Morgunblaðið - 10.12.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 10.12.1996, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ljósin kveikt á jól- atrénu frá Randers FJÖLMENNI var á Ráðhústorgi þegar ljós voru kveikt á jólatrénu frá Randers, vinabæ Akureyrar í Damörku, síðastliðinn laugardag. Karl Guðmundsson, tæplega tíu ára gamall Akureyringur, kveikti ljósin á trénu ásamt danska sendi- herranum, Klaus Kappelw sem flutti ávarp við athöfnina Einnig fluttu bæjarstjórinn á Akureyri og formaður Norræna félagsins ávörp. Mánakórinn söng nokkur lög og jólasveinarnir brugðu sér bæjarleið og tóku lagið fyrir við- stadda. í KJÖLFAR riðuveikitilfellis sem upp kom nýlega á bænum Bakka í Svarf- aðardal hefur verið ákveðið að farga öllu fé á bænum Syðra-Garðshorni, sem er næsti bær við Bakka, alls um 60 Ijár. Áður hafði verið ákveðið að farga öllu fé á Bakka, alls um 30 fjár. Bóndinn á Syðra-Garðshorni og annar bóndinn á Bakka eru bræð- ur og var nokkur samgangur á milli flárins á bæjunum. Ólafur Valsson, dýralæknir á Dal- vík, segir að unnið sé að því að gera samninga við þá bændur um bætur varðandi niðurskurðinn. I framhald- inu verður féð skorið niður og það urðað í sérstökum reit í dalnum. Ólaf- ur segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort skorið verður niður á fleiri bæjum í Svarfaðardal. Ný reglugerð um bætur Þann 1. nóvember sl. var skrifað undir nýja reglugerð um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. Bótaþátturinn er tölu- vert breyttur frá fyrri reglugerð. Viðmiðun fyrir förgunarbætur er breytt og afurðatjónsbætur eru nú miðaðar við að bændum sé bætt tjón í hlutfalli við það hvernig afurðir hafa verið á hveiju einstöku búi en ekki notaðar meðaltalstölur. Bætur fyrir sauðfé vegna niður- skurðar skulu fara fram eftir fjártölu samkvæmt síðasta skattframtali, þó bætur skulu miðast við meðalafurðir sauðfjár á lögbýlinu síðustu þijú ár fyrir niðurskurð samkvæmt skatt- framtölum og innleggsseðlum. Þá er unnið að smíði reglugerðar í landbúnaðarráðuneytinu, þar sem m.a. er lagt til að bændur fái ekki að halda lífgimbrum úr sínum stofni í einhver ár eftir fjárskipti og verði þá að kaupa þær annars staðar frá. Riðuveiki kom upp á bænum Bakka í Svarfaðardal Öllu fé á Syðra-Garðs- horni einnig fargað ekki umfram þann fjölda sem fram- vísað er til ijolgunar. Afurðatjóns- Morgunblaðið/Kristján ÚAvill selja Sól- bakEA ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringaj hf. hefur auglýst Sólbak EA til söluj Togarinn selst með veiðileyfi í ís-j lenskri lögsögu og til greina kemuf að selja hann með hluta aflahlut- deilda. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir að til greina komi að selja einhver hundruð tomi með skipinu og þá fyrst og fremsi til að liðka fyrir sölu. Hins vegar sé ekki inni í myndinni að minnka kvóta fyrirtækisins. „Það verður settur kvóti á úthafsveiðarnar og miðað við kvótastöðu fyrirtækisins og skipa- kost má segja að við séum með óþarf- lega mikla veiðigetu.