Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRNI er að spyija hvort hann megi ekki bara skipta um mynd strax, frú borgarstjóri???? SH festir kaup á þriðju hæðinni í Aðalstræti 6 BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að ganga að kauptilboði Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í eignarhluta bæjarsjóðs í Aðalstræti 6 í Reykjavík, en eignarhlutinn var á sínum tíma tekinn sem greiðsla Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda upp í húsnæði í Miðbæ Hafnarfjarðar. Tilboð Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna í eignarhlutann hljóðaði upp á 40 milljónir króna og greiðast 3 milljónir við útborgun og eftirstöðv- amar, 37 milljónir, greiðast með skuldabréfí til 25 ára með 5,5% árs- vöxtum. Húsnæðið sem um ræðir er þriðja hæð hússins Aðalstrætis 6 en SH er með skrifstofur á fjórðu hæð hússins. Að sögn Friðriks Pálssonar, forstjóra SH, er hæðin 600 fermetrar. „Það hafa verið hjá okkur aukin umsvif og þess vegna var orðið mjög þröngt hjá okkur. í annan stað vild- um við ekki þrengja meira að okkur í húsinu og okkur fannst ótækt að hafa ekki einhveija stækkunarmögu- leika,“ sagði Friðrik. Hefur þú reynsluekiö bíl frá Honda nýlega? Láttu sannfœrast Honda er öörum bílum fremri. Vel útbúinn Civic kostar frá rt'e9“' C.V/C1.5 LS/VTEC 115hest öfleyöir aöeíns 4.81 á 100 km. o9 SP' SP Sp jv Ci\i\c 1.349.000 Verið velkomi" (H) Vatnagarfiar 24 • s.568 9900 Verndun hálendis Austurlands Landið er mun verðmætara án stórvirkjana AKVEÐIÐ hefur verið að stofna formleg samtök um vemdun hálendis Austurlands. Stofnfundur verður 16. mars nk. Tildrögin em þau að fyrir hálfu öðm ári hitt- ust á Egilsstöðum fjórir ein- staklingar sem em á móti stórvirkjunum á þessu svæði. Þeir fóru að hittast reglulega og hópurinn stækkaði. Hefur fólkið haft með sér óformleg samtök, Félag áhugahóps um há- lendi Austurlands. Einn af forystumönnum hópsins, Þórhallur Þorsteinsson, seg- ir að örlað hafi á gagnrýni á að þetta væri lokaður klúbbur og því hafi verið ákveðið að stofna formleg samtök. Nú hafa lengi verið uppi áform um virkjanir á hálendi Austurlands, heimild er í lögum um Fljótsdalsvirkjun og um tíma hafa verið uppi hugmyndir um „LSD“ sem stendur fyrir lang- stærsta drauminn, eða ennþá stærri virkjanaáform. „Kannski má rekja upphafið til þess hvað kynningin á þessum virkjanaá- formum hefur verið einhliða, hún hefur eingöngu tekið mið af virkj- anahagsmunum,“ segir Þórhallur. - Samtökin eru alfarið á móti umræddum stórvirkjunum. En hver eru rökin? „Við teljum að landið verði miklu verðmeira án virkjana og jafnframt að þær stangist á við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Eyjabakkalón Fljótsdalsvirkj- unar teljum við brot á RAMSAR- sáttmálanum um vemdun votlend- issvæða. Jafnframt vil ég geta þess að framkvæmdir við virkjun- ina myndu ná langleiðina hringinn í kringum Snæfell þrátt fyrir ein- dregin mótmæli fjölda aðila gegn því. Hvergi er að fínna eins marga fossa á stuttum kafla og þar sem Jökulsá fellur niður í Fljótsdal og þar væri hægt að gera mjög áhugaverða gönguleið. Þess má einnig geta að skurðir og stíflur eiga að ná inn í friðlandið á Lóns- öræfum. Þrátt fyrir mikla andstöðu