Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 6

Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skorað á ríkis- sljórn að endur- skoða kvótakerfi HAFIN hefur verið um land allt söfnun undirskrifta við áskorun til ríkisstjórnarinnar og Alþingis, um að fiskveiðistefnan og lög um stjórn fiskveiða verði endurskoðuð með það í huga að öll sala og leiga á aflakvóta verði bönnuð, og að tilfallandi aukakvóta verði úthlut- að til þeirra útgerðarstaða á lands- byggðinni þar sem atvinnuástand sé slæmt. Upphafsmenn undir- skriftasöfnunarinnar eru fisk- verkakonur og fleiri á Þingeyri við Arnarfjörð. Að sögn Ragnheiðar Ólafsdótt- ur, eins upphafsmannanna, eru það áhyggjur af atvinnu- og byggðaþróun í landinu, sem var aðalhvatinn að því að ráðist var í söfnunarátakið. Orsök bágs atvinnuástands Segir hún það sannfæringu fólks á Þingeyri, að orsök bágs atvinnuástands þar og víðar á landinu sé ríkjandi fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, kvótakerfið, sem aðeins nokkrir útvaldir aðilar hagnist á en sé bölvaldur fyrir mörg sveitarfélög, sem byggi af- komu sína á útgerð og vinnslu sjávarafla. Til undirskriftasöfnun- arinnar sé því efnt til að vekja þjóðina, alþingismenn og ríkis- stjórn til vitundar um afleiðingar kvótakerfisins. Í áskoruninni er vísað til frum- varps til laga um breytingar á fisk- veiðistjórnunarlögunum, sem al- þingismennirnir Guðmundur Hall- varðsson og Guðjón Guðmundsson eru flutningsmenn að. Frumvarpið miðar að því að banna að mestu leyti framsal og leigu aflaheimilda. Undirskriftalistarnir hafa verið sendir til verkalýðs- og sjómanna- félaga á landinu og munu liggja frammi hjá þeim fram yfir áramót. Morgunblaðið/Árni Sseberg INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir færði Norðmönnum þakkir fyrir tréð og flutti viðstöddum hugvekju. Ljósin tendruð á Óslóartrénu FJÖLDI manns lagði leið sína á Austurvöll á sunnudag þegar kveikt var á Óslóartré í 45. sinn. Bæði stórir og smáir, tví- og fer- fættir, gerðu sér ferð í miðbæinn og fylgdust með hinni hátíðlegu athöfn og telur lögreglan að um 2.000 manns hafi verið á Austur- velli. Athöfnin hófst klukkan fjög- ur og féll fíngerður snjór af himn- um ofan þannig að Austurvöllur- inn líktist sannkölluðu jólalandi, einkum þegar Dómkórinn söng Heims um ból. Sendiherra Noregs á íslandi Niels O. Dietz afhenti Reykvíking- um tréð og Ingibjörg Sólrún Gisla- dóttir færði Norðmönnum þakkir fyrir og flutti jólahugvekju. Að athöfninni lokinni þusti smá- fólkið að Nýja kökuhúsinu með hina stærri í eftirdragi til þess að fylgjast með gleðilátum jólasvein- anna á þakinu. STÓRIR og smáir fylgdust með því þegar kveikt var á Óslóartrénu á sunnudag. Aðstoðarframkvæmdasljóri Columbia um fyrirhugað álver á Grundartanga Úrslitaákvörðunar að vænta í byrjun mars JAMES A. Hensel, aðstoðarfram- kvæmdastjóri og yfirmaður nýrra verkefna hjá Columbia Ventures Corporation, segist eiga von á að frágangi samninga við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld verði ! öllum aðalatriðum lokið í byrjun janúar og að samningar um útvegun fjármagns verði tilbúnir í mars á næsta ári. Þá eigi að verða unnt að taka endanlega ákvörðun um byggingu og starfsemi fyrirhugaðs 60 þús. tonna álvers á Grundartanga. í seinustu viku gengu stjómendur Landsvirkjunar og Columbia frá svo- kölluðum „skaðlausum samningi" sem felur í sér að Columbia ábyrgist 'i? hluta kostnaðar vegna undirbún- ings tiltekinna raforkuframkvæmda ef ekkert verður af fyrirhugaðri byggingu álvers á Grundartanga. James A. Hensel segir að Columb- ia hafi fallist á að veita þessar trygg- ingar vegna kostnaðar í tengslum við áframhaldandi vinnu við virkjun á Nesjavöllum, stækkun Kröfuvirkj; unar og virkjun að Sultartanga. I næstu viku mun Columbia leggja eina milljón Bandaríkjadala (67 millj. ísl. kr.) inn á reikning Landsvirkjun- ar til tryggingar skuldbindingum. „Þegar við höfum svo gengið