Morgunblaðið - 09.03.1997, Page 26

Morgunblaðið - 09.03.1997, Page 26
26 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga myndina Mars Attacks í leikstjórn Tim Burtons. I aðalhlutverkum eru m.a. Jack Nicholson, Glenn Close, Annette Bening, Danny DeVito, Martin Short, Pierce Brosnan, Rod Steiger, Paul Winfield, Sarah Jessica Parker og Michael J. Fox. Þetta er farsakennd gamanmynd þar sem skopast er að vís- indaskáldsögum og myndum um innrás úr geimnum.- JARÐARBÚAR verða í fyrstu að sitja og standa eins og Marsbúarnir fyrirskipa. Innrásin fráMars ÞEGAR herfylki fljúgandi furðu- hluta kemur fram á ratsjá á leið til jarðar ráðfærir forseti Banda- rílrjanna (Jack Nicholson) sig við herráðið og einnig blaðafulltrúann sinn (Martin Short) og trúnaðar- mann úr hópi vísindamanna (Pi- erce Brosnan). Saman komast þessir menn að þeirri niðurstöðu að koma geimveranna til jarðar sé jákvæð fyrir mannkynið. Þess vegna tilkynnir forsetinn um komu geimveranna í huggulegri sjón- varpsútsendingu og heimsbyggðin hlakkar til að hitta litlu grænu kallana. Það er ekki nóg með að Marsbú- ar nir séu grænir heldur ferðast þeir um í silfurlituðum fljúgandi diskum alveg eins og þeim sem voru farartæki geimvera í Holly- wood-myndum á sjötta áratugn- um. Slíkt farartæki lendir í eyði- mörkinni og þangað er flölmenni mætt til að fagna gestunum. Út stígur leiðtogi Marsbúanna og tilkynnir viðstöddum: „Við komum með friði.“ Áður en gífur- leg fagnaðarlæti viðstaddra ná að deyja út kemur hins vegar í ljós hvernig liggur í málunum, því Marsbúarnir taka upp geislabyss- umar sínar og skjóta alla við- stadda. Næsta skotmark græna innrás- arliðsins er bandaríska þingið og þá rennur upp fyrir mannkyninu að það er kominn tími til þess að svara fyrir sig. Fyrst þarf þó að komast til botns í því hvernig á að vinna á litlu grænu köllunum, sem virðast ósigrandi. Marsbúamir í þessari mynd minna á ofvirka krakka, sem koma blíðlega að manni en draga upp leysibyssuna og skjóta án þess að meina nokkuð með þessu annað en að hrekkja og valda vandræðum. íbúar jarðarinnar fá líka skrautlega útreið hjá Tim Burton, leikstjóra myndarinnar. Fulltrúar mannkynsins í myndinni eru t.d. forsetinn og fjölskylda hans, leik- in af Jack Nicholson, Glenn Close og Natalie Portman; samstarfs- menn forsetans, leiknir af Martin Short, Rod Steiger, Paul Winfíeld og Pierce Brosnan; fasteignasali í Las Vegas og eiginkona hans, í GERVI ungrar og glæsilegrar konu (Lisa Marie) táldraga Marsbúarnir forseta Bandaríkjanna (Jack Nicholson) og sýna enga miskunn þegar þeir hafa náð honum á sitt vald. SARAH Jessica Parker og Pierce Brosnan eru meðal fjöl- margra þekkta leikara í aukahlutverkum myndarinnar. leikin af Jack Nicholson (já, hann fer með tvö hlutverk) og Annette Bening; sjónvarpsþáttastjóri og blaðamaðurinn eiginmaður henn- ar, leikin af Sarah Jessica Parker og Michael J. Fox. Allt þetta lið er svo upptekið af sjálfu sér og eigingjamt að það á eiginlega ekkert betra skilið en að láta eyða sér með leysibyssu geimveranna. Hugmyndina að myndinni um innrásina frá Mars sóttu leikstjór- inn, Tim Burton, og handritshöf- undurinn breski, Jonathan Gems, til tyggjókúlumynda sem voru vin- sælar meðal ungra Bandaríkja- manna fyrir um það bil 35 ámm. Á myndunum sáust grænir litlir Marsbúar skjóta af leysigeisla- byssum á jarðarbúa, einkum létt- klæddar fegurðardísir. Sagan var unnin upp úr kortunum. í fyrstu stóð til að nota brúðu- tækni við gerð Marsbúanna en niðurstaðan var að nota nútíma- tækni og gera fígúrurnar með tölvutækni. Það vafðist ekki fyrir Burton að ráða frægar kvikmyndastjörn- ur til að leika í myndinni. Fjöl- margir þekktustu leikarar heims- ins reyndust óðfúsir að vinna með manninum sem hafði gert myndir á borð við Ed Wood og Edward Scissorhands og Batman Retums. Jack Nicholson leist svo vel á handritið að hann tók að sér tvö hlutverk, og leikur eiginmann tveggja