Morgunblaðið - 10.12.1996, Page 50

Morgunblaðið - 10.12.1996, Page 50
„ 50 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MYND af séra Haraldi Níelssyni tekin hjá ljósmyndamiðli úti í London. Konan sem sést í skýi við læri Haraldar mun vera Sól- rún ömmusystir hans. EINAR Nielsen í transi á miðilsfundi í Kaup- mannahöfn. Séra Haraldur Níelsson og doktor Ágúst H. Bjarnason standa við hlið. hans. Á MIÐILSFUNDI hjá Láru í Bjarnaborg ein- hvern tímann á fjórða áratugnum. Fundir voru haldnir í myrkri eða rökkri og myndin því tek- in með leifturljósi. Hér sést líkamningur að handan. Glöggt má sjá að maðurinn til vinstri heldur í spotta og gegnir þannig einhverju hlut- verki við það sem fram fer. Myndir teknar á svipuðum tíma fyrir fólk sem vildi kanna nánar miðilshæfileika Láru urðu til þess að ýmsir áhangendur hennar sneru við henni baki. þess. Nielsen var mjög umtalaður, ekki síst vegna meintra svika. „Hinn umtalaði Nielsen kom til landsins í febrúar 1924 og bjó á heimili forseta félagsins, Einars Kvarans; og frú Gíslínu að Tún- götu 5. Á heimili þeirra voru haldn- ir fjölmargir fundir með Nielsen í aðalhlutverki, en auk þess kom Nielsen fram á tveimur samkom- um. Onnur var í formi fyrirlesturs fyrir almenning í Nýja bíói og hét „For Videnskabens Domstol" þar sem Einar fjallaði um samskipti sín við vísindamenn. Hann þótti góður ræðumaður, talaði látlaust, skipu- lega og skemmtilega og gaf Sálar- rannsóknafélaginu allan ágóða af aðgangseyri. Hin samkoman var einungis ætluð félagsmönnum í Sálarrannsóknafélaginu og fór fram í Iðnó. Þar fór Nielsen í „sam- bandsástand" og ijórar ólíkar vits- munaverur töluðu af munni hans, sumpart héldu þær ræður en sum- part ræddu þær við Einar Kvaran sem stýrði samkomunni. í Morgni er sagt svo frá að fundir af þessu tagi séu mjög að ryðja sér til rúms erlendis, en hafi ekki verið haldnir hérlendis áður. Miðað við lýsingar hefur þarna farið fram fyrsti skyggnilýsingafundurinn á íslandi og snið hans um margt mjög líkt því sem tíðkast enn þann dag í dag. Hinir eiginlegu miðils- og til- raunafundir fóru fram á heimili Kvaranhjónanna og það var þar á *■ * þriðja fundi_ sem heldur betur dró til tíðinda. í samráði við miðilinn hafði verið ákveðið áður en tilraun- irnar hófust að tólf menn, karlar og konur, skyldu skipa hinn svo- kallaða „fasta hring“, en svo var kallaður sá hópur fundarmanna sem skiptust á um að sitja miðils- fundina, ýmist allir í senn eða færri, og mynduðu nokkurs konar orkustöð fyrir miðilinn. í þessum lykilhópi voru Haraldur Níelsson og kona hans frú Aðalbjörg Sig- ^"urðardóttir, Wilhelm Knudsen skrifstofustjóri og kona hans frú Hólmfríður Knudsen, Einar E. Kvaran bankagjaldkeri, Jakob Jóh. Smári aðjunkt, Gunnar E. Kvaran kaupmaður, frú Vilborg Guðnadóttir, ísleifur Jónsson skólastjóri, Einar H. Kvaran rit- höfundur og frú Gíslína Kvaran kona hans. Þarna á meðal voru máttarstólpar og stjórnarmenn hins dulræna starfs á íslandi, þaul- vanir sálrænum tilraunum, lík- amningum, manngervingum, út- frymi, svífandi húsgögnum og horfnum handleggjum. Fundirnir með Einari stóðu í 2-4 tíma og •*. fóru þannig fram að fyrir eitt hornið í dagstofu Kvaranhjónanna var tjaldað svörtum „lastingsdúk“ og myndað byrgi sem miðillinn sat í samkvæmt venju þessara tíma. Myrkur var í herberginu