Morgunblaðið - 09.03.1997, Side 6
6 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997
ERLEIUT
MORGUNBLAÐIÐ
Fjáröflunaraðferðir Clintons og
demókrata harðlega gagnrýndar
BAKSVIÐ
Fréttir úr bandarísku stjómmálalífí hafa undan-
famar vikur snúist um fátt annað en gáröflun
Demókrataflokksins og Bills Clintons forseta
undanfarin ffögur ár. Fréttaritari Morgnnblaðs-
ins í Bandarflqunum, Bjöm Malmquist, allar
um áhrif peninga í bandarísku stjómmálalífí og
tilraunir til að draga úr þeim.
Reuter
BILL Clinton Bandaríkjaforseti og A1 Gore varaforseti ganga
á blaðamannafund í Hvíta húsinu. Um fátt er meira fjallað í
bandarískum fjölmiðlum en fjárreiður demókrata í kosningabar-
áttunni á liðnu ári og daglega birtast fréttir af vafasömu fram-
ferði æðstu ráðamanna, þar á meðal Als Gores og helsta aðstoð-
armanns Hillary Clintons.
SÍÐAN Clinton var endur-
kjörinn forseti, í nóvember
á síðasta ári, hefur hann
og Demókrataflokkurinn
setið undir stöðugum ásökunum
um að hafa aflað fjár á ósæmileg-
an hátt fyrir forsetakosningamar.
Forsetinn hefur verið gagnrýndur
fyrir að halda kaffiboð fyrir efnaða
stuðningsmenn í Hvíta húsinu og
fyrir skömmu var greint frá því í
fjölmiðlum að Clinton hefði per-
sónulega tekið þátt í að skipu-
leggja aðgang ijársterkra stuðn-
ingsmanna að Hvíta húsinu með
boðum um að sofa eina nótt í svefn-
herbergi Lincolns, leika golf með
forsetanum, eda fara út að skokka
með honum, svo fátt eitt sé nefnt.
Komið hefur í ljós að hátt í þúsund
manns hafa verið næturgestir í
Hvíta húsinu síðan Clinton varð
forseti, á meðal þeirra frægir leik-
arar á borð við Barbra Streisand
og Tom Hanks, leikstjórinn Steven
Spielberg, og fjöldi fólks úr við-
skiptalífinu, sem gefið hefur fé til
Demókrataflokksins.
Gore einnig undir grun
Fyrir viku komu síðan fram
ásakanir á hendur varaforsetan-
um, A1 Gore, um að hafa notfært
sér aðstöðu sína í embætti til að
hala inn peninga fyrir kosningarn-
ar á síðasta ári. Gore viðurkenndi
að hafa notað skrifstofu sína í
Hvíta húsinu til að afla fjár, en
hélt því fram að framferði sitt
hefði ekki brotið í bága við kosn-
ingalöggjöfina. Repúblikanar
krefjast þess nú hins vegar að
dómsmálaráðuneytið skipi sak-
sóknara til að rannsaka málið.
í liðinni viku bárust böndin að
starfsliði forsetafrúarinnar, Hillary
Clinton, þegar starfsmannastjóri
hennar, Maggie Williams, viður-
kenndi að hafa tekið við 50 þúsund
dollara (3,5 milljóna króna) fram-
lagi frá kaupsýslumanninum
Johnny Chung í kosninjgasjóð
demókrata í Hvíta húsinu. I sömu
viku kom Chung, sem er banda-
rískur ríkisborgari fæddur á Taiw-
an, með hóp kínverskra embættis-
manna í Hvíta húsið þar sem þeir
fengu að fylgjast með Bandaríkja-
forseta flytja útvarpsávarp. Demó-
kratar tilkynntu fyrir rúmri viku
að þeir hefðu skilað 366 þúsund
dollurum (um 25 milljónum króna),
sem Chung hefði gefið, vegna
óljóss uppruna fjárins.