óskarsverðlaunaleik- kvenna, Glenn Close og Annette Bening. Danny DeVito vann með Burton í Batman-myndinni og lík- aði sú reynsla svo vel að hann tók tveim höndum tækifærinu til að endurtaka samstarfíð. Sönghetjan og kyntáknið Tom Jones leikur sjálfan sig í myndinni og gömlu kempurnar Rod Steiger, Paul Winfíeld og Pam Grier, slógust í leikinn ásamt yngri stjörnum á borð við Martin Short, Michael J. Fox og Sarah Jessica Parker. „Ég var ótrúlega heppinn að fá þessa frábæru leikara til þess að leika á móti ímynduðum græn- um köllum. Þetta var súrrealískt að sjá og ég hafði gaman af því hvað allir skemmtu sér vel,“ segir leikstjórinn. Kvikmyndin Mars Attacks! var frumsýnd skömmu fyrir jól vest- anhafs og aflaði jafnvirðis 700 milljóna króna fyrstu sýningar- helgina og hlaut einnig ágætis viðtökur flestra gagnrýnenda vestanhafs. Gamla brýnið LEIKFERILL Jacks Nicholsons spannar yfir á fimmta áratug, a.m.k. 47 kvikmyndir, 10 ósk- arsverðlaunatilnefningar og tvenn óskarsverðlaun. Jack Nicholson er fæddur í New York árið 1937 og er því á sextugasta aldursári. Hann ólst upp í New Jersey en 17 ára gamall fluttist hann til Los Angeles og fór að vinna við teiknimyndagerð hjá MGM, meðfram starfi og námi í leik- list. Hann fékk hlutverk á sviði, síðan í sápuóperum í sjónvarpi en fyrsta kvikmyndahlutverk sitt hreppti hann í mynd b- myndakóngsins Rogers Cor- mans, Cry Baby Killer. Samstarf þeirra Cormans stóð í um áratug og fyrir hann lék Jack m.a. sadíska tannlækn- inn í fyrstu kvikmyndinni um Litlu hryllingsbúðina en meðal sporgöngumanna hans í því hlutverki má nefna Steve Mart- in og Ladda. Árið 1969 hafði Nicholson leikið í 17 kvikmyndum og þá loksins varð hann stórstjarna fyrir tilstilli vegamyndarinnar frægu, Easy Rider. Jack hlaut óskarsverðlauna- tilnefningu og heimsfrægð en auk aðalhlutverks hafði hann unnið við framleiðslu myndar- innar í félagi við vini sína og sálufélaga í sukkinu á þessum árum, þá Peter Fonda og Denn- is Hopper. Óskarsverðlaunin hreppti Jack Nicholson hins vegar fyrst fyrir sinn ógleymanlega leik í hlutverki McMurphys i One Flew Over The Cuckoo’s Nest árið 1975 og aftur var hann heiðraður af akademíunni fyrir leik í Terms of Endearment. AIls hefur hann nú hlotið 10 tilnefningar til óskarsverð- launa. Auk þeirra mynda sem framan er getið var hann til- nefndur fyrir Ironweed, Prizz- i’s Honor, Reds, Chinatown, The Last Detail, Five Easy Pi- eces og A Few Good Men. Þá hefur hann hlotið aðrar viðurkenningar, m.a. fyrir mynd Warren Beattys, Reds, og fyrir leik í hlutverki Jokers í Batman Retums. Önnur eftir- minnileg hlutverk Jack Nichol- sons eru m.a. í hryllingsmynd- inni Shining, eftir sögu Steph- ens Kings, árið 1980, og í The Postman Álways Rings Twice á móti Jessicu Lange, árið 1981. Einnig má nefna leik hans í Wolf, Hoffa, The Witches of Eastwick og Crossing Guard. Jack hefur einnig reynt fyrir sér sem leikstjóri en ekki með sama árangri. Fyrst mynda í þeim flokki var Drive, She Sa- id, með Karen Black og Bruce Dern í aðalhlutverkum og hann leikstýrði og lék aðalhlutverk í Goin’ South og Two Jakes. Hvorag er eftirminnileg. Um þessar mundir eru að koma á markaðinn með Jack Nicholson myndirnar Blood and Wine og The Evening Star, en sú síðamefnda er framhald af Terms of Endearment. Þá er hann núna að leika í mynd sem heitir Old Friends. þar er leikstjórinn James L. Brooks og aðrir aðalleikendur eru Hel- en Hunt úr Mad About You og Greg Kinnear, sem lék í Sa- brina, Sabrina á móti Harrison Ford. Jack Nicholson er skapmikill maður og þekktur fyrir að hafa ráðist að (jósmyndurum, jafnt og fólki sem svínar fyrir hann á gatnamótum, með barefli á lofti. Auk þess er hann aðdá- andi númer eitt þjá körfuboltal- iðinu Los Angeles Lakers, en hann á ársmiða á fremsta bekk á leiki þess i Inglewood höllinni í Los Angeles og geymir bolt- ann fyrir leikmenn og dómara í leikhléum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.