meðan fundir stóðu, utan dauft ljós log- aði á rauðri peru við píanóið. Þeg- ar líkamningar birtust var tjaldið yfirleitt dregið frá eða þeir birtust eins og út undan tjaldinu." Lára miðill var öflugust allra Lára Ágústdóttir fæddist 1899 og ólst upp í lekum torfbæ í Flóan- um. Hún varð 15 ára stofustúlka hjá Einari Kvaran frumkvöðli spíritista og þar varð fyrst vart við dulræna hæfileika hennar. Lára var landsins frægasti miðill í tæpa hálfa öld með hléum. „Fundir hjá Láru brugðust sjald- an eða aldrei og þar var hægt að ganga að því sem vísu að öflugir líkamningar gengju ljósum logum, Abyssiníúmenn, spænskar stúlkur, ítalskar nunnur og fleiri karakterar gengu þar um eins og ekkert væri og það henti að framandi hitabeltis- dýr á borð við úlfalda spígsporuðu þar um borð og bekki. Þegar lík- amningar birtust var tjaldið dregið frá og lýsir Jón Gunnarsson versl- unarmaður atburðum svo: „Þegar Lára dró tjaldið frá, var birtan af hinu rauða ljósi svo skær að allir fundargestir og þá ekki síst ég, sem sat við hlið miðilsins sáum hann mjög greinilega. Grá- leitt efni virtist streyma frá and- liti og bijósti miðilsins og niður á gólfið og hrúgast þar upp í allstór- an haug. Þessi haugur virtist mér vera á sífelldri hreyfingu, hefjast og hníga á víxl. Skyndilega hóf svo þessi undurfagra vera sig upp úr þessum gráleita eða hvíta óskapnaði, klædd skrautlegum kjól, prýddum glitrandi smáperlum eða steinum og vakti undrun allra sem á horfðu.“ Jón var að vonum agndofa, en það var líka Guðmundur Jónsson frá Brjánsstöðum sem sá allt að sex verur samtímis líkamnaðar á fundi hjá Láru. Á þeim sama fundi sá téður Guðmundur tjörn mynd- ast á gólfinu við fætur sér hvar í byltu sér fiskar með sporðaköstum og busli. Guðmundi sýndist þetta vera vænir laxar eða silungar. Þetta er eina dæmið sem höfundar hafa rekist á um að heil náttúru- fyrirbæri á borð við tjarnir að handan hafi birst á miðilsfundum. Ármann Kr. Sigurðsson sá framliðinn hund sinn Kóp að nafni líkamnast á fundi hjá Láru og klappaði honum og kjassaði. Það voru ekki aðeins íslensk húsdýr sem líkömnuðust á fundum hjá Láru því ýmsum erlendum kykv- endum brá þar fyrir og þótti taka í hnúkana þegar úlfaldar voru farnir að birtast í heilu lagi og rórilla um stofuna í Fischersund- inu. Alls konar dularfull ljósafyrir- brigði birtust og var fjölbreytni þeirra rómuð. Dularfullar raddir heyrðust og töluðu ýmist beint til einstakra fundarmanna eða fluttu viðstöddum í heild kærleiks- og friðarboðskap annarra heima. Lára féll einnig í trans og fram- liðið fólk talaði í gegnum hana og stundum umbreyttist hún sjálf og tók á sig mynd framliðinna. Hún gat handfjatlað hluti sem fundar- gestir létu hana hafa og sagt til um eigandann og upplýst margt sem fólki var hulið um þá. Hún vísaði á týnd bréf og skjöl og gat sagt fólki hvað það hafði aðhafst daginn sem fundurinn var haldinn þó það eitt teldi sig vita um athafn- ir sínar. Ef eitthvað amaði að fólki þá brá við að læknar komu í sam- bandið og leiðbeindu um meðferð og viðbrögð. Margir töldu sig fá bót meina sinna og má af þessu ráða að Lára lagði gjörva hönd á margt og var sannarlega fjölhæfur miðill. Þó Lára væri þekktur og kraft- mikill miðill virðist hún alla tíð hafa starfað upp á eigin spýtur. Á árunum 1933 til 1934 kom Lára þó fram á nokkrum