við LSD eru þau virkjunaráform enn til sem hugmynd á blaði. Þau gera m.a. ráð fyrir að sökkt verði hluta af friðlýstu svæði í Kringilsárrana og þrengt að hreindýrunum. Þótt búið sé að friðlýsa Dettifoss eru þessi virkjanaáform enn inni á framtíðaráætlun Landsvirkjunar. Allar þessar framkvæmdir myndu leiða til þess að að hálendi Austurlands yrði aldrei framar það ósnortna víðerni sem við viljum hafa. Virkjanir hafa aðeins 100 ára líftíma. Ef unnið er ________ skipulega er óspillt land miklu verðmætara fyrir komandi kynslóðir." - Við þurfum hagvöxt til að lifa eðlilegu iífí í landinu og virkjun fa.ll- vatnanna er talin mikilvæg undir- staða þess. Hvaða lausnir bjóðið þið í staðinn? „Við þurfum að snúa frá stór- iðjustefnunni. Það eru möguleikar á smærri virkjunum, meðal annars hér fyrir austan, sem myndu nægja okkur til atvinnuuppbygg- ingar án stóriðju. Við bendum á möguleika ferða- þjónustu og tengsl hennar við hin ósnortnu víðerni. Við megum ekki skemma þá ímynd sem ísland hef- ur í augum erlendra ferðamanna. Þórhallur Þorsteinsson ► Þórhallur Þorsteinsson er fæddur 24. júní 1948. Hann vann ýmis störf tii sjós og lands þar til hann var ráðinn rafveitu- virki (línumaður) hjá Rafmagn- sveitum ríkisins á Egilsstöðum fyrir tólf árum. Þórhallur er áhugamaður um útivist og ferðalög. Hefur setið í stjórn Ferðafélags Fljótsdalshéraðs frá 1985, þar af formaður í tiu ár, og er einn af forystumönn- um Félags áhugahóps um há- lendi Austurlands. Þórhallur er i sambúð með Dagnýju Páls- dóttur og á þijár dætur. Að mínu mati verður aldrei hægt að reka stórar virkjanir svo að það fari saman við ósnortna náttúru og ferðaþjónustu. Með skipulagningu, jafnvel tak- mörkun á fjölda ferðafólks, er hægt að vemda hálendið." - Ég hef heyrt talað um ykkur sem skæruliðahóp eða hóp sérvitr- inga. Hvað eruð þið reiðubúin að ganga langt í andstöðunni? „Eg met það svo að fólk sé til- búið að ganga ótrúlega langt ef það á að þjösna þessum virkjana- áformum áfram, til dæmis ef Fljótsdalsvirkjun verður byggð án þess að fyrst fari fram mat á umhverfisáhrifum hennar. Lög um virkjunina voru samþykkt árið 1981, fyrir tíma laga um umhverf- ismat. Margt hefur breyst á þess- um tíma. Eg trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Landsvirkjun vilji efna til stríðs við almenning með því að veita honum ekki þann rétt til að hafa áhrif á virkjunina sem umhverfísmati fýlgir. Vissulega hefur verið talað um okkur sem skæruliða og sérvitr- inga en það er að breytast. Eg man til dæmis eftir því að á Nátt- úruverndarþingi árið 1990 var tal- __________ að um menn af mínu sauðahúsi sem öfga- sinnaða umhverfis- vemdarmenn. Á síðsta Náttúruverndarþingi var hins vegar talað um virkjanamenn sem vilja Tllbúin að ganga ótrú lega langt sökkva öllu undir vatn sem öfga- menn.“ - Hvaða árangri hefur starf áhugahópsins skilað? „Við höfum getað kynnt al- menningi afleiðingar áformaðra virkjanaframkvæmda með fund- um, blaðagreinum og getað miðlað upplýsingum sem við höfum náð erlendis. En það þýðir ekki að blekkja sig, þetta gengur hægt, enda getum við ekki gengið í jafn digra sjóði og virkjanamenn virð- ast hafa aðgang að.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.