“ Aðspurður um hvort stefnt væri að því að kaupa annað skip fyrir Sólbak, sagði Guðbrandur, að menn væru alltaf að líta í kringum sig en hins vegar væri ekkert ákveðið í þeim efnum. Skipið var smíðað í Japan 1972 og lengt og endurbyggt árið 1986, m.a. skipt um aðalvél, togspil og brú, auk þess sem mikið af tækjum og búnaði hefur verið endurnýjað. Vinnslulína fyrir bolfisk er í skipinu og einnig fylgir því rækjulína. Handtek- inn með hass SAUTJÁN ára piltur var hand- tekinn eftir hádegi í gærdag, en hann viðkenndi við yfir- heyrslur hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri að hafa fengið send fíkniefni frá Reykjavík. Fram kom við yfir- heyrslurnar að pilturinn hafði keypt 10 grömm af hassi sem rannsóknardeildin lagði hald á. Pilturinn var látinn laus eft- ir yfirheyrslur og verður mál hans sent til sýslumanns. LltLA HÚSIÐ VERSLIIK MED KRISTILEGAN VARNING Bækur Biblíur Barnaefui Kassettur Geislaplötur Opiðkl. 16-18 Snni 462 4301 • Stnmdgiitu 13« • Akureyri Morgunblaðið/Kristján DREKI flytur starfsemi sína í norðurenda Oddeyrarskála. Dreki flytur í Oddeyrarskála VÖRUFLUTNINGAFYRIRTÆKIÐ Dreki hf. á Akureyri, flytur starfsemi sína í Oddeyrarskála, hús Eimskipa- félagsins við Strandgötu. Fyrirhugað er að fyrirtækið opni í nýju húsnæði í dag. Afgreiðsla og vörumóttaka Dreka í Oddeyrarskála verða í norðu- renda hússins. Þessi breyting er liður í uppbygg- ingu dreifingarþjónustu Dreka til og frá Akureyri um allt land. I framtíðinni mun verða byggð upp í samstarfi við Eimskip vaxandi þjón- usta við viðskiptavini fyrirtækjanna og starfrækt í Oddeyrarskála alhliða flutningamiðstöð fyrir land- og sjó- flutninga. Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu með starfsemi fyrirtækisins og þarfir viðskiptavina í huga. Nýtt húsnæði hefur þannig í för með sér aukna þjónustugetu Dreka. Hægt verður að lesta og losa flutningabíla um sjö lestunarop í stað eins í húsnæði fyrirtækisins í Draupnisgötu. Meginhluti starfsemi fyrirtækisins er sem áður daglegar ferðir milli Akureyrar og Reykjavík- ur. Brottför frá Akureyri og Reykja- vík er alla fimm virka daga vikunnar og vöruafhending daginn eftir. Lögreglan á Akureyri Hert eftirlit með ökumönnum LÖGREGLAN á Akureyri hefur hert eftirlit sitt með ökumönn- um nú í desember. Starfsmenn margra vinnu- staða héldu um liðna helgi sam- kvæmi eða svonefnd „litlu jól“, en sú venja hefur skapast á undanförnum árum að fólk fái sér við slík tækifæri görótt jóla- glögg. Akureyringar ganga hægt um gleðinnar dyr Um nýliðna helgi báru menn gæfu til að ganga hægt um gleðinnar dyr, en á stundum vili brenna við að menn freistist til að aka eftir að hafa gætt sér á glögginu. Aðeins einn ökumaður var kærður fyrir ölvunarakstur nú og þá þurfti líka aðeins að vista einn mann í fangageymslum vegna ölvunarláta, þannig að helgin var róleg hjá lögreglu. Skemmdarverk í skjól nætur Tilkynnt hefur verið um skemmdarverk á bílum sem framin voru í skjóli nætur, en dálítið hefur borið á því að und- anförnu að óboðnir hafa farið inn í bíla í leit að verðmætum. Nýlega var farið inn í tvo bíla og stolið úr þeim hljómflutnings- tækjum. Undanfarna daga hafa nokkr- ar kvartanir borist til lögreglu vegna umferðar vélsleða í bæn- um. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að unglingar færu eftir reglum um útivistartíma á und- anförnum mánuðum og hefur það borið þann árangur að til undantekninga heyrir að ungl- ingar séu á ferli eftir að lög- bundnum útivistartíma þeirra lýkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.