Morgunblaðið - 04.12.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 04.12.1996, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Vatn á tunglinu? Útlendingar flýja átakasvæði í Zaire af ótta við morð og misþyrmingar Tútsar segjast ná tveimur bæj- um á sitt vald Reuter RÚANDÍSKUR flóttamaður á heimleið skammt frá landamærun- um að Zaire þar sem harðir bardagar geisa milli stjórnarhers- ins og uppreisnarmanna. Goma, Genf. TALSMENN uppreisnarmanna tútsa í Zaire sögðu í gær, að tveir bæir enn hefðu fallið þeim í hend- ur, Bunia og Walikale. Hafa út- lendingar flúið þá og svæðin um kring af ótta við morð og misþyrm- ingar. Mannréttindafulltrúar Sam- einuðu þjóðanna í Rúanda hafa fengið fréttir um, að flóttafólk, sem snúið hefur heim, hafi verið myrt við komuna. Jean Kabongo, öryggisráðgjafi Laurents Kabila, leiðtoga upp- reisnarmanna, sagði í Goma í gær, að zaírskir stjómarhermenn hefðu verið hraktir frá Bunia og Walik- ale og í fyrradag sagði hann, að uppreisnarmenn hefðu náð á sitt vald hluta Kisangani, stærstu borgarinnar í landshlutanum. Full- trúar hjálparstofnana í borginni vísuðu því á bug en Kabongo ítrek- aði í gær, að uppreisnarmenn tútsa væru við borgarmörkin. Spáði hann miklum bardögum um borg- ina en þar er stór herflugvöllur og borgin mjög mikilvæg fyrir stjórn- arherinn reyni hann að snúa vöm í sókn. Flóttamenn frá Zaire, sem komu til nágrannaríkisins Úganda í gær, sögðu að stjórnarhermenn hefðu látið greipar sópa um hús í Bunia, barið íbúana og nauðgað mörgum konum áður en uppreisnarmenn- imir náðu bænum á sitt vald. „Hermenn Zaire-stjórnar hafa flúið frá svæðinu og við vitum ekki hvert þeir fóru,“ sagði kona á meðal flóttafólksins. „Við ákváð- um að fara til Úganda vegna þess að stjórnarhermennirnir rupla og ræna og nauðga konum á flóttan- um undan uppreisnarmönnum." Ottast uppreisnarmenn Nokkrar hjálparstofnanir hófu að flytja sitt fólk frá Kisangani í gær og fréttir vora um, að komið hefði til átaka milli deilda innan stjómar- hersins. Erlendur trúboði hafði það eftir hermönnunum, að þeir óttuðust uppreisnarmenn og íbúana almennt á þessum slóðum og hermt er, að deild úr forsetalífverðinum í Zaire hafi verið send til Kisangani til að afvopna stjómarhermennina. Flóttafólk myrt Uppreisnarmenn hafa að eigin sögn náð á sitt vald bænum Kamit- uga í sunnanverðri Austur-Zaire en þar er mikil gull- og demantavinnsla. Javier Zunica, talsmaður SÞ í Rúanda, sagði í gær, að fréttir væru um, að flóttafólk hefði verið myrt þegar það sneri heim aftur og raunar er sagt, að eitthvað sé um, að flóttamenn hafi við komuna myrt fólk, sem hugsanlega gat vitnað um þátttöku þeirra í morð- æðinu fyrir tveimur áram. Washington. Reuter. RÁÐUNEYTI vamarmála í Bandaríkjanna segir að upplýs- ingar sem borist hafi frá gervi- hnetti á vegum þess bendi til þess að verulegt magn af ís sé að f inna í djúpum gíg á tunglinu. Reynist þetta rétt er talið að mun auðveld- ara en ella verði að koma á fót fastri bækistöð manna á mánan- um, m.a. vegna þess að nýta mætti vatnið til að búa til elds- neyti. Lengi hefur verið deiltum það hvort vatn sé á tunglinu. Útvarps- bylgjum