Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 13 Dæmi um ættleiðingu í blóra við vilja foreldris EMBÆTTI umboðsmanns barna hafa borist nokkrar fyrirspurnir varðandi ættleiðingar, að sög’n Þórhildar Líndal umboðsmanns barna. Hún nefnir sérstaklega mál þar sem stúlkubarn sem hafði verið komið í varanlegt fóstur beið þess með óþreyju að verða tólf ára gamalt til að samþykkja ættleiðingarbeiðni fósturfor- eldra. Kynforeldri barnsins hafi hins vegar ekki gefið samþykki sitt fyrir ættleiðingu. Sjónarmið barns vógu þungt Stúlkan hafði fregnað að við tólf ára aldur fengi hún vald til að samþykkja ættleiðingu og vildi það mjög, einkum þar sem henni þótti miður að bera ekki kenni- nafn fósturföðurs og vera barns fólks sem hún þekkti ekki og bjó ekki þjá. Sjónarmið bamsins vógu þungt þegar ákvörðun var tekin um að heimila ættleiðingu. „Hérna á íslandi er við lýði það fyrirkomulag að börnum sé komið í tímabundið fóstur eða varanlegt fóstur til sextán ára aldurs, sem byggist á barna- verndarlögum og er algengast í þeim tilvikum þar sem mikil van- ræksla er heima fyrir eða for- eldrar eru ekki haéfir til að ala upp börn. Með ættleiðingu er hins vegar gengið skrefinu lengra og öll lagatengslin milli barns og kyn- foreldris rofin. Varanlegt fóstur er sérstakt fyrirbæri, jafnvel sérislenskt, en þá er barninu komið fyrir til 16 ára aldurs og kynforeldrar hafa rétt á að umgangast barnið og öfugt, bijóti það ekki í bága við hagsmuni barnsins." Brýnt að skoða varanlegt fóstur „Eftir sextán ára aldur er síð- an spurning hvað tekur við. Ég tel brýnt að taka til skoðunar markmiðið með varanlegu fóstri, og athuga hvort það samrýmist hagsmunum barna. Mér finnst það umhugsunarefni hvort það þjónar betur hagsmunum barna að taka skrefið til fulls og ætt- leiða í þeim tilvikum þar sem það er nauðsynlegt,“ segir Þórhildur. ímyndað okkur að móðir eða faðir sé áfengis- eða eiturlyfjasjúkling- ur eða ekki ábyrg gerða sinna af öðrum sökum og ófær um að skapa barninu viðeigandi aðstæður, get- ur verið slæmt fyrir barnið að fara á heimili afa og ömmu, móður- systkina eða föðursystkina vegna þess ónæðis sem það getur orðið fyrir frá foreldri í slæmu ástandi," segir hún. Svipað og annars staðar íslendingar eru aðilar að samn- ingi frá 1993 sem íjallar um vernd barna og samvinnu varðandi ætt- leiðingu milli landa, og segir Mar- grét að sér virðist svipuð sjónar- mið uppi á Vesturlöndum varðandi þessi mál og hérlendis. „Ekki er hægt að bera alveg saman meðferð ættleiðingarmála hér og í Bandaríkjunum, enda misjafnlega að málum staðið, auk þess sem löggjöf getur verið breytileg eftir fylkjum og hvernig staðið er að aðdraganda þessara mála. Við grófa skoðun er ekki hægt að fullyrða að Hanes-hjónin hafi uppfyllt öll skilyrði íslenskra laga um ættleiðingu, þó svo að ekki sé hægt að tjá sig um hveij- ar niðurstöður slíks ættleiðinga- máls hefðu orðið hérlendis, án nánari könnunar," segir hún. Ógiiaráætlanir Varsjár- bandalagsins og einfeldni friðarhrey finga Skjöl í austur-þýskum skjalasöfnum hafa veitt innsýn inn í áætlanir V arsj árbandalagsins um óhefta notkun kjarnavopna í þriðju heimsstyrjöldinni. Sig- rún Davíðsdóttir rekur danskar athuganir á þessu sviði og það