Morgunblaðið - 10.12.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.12.1996, Qupperneq 14
TMTO^ir r CTT T fJTfJf* ? r 14 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 VIÐSKIPTI * Afkoma UA þarf að batna veralega til að skila nýjum hluthöfum viðunandi arðsemi Arlegur hagnaður þarfað vera a.m.k. 300 milljónir AFKOMA af rekstri Útgerðarfélags Akureyringa hf. þarf að batna veru- lega á næstu árum til þess að Burðarás, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna o.fl. ij'árfestar fái viðun- andi arðsemi af þeim hlutabréfum sem þeir keyptu á föstudag af KEA og Akureyrarbæ. Þessir aðilar keyptu þá 24,3% hlut á genginu 5,25 eða fyrir samtals um 1.205 milljónir króna. Að mati sérfræðinga á verðbréfa- markaði sem Morgunblaðið ræddi við í gær þarf árlegur hagnaður af reglulegri starfsemi ÚA að vera að minnsta kosti 300 milljónir á ári til arðsemin verði hliðstæð því sem er að meðaltali hjá stórum fyrirtækj- um á hlutabréfamarkaðnum. Til að leggja mat á verð hluta- bréfa er svokallað V/H'-hlutfall oft- ast haft til hliðsjónar, en það er markaðsverðmæti allra bréfanna í hlutfalli við hagnað. Lágt V/H hlut- fall gefur til kynna að verð bréf- anna sé lágt og öfugt ef hlutfallið er hátt. Miðað við gengið 5,25 nem- ur markaðsvirði félagsins nú 4.820 milljónum. Hagnaður síðasta árs hjá ÚA nam 141 milljón og er því þetta hlutfall nú 34 eða langt yfír Útgerðarféfag Akureyringa hf. Hagnaður Milljónir króna 10 130 54 1992 1993 tm M QKI 1994 1995 1996 1996 Hlutafé Gengi Markaðsverð 918 millj. 5,25 4.820 millj. V/H96: 37,1 meðaltali stærstu fyrirtækjanna á markaðnum sem er áætlað er að verði um 17 á þessu ári. Tap af reglulegri starfsemi Hins vegar þarf að hafa í huga að tap varð á reglulegri starfsemi | Hársnyrtivörur Jólatilboð Fjársjóður fy rir hárið úr náttúru íslands Utsölustaðir: Apótek, heibuvöruverslunum og hársnyrtistofum um allt land. ÚA, að fjárhæð 20 milljónir á síð- asta ári, en þar á móti kom 152 milljóna söluhagnaður. Forráða- menn ÚA lýstu því yfir í tengslum við hlutafjárútboð félagsins fyrr á árinu að áætlanir gerðu ráð fyrir nokkrum bata í rekstrinum, hag- ræðing í landvinnslunni kæmi að mestu fram á árinu 1997 með veru- lega bættri afkomu. Þrátt fyrir slaka afkomu hafa hlutabréf í ÚA hækkað mikið í verði á síðustu tveimur árum. I lok ársins 1994 var gengi þeirra á markaði 2,89 og 3,19 í lok árs 1995. Nemur hækkunin því um 65% á þessu ári. „Finnst verðið fullhátt“ Ekki fengust upplýsingar í gær um hvaða aðilar skipa þann hóp fjárfesta sem kaupir hlut KEA í samvinnu við Burðarás. Meðal þeirra aðila sem leitað hefur verið til eru Lífeyrissjóður Norðurlands og Hlutabréfasjóðurinn hf. Lífeyris- sjóðurinn ákvað að taka ekki þessu boði, en ákvörðun lá ekki fyrir í gær hjá Hlutabréfasjóðnum. Að sögn Kára Arnórs Kárasonar, fram- kvæmdastjóra lífeyrissjóðsins, var rætt um að sjóðurinn keypti bréf fyrir 50-100 milljónir. „Við höfum fulla trú á þessu fyrirtæki og stefn- um að því að verða eignaraðilar á nýjan leik. Okkur finnst hins vegar að verðið á bréfunum sé fullhátt og því sé eðlilegt að bíða átekta. Jafnframt höfum við ráðstafað öllu lausu fé í þessum mánuði.“ H6l.madranc^r^KFi ALMENNT HLUTABRÉFAÚTBOÐ Heildarnafnverð útgáfu: Allt að 15.000.000,-kr. Útgefandi: Hólmadrangur hf., Höfðagötu 3, 510 Hólmavík, kt. 470180-0219. Sölutímabil: 9. desember 1996 - 31. desember 1996. Sölugengi: 4,50 sem getur breyst á sölutímabili. Söluaðili: Búnaðarbankinn Verðbréf og útibú bankans. Umsjón með útboði: Búnaðarbankinn Verðbréf. Skráning: Hólmadrangur hf. er skráður á Opna tilboðsmarkaðinum. Tilgangur sölunnar: Að styrkja eiginfjárstöðu Hólmadrangs hf. Skilmálar sölunnar: Útboðið er opið. Bréfin eru seld gegn staðgreiðslu. Útboðslýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Búnaðarbanka Islands. BUNAÐARBANKINN VERÐBREF Austurstræti 5, 155 Reykjavík, sími 525-6370, myndsendir 525-6259 Aðili að Verðbréfaþingi Islands. MORGUNBLAÐIÐ Hluthafafundur í Meitlinum hf. í Þorláks- höfn um samruna við Vinnslustöðina Samþykkt með þorra atkvæða HLUTHAFAFUNDUR í Meitlin- um hf. í Þorlákshöfn samþykkti með þorra