Greiði gegn greiða?
Þar sem lög um kosningar hér
í landi banna starfsmönnum alrík-
isstjórnarinnar að afla fjár fyrir
stjórnmálaflokka innan veggja
Hvíta hússins og annarra opin-
berra bygginga, spyija sig nú
margir hvað hafi farið fram á fund-
um með stuðningsmönnum og í
tilfelli Maggie Williams hvort hún
hefði mátt taka við fénu í bústað
Bandaríkjaforseta.
Clinton hefur sagt að enginn
gestanna hafi verið beðinn um
peninga á meðan þeir voru í Hvíta
húsinu, en gagnrýnendur hafa
einnig varpað fram þeirri spurn-
ingu hvort ákvarðanir um stefnu
stjórnarinnar hafi að einhveiju
leyti ráðist á fundum með fjár-
sterkum stuðningsmönnum.
Aðrir benda á að flestir þeir sem
gist hafi í Hvíta húsinu hafi í raun
einungis verið að borga fyrir að
fá teknar myndir af sér með forset-
anum. Þrátt fyrir að enn hafi ekk-
ert komið fram sem sannar ólög-
legt athæfi forsetans, hefur ein af
nefndum fulltrúadeildar þingsins
hafíð rannsókn á íjáröflunarað-
ferðum Demókrataflokksins fyrir
síðustu kosningar. Einnig er í
burðarliðnum stór nefnd á vegum
öldungadeildarinnar, sem ætlað er
að rannsaka fjáröflun beggja
stjómmálaflokka, bæði vegna for-
seta- og þingkosninga.
Deilur í þinginu um starfssvið
og fjárþörf nefndarinnar hafa hins
vegar seinkað þeirri rannsókn.
Grunur um ólögleg framlög
Önnur hlið á þessu máli snýr
að framlögum til Demókrata-
flokksins, frá aðilum sem í mörgum
tilvikum hafa reynst vera erlendir
ríkisborgarar. Einnig hefur vaknað
grunur um að erlend fyrirtæki og
jafnvel erlendar ríkisstjórnir hafi
reynt að leggja fram fé til demó-
krata. Starfsmenn flokksins til-
kynntu fyrir skemmstu að síðan í
október á síðasta ári hefði flokkur-
inn skilað tæplega þremur milljón-
um dollara (rúmlega 200 milljónum
króna) sem komu frá vafasömum
gefendum, sem sumir eru taldir
hafa tengsl við kínversku ríkis-
stjómina.
Um helmingi þessa fjár var aflað
af einum manni, John Huang, sem
vann í viðskiptaráðuneytinu og síð-
ar sem háttsettur starfsmaður
Demókrataflokksins við fjáröflun.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið
og alríkislögreglan era nú að rann-
saka hvort Huang hafí brotið lög
um kosningaframlög með því að
gefa, í sínu nafni, fé sem talið er
að komið hafí frá indónesískum
viðskiptaaðilum og kínversku ríkis-
stjóminni.
Botnlaus hít
Rótin að þessum vandræðum
forsetans og demókrata er auðvit-
að sú gríðarlega fjárþörf sem
stjórnmálamenn hér á landi þurfa
að horfast í augu við þegar þeir
ákveða að fara í framboð. Fyrir
síðustu kosningar sáu demókratar
einnig fram á harða baráttu sem
heíjast myndi löngu fyrir kjördag
og háð yrði að mestu leyti með
kostnaðarsömum sjónvarpsauglýs-
ingum.