frá samningsdrögum um alla þætti máls- ins við stjórnvöld og Landsvirkjun þurfum við að leggja fram til viðbót- ar 1,2 milljónir dala (80 millj. kr.) sem bankatryggingu gagnvart Landsvirkjun samkvæmt samningn- um. Samtals er kostnaðurinn sem hér um ræðir á tímabilinu frá 5. sept- ember til 1. mars á árinu 1997 talinn nema um 3,3 milljónum dala (221 millj. kr.) og við ábyrgjumst 'i? þeirr- ar upphæðar. Samningurinn kveður einnig á um að stjórn Landsvirkjunar þurfi að staðfesta hann fyrir 15. desember," segir hann. Aðspurður hvort Columbia hefði einhvem ávinning af þessu sam- komulagi sagði Hensel að báðir aðil- ar ættu að hafa hag af samningnum. „Við vorum reiðubúnir að undirrita þennan samning núna svo við gætum haldið undirbúningi verkefnisins áfram. Það má segja að okkar ávinn- ingur sé sá að tryggja að vinnunni miði stöðugt áfram.“ James Hensel segir að viðræðum verði haldið áfram við Landsvirkjun á næstunni um gerð raforkusamn- ings og segist hann vænta þess að hann liggi í öllum aðalatriðum fyrir í byrjun janúar. Einnig sé um þrjá samninga að ræða í viðræðunum við íslensk stjórnvöld, fjárfestingar- samning, þar sem m.a. er fjallað um skattamál, samning um lóðaraðstöðu og loks samning um hafnaraðstöðu. Hann segir að stjórnendur Columbia séu bjartsýnir á að niðurstöður þeirra geti legið fyrir í janúar. Hensel segir að það sem muni þó endanlega ráða úrslitum um hvort ákveðið verður að reisa álverið hér sé hvort samningar nást um útvegun fjármagns. „Upphaflega gerðum við ráð fyrir að fjármögnun verksins lægi fyrir í byijun vors 1997 og þá gætum við hafist handa við fram- kvæmdir og að unnt yrði að gang- setja verksmiðjuna í maí 1998. Þess- ar áætlanir okkar hafa ekkert breyst. Við teljum að frágangi við öll atriði varðandi fjármögnun verði lokið í mars og að þá munum við leggja kapp á að heljast handa við undir- búning að byggingu og starfsemi verksmiðjunnar," segir hann. Lögregla hand- tók fíkniefna- neytendur Brutust inn í bú- stað LÖGREGLA handtók fimm manns í sumarbústað í landi Þjóðólfshaga í Rangárvalla- sýslu á sunnudag. Fólkið hafði brotist inn í bústaðinn og fundu lögreglumenn tæki til fíkniefnaneyslu á staðnum, en engin efni fundust. Fólkið er allt undir þrítugu. Það hafði farið inn í bústaðinn með því að spenna upp glugga, en vann ekki frekari skemmd- ir á bústaðnum. Umgengni þess um bústaðinn var hins vegar verulega ábótavant. Lögregluembættin í Árnes- og Rangárvallasýslum unnu saman að rannsókn málsins. Fólkinu var sleppt úr haldi síð- degis í gær, enda taldist málið þá að fullu upplýst. Út af í fljúg- andi hálku BÍLL fór út af þjóðvegi 1 rétt við afleggjarann að Króki í Ásahreppi, rétt austan Þjórs- ár, um kl. 14 á sunnudag. Fljúgandi hálka var á veginum þegar óhappið varð. Bíllinn hélst á hjólunum, en stöðvaðist þegar framendi hans stakkst ofan í skurð. Ökumaður slapp án meiðsla, en farþegi var fluttur á sjúkra- húsið á Selfossi. Hann var m.a. handleggsbrotinn, auk þess sem hann hafði hlotið meiðsl í andliti. Óku þrátt fyrir svipt- ingu LÖGREGLAN í Kópavogi hafði í nógu að snúast um helgina, m.a. vegna ölvunar- aksturs ökumanna. Fimm ökumenn voru stöðv- aðir vegna gruns um ölvun við akstur. Greinilegt er að sumir ökumenn láta aðfinnslur og jafnvel dóma sem vind um eyru þjóta. Þannig þurfti Kópavogslögreglan að hafa afskipti af fjórum mönnum þessa einu helgi, sem óku um bæinn þrátt fyrir að hafa verið sviptir ökuréttindum með dómi. A batavegi PILTUR, sem slasaðist þegar bíll sem hann ók fór út af veg- inum í Ölfusi fyrir helgina, er á hægum batavegi og talinn úr lífshættu, samkvæmt upp- lýsingum læknis á gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þá er karlmaður, farþegi í bil sem skall á brúarstólpa í Kópavogi á föstudagskvöld, einnig talinn úr lífshættu. Hann er hins vegar mikið slas- aður. Ökumaður bílsins slasað- ist mun minna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.