greiddra atkvæða á laugardag samruna við Vinnslu- stöðina hf. í Vestmannaeyjum. Hluthafafundur verður haldinn í Vinnslustöðinni hf. á laugardaginn kemur og verði samruninn einnig samþykktur á þeim fundi gildir hann frá bytjun september í haust. í framhaldinu verður síðan boðað- ur fundur í hinu nýja félagi þar sem stjórn þess verður kjörin. Guðmundur Baldursson, stjórn- arformaður Meitilsins hf., sagði að samruni Meitilsins við Vinnslu- stöðina hefði verið samþykktur með 85% atkvæða. Aðeins 0,002% hluthafa hefðu greitt atkvæði gegn sameiningunni og aðrir setið hjá, en fulltrúar 98-99% hluthafa hefðu verið mættir á fundinn. Hlutafé í Meitlinum er um 447 milljónir króna. Guðmundur sagðist aðspurður vera sáttur við niðurstöðuna. Þetta væri vilji hluthafanna og að hans mati væri þessi niðurstaða skyn- samleg. Frávísunartillaga Borin var fram tillaga um frávís- un á fundinum, þar sem áætlun um sameiningu við Vinnslustöðina hafi ekki verið unnin í samræmi við reglur þær sem hlutafélagalög hafa að geyma um sameiningu hlutafélaga. Tillagan var felld með þorra greiddra atkvæða. Þá kom einnig fram tillaga þar sem þess var krafist að þeir fjórir aðilar sem neyttu forkaupsréttar að hlutabréfum Þróunarsjóðs að upphæð 119,3 milljónir fengju ekki að fara með atkvæði sem hlutabréf þessi veita, en sú tillaga var einnig felld. Um er að ræða Ljósuvík hf., Olíufélagið hf., Jshaf hf. og Vá- tryggingafélag Islands hf. Er því haldið fram í tillögunni að þeir stjórnarmenn sem sátu í stjórn Meitilsins í umboði þessara aðila hafi misnotað aðstöðu sína sam- kvæmt 67. grein hlutafélagalaga. „Ástæður þessara mótmæla eru þær að þessir aðilar eignuðust hlutabréfin í skjóli þeirrar aðstöðu sem seta þeirra fulltrúa í stjórn Meitilsins hf. veitti þeim. Stjórnar- menn bjuggu einir yfir upplýsing- um sem, ef þær hefðu verið gerðar opinberar, hefðu leitt til þess að langflestir starfsmenn og minni hluthafar hefðu neitt forkaupsrétt- ar síns að bréfum Þróunarsjóðs," segir ennfremur í tillögunni. Slæm niðurstaða Sigurður Bjarnason, sem sæti á í hreppsnefnd Ölfushrepps og barist hefur gegn sameiningu Meitilsins og Vinnslustöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið aðspurður um fundinn að þetta væri slæm niðurstaða. Hvert framhald málið fengi yrði skoðað á næstunni. Stjómarfrumvarp um endurskoðendur LAGT hefur verið fram á alþingi nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um endurskoðendur. Þar er m.a. mörkuð sú stefna, að þeir einir sem ráðherra hefur löggilt sem endur- skoðendur hafi rétt til að kalla sig endurskoðendur. Þeir sem hlotið hafa löggildingu eftir gildandi lög- um um endurskoðendur en vinna ekki við endurskoðun eða störf innan nærliggjandi sviða þurfa hins vegar að Ieggja inn löggilding- arskírteini sín. Þannig er gert ráð fyrir að með starfsheitinu „endurskoðandi" fel- ist ekki einungis viðurkenning á menntun heldur einnig staðfesting á því að viðkomandi vinni við end- urskoðendastörf „með þeim rétt- indum og skyldum sem af lögum leiðir". Einnig er í frumvarpinu settar skorður fyrir því, hveijir megi eiga og reka endurskoðendafyrirtæki, og að slíkum fyrirtækjum verði ekki heimilt að taka þátt í rekstri annars konar þjónustufyrirtækja. í greinargerð með frumvarpinu er greint frá því, að öll miði þessi atriði að því að treysta hlutlægni endurskoðunarstarfsins „og um leið traust og ásýnd endurskoðenda“. STAÐA BANKASTJORA Með vísan til 29. greinar laga um viðskiptabanka og sparisjóði auglýsir bankaráð Landsbanka Islands lausa til umsóknar stöðu bankastjóra við Landsbankann. Samkvæmt lögunum er bankastjóm ríkisviðskiptabanka skipuð þremur bankastjórum. Ef um er að ræða stöðu bankastjóra, sem ekki er laus vegna ákvæða laga um starfslok opinberra starfsmanna, þá er heimilt að endurráða þann sem þegar gegnir starfinu. Hámarks ráðningartími er fimm ár. Umsóknir skulu sendar til formanns bankaráðs Landsbanka íslands, Austurstræti 11, 155 Reykjavík, fyrir 27. desember 1996. Umsóknir, þar sem óskað er nafnleyndar, verða ekki teknar til greina. LANDSBANKI ÍSLANDS. j I J I |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.