „Tölvur leika stórt hlutverk í starfi og námi tækniskólamennt- aðra,“ sagði Steinunn Halldórs- STJÓRN Hjálparstofnunar kirkj- unnar ákvað á fundi 4. nóvember að fyrsta framlag hennar til flótta- manna vegna átakanna í Zaire yrði tvær milljónir króna. ACT (Action by Churches To- gether), sem er sameiginlegur framkvæmdaaðili Lútherska heims- sambandsins og Alkirkjuráðsins í neyðaraðstoð, og Hjálparstofnun er aðili að, hefur gert út könnunarflug yfir austurhluta Zaire til þess að kanna aðkomuleiðir í landið. Fé HLJÓMSVEITIN Stjörnukisi. Stjörnukisi með tónleika HLJÓMSVEITIN Stjörnukisi gefur út sína fyrstu hljóðskífu, sem nefn- ist Veðurstofan, í dag, miðvikudag. Af því tilefni verða útgáfutónleikar haldnir í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, kl. 22. Áður en hljómsveitin stígur á stokk mun söngkonan Svala Björg- vinsdóttir syngja nokkur karaoke- lög auk þess sem plötusnúðarnir Árni og Hrönn fylla upp í eyðurnar. Boðið verður upp á veitingar og aldurstakmark er 18 ár. Aðgangs- eyrir er 500 kr. dóttir, kynningarfulltrúi Tækni- skólans, í samtali við Morgun- blaðið en til sýnis á sunnudaginn var m.a. tölvustýrt vélmenni, ýmiss konar hönnunar- við- halds- og stýriforrit auk þess sem gestum gafst kostur á leið- sögn um alnetið. Nemendur í heilbrigðisdeildum komu á fót rannsóknarstofu þar sem hægt var m.a. að skoða krabbameins- frumur í smásjá, fylgjast með skurðaðgerð í gegnum tölvu og ýmislegt fleira. Hjálparstofnunar verður ráðstafað af starfsmönnum ATC sem vinna nú að því að safna birgðum og undirbúa umfangsmikla aðstoð svo fljótt sem auðið er. Hafist verður handa um leið og hægt er að tryggja öryggi starfs- manna og leiðir á jörðu eða í lofti opnast. Hjálparstofnun kirlqunnar gerir ráð fyrir auknum framlögum eftir því sem málin þróast, enda jólasöfnun stofnunarinnar að hefj- ast innan skamms. Rætt um stjórn- mál 21. aldar FÉLAG stjórnmálafræðinga stendur fyrir fundi um stjórnmál 21. aldar fimmtudaginn 7. nóvem- ber í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.30. Frummælendur verða stjórn- málafræðingarnir: Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Ásdís Halla Bragadóttir og Þórunn Sveinbj arnardóttir. Dr. Hannes flytur inngang þar sem hann fjallar um átakalínur í íslenskum stjórnmálum á tímabil- inu frá 1960 til 1996. Ásdís Halla og Þórunn munu í erindum sínum setjast í spádómssæti og fjalla um það hvaða málefni þær sjái fyrir að verði efst á baugi í íslenskum stjórnmálum á næstu 10-15 árum. Tena Palmer á Kringlukránni KANADÍSKA djassöngkonan Tena Palmer syngur á Kringlukránni í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. nóv- ember, við undirleik Björns Thor- oddsens og Bjarna Sveinbjörnsson- ar. I tilkynningu segir að Tena sé talin ein efnilegasta djasssöngkona í Kanada í dag og hafi unnið til fjölda viðurkenninga bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Ásamt því að vera aðalsöngkona Chelsea Bridge, sem er þekkt kanadísk hljómsveit, hafi hún gefið út þijá diska undir eigin nafni. Á efnisskrá tríósins eru m.a. verk eftir Nat Adderly, Gershwin, Chick Corea o.fl. Tónleikarnir hefjast kl. 22. ♦ ♦ ♦---- Gönguferð um- hverfis Reykja- víkurflugvöll HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð umhverfis Reykjavíkurflugvöll í kvöld, mið- vikudagskvöld. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið með Tjörninni og um háskólahverfíð suður í Sund- skálavík í Skeijafirði síðan með ströndinni inn í Nauthólsvík þaðan um skógargötur Öskjuhlíðar og Þingholtin niður í Hafnarhús. Val er um að stytta gönguleiðina og fara til baka með SVR frá Skelja- nesi eða frá Hótel Loftleiðum. Allir velkomnir. -----♦-»--♦--- Myndakvöld Utivistar FERÐAFÉLAGIÐ Útivist heldur annað myndakvöld vetrarins fimmtudaginn 7. nóvember í Fóst- bræðraheimilinu við Langholtsveg kl. 20.30. Að þessu sinni mun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð- ingur fjalla í máli og myndum um eldgosið í Vatnajökli. Allir velkomn- ir. -----♦ ♦ ♦---- ■ HAUSTMÓT Taflfélags Kópa- vogs 1996 hefst fimmtudaginn 7.. nóvember kl. 19.30. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad kerfi. Umhugsunartími er lVi klst. á 30 leiki og síðan 45 mín. til að ljúka skákinni. Teflt verður tvisvar í viku á þriðju- og fimmtudögum. Verð- laun eru í boði fyrir þrjú efstu sæt- in og einnig verða veitt sérstök unglingaverðlaun. -----♦■♦ ♦---- LEIÐRÉTT Röng fyrirsögn Þau mistök urðu við vinnslu þriðjudagsblaðs Morgunblaðsins, að frásögn af bók dr. Einars Sigur- bjömssonar birtist undir fyrirsögn- inni „Nýjar plötur" en ekki „Nýjar bækur“, eins og rétt er. Morgun- blaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. TIL LEIGU Verslunin Börnin í Keflavík er til leigu eða sölu Leigist á 120.000 pr. mánuð. húsnæði, rekstur og lager. Mikill sölutími framundan. Upplýsingar á staðnum í síma 421 4799 Hjálparstofnun kirkjunnar Tvær milljónir í neyðaraðstoð í Zaire

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.