var beint úr gervi- hnettinum niður í gíg er nefnist Suðurpóls-Aitkin til að kanna hvaða efni væri þar að finna. Vatnið, sem er allt gaddfreðið, er talið vera svo mikið að það dygði í tjörn eða lítið stöðuvatn. Áður hefur fundist tunglgijót sem er svo þurrt að það hefur aðeins getað myndast þar sem ekki er neitt vatn að finna. Vísindamenn geta sér þess til að vatnið á tungl- inu hafi borist þangað með hala- stjömum. Ráðuneyti segir að hægt væri að nota vatnið til að búa til elds- neyti fyrir eldflaugar, til drykkj- ar og framleiðslu á mat og súr- efni fyrir íbúa í sjálfbæmm mann- virkjum er reisa mætti á tunglinu. Aðalfundur norskra ESB-andstæðinga ESB og norrænar reglur um áfengis- og tóbaksinnflutning Ætla að berjast gegn Schengen NORSKU samtökin „Nei við ESB“ héldu aðalfund sinn um síðustu helgi og strengdu þess heit að beij- ast gegn fyrirhugaðri aukaaðild Noregs að Schengen-vegabréfa- samkomulaginu. Samtökin líta svo á að í aðild að samningnum felist fullveldisafsal. Markmiðið með aðild Noregs og íslands að Schengen-samstarfinu er að unnt reynist að viðhalda nor- ræna vegabréfasamstarfinu, sem væri úr sögunni ef norrænu ESB- ríkin gerðust aðilar að Schengen án þess að hin fylgdu með. Norskir ESB-andstæðingar telja hins vegar að Schengen sé hluti af þróun ESB í átt til æ nánara sambands, og að með aðild að samstarfinu færist Noregur inn undir jaðar Evrópu- sambandsins. Beiti neitunarvaldi í EES í Aftenposten segir að landsfund- ur „Nei við ESB“ hafi einnig gert kröfu um að norsk stjórnvöld beiti neitunarvaldi gegn nokkrum tilskip- unum ESB, sem áformað er að taka inn í EES-samninginn. Beiting slíks neitunarvalds getur orðið tilefni gagnaðgerða af hálfu ESB og telja ýmsir lögfræðingar að hún myndi í raun stefna EES-samningnum í hættu. Andstæðingar Maastricht Stofnun samtaka í undirbúningi ANDSTÆÐINGAR Maastricht- sáttmálans, stofnsáttmála Evrópu- sambandsins, hyggjast stofna evr- ópsk samtök, TEAM, til að veita upplýsingar og samræma aðgerðir sínar. Gert er ráð fyrir að stofnfund- ur samtakanna verði haldinn í Kaupmannahöfn í byijun marz á næsta ári. Vaxandi efasemdir og andstaða á hægri væng Andstæðingar Maastricht úr öllum flokkahópum á Evrópuþinginu héldu ráðstefnu í Brassel í síðustu viku. Til ráðstefnunnar var boðið fulltrúum frá ýmsum ríkjum utan ESB, þar á meðal Hjörleifí Guttormssyni, þing- manni Alþýðubandalagsins. í fréttatilkynningu frá Hjörleifi segir m.a.: „Ráðstefnan endur- speglaði m.a. að þeim fer fjölgandi á hægri væng stjórnmálanna sem hafa efasemdir eða snúast gegn þeirri stefnu að breyta Evrópusam- bandinu í ríkjasamband með sam- eiginlegri mynt og sameiginlegri utanríkis- og öryggismálastefnu. I þessum hópi eru m.a. Charles de Gaulle, sonarsonur fyrrum Frakk- landsforseta, James Goldsmith, sem fer fyrir nýstofnuðum flokki í Bretlandi sem krefst þjóðarat- kvæðagreiðslu um afstöðu Breta til ESB, og Bill Cash þingmaður brezka íhaldsflokksins, en allir þessir töluðu á ráðstefnunni.