fundum hjá félagi sem starfaði að því að kynn- ast orku hennar sem miðils. Fund- ir þessa félags voru nokkuð marg- ir, en fátt er vitað um það. Alþýðu- blaðið staðhæfir sumarið 1935 að nokkrir helstu menntamenn þjóð- arinnar séu í þessum klúbbi. Hvernig voru fundir hjá Láru? Aðgangseyrir að fundum hjá Láru var yfirleitt 2 til 3 krónur á mann og voru fundir haldnir nokkrum sinnum í viku þegar best lét og tekjur af hveijum fundi voru á bilinu 20 til 60 krónur. Mönnum var skipað í ákveðin sæti á fundum eftir því hve „góð- ir“ fundarmenn þeir þóttu, en því ákafar sem þeir trúðu því sem fram fór, því betri þóttu þeir. Þótt ýmis trúarleg tákn, s.s. krossmörk og myndir af Jesú, væru höfð uppi við á fundunum var yfírleitt byijað á veraldlegum söng sem miðillinn leiddi. Þar má nefna lög eins og Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, Nú blika við sólarlag og Þú sæla heimsins svalalind sem nutu tals- verðra vinsælda á þessum tíma. Stundum var leikið undir á orgel ef einhver viðstaddur kunni til þess. í fundarherberginu logaði dauft rautt ljós, en Lára sat inni í byrgi sem dúkur var breiddur fyrir. Þeg- ar líkamningar birtust var dregið frá svo fundargestir gætu séð undrin með éigin augum. Á þremur fundum sem Lára hélt heima hjá sér og i Hvítabands- húsinu voru teknar myndir af því sem fram fór. Þetta mun hafa verið veturinn 1934. Myndirnar vöktu verðskuldaða athygli, enda höfðu menn varla áður séð svo „raunverulegan" líkamning að handan. Er ekki að efa að myndir þessar juku mjög orðstír Láru og frægð og urðu til þess að sann- færa fleiri um að ekki væri þörf á að leita til útlanda eftir almenni- legum miðli, slíkt væri líkt því að sækja vatn yfir lækinn. Lára bjó á ýmsum stöðum í Reykjavík 1920-1940, m.a. lengst af í Fischersundi 3, en síðar í Bjarnaborg við Hverfisgötu og þar voru flestir fundirnir haldnir. Stöku sinnum henti að Lára og samstarfsmenn hennar tóku á leigu stærri hús undir skyggnilýs- ingar eða erindi og einnig mun hún hafa farið í heimahús og hald- ið fundi þar eftir pöntun fyrir smærri og stærri hópa. Fólk leit- aði einnig mikið til hennar í einka- erindum og þess vegna var iðulega stöðugur straumur fólks að dyrum Láru daginn út og daginn inn. Hreint eða óhreint mjöl? Lára var ásamt þremur meintum vitorðsmönnum sínum dæmd fyrir skipulögð svik á miðilsfundum. Dómurinn féll í byijun seinni heims- styijaldarinnar og þá viku stríðs- fréttir af forsíðum íslenskra blaða. Lára fluttist fáum árum eftir stríð norður til Akureyrar og starfaði þar sem miðill til dauðadags. Mjög margir misstu aldrei trúna á hæfileika Láru þrátt fyrir úr- skurð yfírvalda og var því almennt trúað af áhangendum hennar, sem og Indriða miðils, að þótt upp kæmist að þau hefðu a.m.k. í ein- hveijum tilvikum viðhaft brögð til að blekkja fundargesti, þá væru miðilshæfíleikar þeirra ósviknir. Kröfurnar um sannanir á hveijum fundi hefðu verið miklar og því hefðu þau leiðst út af braut dyggð- anna til að valda fólki sem sem á þau trúði ekki vandræðum. • Bókarheiti Ekki dáin — bara flutt; Spíritismi á íslandi fyrstu 40 árin, 260 bls. Höfundar eru Bjarni Guðmarsson og Páll Ásgeir Pálsson. Útgefandi er Skerpla. Leiðb. verð 3480 kr. INDRIÐI Indriðason miðill ásamt föður sínum og alnafna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.