Morgunblaðið - 09.03.1997, Side 11

Morgunblaðið - 09.03.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 11 við annað fólk er mælt með því að það sé Zenith fyrir bestu að iíffræði- lega móðir hennar fái umsjón með henni á ný og lagalegt forræði," sagði í álitinu um leið og mælt var með því að reynt yrði að byggja upp samband hennar við Hanes-hjónin á þeim grundvelli að þau væru afi hennar og amma. Bjóst við áfalli Craig M. Ramsey, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi, kannaði einnig aðstæður þeirra, sem voru að bítast um Zenith. Hann kemst að þver- öfugri niðurstöðu við Thomas. „Það veldur mér miklum áhyggjum að réttarkerfið skuli svo mikið sem íhuga þann misráðna kost að skilja þetta barn frá íjölskyldu þess til að koma henni fyrir á heimili hinnar líffræðilegu móður,“ skrifaði Rams- ey og sagði þijár ástæður liggja þessu mati sínu til grundvallar. Hanes-hjónin hefðu „greinilega staðið sig mjög vel í að hlúa að og ala upp þetta barn“, hún mundi „verða fyrir áfalli ef hún yrði flutt frá Hanes-heimilinu til heimilis Kellyar“ og yrði það gert myndi hún „þurfa að bindast nýju foreldri bönd- um og þjást af því að glata og vera skilin frá einu foreldrunum og fjöl- skyldunni, sem hún hefur nokkru sinni kynnst“. Ramsey byggði þetta álit sitt á fundi með Hanes-fjölskyldunni 22. nóvember 1994. Hann skilaði viðbót við það álit í janúar og sagði þá að hann hefði greint mikinn kvíða hjá Zenith. Segir hann þar greinilegt að Zenith hafi ekki haft gott af því að heimsækja móður sína stöðugt. Hann kemur ekki með neinar til- lögur í viðbótarálitinu, segir aðeins að ákveði rétturinn að hin líffræði- lega móðir fái forræði Zenith verði að búa svo um hnútana að „tilfinn- ingaböndin færist frá herra og frú Hanes til hinnar líffræðilegu móður Zenith". í janúar barst einnig stutt álit frá Brian L. Arnesen sálfræðingi, sem kvaðst hafa skoðað Zenith tvisvar að Hanes-hjónunum viðstöddum og komist að þeirri niðurstöðu að milli þeirra hefðu myndast sterk bönd. „Það er sérfræðiálit mitt að méð því að taka hana af þeim yrði þess- um böndum stefnt í hættu og barn- ið sett í alvarlega tilfinninga- kreppu," skrifaði Arnesen. „Ég mæli með því að þetta barn verði ekki tekið fyrirvaralaust úr umsjá þeirra.“ Eitt álit skipti sköpum Dæmt var í málinu 20. janúar og byggði dómarinn, Guy R. Burning- ham, úrskurð sinn að mestu á áliti Thomas. í upphafi greinargerðar sinnar fyrir úrskurðinum sagði Burningham að með tilliti til þess að bamið væri orðið tveggja ára og fjögurra mánaða gamalt væri nú „afar brýnt að ákveðið yrði til fram- búðar hver hefði forræði og bæri ábyrgð á þessu barni“. Hann fjallar um að dæma eigi ógilt það samþykki, sem líffræðileg- ir foreldrar Zenith veittu fyrir ætt- leiðingunni, og tekur þá ákvörðun að það sé aukaatriði í málinu. Það sé ekki einu sinni víst að samþykki föðurins þurfi samkvæmt lögum í Utah og hann virðist hvort sem er ekki hafa áhuga á að vera foreldri barnsins. Hins vegar sé ljóst að stað- reyndir málsins séu umdeildar. Burningham sagði í úrskurði sín- um að aðalatriði málsins væri for- ræði yfir Zenith til frambúðar. „Fyr- ir réttinum vakir fyrst og fremst, þegar ákvörðun er tekin, að vaka yfir því, sem barninu er fyrir bestu," sagði dómarinn. Tekið var fram að í samræmi við lög hafi verið gerð ættleiðingar- úttekt á Hanes-hjónunum og heimili þeirra. Hana hafi Thomas innt af hendi. í skýrslu