“ Frestur til aðlögunar - ekki undanþága Norrænu ESB-ríkin munu á endanum þurfa að samræma reglur um innflutning áfengis því, sem gerist annars stað- ar í sambandinu, skrifar Sigrún Davíðsdóttir frá Kaupmannahöfn. „SVÍÞJÓÐ neyðist ekki til að sam- þykkja eitt eða neitt. Málstað okkar var sýndur skilningur í þetta skiptið og sama verður vafalaust einnig síð- ar,“ sagði Erik Ásbrink, fjármála- ráðherra Svía, glaðbeittur eftir að starfsbræður hans í Evrópusam- bandinu höfðu tekið tillit til sérnor- rænna aðstæðna hvað varðar tak- markanir á áfengis- og tóbaksinn- flutningi einstaklinga. Allt stefnir þó í þá átt að Svíar, jafnt og Finnar og Danir, muni þurfa að laga sig að ESB-reglum á þessu sviði í árs- byijun 2004. Fýrir Svíum og Finnum er takmörkunin hluti áfengisstefn- unnar, en málið snertir landamæra- verslun Dana í Þýskalandi. Ofuráhersla á áfengisstefnu í Svíþjóð hefur stjórn jafnaðar^ manna sett málið mjög á oddinn. í Svenska Dagbladet er niðurstaðan sögð dæmigert niðurstöðuleysi í anda jafnaðarmanna, þar sem aðeins sé um frest á ESB-aðlögun að ræða. Aðrir segja málið auka enn tor- tryggni Svía í garð ESB, því að fyr- ir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafi Svíum verið talin trú um að þeir gætu ákveðið áfengisstefnu sína um aldur og ævi, þrátt fyrir ESB-aðild. Sænska stjórnin hótaði upphaf- lega að koma í veg fyrir ákvörðun í málinu, ef hún fengi ekki fullnægj- andi niðurstöðu að eigin mati. Svíar vora því tilbúnir til að hindra að Finnar og Danir leystu málið, en buðu á endanum málamiðlun um að þeir fengju lengri frest. Nú er Svíum lofað að málið verði athugað árið 2000, en Finnar og Danir sam- þykkja að laga sig að ESB-reglunum fyrir árslok 2003. Þeim er þó lofað að þeirra aðstaða verði ekki lakari en Svía. Því er sennilegt að á endan- um að gefist Svíum í raun aðeins kostur á að bíða með frekari ákvarð- anir til 2000, en muni þá þurfa að samþykkja þá aðlögun, sem Finnar og Danir hafa nú samþykkt. Þó sænska stjómin hafi lagt ofurá- herslu á málið, er áfengisstefnan Finnum ekki minna mál. Þeir munu því ekki sætta sig við rýrari hlut en Svíar, þegar að endanlegum ákvörð- unum kemur. Snýst um krónur og aura í Danmörku Fyrir Dani snýst takmörkun inn- flutnings ekki um áfengisstefnu, heldur krónur og aura. Vöraverð, þó einkum áfengis- og tóbaksverð, er lægra í Þýskalandi en Danmörku, svo Danir streyma suður eftir til innkaupa og að sama skapi missir dönsk verslun spón úr aski sínum. Til að stemma stigu við því er í gildi svokölluð 36 tíma regla, sem kveður á um að Danir geta ekki tekið með sér fullan skammt af sterku víni og tóbaki, 1,5 lítra af brenndum diykkj- um og 300 sígarettur, nema þeir hafi verið lengur í burtu en 36 tíma, en borðvín og bjór fylgir evrópsku reglunum, 90 lítrar af víni og 110 lítrar af bjór. Um áramótin lækka tímamörkin niður í 24 tíma og verða væntanlega í gildi fram til 30. júní 1999, þegar tollfijáls verslun á að leggjast af í Evrópu. Samhliða þeim breytingum munu Danir endurskoða reglur sínar og stefna að hægfara aðlögun að ESB-reglunum. Hvort sem Finnum og Svíum líkar betur eða verr munu þeir á endanum þurfa að laga áfengisneyslu sína að neyslu- siðum vínræktarsvæða ESB. * i i i I > I I i I i i i i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.