Morgunblaðið - 10.12.1996, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.12.1996, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fimm hundruð syngjandi börn o g unglingar KÓRAMÓT barna og unglinga var haldið í Perlunni á laugar- daginn og sungu þar um 500 börn og unglingar í ellefu kór- um. Kórarnir sungu hver fyrir sig og einnig voru haldnir tvennir samsöngvar, annars vegar sungu fimm kóranna saman og svo hinir sex. Kórarnir voru frá Garðabæ, Kópavogi, Selfossi, Reykjavík og Hafnarfirði og sungu þeir linnulítið frá laugardagshádegi og fram til kvölds. PHILIPS Sýndu lit 9| i Fæst í öllum litum Þykkt (17mm) Fízzléttur og handhægur 70 tíma hleðsla (200 tíma hleðsla fáanleg) og verðið aðeins stgr. Eigum einnig úrval af aukahlutum fyrír allar tegundir GSM síma. Heimilistækl hf TÆKNI-OG TÚLVUDEILD SÆTÚNI 8 SlMI 5681500 Umboðsmenn um land allt. Góð hljóman í Grensáskirkju TONLIST Grcnsáskirkja KÓRTÓNLEIKAR Söngsveitin Filharmonia ásamt einsöngvara og kanunersveit. Stjóniandi; Bemhard Wilkinson. Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Sunnudagurinn 8. desember, 1996. NÚ LÍÐUR að jólum og þá fær fegurðin nýtt inntak, sem birtist meðal annars í flutningi aðventutón- listar og í nývígðri kirkju Grens- ássafnaðar hélt Söngsveitin Fíl- harmonía sína aðventutónleika sl. sunnudag. Stjórnandi var Bernhard Wilkinson og honum til aðstoðar kammersveit og Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Tónleikarnir hófust á tveimur fornum söngvum, I þennan helga Herrans sal og Kom þú, kom, vor Immanuel.í raddsetningu Róberts A. Ottóssonar. Það vantaði helgun- ina í þessa söngva,sem að öðru leyti voru vel sungnir. Bresk kórmenning byggir á „heit- um“ söng og kraftmiklum hryn, eins og heyra mátti í If Ye love me, eft- ir Thomas Tallis og í sérlega fallegu Ave verum corpus, eftir William Byrd. í tveimur næstu sálmalögum átti þessi hressileiki e.t.v. ekki við, því textinn í Það aldin út er sprung- ið, er sérlega failegt líkingamál, sem vel fer á að syngja á viðkvæmum „nótum“. Sjá himins opnast hlið er fallegur dýfðarsöngur, sem geislar af dýrð og birtu. Eftir almennan fjöldasöng var flutt söngverkið 0 beatum, eftir Peter Philips (1561- 1628), enskan tónsmið og orgelleik- ara er flúði England, vegna þess að hann var kaþólskrar trúar. Þetta söngverk er um margt líkt madrigal og mjög skemmtileg tónsmíð. Því miður réð kórinn ekki sem best við þetta verk. Næst á efnisskránni voru þrjú skandinavísk sálmalög, eftir Gade, Weyse og sérlega fallegt lag eftir Carl Nielsen, sem ber heitið Forunderligt at sige. Lögin eftir Gade og Weise voru sungin af kvennakór, er söng þau af þokka og sama má segja um lagið eftir Nielsen. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng af glæsibrag, einsöng í I know that my redeemer liveth, úr Messíasi, eftir Handel (Handel ritaði nafn sitt svo, ekki með tvípunkti, enda brezk- ur ríkisborgari, þótt fæddur væri í Þýzkalandi), Laudate Dominum eft- ir Mozart og Rejoice greatly, eftir Handel, sem er einnig út Messías. Með kórnum söng hún Panis angelic- us, eftir César Franck og Nóttin helga, eftir Adol phe Adam, allt með undirlek kammersveitar. og var söngur hennar hápunktur tónleik- anna. Tónleikunum lauk með Zadok the priest, eftir Handel, sem er sam- ið fyrir 2 óbó, 2 fagotta, trompeta, slagverk, strengi og basso continuo. Þetta er skemmtilegt verk. Það er síðast af fjórum krýningartónverk- um, sem Handel samdi til flutnings við krýningu Georgs II, í Westminst- er Abbey, 11. október 1727. Þrátt fyrir að verkið sé vel samið, myndu Englendingar sjálfir varla flytja það í tengslum við jólin, auk þess sem nú um mundir veigra margir bretar sér við að syngja God save the King. I raun er flutningur þess verks á aðventukvöldi hrein smekkleysa, hvað svo sem segja má um ágæti tónverksins. Söngur kórsins í krýn- ingarlagi Handels var að mörgu leyti ágætur en aftur á móti var flutning- ur kammersveitarinnar ekki góður, bæði ofgerður og illa æfður. Söngur Sigrúnar Hjálmtýsdóttur var mjög góður. Kórinn var í heild nokkuð .góður en flutningurinn oft keyrður áfram, án þess að snerta við þeim þáttum, er gera jólin að hátíð ljóss og dýrðar. Grensáskirkja er mjög vel hijómandi og vonandi verður tónlist þar í hávegum höfð og mikið sungið og spilað Guði til dýrðar og mönnum til uppbyggingar. Jón Ásgeirsson „Island“ eftir Roni Horn Sama andlitið í 61 skipti ÚT ER komin í Þýskalandi bókin „Island“ eftir lista- manninn Roni Horn. Bindið er einn hluti af sex, sem nefnast „Tp Place". í bókinni er 61 ijósmynd. Þýska tímaritið Der Spieg- el lýsir bókinni svo að þar sjáist stúlkan Margrét í sundi, ýmist í mjólkurlitri, heitri og rjúkandi lind eða blátærri sundlaug, ýmist í svarthvítu eða mjúkum pastellitum: „Sama andlitið í 61 skipti og þó ekki það sama,“ skrifar Christiane Gehner í Der Spieg- el. „Enginn texti, engu er lýst eða skýrt. Höfundur og útgefandi treysta al- farið á mátt ijós- myndarinnar.“ Stúlkan á mynd- um Roni Horn heitir Margrét Blöndal og er myndlistarmaður. Walther König-for- lagið í Köln gefur bókina út en hún var gefin út í Bandaríkjunum í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.