Þörfín fyrir rífleg framlög var
því fyrir hendi og samkvæmt upp-
lýsingum frá alríkisstofnun sem
fylgist með fjármálum stjórnmála-
flokka urðu demókratar sér alls
úti um rúmar 330 milljónir dollara
(um 23 milljarða króna) á tímabil-
inu frá janúar 1995 þar til eftir
kosningar á síðasta ári. Á sama
tíma öfluðu repúblikanar álls tæp-
lega 550 milljóna dollara (um 38
milljarða króna). En þrátt fyrir að
kosningaherferðir hér í landi séu
að mestu leyti háðar fyrir augum
almennings í sjónvarpi virðist sem
peningaaustur flokkanna hafi ekki
skilað sér í auknum áhuga fólks á
stjórnmálum; aðeins helmingur
kjósenda sá ástæðu til að greiða
atkvæði í síðustu kosningum.
Veik kosningalöggjöf
Að nafninu til gilda strangar
reglur um fjárframlög til stjórn-
málaflokka og frambjóðenda.
Samkvæmt lögum sem sett vora
1974, í kjölfar Watergate-hneyksl-
isins, mega einstaklingar ekki gefa
meira en 2.000 dollara (um 140
þúsund krónur) á ári til frambjóð-
enda og 20 þúsund dollara (1,4
milljónir króna) til stjórnmála-
flokka.
Lögin takmörkuðu einnig hversu
miklu frambjóðendur máttu eyða
af eigin fé til baráttunnar, en
Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi
þau takmörk hins vegar úr gildi
nokkrum áram síðar þegar dóm-
stóllinn komst að þeirri niðurstöðu
að slíkar reglur brytu í bága við
ákvæði stjórnarskrárinnar um mál-
frelsi. Þannig eru nú engin tak-
mörk fyrir því hversu miklu fé
auðugir einstaklingar mega eyða
í eigið framboð, eins og kom í ljós
þegar Steve Forbes tók þátt í próf-
kjöri repúblikana til forsetakosn-
inga á síðasta ári.
Forsetaframbjóðendum er einn-
ig úthlutað af almannafé sem jafn-
gildir þeirri upphæð sem þeir afla
sjálfir, á meðan á prófkjöri stend-
ur. Eftir að þeir eru tilnefndir fá
frambjóðendur aðra útborgun, sem
á síðasta ári nam 62 milljónum
dollara (4,3 milljörðum króna).
Með því að taka við þessu fé, skuld-
binda þeir sig jafnframt til að tak-
marka útgjöld sín, en vegna reglna
um svokölluð óbein framlög („soft
money“), er auðvelt að komast í
kringum þau ákvæði.
Óbein framlög
Fyrirtækjum og hagsmunahóp-
um er bannað að styrkja frambjóð-
endur beint, en mega hins vegar
gefa ótakmarkað til stjórnmála-
flokkanna sjálfra, með þeim skil-
yrðum að því fé sé ekki beint til
frambjóðenda, heldur varið til al-
menns flokksstarfs. Fyrirtæki,
þrýstihópar og hinar ýmsu hreyf-
ingar geta einnig sett upp hags-
munanefndir (political action com-
mittees), sem styrkja ákveðna
frambjóðendur. Bæði demókratar
og repúblikanar hafa á undanförn- í
um árum notað þessar glufur í
lögunum ótæpilega og sem dæmi
má nefna að fyrir síðustu kosning-
ar urðu flokkarnir sér samanlagt
úti um 270 milljónir dollara (18
milljarða króna) í óbeinum fram-
lögum frá fyrirtækjum, hagsmuna-
hópum og einstaklingum.
Frjálslega
túlkaðar reglur
Flokkarnir hafa farið fijálslega
með reglur um hvernig megi nota
óbein framlög; í síðustu forseta-
kosningum eyddu báðir flokkar
tugum milljóna í sjónvarpsauglýs-
ingar sem sagðar voru fjalla um
ákveðin málefni, en voru í raun
illa dulbúnar auglýsingar um fram-
bjóðendur. Á sama hátt gátu hags-
munahópar eins og verkalýðsfélög
og trúarsamtök einnig varið millj-
ónum dollara í auglýsingar, sem
beint og óbeint hvöttu fólk til að I
kjósa ákveðinn frambjóðenda.
