Morgunblaðið - 09.03.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 09.03.1997, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sven-Gör- an til Lazio ÍTALSKA blaðið Corríere dello Sport sagði frá því á fors- íðu í gær, að sænski þjálfarinn Sven-Göran Eriksson væri bú- inn að skrifa undir samning við Lazio, einnig að fyrirliðinn Roberto Mancini ætli að fara með honurn til liðsins. Eins og kunnugt er hætti Sven-Göran við að fara til Blackburn. Blað- ið segir að hann hafi skrifað undir samning til 30. júní 1999, árslaun hans verða 64 millj. ísl. kr., en hann átti að fá 180 miiy. ísl. kr. í árslaun hjá Biackburn. Gascoigne frá keppni ENSKI landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne mun ekki keppa meira með Glasgow Rangers á keppnistímabilinu. Hann meiddist á ökkla á dög- unum á móti í Amsterdam. I gær var sett gifs á ný á ökkla kappans og verður hann með það tiu daga. Eftir það má hann ekki reyna á ökklann í þijár vikur. Gascoigne mun missa af tveimur leikjum Eng- lendinga i undankeppni HM, gegn Georgíu 30. apríl og Pól- landi 31. mai. „ÞegarAI- freð beit í peninginn,, ÍSLENDINGAR eiga góðar minningar úr hinni glæsilegu Bercy-íþróttahöll í París. Það var þar sem iandsiiðið í hand- knattleik sigraði Pólveija í úrslitaieik B-heimsmeistara- keppninnar snemma árs 1989, einum eftirminniiegasta lands- leik Isiands frá upphafi. Vala Flosadóttir var ellefu ára og bjó enn á ísiandi þegar íslendingar hlutu gullið í Bercy, en segist mima vel eftir því. „ Já, þegar Alfreð beit í peninginn,“ sagði hún í gær- morgun, er blaðamaður minnti hana á að mótið nú færi fram í þeirri söm höii og íslendingar hefðu lagt Pólverjana að velli. Sjónvarpsáhorfendiun er eflaust vei í mrnni þegar Al- freð Gísiason, sem kjörinn var besti ieikmaður keppninnar, beit í gulipening sinn á verð- launapaiiinum — enda hefur það atvik verið margsýnt í sjónvarpinu. 3,5 milljónir fyrir sigur VERÐLAUNAHAFAR fá nú í fyrsta sinn greitt fyrir árangur sinn á fijálsíþróttamóti. Sigur- vegarar í hverri einustu ein- stakiingsgrein á HM í París fá 50.000 bandaríkjadali, sem jafngildir ríflega 3,5 miiljónum króna. Silfurverðlaunahafar fá 20.000 daii — um 1,4 miiljónir — og þriðja sæti gefur 10.000 dollara, um 700.000 krónur. Ein undantekning er frá framansögðu; stangarstökk kvenna. Þar sem um nýja grein er að ræða á heimsmeistara- móti er verðlaunahöfum í henni greitt helmingi minna en öðrum og einnig heimingi minna fyrir heimsmet. Fast- lega er reiknað með því að ástralska stúlkan Emma Ge- orge sigri og bæti eigið heims- met. Takist henni hvort tveggja fær hún samtals 50.000 doilara, 3,5 milljónir króna. ÍÞRÓTTIR Glæsileg byrjun Jóns Arnars á HM í París Með forystu eftir þvjár greinar JÓN Arnar Magnússon var með forystu eftir þrjár fyrstu greinarn- as^' sjöþrautarkeppni heimsmeistaramótsins innanhúss í París í gær. Hann hljóp 60 m á 6,85 sek., stökk 7,56 m í langstökki og kastaði kúlunni 16,27 m. Þessi glæsilegi árangur færði honum alls 2754 