Thomas sé gefið til kynna að hann hafi verulegar áhyggjur af því að Hanes-hjónin ættleiði Zenith. Rétturinn hafi gefíð þessum tilmælum sálfræðingsins verulegan gaum þegar lokaákvörðun var tekin í málinu. Einnig var vísað til máls sem kom fyrir hæstarétt Utah árið 1991, Jo- hanson gegn Fisher, þar sem niður- staðan hafi verið sú að „eini mæli- kvarðinn á það hvort leyfa eigi ætt- leiðingu sé sá að rétturinn sé þess fullviss eftir málsmeðferð að það efli hagsmuni barnsins að ættleið- ingin eigi sér stað“. Einnig var vísað til laga Utah þess efnis að komist sá, sem gerir ættleiðingarúttekt, hvort heldur sem er fyrir eða eftir ættleiðingu, að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki átt að eiga sér stað geti rétturinn hafnað ættleiðingunni. Hollast að vera hjá móður „I þessu máli er það niðurstaða réttarins, byggð á meðmælum út- tektar gerðrar fyrir ættleiðingu, að það sé barninu ekki fyrir bestu að herra og frú Hanes ættleiði það,“ sagði í dóminum. „Niðurstaða þessa réttar er sú að það sé Zenith fyrir bestu að Kelly Jean Helton fái á ný forræði yfir henni og fyrirskipar hann að hún fái að fullu réttindi foreldris gagnvart þessu barni.“ Sagði að Hanes-hjónin ættu að fá að heimsækja Zenith, enda væri samband hennar við ömmu sína og afa mikilvægt. Burningham hafnaði 1. febrúar 1994 óskum Hanes-hjónanna um að málið yrði endurskoðað og önnur ættleiðingarúttekt gerð og skipaði þá málsaðiljum að hefjast handa um að flytja Zenith eigi síðar en 4. febr- úar í samræmi við áætlun ráðgjafa um það hvernig að því skuli staðið. Hanes-hjónin héldu áfram að áfrýja og fluttu frá Utah til Arizona til að geta notið samvista við Zenith þær níu klukkustundir á viku, sem þeim hafði verið úthlutað. í október 1995 tóku þau barnið og flúðu með það úr landi. Hanes-hjónin eru enn á Islandi, en Kelly Helton, sem er með dóttur sína í sex þúsund kílómetra fjarlægð í Arizona kveðst enn vera hrædd. „Ég á erfitt með að leyfa dóttur minni að leika sér fyrir framan hús- ið,“ sagði Kelly í samtali við dagblað- ið The Arízona Republic fyrir skömmu. „Ég veit að þessu er ekki lokið.“ Sálfræðingar segja aðlögunar- hæfni barna sé mikil og höfuðatriði sé að þau fái á tilfinninguna að þau séu örugg. Kelly sagði að það þyrfti að gefa sambandi mæðgnanna tíma: „Ég spurði hana hvort henni líkaði að vera hér og hún sagðist ekki vita það enn.“ barnsins í Utah, var ákveðið að fangavist Donalds Hanes yrði hjón- unum ekki til hnjóðs, á þeim for- sendum að um væri að ræða eitt brot án ásetnings og Donald hefði ekki notað áfengi eða eiturlyf í um áratug. Fimm hjónabönd að baki Connie Jean átti að baki fimm hjónabönd þegar hún gekk í hjóna- band með Donald Hanes, sem gæti bent til óstöðugleika í einkalífi og í sálfræðimati á hjónunum vegna kröfu Kelly um ógildingu ættleið- ingar, er meðal annars bent á þenn- an þátt. Hún er þar sögð vera ráð- rík og stirfni gæti í samskiptum hennar við eldri börn hennar frá fyrri samböndum. í máli Kelly Helt- öns var því meðal annars haldið fram að móðir hennar vildi ættleiða barn vegna Iöngunar til að ala upp barn með Donald og hún teldi hjónabandið í raun ekki fullkomnað án þess. í leiðbeiningum ráðuneytisins er bent á að barnleysi sé algengasta orsök ættleiðingar og verði að kanna hverjar ástæður barnleysis eru og ávallt vera á varðbergi gagnvart því að ættleiðingu sé ekki ætlað að leysa nein djúpstæð vandamál hjá