mis- ræmi sem var milii raunveruleikans og boð- skapar friðarhreyfinga. ■Líi ' JL 4 ’i ffT_ 2 Jjjr 1 díiriiaiifwr " ” r S 'y i HERGANGA í Austur-Berlín: Varsjárbandalagið hugðist bregðast við árás af fullum þunga. AÐ VAR ekki hrapað að neinu innan Varsjár- bandalagsins þegar verið var að undirbúa þriðju heimsstyijöldina. Bandalagið bjóst við að hún hæfist með árás Atlants- hafsbandalagsins, það æfði ekki árás að fyrra bragði og ætlunin var að nýta kjarnavopn til að leggja Evrópu undir sig. Leiðina um Eystrasaltið út í Atlantshafið átti að opna sem fyrst og því var Danmörk eitt fyrsta skotmarkið. Meðan evrópskar friðar- hreyfingar áttunda og níunda ára- tugarins lögðu til einhliða afvopnun og þær dönsku höfðu á stefnuskrá sinni að lýsa Norðurlöndin kjarna- vopnalaust svæði var kjarnaflaugum miðað á skotmörk rétt við Kaup- mannahöfn. í austur-þýskum skjala- söfnum hefur verið veittur aðgangur að gögnum fram til 1990 og nýlega birti Berlingske Tidende greinar- flokk upp úr þeim. Óheft notkun kjarnavopna í flestum löndum, til dæmis í lönd- um Atlantshafsbandalagsins, Pól- landi og Rússlandi, gildir þijátíu ára skjalaleynd eða meir, en í Þýska- landi hafa skjalasöfn alþýðulýðveld- isins austur-þýska verið opnuð alveg fram að upplausn þess 1990. Þar með gefst ekki aðeins einstök innsýn í aðstæður og atburði í Austur- Þýskalandi, heldur má oft og tíðum skyggnast lengra á bak við járntjald- ið. Carl-Axel Gemzell, prófessor í samtímasögu við Hafnarháskóla, hefur kynnt sér skjöl um heræfingar Varsjárbandalagsins í því skyni að komast fyrir um hveijar áætlanir bandalagið hafi um stríð í Evrópu. Sjálfar áætlanirnar eru þar ekki, Gemzell býst við að þær hafi verið eyðilagðar, en skjölin um heræfing- arnar segja sína sögu um þær. Þegar árið 1990 var K.G.H. Hill- ingso, einn af þáverandi yfirmönnum danska hers- ins, á ferð í Austur-Þýska- landi ásamt fleiri gestum frá löndum NATO. Þar var þeim boðið að skoða einkaneðanj arðarbyrgi Erich Honeckers, fyrrverandi leið- toga Austur-Þýskalands. Þar var Dananum sýnt Danmerkurkort og þótt hann hefði átt von á að Austur- Þjóðveijar hefðu þekkt vel hernaðar- hagi Dana, segir hann í samtali við Berlingske Tidende að svo ná- kvæmri vitneskju hefði hann ekki búist við. Þannig var nákvæmlega teiknað inn á kortið hvar svokallað- ir„„stay behind" hópar höfðu vopna- búr sín. Danska stjórnin hefur aldrei staðfest opinberlega að slíkir hópar væru til, en hlutverk þeirra var að veita mótstöðu, ef til innrásar kæmi. Áætlanir um óhefta notkun kjarnavopna komu Hillingso einnig í opna skjöldu. Hann hefði aðeins talið að þeim væri ætlað að vekja ótta, en Varsjárbandalagið hafí gert ráð fyrir þeim tii að eyðileggja vopn andstæðingsins og eyða heilu bæjun- um. í slíkum átökum við Varsjár- bandalagið hefðu Danir ekki átt sér viðreisnarvon og fallið því í hendur, þótt Atlantshafsbandalagið hefði kannski getað hrint árás. Evrópa tekin á tveimur vikum Carl-Axel Gemzell leggur áherslu á að samkvæmt æfingaáætlunum hafi Varsjárbandalagið búist við að þriðja heimsstyijöldin hæfist vegna árásar Nato. En þótt áherslan hafi verið á varnarþáttinn í áætlunum þeirra átti andsvarið að vera öflug sókn í skyndiátökum, sem stæðu í fáa