stig - 85 stigum meira en í íslandsmetþraut sinni á sænska meistaramótinu ífyrra. Jón hafði hins vegar byrjað enn betur á Evrópumeistaramótinu í Stokkhóimi, var þá með 2767 stig eftir þrjár greinar (6,89 í 60 m hlaupi, 7,70 í langstökki og 15,92 í kúluvarpi) en brást svo bogalistin í grindahlaupinu og náði ekki að bæta metið. Fjórðu og síðustu grein gærdagsins, hástökki, var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. Jón Arnar byijaði á því að hlaupa 60 metrana á 6,85 sek. - sama tíma og hann fór á þegar hann setti Íslandsmetið í sjö- Skapti þraut á sænska Hallgrímsson meistaramótinu í skrífarfrá fyrra. Jón hljóp mjög Paris vel. Virtist reyndar ekki fara sérlega hratt af stað, en þegar tími sigurvegarans kom í ljós var sýnt að ekki var alveg að marka hvernig viðbragðið sýndist úr áhorf- endastæðunum. Chris Huffms frá Bandaríkjunum hljóp nefnilega frá- bærlega - á 6,61 sek., sem er besti tími sem nokkru sinni hefur náðst í þessari grein í sjöþraut. Heimsmet- hafinn Dan O’Brien frá Bandaríkjun- um hafði áður hlaupið vegalengdina best á þessum vettvangi (6,67 sek. árið 1993) en Huffins sló honum við með glæsibrag. Jón Arnar varð annar í fyrri riðl- inum á eftir Huffíns og mótheijarnir í seinni riðlinum náðu ekki að bæta árangur hans. Jón var því í öðru sæti eftir fyrstu grein. Huffíns fékk 1.026 stig, Jón 936, Erki Nool frá Eistlandi, sem hljóp á 6,86 í seinni riðlinum, fékk 933 stig og Tékkinn Tomas Dvorak hljóp á 6,99 sem gaf honum 886 stig. Tékkinn Robert Zmelik náði fimmta besta tímanum, 7,00 sek., sem færði honum 882 stig og heimamaðurinn Christian Piaziat hljóp á 7,11 og fékk fyrir það 844 stig. Aðrir voru: Steve Fritz Banda- ríkjunum 7,15 (830), Javier Benet Spáni 7,21 (809), Sebastan Levicq Frakklandi 7,25 (796) og Sebastian Chmara Póllandi 7,34 (765). Jón í fyrsta sætið Erki Nool, sem er mjög góður langstökkvari, var talsvert frá sínu besta er hann hóf keppni í þeirri grein. Stökk 7,44. Tékkinn Tomas Dvorak var næstur og fór 7,47 en síðan kom Jón Arnar og sveif 7,52 metra. Náði þar með forystu í lang- stökkinu. Það var auðvitað gríðar- lega mikilvægt að byija á góðu stökki, þar með voru taugarnar komnar í lag hvað þá grein varðaði, enda bætti hann sig enn í annari tilraun - fór þá 7,56. Lengi vel leit út fyrir að Jón sigraði jafnvel í grein- inni en í þriðju og síðustu umferð skutust tveir fram úr honum. Dvorak stökk 7,69 og Frakkinn gamalk- unni, Plaziat, náði öðru sæti. Fór tveimur sentímetrum lengra en Jón, 7,58 m, eftir að hafa gert tvær fyrstu tilraunirnar ógildar. Enda var hon- um létt og fagnaði mjög. Dvorak fékk 982 stig, Plaziat 955 og Jón 950.Zmelik fékk 942 fyrir 7,53 m, Nool 920 stig fyrir 7,44 (sem var eina lögiega stökk hans), Steve Fritz 883 stig fyrir 7,29, Huffins 857 fyr- ir 7,18, Chmara 840 fyrir 7,11 og Levicq 830 fyrir 7,07 metra. Eftir langstökkið var Jón kominn í fyrsta sæti sjöþrautarinnar með 1886 stig, Huffins var annar með 1883 og Dvorak þriðji. Hafði náð í 1868 stig. Glæsileg