aðilum. Ættleiðingin verði að byggjast á ósk og þörf fyrir að taka að sér barn vegna barnsins sjálfs. Ekki skoðuð áður Af þeim gögnum, sem Morgun- blaðið hefur undir höndum varðandi ættleiðingu Zenith Elaine og dóms- meðferð á kröfu um ógildingu henn- ar, má ekki ráða að hagir Hanes- hjónanna hafi verið skoðaðir grannt af óvilhöllum aðilum áður en ætt- leiðing var samþykkt af dómstóli í Utah. í raun virðast þau ekki hafa gengið undir slíkt mat. Dæmi þess að ættleiðingu hafi verið hnekkt hérlendis en ekki mörg Ættleiðingar á íslenskum börnum fátíðar ÆTTLEIÐINGAR af því tagi sem um ræðir í tilviki Hanes-hjónanna, þ.e. að amma ættleiði barnabarn sitt, munu samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins vera fátiðar í Bandaríkj- unum og hérlendis kváðust viðmæl- endur blaðsins ekki muna eftir sam- bærilegu tilviki. Hins vegar eru dæmi þess að ættleiðingu hafi verið hnekkt, en oftast undir öðrum formerkjum og þá yfirleitt með þeim hætti að stálp- aðir einstaklingar sem hafa verið ættleiddir, hafi farið fram á slíkt, ósjaldan vegna ágreinings við kjör- foreldra, að sögn Drífu Pálsdóttir, skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu. Ekki eru dæmi þess að ættleiðingu á mjög ungum börnum hafi verið hnekkt. „Fljótt á litið man ég ekki eftir neinu máli sem er skylt máli Hanes- hjónanna á seinasta áratug eða lengra aftur og er nær að halda að útilokað sé að slíkt mál hafi verið til staðar hérlendis," segir Drífa. „Tiltölulega fá íslensk börn eru ættleidd, en komi hins vegar til ætt- leiðingar á íslensku barni, tel ég víst að algengara sé að um sé að ræða fólk sem ekki er í nánum tengslum við fjölskyldu barnsins, svo sem afi og amma, enda þau oftast komin á þann aldur að ekki hentar vel að taka að sér kornabarn." Lögin í endurskoðun Sifjalaganefnd vinnur nú að end- urskoðun ættleiðingarlaga en ekki er búist við að frumvarp þar að lút- andi verði lagt fram fyrr en á næsta þingi. I núgildandi ættleiðingarlögum frá 1978 kemur m.a. fram að ekki megi veita leyfi til ættleiðingar nema sýnt þyki eftir könnun á málefnum væntanlegs kjörbarns og þeirra er óska ættleiðingar, að ættleiðing sé barninu til gagns „enda sé það ætlun ættleiðenda að ala upp barnið eða barn hafi verið alið upp hjá þeim eða aðrar sérstakar ástæður liggi til ættleiðingar." í riti sem dómsmálaráðuneytið gaf út árið 1987 til leiðbeiningar fyrir barnaverndarnefndir varðandi um- sagnir í ættleiðingarmálum, kemur m.a. fram að ættleiðingum á erlend- um börnum hafi fjölgað mjög, en hins vegar hafi ættleiðingum á ís- lenskum börnum, stundum kallaðar frumættleiðingar, fækkað og séu orðnar mjög fátíðar. í báðum tilvik- um þurfi barnaverndarnefndirnar að gefa ráðuneytinu tvær umsagnir, áður og eftir að barn kemur til vænt- anlegra kjörforeldra. Þriðji flokkur ættleiðinga er ætt- leiðingar á börnum sem búa á sama heimili og ættleiðingarbeiðendur, þegar hugmynd um ættleiðingu vaknar. Ættleiðingar stjúpbarna eru algengastar í þessum flokki, en einnig er hugsanlegt að fósturfor- eldrar óski eftir að ættleiða fóstur- börn sín. í slíkum tilvikum þarf að sækja beint um ættleiðingu til ráðu- neytisins, þar sem barn og ættleið- ingarbeiðendur hafa þá þegar sama heimili, en ráðuneytið leitar síðan eftir umsögn viðkomandi barna- verndarnefndar. Samþykki foreldris þarf Lögum samkvæmt öðlast kjör- barn við ættleiðingu sömu réttar- stöðu gagnvart kjörforeldrum, ætt- mennum