daga. Á sjötta og sjöunda ára- tugnum gerði bandalagið ráð fyrir að það tæki aðeins 12-15 daga að leggja undir sig Evrópu að Atlants- hafinu, en þegar á leið teygðist úr tímanum og á heræfingu 1983 var gert ráð fyrir að herir Varsjárbanda- lagsins væru komnir að Biscayaflóa og Pýreneafjöllum á 30-35 dögum. í elstu áætlununum var æft að ráðist yrði inn í Norður-Þýskaland og haldið meðfram ströndinni upp til Jótlands, en eftir að flotastyrkur Varsjárbandalagsins jókst var gert ráð fyrir honum til að taka dönsku eyjarnar. Framan af var gert ráð fyrir að Danmörk yrði tekin á þriðja degi, en síðar að það yrði ekki fyrr en á 14. degi. Margvíslegar aðferðir voru æfðar, en notkun kjarnavopna var gegnumgangandi. Styrkurinn var ekki sparaður og gert ráð fyrir að senda sprengjur, sem væru allt að tífalt öflugri en sprengjan, sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiros- hima. Hið mikla manntjón, sem hlyt- ist af slíku, var aldrei íhugað. Gemzell álítur að Tsjernóbýl-slysið 1986 hafi opnað augu Varsjár- bandalagsins um að í kjarnorkustríði yrðu engir sigurvegarar. Um svipað leyti fóru hernaðarbandalögin að skiptast á fulltrúum við heræfingar og Gemz- ell álítur einnig að um leið hafi óvin- urinn orðið mannlegri í augum yfir- manna Varsjárbandalagsins og að það hafi einnig haft sín áhrif. Þetta sjónarmið tekur Hillingse ekki und- ir. Varsjárbandalagið hafi fram til 1984 gert ráð fyrir að ráðast til sóknar, ef á það yrði ráðist. Á árun- um 1984-1987 hafi verið gælt við þá hugmynd að láta vörn síns svæð- is nægja, en 1988 hafi aftur verið horfið til fyrri árásaáætlana. Um það Töldu Dan- mörku veik- asta hlekkinn í NATO leyti ólgaði andstaða Lech Walesa og Samstöðu í Póllandi og það hafi dregið úr trú Austur-Þjóðveija og Sovétmanna á gildi Póllands í Var- sjárbandalaginu, en löndin tvö þó vonast til að Pólveijar myndu slást í hópinn ef á reyndi. Allur undirbúningurinn var hinn nákvæmasti. Birgðir sérstakra pen- ingaseðla voru tiltækar til að nota í löndunum, sem ráðist yrði inn í og einnig ný vegaskilti. Meðaldrægum eldflaugum var raðað upp skammt frá vestur-þýsku landamærunum og þar voru vel búin forðabúr eldsneyt- is til 90 daga og skotfæra til 50 daga. Hinar gríðarlegu birgðir komu Hillingso á óvart, því annað eins magn sé með öllu óskiljanlegt á vest- rænan mælikvarða. Skýringin á þessu magni er sú að eldri gögnum var aldrei hent, heldur var nýjum vopnum og búnaði bætt ofan á það sem fyrir var. Sama var í fyrrver- andi Júgóslavíu og það er ein skýr- ingin á því hvers vegna stríðandi aðilar höfðu af slíkum ókjörum að taka og raun ber vitni. Hillingso segist ekki í vafa um að ef menn hefðu betur gert sér grein fyrir hvílíkan viðbúnað Var- sjárbandalagið hafði og hveijar áætlanir þess hafi verið, hefði yfir- stjórn danska hersins farið fram á meira fé til hermála. Það sé kald- hæðni örlaganna að Rússagrýlan hafi verið sem öflugust á sjötta ára- tugnum, áður en Varsjárbandalagið hafði treyst sig í sessi, en síðan hafi hún dagað uppi, þegar banda- lagið var í raun orðið ógnun. Þetta sýni hve erfitt sé að halda uppi öflug- um vörnum í lýðræðisskipulagi. Jafnaðarmenn í andstöðu í september 1982 gafst danski Jafnaðarmannaflokkurinn upp á glí- munni við efnahagsmálin og lagði stjórnartaumana í hendur Poul Schlúters, leiðtoga íhaldsflokksins, sem kom á hægri stjórn. En stjórnin var minnihlutastjórn og þótt jafnaðarmenn hindr- uðu ekki efnahagsráðstaf- anir hennar gilti annað um utanríkis- málin. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur löngum verið mjög hallur und- ir Atlantshafsbandalagið og Banda- ríkin og alveg fram að stjórnarskipt- unum 1982 var Kjeld Olesen, þáver- andi utanríkisráðherra, jafngagn- rýnin á Sovétríkin og hann og flokk- urinn höfðu alltaf verið. Hann bæði varaði landa sína við að leggja trún- að á friðarta! Sovétmanna og við Sovétmenn undirstrikaði hann að þeim skyldi ekki takast að ijúfa ein- ingu Atlantshafsbandalagsins. En aðeins nokkrum mánuðum eft- Danmörk eitt fyrsta skot- mark Varsjár- bandalagsins ir stjórnarskiptin var komið annað hljóð í strokk utanríkisráðherrans fyrrverandi og flokksbræðra hans. Nú var aukin hervæðing Sovét- manna ekki lengur helsta hótunin við heimsfriðinn, heldur bandarísk valdagræðgi og áætlanir þeirra um takmarkað kjarnorkustríð á kostnað Evrópu. Tilkynningu Lasse Budtz, talsmanns jafnaðarmanna í utanrík- ismálum, um að Danir tryðu ekki á neina sovéska hótun var fagnað í sovéskum blöðum. Danskir jafnaðar- menn sinntu í engu hervæðingu Sovétmanna, sem kom fram í upp- setningu meðaldrægra eldflauga 1979 og auknu vopnakapphlaupi í kalda stríðinu hinu síðara frá 1979 fram að Reykjavíkurfundi Ronald Reagans Bandaríkjaforseta og Mík- haíl Gorbatsjovs Sovétleiðtoga 1986. Þessi kúvending danskra jafnað- armanna fylgdi samskonar kúvend- ingu þýskra jafnaðarmanna og aust- urstefnu þeirra eða „Ostpolitik“, en þeir voru einnig komnir í stjórnar- andstöðu. Á hvorugum bænum voru eyrun lögð við því sem sovéskir og austur-evrópskir andófsmenn höfðu til málanna að leggja. Austur-þýsku skjölin sýna að sökum þess taks, sem Jafnaðarmannaflokkurinn hafði á minnihlutastjórn hægriflokkanna í utanríkismálum, leit Varsjárbanda- lagið á Danmörku sem veikasta hlekkinn í Atlantshafsbandalaginu. Bent Jensen prófessor hefur skrif- að bók um þetta tímabil og segir að helsta skýringin á þessum tökum jafnaðarmanna sé lítill áhugi á varn- armálum og fáfræði flestra stjórn- málamanna á því sviði. Því hafi það verið auðveldur leikur fyrir fáa at- orkusama jafnaðarmenn að ná und- irtökunum og Anker Jorgensen, þá- verandi formaður flokksins, kynti undir með yfirlýsingum um að kjarnavopn væru af hinu illa. Þrýst- ingur hafí ekki komið frá kjósendum, sem um og eftir 1980 hafi verið tor- tryggnir á friðarhreyfing- arnar og friðarvilja Sovét- manna og ekki haldið á “,™lofti kröfunni um kjarna- vopnalaus Norðurlönd. Bent Jensen segir kúvendingu jafnaðarmanna eftir stjórnarskiptin 1982 þó ráðgátu og segir hrapallegt hve lítið yfirmenn hersins hafi haft sig í frammi. Sú innsýn sem austur-þýsku skjöl- in veita í áætlanir Varsjárbandalags- ins um beitingu kjarnavopna er vissulega ógnarleg. En það er ekki síður ógnarlegt að hugsa til þess málflutnings, sem friðarhreyfing- arnar héldu á lofti og í hve litlu samræmi hann var við raunveruleik- ann, eins og hann blasir við í austur- þýsku skjölunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.