köst Jón Arnar hélt sannarlega sínu striki í þriðju greininni, kúluvarpinu. Sagð- Morgunblaðið/Ásdís HEPPNIN var ekki meó Völu Flosadóttur í París í gærmorg- un. Hér á myndlnnl er hún að fella 4,10 m í Bercy-hölllnnl, en hún komst þó í úrslitakeppnina. ist fyrir mótið vera sterkur og sann- aði það í verki í kúluvarpshringnum; gerði reyndar ógilt í fyrstu tilraun, en Gísli þjálfari Sigurðsson klappaði í áhorfendastúkunni eftir annað kast, sem hlaut að lofa góðu. Enda mældist kastið 16,05 metrar, sem var það lengsta sem Jón Arnar hafði náð í sjöþraut. Hann kastaði 15,70 í metþrautinni í fyrra og 15,92 á EM í Gautaborg. Eftir annað kast Jóns dunduðu sumir andstæðinga hans við að setja persónuleg met - Dvorak t.d með kasti upp á 16,25 metra, Zmelik með 14,51 (!) og Erki Nool bætti sig einnig. En Jón var ekki á þeim buxunum að láta Dvor- ak hafa betur í kúluvarpinu, kastaði 16,27 í síðustu umferðinni og tryggði sér þar með sigurinn. Þar með bætti hann enn besta árangur sinn í sjöþrautstökk en Jón kastaði 16,37 í kúluvarpskeppni íslands- meistaramótsins innanhúss um dag- inn og sýndi nú að það var ekki til- viljun. Staðan eftir þtjár fyrstu greinarn- ar var þannig að Jón var efstur með 2754 stig, Dvorak var annar með 2735, Huffíns þriðji með 2707, Nool fjórði með 2624, Zmelik kom næstur með 2584 og Plaziat var með 2533 stig. Tólf voru skráðír til leiks í sjö- þrautinni en tíu mættu. Tveir Þjóð- veijar létu ekki sjá sig. Vala fór yfir fjóra metra og komst í úrslrtakeppnina Vala Flosadóttir fór yfir 4 metra í stangarstökkinu í París í gær- morgun og komst í úrslitakeppnina sem verður í dag. Stúlkurnar þurftu að fara yfir 4,10 metra til að vera öruggar áfram, en 12 fóru í úrslitin þó svo sá fjöldi næði ekki lágmarkshæðinni. Daniela Bartova frá Tékklandi, sem setti Evrópumet í Laugardalshöll fyrir skömmu (4,31 m), sigraði í fyrri riðlinum í gær- morgun, fór auðveldlega yfir 4,10 metra í fyrstu tilraun, kínverska stúlkan Sun Caiyun fór einnig yfir 4,10 í fyrstu tilraun (eftir að hafa farið yfir rána í fjögurra metra hæð í þriðju tilraun) og Svetlana Abramova fór líka yfir 4,10 en þurfti tvö stökk til. Þrjár fóru svo yfir fjóra metra, Eszter Szemeredi, Evrópumethafi (4,32) frá Tékk- landi, Amandina Homo frá Frakk- landi og Vala. KAPPAKSTUR / FORMULA 1 Villeneuve í sterkri stöðu Fyrsta keppnin í heimsmeistara- mótinu í Formula 1 kapp- akstri verður á Melbourne kapp- akstursbrautinni í Gunnlaugur Ástralíu í dag. Rögnvaldsson Heimsmeistarinn skrifar Damnon Hill ekur með nýju liði, Arrows Yamaha, og er talinn eiga litla möguleika á að veija titil sinn. Sigurstranglegastur í heimsmeist- arakeppninni þykir vera Jacques Villeneuve frá Kanada, sem varð í öðru sæti í meistarakeppninni í fyrra á Williams. Hann hélt sæti sínu hjá liðinu, en samningur heimsmeistarans var ekki end- urnýjaður. Tuttugu og fjórir ökumenn munu kljást á brautinni í Melbourne, margir á nýjum eða endurbættum bílum. Williams Renauit bílarnir verða sprækir undir