þeirra og öðrum þeim sem eru í svokölluðum kjörsifjum við þá, og það væri skilgetið barn kjörfor- eldra, nema lög mæli um annað. Með sömu fyrirvörum er kveðið á um að frá sama tíma falli niður laga- tengsl barnsins og kynforeldra þess. Ættleiði maður eða kona barn maka síns eða kjörbarn, fær barnið þá réttarstöðu sem væri það skilgetið barn þeirra hjóna. Kjörbarn kennir sig til kjörfor- eldra, nema kjörforeldri óski eftir því að barn haldi fyrra föðurnafni. Kjörbarn sem náð hefur 12 ára aldri getur þó ráðið því sjálft, hvort það kenni sig við kynforeldra eða kjör- foreldra. Dómsmálaráðuneytið veitir leyfi til ættleiðingar og er hjónum einum heimilt að ættleiða saman. Öðru hjóna má þó veita leyfi til ættleiðing- ar, ef hitt er horfíð eða geðrænum högum þess svo háttað að það beri ekki skyn á gildi ættleiðingar. Öðru hjóna má og með samþykki hins veita leyfi til að ættleiða barn þess eða kjörbarn. Meðan ættleiðandi er á lífi, verður kjörbarn hans eingöngu ættleitt af maka hans. Ekki má ættleiða þann sem orðinn er tólf ára, án skriflegs samþykkis hans. Samþykki foreldra þarf til ættleiðingar barns undir 18 ára aldri. Hafi annað foreldri ekki for- ræði barns eða högum þess svo hátt- að að það megi ekki gefa frá sér marktæka yfirlýsingu, er samþykki hins nægjanlegt. Ef þannig er ástatt um bæði foreldri þarf samþykki lögr- áðamanns. Leita ber umsagnar áður I lögunum er kveðið á um að áður en ákvörðun er tekin um umsókn um ættleiðingarleyfi, skal, ef unnt er, leita umsagnar þess foreldris sem þarf ekki að samþykkja ættleiðingu, að því tilskildu að geðrænum högum þess sé ekki svo háttað að það girði fyrir að viðkomandi sé marktækur. Leita skal umsagnar lögráðamanns, sé sérstakur slíkur skipaður og enn- fremur skuli leita umsagnar þeirrar barnaverndarnefndar sem í hlut á. Samþykki tii ættleiðingar verður að vera skriflegt og skal viðkomandi aðili staðfesta slíka yfirlýsingu fyrir starfsmanni dómsmálaráðuneytis eða öðrum þeim sem ráðuneytið hef- ur veitt löggildingu til slíks. Sam- þykki er ekki gilt, nema staðfesting- in liggi fyrir hið fyrsta þremur mán- uðum eftir fæðingu barns, nema sérstaklega hagi til. Á yfirlýsingu um samþykki verður að vera vottorð viðkomandi fulltrúa hins opinbera um að sá sem ætlar að gefa til ætt- leiðingar, hafí fengið fræðslu um lagaáhrif ættleiðingar og samþykk- isyfirlýsingar. Samþykki er gilt, þótt væntanleg- ir kjörforeldrar séu ekki nafngreind- ir, ef samþykki lýtur að því að ráð- stafa barni til ættleiðingar til for- eldris sem barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ákveða lögum samkvæmt. Að öðrum kosti er samþykki ekki gilt, nema væntan- legir kjörforeldrar séu nafngreindir. Má snúast hugur fyrir leyfi í tólftu grein laganna segir efnis- lega að snúist þeim aðila sem lögbær sé að gefa samþykki sitt hugur, þ.e. taki samþykki sitt aftur áður en gengið er frá ættleiðingarleyfí, sé yfirleitt ekki heimilt að gefa út leyfið. „Veita má þó leyfi til ættleiðing- ar, þegar svona stendur á, ef barn hefur verið í fóstri hjá ættleiðingar- beiðanda eða þegar hagir barns mæla að öðru leyti eindregið með því, að það verði ættleitt, og aftur- köllun á samþykki styðst eigi við skynsamleg rök,“ segir í ættleiðing- arlögunum. Einnig er tekið fram að fáist ekki samþykki lögbærs aðila sé þá heim- ilt, ef „alveg sérstaklega stendur á“ SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.