Eins og búast má við af þessu,
hefur peningamagnið sem eytt er
til að vinna hylli kjósenda hér í
landi vaxið með hveijum kosning-
um; talið er að á síðasta ári hafi
stjórnmálaflokkar og aðrir hags-
munahópar alls varið rúmum
tveimur milljörðum dollara (140
milljörðum króna) til að beijast um |
forsetaembættið og þau þingsæti |
sem í boði vora.
Undanfarnið hafa þær raddir
orðið æ háværari sem segja að
stjórnmálamenn séu orðnir of háð-
ir hagsmunahópum og auðugum
stuðningsmönnum. Allen Gerber,
prófessor í stjórnmálafræði við
Yaie háskólann, segir að áhrif pen-
inga í stjómmálum séu ekki eins i
augljós og margir haldi. „Það er
ekkert sem bendir til þess að pen- '
ingaframlög kaupi á beinan hátt }
atkvæði þingmanna, þegar kemur
að lokaafgreiðslu frumvarpa," seg-
ir Gerber. „Áhrifanna gætir helst
í þingnefndum, þar sem lögin verða
til, og einnig í tilraunum hags-
munaaðila til að ýmist hraða eða
seinka breytingum á lögum.“
Tillögur til úrbóta
Núverandi ástand kosningamála k
hér í landi og nýjar fréttir af að-
ferðum demókrata við fjáröflun •
hafa valdið því að tillögur um end-
urbætur á kosningalögum hafa
orðið meira áberandi. Sú tillaga
sem fengið hefur hvað mesta um-
fjöllun er frumvarp tveggja öld-
ungadeildarþingmanna, repúblik-
anans Johns McCains og demó-
kratans Russ Feingolds.
í því framvarpi er meðal annars *
lagt til að óbeinir styrkir til stjórn- }
málaflokka verði bannaðir, fram- i
lög til hagsmunanefnda verði tak-
mörkuð enn frekar og stjórnmála-
mönnum verði úthlutað ódýrum
tíma í fjölmiðlum til að koma skila-
boðum sínum á framfæri.
Clinton hefur sagt að hann styðji
frumvarpið og vilji sjá það verða
að lögum fyrir sumarið, en nú virð-
ist sem stuðningur við það í þing- |
inu fari minnkandi. Meginvanda-
málið segir Gerber vera að erfitt *
sp -að fá þingmenn til að greiða |
atkvæði gegn sínum eigin hags-
munum. „Núverandi kerfi gagnast
sitjandi þingmönnum betur en
áskorendum," segir Gerber, „þann-
ig að endurbótum verður sennilega
ekki komið á, fyrr en stuðningur
við þær skapast hjá almenningi.“
Samkvæmt nýlegum skoðana-
könnunum virðist sá stuðningur I
nú vera fyrir hendi að einhveiju |
leyti, en Gerber segir hins vegar k
að mörg önnur málefni séu framar *
á forgangslista almennings.
Clinton nýtur enn mikilla vin-
sælda í embætti, þrátt fyrir nei-
kvæðar fréttir undanfarnar vikur,
enda sér ekki fyrir endann á efna-
hagslegum uppgangi hér í landi,
atvinnuleysi og verðbólga eru lítil
og viðskiptalífið fjörugt. „Þegar |
allt kemur til alls eru þetta málefn-
in sem varða fólk mestu,“ segir J
Gerber, „endurbætur á kosninga- |
lögum eru neðar á listanum.“
JEILSUVÖRUR
ÚR ÍSLENSKUM F)ALLAGRÖSUM
- f>VÍ AÐ HEILSAN ER F|ÁRS|ÓÐUR
Fjallagrasa- og ginsenghylki
Fjallagrasa-, sólhatts og engiferhylki
Fjallagrasahylki
m
':S'V »
I m %
ÍSLENSK FIALLÁGRÖS H F.
PRÓFAÐU FjALLAGRASAHYLKI - ÞALI ERU MARGRA MEINA BÓT