stjórn Villene- uve og nýja ökumannsins, Heinz Harald Frentzen sem á árum áður Iagði landa sinn Michael Schum- acher oft að velli í kappakstri á kartbílum og í Formula 3. Bróðir Schumachers, Ralf, mun aka í Formula 1 í fyrsta skipti í Melbo- urne. Hann ekur hjá Jordan liðinu þar sem eldri bróðirinn hóf einnig ferilinn áður en hann fórtil Bennet- ton og síðan Ferrari. En launamun- urinnn á milli bræðranna er mikill, Michael hefur 30 milljónir dollara í árslaun en Ralf eina milljón doll- ara. Ralf er yngstur keppenda, aðeins 21 árs gamall. Sextán mót gilda til heimsmeist- aratitils ökumanna og bílahönnuða. Fyrir sigur í móti fær ökumaður 10 stig, annað sætið gefur 6, síðan fá ökumenn 4, 3, 2 og 1 stig fyrir næstu sæti á eftir. Öll mótin gilda til lokastiga og því liggur mikið við að byija keppnistímabilið vel. Vil- leneuve er staðaráðinn í að næla í titil ökumanna. „Ég keppi til að vinna, en það er samt varasamt að vera of sigurviss. Ég iærði mik- ið í fyrra á mína fyrsta ári í Form- ula 1. Núna þekki ég brautirnar vel og get stillt bílnum upp fyrir hveija braut af meiri nákvæmni ásamt aðstoðarmönnum mínum," segir Villeneuve. „í fyrra þurfti ég að aka bíl sem hentaði Hill betur en mér, nema í síðustu mótunum og það var erfitt. í fyrra biðu þess allir að ég gerði mistök, af því ég var nýgræðingur, en núna eggja mig allir til sigurs. Það er mun þægilegri tilfinning. Ég get sætt mig við sigur eða tap, allt eftir því hveijar aðstæður í hverri keppni eru. En sigur er náttúrlega mark- miðið í hverri keppni," segir Vil- leneuve. Schumacher og Ferrari hefur ekki gengið of vel á æfíngum. Bil- anir hafa plagað bíl Þjóðveijans snjalla. McLaren liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum síðustu ára og hefur ekki unnið mót síðan 1993. Finninn Mika Hakkinen og Bretinn David Coult- hard aka bílum McLaren með Benz vélum. Benz hefur sett hundruð milljóna í þróun kappakstursvéla síðustu ár og vilja sjá árangur erf- iðsins í ár. A æfingum hefur Hakk- inen sýnt aukinn eldmóð og er ánægðari með bílinn núna en í fyrra. Þá hafa Austurríkismaður- inn Gerhard Berger og Frakkinn Jean Alesi náð góðum tíma á æf- ingum á Benetton. Benetton hefur hinsvegar misst tvo af helstu tæknimönnum sínum til Ferrari. Þeir unnu báðir með Schumacher þegar hann varð heimsmeistari með Benetton. Ekki veitir Ferrari liðinu af, því bíll liðsins hefur ekki komið vel undan vetri. Kappaksturinn í Melboume stendur í tvo kiukkutíma og aka keppendur rúmlega 300 kílómetra, samtals 58 hringi um brautina sem nefnist Albert Park. Sigurvegari í ástralska kappakstrinum í fyrra varð Damon Hill, en þá var keppt á Adelaide brautinni. Hill vann einnig árið 1995, en það er talin borin von að hann vinni í ár. Vil- leneuve, Frentzen, Alesi, Berger, Hakkinen, Coulthard, Michael Schumacher, Eddie Irvine, Ralf Schumacher og Giancarlo Fisic- hella eru allir með talsvert betri bíla. Titilvörnin verður því erfið fyrir Hill.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.